Dagur - 13.10.1989, Side 5

Dagur - 13.10.1989, Side 5
Föstudagur 13. október 1989 - DAGUR - 5 Bréf tíl þíngmaims í tilefni bréfs frá þingmanni Heill og sæll, þingmaður minn, Halldór Blöndal. Ég þakka þér bréf þitt. Ég var að rölta í kringum rolluskjáturn- ar mínar hérna á túninu þegar ég sá póstbílinn koma. Af því að stutt var niður á veg, skrapp ég gangandi niður eftir, því ég vissi sem var að Dagur var að koma. Jú, mikið rétt, Dagur var í póst- kassanum og svo bréfið frá þér. Mikið fjandi komstu mér skemmtilega á óvart! Ég vil, áður en lengra er haldið, segja þér frá því hvernig stendur á því að ég kaupi Dag. Svo er mál með vexti að pabbi keypti Dag og afi á undan honum. Þannig er það nú. Ég sakna þess, Halldór minn, að ég skuli aldrei sjá greinarkorn frá þér með mynd í Degi. Er hann ekki frjáls og óháður eins og Mogginn og DV-ið? Mig minnir að allir þingmenn kjördæmisins liafi látið ljós sitt skína í Degi á þessu ári nema þú. Og ekki sá ég betur en það væri viðtal við for- manninn þinn, hann Þorstein, fyrir skömmu í blaðinu. Ég hef heyrt að þú hafir skrifað greinar í Morgunblaðið, en ég sé það blað aldrei og þaðan af síður DV. Ég held að það sé ekki nema einn hér í sveit sem kaupir Moggann, en það er Gunnar í Búðarnesi. Allur vandinn úr sögunni? Ég er nú ekki að fara fram á það við þig að þú látir ljós þitt skína eins skært í blaðinu og hann Árni Gunnarsson. Mikill bölvaður hvellur var þetta á Húsavík út af ummælum Árna. Fannst þér nokkuð? Já, en það er nú alltaf svo mikið loft í þessum Þingey- ingum. Ertu ekki sammála því? Þetta var útúrdúr hjá mér og alltof langur, því ég ætlaði að ræða við þig um bréfið þitt. Ég rölti nú heim og tyllti mér á koll í eldhúsinu. Ég lagði auðvitað Dag til hliðar og fór að lesa bréfið frá þér. Eins og þú veist, Halldór minn, stendur nú sláturtíðin sem hæst og ég er búinn að fara tvær ferðir til Akureyrar með sláturfé, en á eina eftir. Hrútaskammirnar er ég búinn að setja inn í hús, því það fer nú að styttast í að að þeir geri eitthvert gagn, ef það er þá nokkurt gagn í því að fjölga fénu eins og nú árar. Ég hef í fullri alvöru verið að velta því fyrir mér, hvort ég ætti nokkuð að vera að hleypa til þetta árið. Það er auðvitað stór spurning. Ef allir bændur slepptu því þetta árið að fjölga fénu, mundu þá ekki öll vandræði sauðfjárbænda verða úr sögunni? Þessu hef ég stundum verið að velta fyrir mér í haust. Kannsi er þetta bölvuð vitleysa í mér. Hvað finnst þér? Allir einir Jæja, Halldór minn. Þá er ég búinn að lesa innganginn á bréf- inu þínu og enn bíður Dagur. Já, þú ert einn. Það er auðvitað hábölvað að vera einn. Ég er líka einn og meira að segja aleinn, því ég er kvenmannslaus núna. Þú hlýtur að vera mér sammála að ekkert er eins dapurlegt og að kúra einn í rúminu á köldum vetrarnóttum. Ég var svo skolli heppinn í sumar, að hjá mér var sem ráðskona einstæð móðir með tvö börn og ég er ekkert að leyna því að ég lifnaði allur. En nú er bölvaður drungi farinn að ásækja mig á ný. Eg veit ekki af hverju mér datt þessi fyrripartur af vísu í hug þegar ég hafði lesið innganginn þinn. Það er mér alveg óskiljan- legt: Halldór Blöndal, alþingismaður „ Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. “ En nú spyr ég þig: Eru ekki all- ir þingmenn kjördæmisins einir? Árni einn, Málmfríður ein, Steingrímur, sá hábölvaði og hálfsköllótti kommúnisti, sem nú situr í stól landbúnaðarráðherra, hann sem lét telja hjá mér allar skepnur í vetur (tíkin slapp naumlega), og nú má maður tæp- lega slátra nokkurri skepnu heima. Allt kjöt þarf að vera stimplað og svo má maður ekki einu sinni gefa vinum og ættingj- um í matinn. Þetta er nú meiri bölvaður yfirgangurinn. Já, það er slæmt að kommarnir skuli vera í ríkisstjórn. Ég skil nú bara ekk- ert í honum Steingrími - og hann sem var alinn upp á Gunnars- stöðum, þar sem voru að ég held einu sinni um þúsund fjár. Þeir hafa vonandi ekki gleymt að telja á Gunnarsstöðum. Dýrasti knattspyrnumaöurinn Jæja, Halldór minn. Þetta var nú nokkuð langur pistill um hann Steingrím, en við höfum nú alltaf verið sammála um það að skamma þessa bölvaða komma ærlega. Þá er það hann Stefán karlinn Valgeirsson. Við verðum víst að setja spurningarmerki við hann. Stefán er jú með aðstoð- armann. Steingrímur Hermanns- son keypti víst Stefán, þegar þessi bölvaða ríkisstjórn var mynduð. Hann er áreiðanlega dýrasti knattspyrnumaður sem keyptur hefur verið - og maður- inn kominn á þennan aldur. Aldrei þurftu Frakkarnir að borga svona mikið fyrir Albert. Þeir halda varla vatni á Englandi, Ítalíu og Spáni þegar talað er um einhverja fótboltamenn, sem keyptir eru fyrir einar tvær millj- ónir punda. Hvað eru margar íslenskar í pundinu núna? Eru það ekki um það bil eitt hundrað? Eru þá ekki dýrustu fótboltamenn keyptir á um 200 milljónir? Við sjáum á þessu að Stefán hefur verið skolli dýr; sá dýrasti í heimi. Kostaði hann ekki 37 milljarða, rúmlega? Já, mikill er andskotinn, Halldór minn. Fannst þér ekki Stefán karlinn fá aldeilis ókeypis auglýs- ingu um daginn? Hann var bara í öllum fjölmiðlum á aðra viku. Og enginn minntist á þig. Ég man ekki betur en að þú sitjir með Stefáni í bankaráði Búnaðar- bankans og stjórn Byggðastofn- unar. Þú hlýtur að liafa eitt atkvæði á báðum þessum stöðum. Er það ekki? Ekki ræður karlvargurinn öllu einn? Því trúi ég illa. Já, Halldór minn, mér finnst þessir stóru fjölmiðlar í Reykjavík hafa farið illa að ráði sínu að minnast ekki einu orði á þig. Þú ert nú líka með í að út- hluta milljörðunum, en þeir tala bara um Stefán. Já, hún er oft skrýtin þessi pólitík. Mér finnst að þú eigir líka að fá aðstoðar- mann, ekkert síður en Stefán. Þrjátíu milljarða menn Jæja. Ég var nú nærri búinn að gleyma framsóknarmönnunum, þeim Guðmundi og Valgerði. Þau eru tvö. Það er nú meinið - og Guðmundur ráðherra. Þú hefðir nú alveg eins getað verið ráðherra í ríkisstjórn Þorsteins, en strákarnir í Reykjavík hirtu öll ráðherrasætin þá. Hefur þér aldrei dottið í hug, Halldór minn, að tala við hann Steingrím Hermanns, af því að hann er allt- af að kaupa nýja fótboltamenn? Nú síðast Júlla Sólnes og Óla Þ. Varst þú ekki liðtækur í fótbolta þegar þú varst í M.A. í gamla daga? Þér hefur auðvitað ekki dottið þessi möguleiki í hug, að Steingrímur keypti þig. Mér finnst það standa Stcingrími nærri að kaupa þig og Matthías gamla Bjarnason og ég er viss um að þið eruð þrjátíu milljarða menn. Bara búinn með innganginn Jæja, Halldór minn, ég get því miður ekki haft þetta lengra að sinni. Ég verð að skreppa út á tún og líta eftir rolluskjátunum og henda nokkrum stráum í hrút- ana. Ég veit að þú hefur líka staðið í ströngu um helgina á Landsfundinum. Ég kveð þig því að sinni. Ég vona þó að ég geti haldið áfram með þetta bréfkorn mitt fljótlega, því eins og ég sagði þér var ég bara búinn að lesa inn- ganginn að bréfi þínu þegar ég fór að hripa þessi orð til þín . . . Bestu kveðjur, Hokrari í Hörgárdal. Því ekki að hvílast vel? Dýnur í öll rúm - stífar eða mjúkar - 35 kg svampur. Latexdýnur ★ Eggjabakkadýnur. Sauma yfir dýnur og púða. - Úrval áklæða. Sendi í póstkröfu. Svampur og Bólstrun AustursíÖu 2, sími 96-25137. Hjukrunarfræð- ingar athugið! Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ólafsfirði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar um starfið og starfskjör (húsnæði og fríðindi), veita forstöðumaður í síma 96-62480 og formaður stjórnar í síma 96-62151. % Kaupmenn! Fundur verður haldinn laugardaginn 14. október kl. 14.00 að Hótel KEA. Fundarefni: Áhrif og framkvæmd virðisaukaskatts. Á fundinn mæta, Guðjón Oddsson, formaður Kaupmannasamtaka Islands og Magnús Finnsson framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, og munu þeir flytja ávörp og svara fyrirspurnum. Kaupmannafélag Akureyrar. © Verðlækkun Iferdfrá 7.990,-kr. baminu þinu öruggu? Vönduðustu barna-bílstólarnir á markaðinum, 3 gerðir. ’Slnestin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.