Dagur - 07.10.1989, Síða 5

Dagur - 07.10.1989, Síða 5
Laugardagur 7. október 1989 - DAGUR - 5 fréttir F 20 gjöfulustu laxveiðiár á Norðurlandi í ár: Laxá í Aðaldal í efsta sætí en hrunið mest í Blöndu veiði rúmlega þrefaldaðist í Fljótaá milli ára Lokatölur í laxveiðiám á Norðurlandi sýna að afstaðið veiðitímabil verður ekki skráð á spjöld sögunnar meðal þeirra bestu. í flestum ám var veiðin mun Iakari en í fyrra og senni- Iegast hafa vonbrigði veiði- manna orðið hvað mest á bökkum Blöndu þar sem veið- in var aðeins 30% af heildar- veiðinni sumarið 1988. Flestir laxar komu á land úr Laxá í Aðaldal eða 1630 og er áin í þriðja sæti yfir gjöfulustu ár landsins í sumar. Henni fremri voru Laxá í Kjós og Elliðaárn- ar. Á lista yfir 20 gjöfulustu lax- veiðiárnar á Norðurlandi sem blaðið hefur tekið saman eru þrjár ár sem gáfu meira af sér í ár en í fyrra. Fyrst ber þar að nefna Fljótaá í Fljótum sem úr fengust 300 laxar í ár á móti 93 í fyrra. Næst er Flókadalsá í Fljótum með 115 laxa á móti 64 í fyrra. Þriðja áin er Húseyjarkvísl með Blanda og Laxá á Ásum: Niðursveiflan með því mesta Veiðitímabilið í Blöndu var það lakasta sem verið hefur síðustu 15 árin og jafnvel þótt lengra sé farið aftur í söguna. Aðeins veiddust 375 flskar í Fljótaárnar: Besta sumar í áraraðir Athygli vekur að veiði í lax- veiðiánum í Fljótum er mjög góð á þessu sumri og eins og fram kemur í meðfylgjandi lista eru þær báðar betri en í fyrra. Til dæmis hefur Flóka- dalsá ekki gefið svo mikið af sér frá 1974 og raunar eru ekki nema fimm ár frá laxlausu veiðisumri í ánni. Fljótaáin fór nú í 300 fiska en meðaltal síðustu 10 tímabila þar á undan er aðeins 112 laxar á sumri þannig að uppsveiflan er mikil. Á síðustu 15 árum hefur áin aðeins einu sinni gefið meira af sér og var það sumarið 1978 þegar veiddust 316 laxar. JÓH ánni í ár en þess má geta að meðaltal seinustu 15 ára á und- an er 1236 fiskar á ári. Á þessu tímabili fór áin mest í 2363 fiska árið 1975 en minnsta veiðin á þessu tímabili var 495 laxar árið 1984. Laxá á Ásum hefur verið tals- vert sveiflukennd á síðustu árum og líkt og Blanda getur hún átt til að sveiflast til um hundruði fiska milli ára. Besta veiðin á síðustu 15 árum var 1881 lax árið 1975 en minnsta veiðin í ánni varð árið 1984, þ.e. 625 fiskar. Þetta sumar er því í öðru neðsta sæti frá 1974. Hins vegar má benda á að árið 1985 fór veiðin upp í 1440 fiska þannig að næsta sumar getur hæglega farið nálægt sumrinu 1988 þegar veiddust 1745 fiskar í ánni. JÓH 105 laxa í ár en úr henni konru 73 í fyrra. Sem áður segir var hrunið mest í Blöndu miðað við sumarið 1988. Mjög er mismunandi hve veiðin hefur minnkað mikið en minnstur er munurinn sennileg- ast í Vesturdalsá þar sem í ár veiddust aðeins 5 löxum færra í ár en í fyrra. Að meðaltali var veiðin í þeim 17 ám á listanum sem veiði drógst saman í um 62% af veiðinni í þessum árh á síðasta sumri. En lítum á listann yfir 20 gjöf- ulustu laxveiðiár á Norðurlandi í ár og fjölda veiddra fiska í þeim. Seinni talan sýnir veiðina 1988. Laxá í Aðaldal Miðfjarðará Víðidalsá Selá í Vopn. Hofsá í Vopn. Laxá á Ásum Vatnsdalsá Blanda 1630 (2255) 1157 (2081) 920 (2023) 910 (1102) 802 (1210) 720 (1617) 660 (1243) 375 (1217) Hafralónsá 310 (361) Fljótaá 300 (93) Mýrakvísl 233 (290) Reykjad.á og Eyvindal. 227 (435) Vesturdalsá 226 (231) Sandá 200 (290) Svartá 118 (462) Flókadalsá 115 (64) Húseyjarkvísl 105 (73) Fnjóská 101 (124) Laxá á Refasv. 96 (140) Laxá í Skefilsstrandarhr. 63 (137) JÓH Laxá í Aðaldal: Minnkandi veiði frá 1986 Gjöfulasta laxveiðiá á Norðurlandi í ár, Laxá í Aðaldal, er talsvert frá meðal- tali síðustu 15 ára þrátt fyrir að vera í þriöja sæti yfir gjöf- ulustu veiðiár landsins í ár. Meðaltal þessa tímabils er 2055 laxar en jafnt og þétt hef- ur dregið úr veiðinni í ánni frá 1986. Árið 1985 fór áin síðast niður fyrir 2000 fiska markið en árin 1981-1985 var meðalveiðin í ánni aðeins 1407 fiskar. Hvort nú er að hefjast annað tímabil er óvíst en flestir veiðimenn vona áreið- aniega að nú gerist eitthvað í lík- ingu við það sem gerðist árið 1976 þegar áin fór niður í 1777 fiska en var tveimur árum síðar komin yfir 3000 laxa. JÓH Upplýsingaþj ónusta landbúnaðarins: Skattar af mjólkurframleiðslunni vel umfram niðurgreiðslur - tekjur ríkissjóðs af mjólk umfram gjöld um 113 milljónir síðasta árið Ríkissjóður hefur meiri tekjur í tengslum við mjólkurfram- leiðslu og sölu mjólkurafurða en varið er til niðurgreiðslna á þessum framleiðsluvörum. Þessar upplýsingar hefur Upp- lýsingaþjónusta landbúnaðar- ins sent frá sér vegna mikilla umræðna á undanförnum misserum um kostnað ríkisins vegna landbúnaðarframleiðsl- unnar. Bent er á að í allri umræðunni hafi láðst að geta þess að sami aðili og inni útgjöld af hendi vegna niður- greiðslna innheimti einnig góð- ar fjárhæðir af þessum vörum á móti. Samkvæmt þessum upplýsing- um eru tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna mjólkurframleiðslu og sölu frá 1.9. 1988 - 1.9. 1989 á verðlagi 1. sept 1989 þannig: Niðurgreiðslur á mjólkurvör- um eru 1968 millj. króna en skattar ríkissjóðs af þessum vör- um eru þrenns konar þ.e. sölu- skattur af mjólkurvörum að upp- hæð 1601 millj. kr., söluskattur á aðföng um 280 millj. kr. og grunngjald af kjarnfóðri um 200 millj. króna. Niðurstaðan úr þessu dæmi er sú að ríkissjóður hef- ur haft um 113 milljónir í tekjur af mjólkinni umfram gjöld á síð- ustu 12 mánuðum. Þessar niðurstöður eru byggð- ar á verðútreikningum Fimm- mannanefndar og á tölum úr skýrslum Framleiðsluráðs land- búnaðarins um framleiðslu og sölu mjólkur og mjólkurvara. Áætlun um söluskatt aðfanga er byggð á skýrslu stjórnskipaðrar nefndar frá árinu 1983. Þá byggir útreikningur á grunngjaldi á kjarnfóður vegna mjólkurfram- leiðslu á reglugerð um það gjald og áætlun Framleiðsluráðs land- búnaðarins um magn erlends kjarnfóðurs til mjólkurfram- leiðslu. Niðurstöður Upplýsingaþjón- ustunnar benda einnig til að nið- urgreiðslur á mjólkurvörum hafi rýrnað að verðgildi frá því rnatar- skatturinn var lagður á. Miðað við fulla endurgreiðslu söluskatts af útsöluverði mjólkurvara hafi niðurgreiðslur lækkað um 536 milljónir króna að raunvirði. Þetta hafi valdið aukalegum hækkunum á mjólkurvörum, umfram framleiðslukostnað þeirra. JÓH Tekjur ríkisins af mjólk eru meiri en niðurgreiðslurnar Miðað erviö árssölu á mjólk og mjólkurafuróum Laus staða Staða bókavarðar í deild erlendra rita í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Æskilegt er aö umsækjendur hafi lokiö prófi í bókasafnsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðu- neytinu fyrir 16. október næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 2. október 1989.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.