Dagur - 14.10.1989, Side 1

Dagur - 14.10.1989, Side 1
197. tölublað 72. árgangur Akureyri, laugardagur 14. október 1989 Auga fyrir auga. M-vnd'KL Ping Verkamannasambands íslands: Fulltrúar Einingar áberandi er kosið var í trúnaðarstörf - Björn Snæbjörnsson og Snær Karlsson í framkvæmdastjórn Björn Snæbjörnsson, varafor- maður Einingar, hefur verið kjörinn formaður deildar ríkis og bæja á þingi Verkamanna- sambands Islands sem nú stendur yfir. Þessi deild er ein af þremur deildum innan VMSI og er formaður hennar sjálfkjörinn í framkvæmda- stjórn VMSÍ þannig að Ijóst er að Björn mun taka þar sæti Sævars Frímannssonar, for- manns Einingar, sem ekki gaf kost á sér. Norðlendingar eru eflaust sátt- ir við áhrif sín á þessu 15. þingi Verkamannasambands íslands. Snær Karlsson, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur, var t.a.m. kjörinn formaður deildar fisk- vinnslu innan VMSÍ og er hann þar með sjálfkjörinn í fram- kvæmdastjórnina. „Ég er mjög ánægður með gang mála og hlutur Einingar er góður. Val á mönnum í trúnaðar- störf sýnir að þetta stærsta verka- lýðsfélag á landsbyggðinni er metið að verðleikum," sagði Björn í samtali við Dag í gær- morgun. Björn hefur ástæðu til að vera sáttur við hlut Einingarfólks. Þórir Snorrason, ritari Einingar, Páll Jóhannesson, óperu- söngvari frá Akureyri, hefur verið ráðinn til starfa við óperu- húsið „Stora Teatret“ í Gauta- borg. Páll segir að ráðningarsantn- ingur við óperuhúsið gildi frá 1. nóvember til 30. júní á næsta ári. var kosinn ritari deildar bygg- inga- og mannvirkjagerðar innan VMSÍ. Þá var Matthildur Sigur- jónsdóttir hjá Einingu í Hrísey kosin meðstjórnandi í fisk- vinnsludeildinni. í gær var búist við að það „Við ætlum ekki að greiða upp skuldir annarra en munum leggja áherslu á að Ijúka þeim verkefnum sem við erum þátt- takendur í, með þeim hætti að tryggja þeim starfsmönnum sem við þau hafa starfað áfram- haldandi atvinnu þar til síðari áföngum er náð,“ sagði Sigurð- ur J. Sigurðsson, forseti Bæj- arstjórnar Akureyrar, er hann var spurður um gang mála vegna gjaldþrots Híbýlis hf. Sigurður segir að ljúka þurfi vinnu við Víðilund 24 og sund- laugina í Glerárhverfi, og að þeir Við Stora Teatret eru margir fastráðnir og lausráðnir söngvar- ar, stór kór og hljómsveit. Gefnar hafa verið út tvær plöt- ur með söng Páls Jóhannessonar, en í sumar og haust hélt hann konserta á Akureyri og á Aust- fjörðum. EHB myndi draga til tíðinda á þinginu en þá voru m.a. stóriðjuinál á dagskrá. Þinginu lýkur í dag og bíða margir spenntir eftir kjöri formanns og varaformanns Verka- mannasambands íslands, sérstak- lega varaformannskjörinu. SS aðilar sem hafa unnið þau verk verði að Ijúka þeim í samvinnu við Akureyrarbæ. Síðan verði að koma málum svo fyrir að fram- kvæmdir við Helgamagrastræti 53 stöðvist ekki, og að þeim mönnum sem þar starfa verði tryggð atvinna fyrst um sinn a.in.k. „Það er mjög eðlilegt að líta svo á að Akureyrarbær eigi Helgamagrastræti 53,“ sagði hann. „Ég vona að röskur bústjóri verði ráðinn sem fyrst en það ræðst mikið af því hvernig slíkur maður starfar hversu hratt þetta getur gengið fyrir sig, en húsið við Helgamagrastræti verður klárað og sundlaugin í Glerár- hverfi tekin í notkun á sern næst réttum tíma,“ sagði Sigurður. Guðmundur Ómar Guðmunds- son, formaður Trésmiðafélags Akureyrar, segir að 23 húsasmið- ir séu atvinnulausir vegna gjald- þrots Híbýlis, auk nokkurra verkamanna. Hann sagði að smiðirnir ættu inni þriggja vikna laun, en engar líkur væru á að þeir fengju þau greidd fyrr en eitthvað rofaði til í þessu máli. Húsvísk matvæli: Framleiðsla hefst í næstu viku - rækja soðin niður fyrir Frakka Framleiðsla á niðursoðinni rækju fyrir Frakklandsmarkað mun hefjast hjá Húsvískum matvælum, að öllum líkindum í næstu viku. Stjórn hins nýja félags hefur komið saman og skipt með sér verkum og var Bjarni Þór Einarsson kjörinn stjórnarlörmaður og Hermann Larsen ritari. Að sögn Bjarna Þórs er verið að leita að góð- um manni sem framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Verkstjóri hefur verið ráðinn og er það Helgi Hclgason. Frakklandsmarkaðurinn fyrir niðursoðnu rækjuna er nýr, og líkur eru taldar á að samningur náist um sölu á vcrulegu magni á næsta ári. Vinnsla fyrirtækisins hefst í húsnæði og með véluni sem Hik sf. notaði áður. Að sögn Bjarna Þórs eru til töluverðar birgðir, bæði tilbúnar til afhend- ingar og einnig birgðir sem skipta þarf um umbúðir á. Líkur eru á að hægt verði að selja þessar birgðir frá dögum Hiks að hluta til á þessu ári og m.a. til Austur- Þýskalands. Ekki liggur fyrir hver starfs- mannafjöldi hjá fyrirtækinu verð- ur til að byrja með. Og ekki held- ur hve mikil vcrkcfni verður um að ræða á árinu en það mun skýr- ast í þessuni mánuði og fer eftir hvernig samningar nást við Frakkana. Málið lítur þó ágæt- lega út að sögn Bjarna Þórs. IM Ríkissjóður ábyrgist laun starfs- fólks gjaldþrota fyrirtækja, en það tekur venjulega langan tíma að fá greiðslu eftir þeirri leið. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, var spurður um stöðu mála í gærmorgun og sagði hann að Bæjarráð Akureyrar hefði haldið fund um ýmislegt tengt gjaldþroti þessu síðdegis á fimmtudag. Ekkert hefði verið bókað á þeim fundi, en Ijóst væri að ýmislegt í málinu væri allsnúið frá lögfræði- legu sjónarmiði. Sú hugntynd hefði komið upp að ráða sömu húsasmiðina og verkamenn í áframhaldandi vinnu til að klára þau verk sem Híbýli stóð að, en ýmislegt væri enn óljóst í því sambandi. Undirverktakar Híbýlis leggja áherslu á að ekkert sé hæft í sögusögnunt um að þeir séu gjaldþrota. „Ég hefði gaman af að vita hverjir eru að breiða þessa vitleysu út um bæinn og hvaða hag menn sjá sér í svona tali,“ sagði Eiríkur Kristvinsson hjá Rafmar hf. í gær, en undir- verktakar áttu þá fund með bæjaryfirvöldunt. EHB Páll Jóhannesson: Ráðinn til óperu í Svíþjóð „Starfsmömnim Híbýlis verði tryggð áframhaldandi vinna“ - segir Sigurður J. Sigurðsson forseti Bæjarstjórnar Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.