Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1989 Vetrarstarf Kammerhljómsveitar Akureyrar hafið - Jónas Ingimundarson leikur með hljómsveitinni á fyrstu tónleikum vetrarins, sem haldnir verða á morgun Vetrarstarf Kammerhljóm- sveitar Akureyrar er hafið fyrir allnokkru og mun þess sjá stað á fyrstu tónleikum vetrarins sem verða haldnir í Iþrótta- skemmunni á morgun, sunnu- daginn 29. október kl. 17.00. Fyrirhugað er að haldnir verði fimm tónleikar á þessu starfsári og hefur tónleikahald verið skipulagt á eftirfarandi hátt: A fyrstu tónleikunum verða leikin klassísk verk eftir Beethoven, Mozart og Haydn. Gestir sækja að þessu sinni hljómsveitina heim eins og svo oft áður. Hljómsveit- arstjóri verður Oliver J. Kentish, sem er bæjarbúum að góðu kunn- ur frá þeim tíma er hann starfaði hér á Akureyri. Einleikari á píanó verður Jónas Ingimundar- son, sem varla þarf að kynna fyrir áheyrendum. Fluttur verður píanókonsert í C-dúr Op. 37 eftir Beethoven. Þennan glæsilega konsert samdi tónskáldið á þeim árum sem hann bjó í Vínarborg og munu án efa fáir vilja missa af því að heyra Jónas Ingimundar- son takast á við svo magnþrungið verk. Hljómsveitin mun að auki leika forleik að óperunni „Der Schauspieldirektor", sem einnig var frumflutt í Vínarborg. Þriðja verkið á efnisskránni á þessum fyrstu tónleikum verður sinfonía nr. 101 „Die Uhr“, eftir Haydn. Vetrarstarf Kammerhljóm- sveitarinnar verður mjög fjölþætt og fjölbreytilegt og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Þann 1. desember verður á efnisskrá jóla- og aðventutónlist. Þar verður fluttur jólakonsert eftir Corelli og önnur verk tengd aðventu. Stjórnandi á þeim tón- leikum, sem verða haldnir í Akureyrarkirkju, er Roar Kvam og einsöngvari verður Margrét Bóasdóttir. Hólmfríður Þórodds- dóttir leikur einleik á óbó og kemur sérstaklega lieim frá London til þess að leika á þessum tónleikum. Þriðju tónleikarnir verða haldnir í febrúar. Þá fagnar hljómsveitin hækkandi sól með því að flytja Vínartónlist. Á efn- isskrá verða m.a. þrír gamlir vín- ardansar - „Lieberfreud - Lieberleid og Schöne Rosmar- in“. Einnig verða leikin Strásslög. Stjórnandi er Vaclaw Lazarz. I apríl verður efnisskráin helg- uð Hafliða Hallgrímssyni og eru tónverkin sem flutt verða ýmist eftir Hafliða eða valin af honum. Hafliði Hallgrímsson dvaldist um tíma í Davíðshúsi hér á Akureyri Frá tónleikum Kammerhljómsveitar Akureyrar í febrúar 1988. Hljómsveitin heldur tónleika í íþróttaskemmunni á Akureyri á morgun kl. 17.00. sl. sumar, við samningu tón- verka, og ntunu áheyrendur væntanlega fá að njóta þeirra verka hans á tónleikum hljóm- sveitarinnar í apríl. Hafliði verð- HEFURÞU TROMP HUGMY Þátttaka er öllum heimil. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir sem geta orðið grundvöllur að stofnun nýrra fyrirtækja eða orðið þáttur í starfsemi núverandi fyrirtækja á Akureyri. Skilafrestur hugmynda er til 15. desember 1989. Dómnefnder skipuð fulltrúum Atvinnumálanefndar Akureyrar, 1. verSlaun kr. ,« ± , . . r 2. verolaun kr. Iðntækmstofnunar 3. verðlaun kr. AMKEPPNI íslands og Háskólans á Akureyri. Dómnefnd metur hugmyndirnar eftir arðsemi, líklegri veltu, atvinnutækifærum, þörf, nýjung og hvernig starfsemin fellur að atvinnulífinu í bænum. Skilmálar samkeppninnar og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf., Geislagötu 5, sími 96-26200. 300.000,- 200.000,- 100.000,- Atvinnumálanefnd Akureyrar ur hljómsveitarstjóri á þessum tónleikum og einleikari verður Pétur Jónasson gítarleikari. í maí verða síðustu tónleikarn- ir á þessu starfsári. Þá verður ráðist í konsertuppfærslu á söng- leiknum fræga „My Fair Lady“. Roar Kvam stjórnar þessum tón- leikum, en hann hefur lengst af verið einn af máttarstólpum Kammerhljómsveitar Akureyrar. Á þeim tónleikum koma fram auk hljómsveitarinnar 50-60 manna kór og 3 einsöngvárar. Kammerhljómsveit Akureyrar hefur nú starfað í 3 vetur og vax- ið fiskur um hrygg með hverju ári. Hana skipa um 40 hljóðfæra- leikarar sem margir starfa við Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hljómsveitin hefur auk þess stundum fengið til liðs við sig hljóðfæraleikara víðar að á Norðurlandi og frá Suðurlandi. Einnig hafa þeir nemendur Tón- listarskóla Akureyrar sem komn- ir eru að námslokum fengið tæki- færi til að leika með hljómsveit- inni. Því miður hefur hljómsveit- in enn sem komið er sjaldan leik- ið utan heimabyggðar, og er það kostnaðarhliðin sem valdið hefur þar mestu um og svo einnig það að hljóðfæraleikarar eru flestir bundnir allan veturinn við kennslu. Aðrir landsmenn hafa þó ekki farið varhluta af flutningi hljómsveitarinnar því Ríkisút- varpið hefur tekið upp næstum alla tónleikana og útvarpað síðar. En vonir standa til að Kammerhljómsveit Akureyrar geti heimsótt aðra landshluta til tónleikahalds, þó ekki sé fyrir- sjáanlegt að það geti orðið á þessu starfsári. HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD Útboð Stjóm verkamannabústaða Ölfushrepps óskar hér með eftir tilboðum í byggingu einnar hæðar parhúss úr steinsteypu, verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 198 m’ Brúttórúmmál húss 681 m3 Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð nr. 22 a og b, Þorlákshöfn, Ölfushreppi, og skal skila fullfrá- gengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, 815 Þorlákshöfn, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, frá þriðjudeginum 31. október 1989, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 14. nóvember 1989 kl. 14.00, og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða, Tæknideild H.R. ri HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LmI SUÐURLANDSBRAUT 24 -108 REYKJAVÍK • SÍMI • 696900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.