Dagur - 10.08.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 10. ágúst 1989
fréffir
Sjö norölensk fyrirtæki kynna
sína framleiöslu á „íslenskum
dögum“ sem hefjast í dag,
fimmtudag, í sex stórmörkuö-
um á höfuðborgarsvæðinu.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, mun form-
lega opna kynninguna kl. 17 í
Miklagarði við Sund og við
það tækifæri verður frumflutt
lag Jóhanns G. Jóhannssonar,
„Okkar framtíð“, en í texta
þess eru neytendur hvattir til
að velja íslenska framleiðslu-
vöru.
Akureyri:
Meira atvinnu-
leysi en á sama
tíma í fyrra
Mun meira atvinnuleysi var á
Akureyri í júlímánuði í ár en á
sama tíma í fyrra og spilar m.a.
lokun Útgerðarfélags Akur-
eyringa þar inn í.
Um mánaðamótin voru 186
Þau norðlensku fyrirtæki sem
kynna sína framleiðslu eru Kaup-
félag Eyfirðinga (kjötvörur),
Kaffibrennsla Akureyrar (kaffi)
Flóra (smjörlíki), Sjöfn (efna-
vara), Strikið (skófatnaður),
Linda (sælgæti) og Kaupfélag
Skagfirðinga (sængur og
koddar).
Eins og áöur segir liefjast
kynningardagarnir í dag og
standa til 25. ágúst. Á sjötta tug
neytendavöruframleiðenda
kynna vörur sinar í verslununum
Miklagarði við Sund, Miklagarði
vestur í bæ, Kaupstað í Mjódd,
KRON í Eddufelli, Stórmark-
aðnum Kaupgarði og Miðvangi í
Hafnarfirði.
Að sögn Gfsla Blöndal er hér
um að ræða mjög merkilegt
kynningarátak á íslenskri fram-
leiðslu. „Þetta er að mínu mati
eitt það merkilegasta sem gert
heíur verið í að fá fólk til að velja
íslenskt." óþh
Upplýsingaskilti við Kröfluaileggjara veitir upplýsingar um vegakerfi og þjónustu á svæðinu. Mynd: kr
Mývatnssveit:
Fyrstu upplýsingaskiltin komin upp
Fyrstu upplýsingaskiltin á vegum Vegagerðar ríkisins voru sett upp í Mývatnssveit sl. föstudag. Stefnt
er að því að slíkum skiltum verði komið upp um allt land en þau eiga að vera leiðbeinandi og veita upp-
lýsingar um vegakerfið og þjónustu.
Skiltin voru reist við Kröfluafleggjarann og í Námaskarði en þar er einnig verið að vinna að gerð
áningastaða eins og sagt var frá í Degi fyrr í sumar.
Starfshópur innan Vegagerðar ríkisins fékk Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt til að vinna að
hönnun skiltanna og áningastaða sem þau standa við. Um er að ræða alþjóðleg upplýsingaskilti sem
menn hvaðanæva að ættu ekki að eiga í vandræðum með að skilja. KR
Óskar Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar:
Kynningardagar á höfuðborgarsvæðinu:
Sjö norðlensk
fyrirtæki kynna
sína framleiðslu
.
Engin hætta á smjörskorti
- aukinn innflutningur á erlendu viðbiti áhyggjuefni
manns á skrá og voru konur í
meirihluta eða 116 en karlar á
skrá voru 70. Á sama tíma í fyrra
voru 56 skráðir atvinnulausir
Starfsmaður Vinnumiðlunar-
skrifstofunnar sagði ekki gott að
segja hver ástæðan væri en aðal-
lega væri um að ræða atvinnu-
laust verkafólk og spilaði tíma-
bundin lokun hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa þar inn í. KR
Óskar Gunnarsson forstjóri
Osta- og smjörsölunnar telur
engar líkur á smjörskorti á
landinu á næstunni þannig að
innflutningur smjörs verði
nauðsynlegur. Óskar telur að
jafnvægi milli framleiðslu og
eftirspurnar sé orðið eins gott
og mögulegt er en jafnframt
telur hann að sá aukni inn-
flutningur sem búist er við á
erlendu viðbiti öðru en smjöri
geti dregið nokkuð úr neyslu á
innlendu smjöri og raskað
þessu jafnvægi.
að það er hægt að fá mjög góða
vöru erlendis og ef innflutningur
á henni verður hömlulaus þá er
það áhyggjuefni," sagði Óskar og
bætti því við að meðal annars af
þessum sökum væri hann ekki
hræddur við smjörskort.
Blanda
sss>*
Hp?:"nr,ApPe,S'nU^fi
Pure Orange Juice
Því hefur verið lýst yfir í sjón-
varpsfréttum að skortur verði á
smjöri í byrjun næsta árs og inn-
flutningur verði nauðsynlegur.
„Það kemur ekki til. Það verða
litlar birgðir þegar kemur fram í
mars apríl en ég tel engar líkur á
að smjörbirgðir klárist,“ sagði
Óskar. Jafnframt sagði hann að
innflutningur á smjörlíki, sem
gefinn hefur verið frjáls að hluta
og nokkuð hefur borið á, geti sett
strik í reikninginn og valdið sölu-
tregðu á smjöri. „Ef þetta kemur
af auknum krafti í haust, eins og
búist er við, þá getur það haft
veruleg áhrif. Því er ekki að neita
Neysla á smjöri hefur dregist
saman og flust yfir á Smjörva og
Létt og laggott. í heildina er hins
vegar um að ræða aukningu sem
nemur um 4% miðað við sama
tíma í fyrra. Birgðir af smjöri eru
talsvert minni en í fyrra og segist
Óskar því fagna þeim milljón
lítrum sem bætast við mjólkur-
kvótann á næsta verðlagsári, í
samræmi við ákvæði búvöru-
samnings frá 1986.
„Jafnvægi milli framleiðslu og
eftirspurnar á mjólkurvörum er
eins gott og það getur orðið.
Sannast sagna má ekkert út af
bregða til þess að ekki fari í
óefni,“ sagði hann. ET
Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfsbjörg
á Akureyri:
Birgir tekur við stjómar-
taumimum 1. september
l»ann fyrsta september nk.
mun nýr framkvæmdastjóri
taka formlega við stjórnar-
taumum hjá Sjálfsbjörg á
Akureyri úr hendi Tryggva
Sveinbjörnssonar, sem gegnt
hefur því starfi um hríð. Sá
heitir Birgir Karlsson og hefur
hann unnið sem skrifstofu-
stjóri Sjálfsbjargar á Akureyri.
Birgir er raunar nú þegar sest-
ur í stól framkvæmdastjóra en
Tryggvi er sem stendur í sumar-
fríi. Hann kemur aftur til starfa
síðari hluta ágústmánaðar og
vinnur til loka mánaðarins, er
hann lætur af starfi og flyst til
höfuðborgarinnar.
Snæbjörn Þórðarson, formað-
ur Sjálfsbjargar á Akureyri, seg-
ist búast við mjög svipaðri starf-
semi félagsins á komandi vetri og
undanfarin ár.
Bjarg var eitt fyrirtækja á
Akureyri sem tók þátt í maricaðs-
átaki Iðntæknistofnunar á liðnum
vetri. Snæbjörn segir að þessi
vinna hafi að mestu legið niðri að
undanförnu vegna sumarleyfa en
þráðurinn verði aftur tekinn upp
innan tíðar og niðurstaðna sé að
vænta fljótlega. óþh