Dagur - 14.10.1989, Síða 3

Dagur - 14.10.1989, Síða 3
Laugardagur 14. októbdr 1989 - DAGUR - 3 fréttir Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar: Mörg fyrirtæki telja sig þurfa að fækka starfsfótíd - lítil eftirspurn eftir vinnuafli í flestum greinum Niðurstöður úr könnun Þjóð- hagsstofnunar og Vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins á atvinnuástandi og horf- um á vinnumarkaði haustið 1989 benda til þess að eftir- spurn eftir vinnuafli sé lítil. Fyrirtæki hafa stefnt að því að fækka starfsmönnum þegar á heildina er litið. í lok septem- ber töldu atvinnurekendur þörf á að skera niður alls 400 störf sem svarar til 0,5% af heildarmannafla atvinnugreina í úrtakinu. í september 1988 horfði málið öðruvísi við því þá voru laus störf sem svara til 0,5% af vinnuafls- notkun í stað þess að nú er fyrir- sjáanleg fækkun starfsfólks. Frá haustinu 1985 fram til haustsins 1988 hafa laus störf að jafnaði numið 2-3% af vinnuaflsnotkun en síðan þá hefur sigið á ógæfu- hliðina. Tölur um atvinnuleysi staðfesta þetta því í síðastliðnum septembermánuði voru fjórfalt fleiri á atvinnuleysiskrá en með- altalstölur fyrir þennan mánuð undanfarin níu ár segja til um. Laus störf í byggingaiðnaði og fiskiðnaði voru fleiri í september en í apríl, en í öðrum greinum, þ.e. almennum iðnaði, verslun og veitingastarfsemi, samgöngum og öðrum störfum er séð fram á fækkun starfsfólks. Fyrirtæki í verslun og veitingastarfscmi telja sig þurfa að fækka um 60% fleiri en þeir töldu síðastliðið haust, eða um nærri 600 manns. Einnig virðist þurfa að koma til veruleg fækkun í almennum iðnaði og samgöngustarfsemi. Umframeftirspurn eftir vinnu- Samvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1990 verður fjárveit- ing til Háskólans 60% hærri á næsta ári en á yfirstandandi ári, eða alls 78.048 milljónir króna. Skýring á þessari hækkun eru áform um mjög aukna starfsemi vegna fjölgunar námsára í heil- brigðis- og rekstrardeildum ásamt stofnun sjávarútvegs- brautar við skólann. Stöðuheimildum við Háskól- ann á Akureyri fjölgar um 7 frá afli í byggingastarfsemi virðist eitthvað meiri en á sama tíma í fyrra. Horfurnar næsta vor virð- ast hins vegar verri. Skortur á starfsfólki í fiskvinnslu virðist hafa farið vaxandi síðan í apríl en er þó minni en fyrir ári. Hér virð- ist um staðbundna eftirspurn að ræða, einkum á Norður- og Aust- urlandi. SS gildandi fjárlögum og verða alls 20,5. Launagjöld, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, eru tæplega 42 millj. króna en önnur rekstrar- gjöld ríflega 21 milljón króna. Framlag til tækja og búnaðar er 5 milljónir króna og til stofnkostn- aðar húsnæðis og innréttinga fær skólinn 10 milljónir króna. Framlög til Kennaraháskóla íslands og Háskóla íslands verða einnig hækkuð talsvert, nái frum- varpið l'ram að ganga í þeirri mynd sem það er í dag. JÓH Háskólinn á Akureyri: Framlög hækka um 60% í nýju Qárlagafrumvarpi - stöðugildum flölgað um 7 á næsta ári ..........——■———■ Haustfagnaður verður í Laugarborg föstudaginn 20. október og hefst kl. 21.00. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Burtfluttir sveitungar velkomnir. Miöasala í Vín miðvikudaginn 18. október. frá kl. 13-22. Nefndin. Á nœstu mánuðum kemur á markað skyr með ýmsum bragðtegundum. At því tilefni efnir Mjólkursamlag KEA til samkeppni um bragðbestu skyrhrœruna. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: 1. Allir mega taka þátt í keppninni. 2. Nota skal nýja, hrœrða skyrið og bragðbœta það með ávöxt- um, þerjum eða hverju því sem henta þykir. • 3. Skýrt og skilmerkilega skal sagt frá innihaldi skyrhrœrunnar og aðferðinnl við að þúa hana til. Allt skal vera vegið og mœlt. Nota skal vog, mœliskeiðar, bollamál eða desilítramál. 4. Upþskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA. Uppskrift skal merkja með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefni. Skilafrestur er tll 10. nóvember 1989. 5. Mjólkursamlag KEA áskilur sér rétt til að nota þœr uppskriftir sem berast í samkeppnina. Nýja, hrœrða skyrið fœst nú einnig í 500 gr. dósum. Hentugt fyrir fjölskyldur og stórhuga skyrgáma. PPSKIIFTAS AMKEPPNI Veitt verða ein aðalverðlaun og fimm aukaverðlaun. Aðalverðlaun eru O • <3> myndarlegur helgarpakki til Reykjavíkur ......................................'....• <^> Aukaverðlaun eru vöruúttektir hjá Mjólkursamlagi KEA fyrir 10.000,- krónur

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.