Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 1
Blómahúsið þar sem úrvalið er að Glerárgötu 28, sími 22551. Opið til kl. 21.00 alla daga. 72. árgangur Akureyri, laugardagur 28. október 1989 207. tölublað Útlitið vægast sagt dökkt hjá skipasmíðaiðnaðinum: Bið Guð að hjálpa útgerðarmönnum ef ekki verður hægt að fá smáviðgerðir „Mitt hlutverk er að hugleiða nýjar leiðir í atvinnumálum og vissulega fer ég nákvæmlega ofan í möguleika í skipasmíða- iðnaðinum og geri tillögur í þeim efnum. Ég hef miklar áhyggjur af því að þessi at- vinnugrein er að leggjast af í landinu. Mér skilst að eigi að segja öllum starfsmönnum Þorgeirs og Ellerts á Akranesi upp um áramót og ekki er of bjart framundan hjá Slippstöð- inni á Akureyri,“ segir Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu íslands. Hagstofuráðherra vinnur þessa dagana að því að leita leiða til nýsköpunar í atvinnulífinu og hann reiknar með að leggja ákveðnar tillögur í þeim efnum fyrir ríkisstjórnina áður en langt um líður. „Ég spyr eins og fleiri hvort menn ætli að leggja endanlega niður málmiðnað á íslandi. Ef segir Júlíus Sólnes, ráðherra Hagstofu Islands Jiilíiis Sólnes Hagstofuráðherra. íslenskar skipasmíðastöðvar hafa ekki nein verkefni og hætta af þeim sökum, þá liggur það fyrir að þær verða ekki lengur til að taka að sér viðgerðarverkefni. Við gætum horft upp á það innan fárra ára með þessu áframhaldi að ekki verði lengur hægt að fá smáviðgerðir á skipum. Ég bið Guð að hjálpa útgerðarmönnum ef sú staða kemur upp,“ segir Júlíus. Hann segir að menn hafi sem stendur ekki mótaðar tillögur um hvernig snúa megi vörn í sókn. „Mér finnst koma til greina að opinberir sjóðir hætti alfarið að taka þátt í smíðum skipa erlend- is. Þannig yrðu viðkomandi útgerðarmenn að fjármagna að fullu smíði skips erlendis ef þeir telja þann kost vænlegri en smíði innanlands. Ég skal hins vegar ekki segja um hvort samstaða næst um svo róttæka tillögu,“ segir Júlíus. „Við komum til með að fara nákvæmlega yfir þessi mál og í það minnsta leita skýringa á þeirri stöðu sem íslenskur skipa- smfðaiðnaður er í. Væntanlega setjum við fram einhverjar hug- myndir til úrbóta. Málefni skipa- smíðaiðnaðarins hafa ekki verið rædd í ríkisstjórn síðan að Borg- araflokkurinn gerðist aðili að henni. Það er engu líkara en að áhrifamiklir menn í ríkisstjórn- inni ætli sér að láta þennan iðnað lognast út af og telji það jákvætt," segir Júlíus Sólnes. óþh Nú er frost á Fróni. Myntl: KL Stutt í verklok hjá Silfurstjörnunni: Enim tilbúnir að bjóða blaöa- mönnuin DV og Pressunnar aðstöðu - segir Björn Benediktsson stjórnarformaður Silfurstjörnunnar „Eg hef nú ekki séð ástæðu til að svara þessum skrifum. Ef til Leikféla^ Akureyrar: Forseti Islands vill sjá Hús Bemörðu Alba - aðsókn hefur farið vaxandi Fimmta sýning Leikfélags Akureyrar á Húsi Bernörðu Alba verður í kvöld og að sögn Sigurðar Hróarssonar leikhús- stjóra hefur aðsókn verið góð. Uppselt vár á frumsýningu en frekar fámennt á annarri sýn- ingu, eins og reyndar hafði verið búist við. Aðsókn hefur síðan farið vaxandi á ný og töluverð eftirspurn eftir mið- um á næstu sýningar. „Viðtökur hafa verið alveg stormandi góðar,“ sagði Sigurður er hann var spurður um viðbrögð áhorfenda við þessu spænska meistaraverki Garcia Lorca. Gagnrýnendur hafa einnig tekið sýningu LA vel. Hingað til hefur Hús Bernörðu Alba ekki verið á sviði Samkomu- hússins á föstudagskvöldum en það mun breytast. Leikfélagið verður með tvær sýningar um helgar cn ástæðan fyrir því að verkið var sýnt sl. fimmtudags- kvöld mun vera sú að 70 manna hópur sem dvaldi á Akureyri hafði óskað sérstaklega eftir sýn- ingu þá. Um næstu helgi verður leikritið sýnt á föstudag og laug- ardag og einnig helgina þar á eftir. Dagur hefur hlerað það að forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttur, muni heiðra leikhús- gesti með nærveru sinni föstu- dagskvöldið 3. nóvember en Vigdís er mikill leiklistarunnandi og hefur hún hug á að sjá Hús Bernörðu Alba í uppfærslu Leik- félags Akureyrar. SS vill væri það rétt. Þessi umræða hefur einkennst af öfgum. Fyrst þetta er talið svo gróðavænlegt erum við tilbúnir til að bjóða blaðamönnum DV og Pressunnar aðstöðu hér, það er að segja ef þeir vilja veðsetja húsin sín,“ segir Björn Benediktsson í Sand- fellshaga og stjórnarformaður fiskeldisstöðvarinnar Silfur- stjörnunnar, spurður um álit á umræðu í fjölmiðlum um fjár- mögnun Silfurstjörnunnar. Að sögn Björns er uppbygging fiskeldisstöðvarinnar á lokastigi og má ætla að um mitt næsta ár verði að líkindum kominn fiskur í öll ker. „Kerin eru öll komin upp og nú er verið að ganga frá fyllingu milli þeirra og lögnum frá vatnshúsi. Það má segja að stutt sé í verklok," segir Björn. Silfurstjörnumenn eru nú þeg- ar komnir með töluvert af laxi og segir Björn að honum verði að líkindum slátrað um mitt næsta ár. Þannig náist strax inn tekjur sem sé mikilvægt fyrir stöðina. óþh Böggvisstaðabúið: Ekkert tílboð enn borist í hús og dýr Að sögn Árna Pálssonar, bústjóra þrotabúss Pólarpels, hefur enn ckkert formlegt til- boð borist í húseignir og ákveðinn fjölda minka á Böggvisstöðum. Árni segist ckki vita hvort til- boðs sé að vænta. „Mér virðist ef eitthvað er að kjarkur þessara aðila hafi minnkað. Ef þannig fer að enginn gerir tilboð mun ég hugsanega reyna að auglýsa líf- dýrin til sölu því það er auðvitað hörmulegt að þurfa að drepa nið- ur allan þennan stofn,“ segir Árni. Fyrsti skiptafundur í þrotabúi Pólarpels verður 15. nóvember nk. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.