Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 17

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 17
Laugardagur 28. október 1989 - DAGUR - 17 sakamálasaga nsimi Ugo Pavesi fór út á svalirnar á 2. hæð. Hann var fjárkúgari „að atvinnu" og ruddi hinn mesti. Honum féll það vel að sitja úti á svölum á kvöldin og gera áætlanir um glæpastarfsemi sína. Hefði allt verið með felldu, hefði vinkona hans, Lorna Perricone 17 ára gömul, verið með honum. En hún var á sjúkrahúsi. Það var nú eiginlega honum að kenna. Svona rétt til að ala hana upp, hafði hann slegið hana nokkuð illilega í andlitið og kviðinn. Fimm metra langur svartur risi Þetta kvöld, þann 13. nóvember 1941, urðu þrír aðilar vitni að furðulegum atburði utan við íbúð Pavesis í Van Nuys í Kaliforníu. Þau fullyrtu öll þrjú, að fimm metra langur, swtur risi hefði skyndilega birst utan úr kvöld- skugganum, gengið fram að svölunum, lyft Pavesi upp úr hægindastólnum og þeytt honum beint niður á gangstéttina. Höfuðið hafði hreinlega brotnað af og Ient við hliðina á Iíkinu. { mjúkum jarðveginum í kringum húsið fann lögreglan síðar spor risans. Dýpt þeirra sýndi, að ris- inn hafði verið að minnsta kosti 410 kíló. En í þeirri upplausn sem varð, hvarf hann sporlaust út í nóttina án þess að nokkur vissi hver hann væri eða hvar hann myndi birtast næst. Ungurn og athugulum lögreglu- manni, Lou Grandin, var falið að rannsaka málið. Þegar atburður- inn átti sér stað hafði hann verið á vakt í næsta bæjarhluta. Einn þeirra sem hann heimsótti var „Madame Olga", kerling sem vissi lengra nefi sínu. Hlé varð á samræðum þeirra, þegar leigjendur gömlu konunn- ar komu inn. Það voru þrír kraftalegir bræður Mari, Tony og Giorgio Perricone. Þetta voru stórir karlar og sköllóttir með óhvikult augnaráð og víðþekktir sem mjög góðir fjöllistamenn. Mari hafði orð fyrir þeim þre- menningum og hann sagði Grandin, að öll sín ár sem sirkus- listamaður hefði hann aldrei heyrt minnst á slíkan risa sem -1 / erlendum veffvangi i Falskar ávísanir sem gufa upp á skömmum tíma Falskar ávísanir, sem gufa upp, í orðsins fyllstu merkingu, eru nú orðnar mestur skelfir banka- starfsmanna í henni Ameríku. Áður hafa öðru hvoru skotið upp kollinum ávísanir, sem skrifaðar hafa verið með „ósýnilegu bleki“, sem hefur horfið eftir að ávísanirnar hafa verið innleystar. En nú hefur einhver fölsunar- flokkur endurbætt þessa aðferð til að svíkja fé út úr bönkunum. Svikararnir opna bankareikning, leggja inn á hann nokkur þúsund dollara og taka síðan til við að gefa út ávísanir. Vegna sérstakr- ar efnameðferðar á pappírnum leysast ávísanirnar upp á skömm- um tíma. Á þennan hátt hefur svikurunum tekist að ná út mörg hundruð milljónum dollara án þess að tækist að hafa hendur í hári þeirra. Rannsókn lögreglu hefur enda verið miklum erfiðleikum bundin, þar sem hún hefur ekki haft nein sönnunargögn í höndurn. Hún hefur þó komist yfir leifar af einni ávísun og tekist að efnagreina vökvann, sem hef- ur þessi áhrif á pappírinn, en af skiljanlegum ástæðum hefur hún ekki fengist til að gefa nánari upplýsingar. (111. Videnskab 2/89. - Þ.J.) Þang notað til að lækna sár á sköflungi Gamalt náttúrulyf hefur nú feng- ið sína uppreisn. Nú ætla læknar á sjúkrahúsum í Englandi að nota þangvökva til að lækna sár á sköflungi. Heilbrigðisyfirvöld í Englandi eru mjög hrifin af þessu „nýja“ meðali. Hvort tveggja er, að það hentar mjög vel til að lækna sár á sköflungi, og svo er það mjög ódýrt. Það er alginsýran í þang- inu, sem notuð er. Sýran hefur ýmsa eiginleika, sem valda því, að sár á sköflungi, sem tekið hef- ur mjög langan tíma að græða, læknast nú á skömmum tíma. Alginsýran hefur vökvaþurrk- andi eiginleika og þegar hún gengur í samband við vökvann frá sárinu, myndast seigt þykkni. Við það aukast líkur á að sárið grói til mikilla muna. Rannsóknir á áhrifum þessa nátt- úrumeðals, sem selt er undir nafninu Sorbsan, sýna að sárin gróa fimm sinnum hraðar en með notkun venjulegra sáraumbúða. í ýmsum löndum eru sár á sköfl- ungi mikil byrði á heilbrigðiskerf- inu. Því er þetta gamla náttúru- meðal nú boðið velkomið. (III. Videnskab 2/89. - P.J.) Þang reynist miklu betur til að Iækna sár á sköflungi en hefðbundin meðferð sára. fullyrt væri, að kæmi við sögu í Van Nuys morðinu. En það næsta, sem hann sagði, hafði óþægileg áhrif á lögregluþjóninn: „Pavesi-stúlkan á sjúkrahúsinu var systir okkar. Ég segi „var“ því að hún dó fyrir nokkru síðan." „Það var leiðinlegt að heyra," svaraði Grandin hljóðlega. „En ég verð að biðja ykkur að vera kyrra hér í San Francisco, þar til þetta mál er upplýst." Hugsanleg skýring Þetta gerðist þann 7. desember 1941. Þann dag áttu sér stað atburðir, sem breyttu gangi rnála úti í hinni víðu veröld. Perricone- bræðurnir voru meðal þeirra fyrstu, sem létu skrá sig í herinn eftir sprengjuárásina á Pearl Harbour. Slíkt hið sama gerði Luke Grandin. Málið um furðulega risann veltist í undirmeðvitund Grandins allt stríðið. Þegar hann kom aftur til Bandaríkjanna, þá ákvað hann að leita „Madame Olga" uppi eina ferðina enn. Sú gamla var enn á lífi þótt nú væri hún orðin ákaflega hrör. Hún sagði lögregluþjóninum fyrrverandi, að allir Perricone- bræðurnir þrír hefðu látið lífið í stríðinu. Þess vegna þóttist hún frjáls að því að koma með hugs- anlega skýringu á dauða Ugos Pavesis. „Madame Olga" dró frarn gamla og gulnaða sirkus- auglýsingu. Hún sýndi Perricone- bræðurna uppi á sviði. Mari stóð þar með Tony á öxlum sér. Á öxlum Tonys stóð Giorgio og reif þykka símaskrá í smábita með sínum geysilegu hrömmum. Þeir þrír hefðu getað verið stórkost- legur risi. Mari neðstur, Tony í miðjunni og Giorgio efstur með sínar stóru sterku hendur. Hestamenn Eyjafirði og Þingeyjarsýslum Hrossaræktarsamband Eyfiröinga og Þingeyinga hef- ur komist að samkomulagi við Jóhannes Haraldsson, Rauðuskriðu, að hann taki í hagagöngu og fóðrun, óvanaða ungfola. Þeir sem vilja nota sér þessa þjónustu hafi samband við Jóhannes í síma 23504. Stjórnin. VORUHUSSTJORI KEA auglýsir stöðu vöruhússtjóra lausa til umsóknar. í Vöruhúsinu eru 7 deildir sem selja mismunandi sérvörur. ★ Hlutverk vöruhússtjóra: Hlutverk vöruhússtjóra er meðal annars að taka þátt í markvissri stefnumótun. Vöruhús- stjóri stjórnar markaðssetningu og sölu. Hann mótar vöruframboð í samvinnu við aðra starfsmenn og stýrir daglegum rekstri Vöru- hússins. Hann veitir starfsmönnum hvatn- ingu og eflir þá til sjálfstæðra ákvarðana. ★ Hæfni og menntun: Leitað er eftir starfsmanni með haldgóða við- skipta- og markaðsfræðimenntun, sem hefur a.m.k. fimm ára starfsreynslu eftir lokapróf. Óskað er eftir starfsmanni, sem hefur reynslu af heildverslun eða smásölu á til dæmis fatn- aði, heimilisvörum eða íþróttavörum. Vöruhússtjórinn verður að eiga auðvelt með samstarf. ★ Umsókn um starfið: Þeir sem vilja koma til álita sendi upplýsingar um nám og fyrri störf til aðalskrifstofu KEA, Hafnarstræti 91-95, 600 Akureyri, fyrir 15. nóvember merkt „KEA-vöruhússtjóri“. KEA er eitt a/ stærstu fyrirtækjum landsins. Hjá því starfa um 1300 manns í ýmsum deildum. Á siðastliðnu ári var heildarvelta um 6700 milljónir króna. Innan KEA er nú unnið að endurskipulagningu og markvissri stefnumótun. •wL Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Verð á Dægurlagahátíðina með kvöld- verði og dansleik aðeins kr. 3000. Miðasala og borðapantanir í Sjallanum daglega í síma 22770. . Pantiðborð tímatíiega og tryggið ykkur góð sæti strax i dag. Uppselt í mat 4. nóv. Matseðill: Forréttur: „ Tónar bafsins“ Grafinn og reyktur lax í hunangsdillsósu Aðalréttur: Ofngljáð hnetugrísasteik með paprikubættri dijonsósu, hasselbackkartöflum, rósinkáli og súrsætu meðlæti. SjdUcmt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.