Dagur - 10.08.1989, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 10. ágúst 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (fþróltir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÖRI:
HAFDI'S FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Áróðurinn gegn kartöflu-
bændum stenst ekki
íslenskur landbúnaður hefur sætt kerfisbundnum
árásum tiltekinna afla í þjóðfélaginu um áratugaskeið.
Þessar árásir hafa beinst að öllum greinum landbún-
aðar, þótt sauðfjárbændur hafi eflaust fengið stærsta
skammtinn. Á síðustu mánuðum hefur áróðurinn
gegn íslenskum landbúnaði einkum snúist um inn-
flutning matvæla. Andstæðingar íslensks landbúnað-
ar hafa hampað þeirri hugmynd að leggja niður þessa
atvinnugrein hér á landi og leyfa frjálsan innflutning
landbúnaðarafurða utan úr hinum stóra heimi. Slíkt
myndi leysa allan vanda, að þeirra áliti.
Dagur hefur á þessum vettvangi margoft bent á að
frjáls innflutningur landbúnaðarafurða er óðs manns
æði. Hann er alls ekki þjóðhagslega hagkvæmur þegar
á allt er litið, auk þess sem slík ráðstöfun myndi stór-
auka þann byggðavanda sem fyrir er í landinu. En þar
fyrir utan hefur komið æ betur í ljós að þær forsendur,
sem innflutningspostularnir ganga út frá í útreikning-
um sínum, standast engan veginn. Eitt besta dæmið
um alvarlega skekkju í útreikningum þessara manna
er sá hagnaður sem þeir sáu í því fyrir íslenska neyt-
endur ef kartöfluframleiðslu innanlands yrði hætt og
þess í stað treyst eingöngu á innflutning. Jón
Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, hélt því fram í grein í
Morgunblaðinu í mars s.l. að hægt væri að selja kílóið
af innfluttum kartöflum á 35-40 krónur. Þorvaldur
Gylfason hagfræðiprófessor nefndi einnig 35 krónur í
grein í Morgunblaðinu um svipað leyti. Víst myndu
neytendur spara stórfé væru forsendur þeirra félaga,
Jóns og Þorvaldar, réttar. En annað hefur komið á
daginn. Fyrir nokkru var heimilaður innflutningur á
kartöflum, þar sem birgðir innlendra kartafla voru á
þrotum. Hagkaup hefur boðið einna lægst verð allra
verslana á erlendum kartöflum, enda flutt þær inn
sjálft. En kílóverðið í Hagkaup hefur verið frá 90
krónum, ekki 35-40 krónur eins og Hagkaupsforstjór-
inn hafði þó lofað fyrirfram. Og munar víst um minna.
Reikningsdæmi innflutningspostulanna hvað
kartöflurnar varðar er sem sagt markleysa frá upphafi
til enda. Staðreyndin er sú að kartöflubændur bera
enga ábyrgð á því háa verði sem tíðkast hefur á
íslenskum kartöflum. Því til sönnunar má t.d. skoða
kartöfluverð eins og það var þann 1. mars s.l. Þá var
algengt kííóverð á íslenskum kartöflum út úr búð
krónur 141. Af því fékk bóndinn 42,50 krónur í sinn
hlut. Heildsalinn fékk hins vegar annað eins í sinn
hlut, kaupmaðurinn 28 krónur og ríkissjóður 28 krónur
í formi söluskatts. Af þessu má glögglega sjá að það
eru ekki kartöflubændur sem halda uppi háu verði á
íslenskum kartöflum, heldur fyrst og fremst milliliðirn-
ir. Það er með öllu óskiljanlegt ef þessir sömu milliliðir
eru tilbúnir til að taka mun minni þóknun fyrir að selja
erlendar kartöflur en innlendar, eins og þeir hafa þó
marglýst yfir.
Kartöfluáróður Jóns Ásbergssonar, Þorvaldar Gylfa-
sonar og fleiri er greinilega byggður á sandi. Hann
stenst engan veginn þegar staðreyndir málsins eru
skoðaðar og hlýtur því að flokkast sem ein fjölmargra
ómaklegra árása á íslenskan landbúnað. BB.
Kór Flensborgarskóla:
Þrennir tónleikar á
Norðurlandi í vikunni
- á Akureyri, Mývatnssveit og Húsavík
Kór Flensborgarskóla leggur
upp í tónleikaferð um Norður-
land í vikunni. Fyrstu tón-
leikarnir verða í Akureyrar-
kirkju föstudaginn 11. ágúst
kl. 20,30. Þá mun kórinn
syngja í Reykjahlíðarkirkju
laugardaginn 13. ágúst kl.
15,00 og Ijúka síöan ferðinni
með tónleikum í Húsavíkur-
kirkiu það sama kvöld kl.
20,30.
Á tónleikunum kemur fram
ungur og efnilegur einsöngvari,
Aðalsteinn Einarsson. Hann hef-
ur stundað nám við Söngskólann
í Reykjavík undanfarin þrjú ár,
en heldur utan í haust til frekara
náms. Á efnisskránni að þessu
sinni verða m.a. kirkjuleg verk
frá ýmsum tímum, lög frá 16. öld
og þjóðlög frá Norðurlöndum.
Kór Flensborgarskóla hefur
starfað síðan 1981 og komið víða
fram. Hann tók þátt í Evrópa
cantat söngmóti í Sviss árið 1987
og síðastliðið suntar hélt kórinri
ferna sjálfstæða tónleika á ftalju
við frábærar undirtektir.
Stærsta verkefni kórsins til
þessa er Gloría í D-dúr eftir
Vívaldi sem flutt var á tónleikum
nú í vor. Kórinn vinnur nú að
fyrstu hljómplötu sinni. Stjórn-
andi kórsins er Margrét Jóhanna
Pálmadóttir.
Setið að snæðingi við grillin. Mynd: hib
Sauðárkrókur:
GrxQteiti í Háuhlíðiraú
Hin síöari ár hcfur það færst í
vöxt að íbúar í sömu götu taki
sig saman og geri eitthvað sam-
eiginlega til dundurs og afþrey-
ingar. Þannig hefur það verið
hjá íbúum Háuhlíðar á Sauðár-
króki undanfarin þrjú ár. Þeir
hafa komið saman einu sinni á
sumri, haldið grillveislu á torg-
inu í götunni og farið í leiki.
Þar hafa fjölskyldumeðlimir á
öllum aldri skemmt sér hið
besta. Nýlega fór grillveisla
sumarsins fram með miklum
myndarbrag.
Hver tjölskylda mætti með sitt
grill og er allir höfðu matast var'
tekið til við leiki margskonar, s.si
belgjahlaup, boðhlaup, spurn-
ingakeppni, hlaupa í skarðið
o.m.fl. Þrátt fyrir ekkert of gotj
veður fór grillteitið vel fram og
allir fóru ánægðir heint að því
loknu. -bjb