Dagur - 07.10.1989, Page 3

Dagur - 07.10.1989, Page 3
Laugardagur 7. október 1989 - DAGUR - 3 Reykj avík-Akureyri: 354 km af leiðinni með bundnu slitlagi Ratsjárstofnun: Frestar byggingu íbúða á Bakkafirði til vors Á þessu ári var lagt bundið slit- lag á 31,8 km á Ieiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Heildarvegalengdin milli stað- anna er 432 km og er bundið slitlag komið á um 354 km, eða 82% af leiðinni. Á næsta ári er Handknattleikur: FH spáð 1. sæti en KA 7. sæti Á fundi sem samtök 1. deildar- félaga í handknattleik héldu á fimmtudagskvöldið var birt spá sem forráðamenn félag- anna gerðu um stöðu liðanna í deildinni. FH var talið sigur- stranglegast en KA lenti í 7. sæti samkvæmt spánni. Nánar verður sagt frá þessum fundi eftir helgina. Spáin var þannig gerð að for- ráðamenn félaganna fengu atkvæðaseðla og röðuðu þeir félögunum niður. Reyndar urðu einhver mistök við útdeilingu atkvæðaseðla þannig að einungis sjö félög tóku þátt í spánni. Hins vegar var hún endurtekin á fund- inurn og þá breyttist röðin ekki neitt. En lítum á spá félaganna: 1. FH 2. Stjarnan 3. Valur 4. Víkingur 5. KR 6. Grótta 7. KA 8. ÍBV 9. ÍR 10. HK áætlað að leggja bundið slitlag á 20,3 km á þessari fjölförnu leið. Gert er ráð fyrir að stóra stundin renni upp árið 1995 en þá á öll leiðin að vera lögð bundnu slitlagi. Eftirfarandi vegakaflar á leið- inni Reykjavík-Akureyri voru lagðir bundnu slitlagi á árinu 1989: Vesturlandsvegur í Hval- firði (Eyrarfjallsvegur-Kjósa- skarðsvegur) 4,5 km, Vestur- landsvegur í Borgarfirði (um Svignaskarð) 7 km, Vesturlands- vegur í Borgarfirði (um Sveina- tungu) 4,2 km, Norðurlandsveg- ur í Víðidal (Víðidalsvegur vestri-Víðidalsá) 6,5 km, Norðurlandsvegur á Vatnsskarði 4,1 km, Norðurlandsvegur í Skagafirði (Miðhús-Víðivellir) 3,8 km og Norðurlandsvegur á Pelamörk (Steðji-Krossastaðir) 1,7 km. Árið 1990 er áætlað að bundið slitlag komi á eftirfarandi kafla á þessari sömu leið: Vesturlands- veg í Hvalfirði (um olíustöð) 2,1 km, Vesturlandsveg á Holta- vörðuheiði (frá Miklagili að Brú) 4.6 km, Norðurlandsveg í Skaga- firði (frá Víðivöllum að Uppsöl- um) 6 km og Norðurlandsveg á Þelamörk (frá Bægisá að Steðja) 7.6 km. Eins og ökumönnunt er kunn- ugt var komið meira af bundnu slitlagi á Öxnadalsheiði en það er í dag, en það varð gjörónýtt í Bakkaselsbrekkunni. Haukur Jónsson hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri sagði að sá kafli yrði ekki tekinn sérstaklega aftur heldur fylgdi hann með í heildar- áætlun um bundið slitlag á Öxna- dalsheiðinni. Tímasetning er 1991-92. Sjá nánar meðfylgjandi kort. SS Nú er Ijóst að ekki verður haf- ist handa í haust við byggingu íbúða á Bakkafirði fyrir starfs- menn Ratsjárstofnunar við rat- sjárstöðina á Gunnúlfsvíkur- fjalli. Að sögn Jóns Böðvars- sonar, hjá Ratsjárstofnun, er þó fastlega búist við að ráðist verði í byggingu íbúðanna að vori. Út frá því var gengið að byrjað yrði á grunnum að fjórunt starfs- mannaíbúðum á Bakkafirði í haust. Samningaviðræður milli Skeggjastaðahrepps og Ratsjár- stofnunar um íbúðirnar hafa staðið yfir unt skeið og segir Jón að þær séu enn í gangi þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að hætta við framkvæmdir í haust. skiptar skoðanir um ágæti þess að staðsctja íbúðirnar á Bakkafirði. Sveitarstjórn Þórshafnarhrepps hefur harðlega gagnrýnt ákvörð- un ráðherra um að byggja íbúð- irnar á Bakkafirði og bent á að eðlilegra væri að byggja þær á Þórshöfn m.a. vegna þess að þar er ýmiss opinber þjónusta. Jón Böðvarsson segist líta svo á að gagnrýni Þórshafnarbúa sé eðli- Stúdentagarðarnir á Akureyri: Afhentir formlega í dag Stúdentagarðarnir við Skarðshlíð á Akureyri, verða afiientir formlega í dag. Bygg- ing garðanna hefur gengið mjög vel, fyrsta skóflustungan var tekin þann 5. maí síðastlið- inn og í vikunni fluttu fyrstu íbúarnir inn. Það voru SS-Byggir og Möl og sandur hf. sem sáu um bygging- una og ntunu verktakarnir afhenda Sigurði P. Sigmundssyni formanni stjórnar Félagsstofnun- ar stúdenta, lyklavöldin við hátíð- lega athöfn sent hefst kl. 14.30. Á meðal gesta verða m.a. Svavar Gestsson menntamálaráðherrra, Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri og Haraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri. Þá stendur einnig til að gefa stúdentagörðunum nafn en hvaða nafn varð fyrir valinu, fæst ekki uppgefið fyrr en í dag. Loks má geta þess að almenningi gefst Akureyrarbær: Framkvæmdir til að auka umferðaröryggi Framkvæmdir til að auka umferðaröryggi á gönguleiðum í nágrenni Barnaskóla Akur- eyrar eru nú vel á veg komnar, að sögn Gunnars Jóhannes- sonar, verkfræðings hjá Akur- eyrarbæ. Að sögn Gunnars er verið að leggja lokahönd á verk við þreng- ingu Þórunnarstrætis, en fjölfarin gangbraut er á götunni norðan þeirrar götu og Hrafnagilsstrætis. Umferðin þarna væri ekki nægilega mikil til að bera umferðarljós. Þá verður gerð önnur þrenging norðan íþróttahallarinnar, við göngustíginn til móts við Hús- mæðraskólann. Sá kantsteinn verður líkast til steyptur í dag eða á morgun. Einnig er ætlunin að setja upp svokölluð „Toronto- ljós“ á Eyrarlandsvegi, við gangbrautina austan og neðan við Barnaskólann. EHB kostur á að skoða húsakynnin í dag frá kl. 16.30 til 18.30. -KK „Upphaflega var gert ráð fyrir að við byrjuðum í sumar en það má segja að við höfum brunnið inni á tíma. Það er út af fyrir sig ekki hættulegt því við teljum okkur hafa nægan tíma til að byggja yfir starfsmenn stöðvar- innar. Miðað er við að hún verði ekki tekin í notkun fyrr en 1991,“ segir Jón. Eins og frant hefur komið eru kappsmál fyrir lítil sveitarfélög á norðausturhorninu að ná umræddum íbúðum bæði vegna þjónustu við íbúana og tilfallandi tekna af þeim. Jón segir að hann hafi ekki orðið var við gagnrýni á staðsetningu íbúðanna frá verð- andi starfsmönnum á Gunnólfs- víkurfjalli. óþh Vaxtarræktin íþróttahöllinni Boöið er upp á byrjenda- námskeið fyrir karlmenn Námskeiðið er þrisvar í viku: Þriðjudag kl. 20.30 Föstudag kl. 20.30 Laugardag kl. 12.00 i Boðið verður upp á persónulega ráðgjöf í mataræði sé þess óskað, ásamt því að hver og einn fær æfingaáætlun sem honum hentar. Leiðbeinandi er Einar Guðmann Alm. tímar alla virka daga frá kl. 16.30. Kvennatímar mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og laugardaga. Upplýsingar í símum 27427 og 21061 frá kl. 9-12. Vaxtarræktin íþróttahöll Hvort sem menn vilja byggja sig upp fyrir aðrar íþróttir, fara í megrun eða einungis halda sér við og koma sér í form, þá er kjörið tækifæri að nýta sér það sem líkamsrækt hefur upp á að bjóða.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.