Dagur - 24.10.1989, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 24. október 1989
íþróttir
Enska knattspyrnan:
Dýrlingamir léku Liverpool grátt
- Óvænt úrslit í 1. deild - Everton í efsta sæti
Jimmy Case og félagar hjá Southampton fóru illa með Liverpool á laugar-
dag. Case sem lengi lék með Liverpool leikur hér á John Barnes.
Það gekk mikið á í Ensku
knattspyrnunni um helgina,
mikið skorað í flestum Ieikjum
og óvænt úrslit litu dagsins
Ijós. Það bendir allt til þess að
keppnin í 1. og 2. deild verði
mjög spennandi í vetur og
ógerlegt á þessu stigi að spá
fyrir um úrslit. En rennum þá
yfir þá leiki sem fram fóru um
helgina.
Ovæntustu úrslitin urðu á The
Dell í Southamton þar sem
heimamenn fengu Liverpool í
heimsókn. Liverpool hefur oft
gengið illa í Southampton og
ýmsir af stuðningsmönnum liðs-
ins voru hræddir fyrir þennan
leik. En þeir óttuðust að lið
þeirra yrði að gera sér jafntefli að
góðu og enginn þeirra hefur búist
við þeirri útreið sem lið þeirra
fékk. Southampton lék mjög vel í
leiknum, enginn þó betur en
Matthew Le Tissier sem átti
sannkallaðan stórleik. Auk þess
að skora sjálfur eitt af fjórum
mörkum Southampton í leiknum
átti hann þátt í hinum mörkunum
þrem. Rodney Wallace skoraði
tvívegis og Paul Rideuot gerði
einnig mark fyrir Southampton
sem hafði yfir 2:0 í leikhléi. Eina
mark Liverpool í leiknum skor-
aði Peter Beardsley úr vítaspyrnu
í síðari hálfleik. Árangur Sout-
hampton í haust er mjög athygl-
isverður, liðið er aðeins stigi á
eftir toppliðinu, en margir spáðu
Southampton falli fyrir leiktíma-
bilið. Liverpool missti af efsta
sætinu við þennan ósigur, en á þó
leik til góða.
Á meðan Liverpool var tekið í
Úrslit
1. deild
Coventry-Manchester Utd. 1:4
Crystal Palace-Millwall 4:3
Derby-Chelsea 0:1
Everton-Arsenal 3:0
Luton-Norwich 4:1
Manchester City-Aston Villa 0:2
Q.P.R.-Charlton 0:1
Southanipton-Liverpool 4:1
Tottenhain-ShelTield Wed. 3:0
Wimbledon-Nottingham For. 1:3
2. deild
Blackburn-Watford 2:2
Bournemouth-Portsmouth 0:1
Brighton-Newcastle 0:3
Ipswich-Plymouth 3:0
Leeds Utd.-Wolves 1:0
Leicester-Swindon 2:1
Oldham-Middlesbrough 2:0
Oxford-Barnsley 2:3
Port Vale-West Ham 2:2
Sheffield Utd.-Stoke City 2:1
Sunderland-Bradford 1:0
W.B.A.-Hull City 1:1
Úrslit í vikunni.
1. deild
Tottenham-Arsenal 2:1
2. deild
Bamsley-Sheffield Utd. 1:2
Hull City-Oldham 0:0
Plymouth-Leicester 3:1
Portsmouth-Leeds Utd. 3:3
Stoke City-W.B.A. 2:1
Swindon-Oxford 3:0
Watford-Bournemouth 2:2
Wolves-Port Vale 2:0
Bradford-Ipswich 1:0
Middlesbrough-Brighton 2:2
Newcastle-Blackburn 2:1
West Ham-Sunderland 5:0
bakaríið á The Dell notfærðu
nágrannar þeirra Everton sér
tækifærið og skutust á toppinn í
1. deild eftir sannfærandi heima-
sigur gegn Englandsmeisturunum
Arsenal. Það var útherjinn
snjallli Pat Newin sem skoraði
tvö af mörkum Everton gegn
Arsenal og bakvörðurinn Neil
McDonald bætti því þriðja við í
3:0 sigri liðsins. Everton sem
hafði eitt mark yfir í hálfleik leik-
ur mjög skemmtilega knatt-
spyrnu um þessar mundir og get-
ur hæglega blandað sér af alvöru
í baráttuna um Englandsmeist-
aratitilinn í vetur. Arsenal hins
vegar er örugglega fegið að þess-
ari viku er lokið, þar sem liðið
tapaði einnig á miðvikudaginn
gegn erkifjendunum Tottenham.
Chelsea er að gera það gott
þessa dagana og er í 2.-4. sæti í
deildinni, aðeins stigi á eftir
Everton. Á laugardaginn mætti
Chelsea liði Derby á útivelli og
sigraði með eina markinu í leikn-
um. Kerry Dixon skoraði hið
mikilvæga mark fyrir Chelsea í
síðari hálfleik.
Það eru gífurlegar sveiflur hjá
Tottenham, ýmist er liðið í hópi
fallbaráttuliða eða það rífur sig
upp eins og nú hefur gerst og
leikur þá eins og verðandi Eng-
iandsmeistari. Eftir mjög góðan
sigur gegn Arsenal fyrr í vikunni
varð Sheffield Wed. engin hindr-
un fyrir Tottenham í London á
laugardaginn. Landsliðsmiðherj-
inn Gary Lineker skoraði tvö
mörk fyrir Tottenham í fyrri hálf-
leik, en hann hefur nú svo sann-
arlega fundið skotskóna eftir
slaka byrjun með liðinu. í síðari
hálfleiknum bætti Paul Moran
þriðja marki Tottenham við, en
hann hafði komið inná sem vara-
maður. Leikmenn Sheffieldliðs-
ins áttu ckkert svar og liðið er nú
að dragast afturúr á botni 1.
deildarinnar.
Manchester Utd. hrökk í gang
er liðið lék á útivelli gegn
Coventry. Úrslitin 4:1 sigur
Manchesterliðsins kemur á óvart
eftir slakt gengi liðsins það sem af
er. Mark Hughes miðherji Utd.
skoraði tvö af mörkum liðsins og
þeir Steve Bruce og Mike Phelan
sitt markið hvor. Kevih Drinkell
sem Coventry keypti nýlega frá
Rangers skoraði eina mark
Coventry í síðari hálfleik, en lið-
ið var 2:0 undir í leikhléi. Við
sigurinn færðist Utd. upp stiga-
töfluna um nokkur sæti, en staða
liðsins fyrir þennan leik var ákaf-
lega ljót. Ekki er ólíklegt að þessi
góði sigur liðsins gefi leikmönn-
um byr undir vængi og það séu°
bjartari tímar framundan.
Flest mörkin í 1. deild á laug-
ardaginn voru skoruð í leik
Crystal Palace á heimavelli gegn
Millwall, en bæði þessi lið eru úr
Lundúnum. Crystal Palace hafði
að lokum betur eftir mjög sveiflu-
kenndan leik, en liðið komst í 3:0
í fyrri hálfleik. Millwall tókst að
skora eitt mark fyrir hlé og jafn-
aði síðan 3:3 í síðari hálfleik. En
leikmenn Palace voru ekki á því
að láta sigurinn ganga sér úr
greipum og skoruðu sigurmark
sitt fyrir leikslok. Það voru
markahrókarnir Ian Wright og
Mark Bright sem skoruðu sín
tvö mörkin hvor fyrir Crystal
Palace, en fyrir Millwall gerðu
þeir Jeff Hopkins sjálfsmark,
Tony Cascarino og Steve Anthro-
bus sitt markið hver.
Norwich átti ekki möguleika
gegn Luton á gervigrasinu þar og
tapaði stórt 4:1. Kingsley Black
skoraði eina markið í fyrri hálf-
leik fyrir Luton, en í þeim síðari
bættu þeir John Dreyer, Danny
Wilson og Steve Williams við
mörkum fyrir Luton. Eina mark
Norwich sköraði síðan Malcolm
Allen í síðari hálfleiknum.
Nottingham For. er á hraðri
siglingu upp stigatöfluna eftir
heldur slaka byrjun. Wimbledon
fékk Forest í heimsókn um helg-
ina og gestirnir fóru burt með öll
stigin eftir 3:1 sigur. Leikmenn
Forest höfðu náð forystu 2:1 í
leikhléi og bættu síðan þriðja
marki sínu við eftir hlé. Eina
mark Wimbledon skoraði mið-
vörðurinn Eric Young, en fyrir
Nottingham For. skoruðu þeir
Steve Hodge, Garry Parker og
Stuart Pearce.
Lið Q.P.R. er alveg vonlaust
þessa dagana og er nú komið í
hóp neðstu liða. Á laugardaginn
tapaði Q.P.R. heima fyrir ná-
grönnum sínum Charlton sem
ekki telst til betri liða 1. deildar.
Paul Mortimer skoraði sigurmark
Charlton og eina mark leiksins í
síðari hálfleik.
Á sunnudag fór síðan fram
leikur Manchester City gegn
Aston Villa á heimavelli þeirra
fyrrnefndu. Þar höfðu gestirnir
betur og sigruðu með tveimur
mörkum gegn engu. Mörk Aston
Villa gerðu Tony Daily og Ian
Olney. Leikurinn var nokkuð
harður og voru þeir Trevor
Morley hjá City og Stuart Gray
hjá Villa reknir af leikvelli.
2. deild
Sheffield Utd. heldur sínu striki í
2. deild, liðið sigraði Stoke City
2:1 og er nú í efsta sæti, tveim
stigum á undan Newcastle og
Leeds Utd.
Newcastle vann góðan sigur á
útivelli gegn Brighton 3:0 og
Leeds Utd. sem í vikunni missti
unnin leik gegn Portsmouth nið-
ur í jafntefli á síðustu mínútu
leiksins, sigraði Wolves á Elland
Road. Þegar aðeins mín. var til
leiksloka í leik Portsmouth og
Leeds Utd. hafði Leeds Utd. for-
ystu 3:1, en Portsmouth tókst að
jafna 3:3. 28.204 áhorfendur sáu
Leeds Utd. sigra Wolves 1:0 á
laugardag. Bobby Davison skor-
aði eina mark leiksins fyrir Leeds
Utd. á 6 mín. leiksins. Þ.L.A.
Staðan
1. deild
Everton 10 6-1-3 17:12 19
Liverpool 9 5-3-1 22: 8 18
Chelsea 10 5-3-2 14: 8 18
Southampton 10 5-3-2 21:16 18
Arsenal 10 5-2-3 16:10 17
Norwich 10 4-5-1 15:1117
Tottenham 10 5-2-3 18:16 17
Nott.Forest. 10 4-3-3 14:10 15
Aston Villa 10 4-3-3 11:10 15
Millwall 10 4-2-4 18:17 14
Crystal Palace 10 4-2-412:2114
Coventry 10 4-1-5 8:14 13
Luton 10 3-3-4 10: 9 12
Man.Utd. 9 3-2-4 17:16 11
Derby 10 3-2-5 8:10 11
Man.City 10 3-1-6 15:17 10
QPR 10 2-3-5 8:11 9
Charlton 10 2-3-5 8:11 9
Wimbledon 10 1-5-4 9:14 8
Sheff.Wed. 10 1-3-6 2:19 6
2. deild
Sheff.Utd. 13 8-4-1 23:13 28
Leeds Utd. 13 7-5-1 21:13 28
Newcastle 13 8-2-3 24:14 26
Plymouth 13 7-1-5 24:13 22
Sunderland 13 6-4-3 20:19 22
West Hain 13 6-4-3 21:14 22
Oldham 13 6-3-4 17:14 21
Blackburn 12 4-7-1 21:12 19
Brighton 13 6-1-6 20:19 19
Swindon 13 5-4-4 20:16 19
Wolves 13 5-3-5 22:19 18
Bourncmouth 135-3-5 22:2218
W.B.A. 13 4-4-5 21:20 16
Ipswich 13 4-4-5 19:20 16
Watford 13 4-4-5 14:16 16
Port Vale 13 3-6-4 13:14 15
Barnsley 13 4-3-6 15:24 15
Bradford 13 3-5-5 14:12 14
Oxford 13 3-4-6 17:23 13
Middlesbr. 12 3-3-6 17:2112
Stoke 13 1-8-4 13:18 11
Portsmouth 13 1-6-6 12:2111
Leicester 13 2-3-8 12:22 9
Hull 13 0-8-5 14:20 8