Dagur - 21.11.1989, Page 5

Dagur - 21.11.1989, Page 5
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - DAGUR - 5 ALLT-hugbúnaður og virðisaukaskatturinn - kynningarfundur a Hótel Norðurlandi í dag Bókhaldsstofan Fell ásamt tölvu- fyrirtækinu Trón mun í samvinnu við ALLT-hugbúnað vera með kynningu á nýrri útgáfu ALLT- hugbúnaðar sem er aðlöguð að bókhaldshlið virðisaukaskattsins. Einnig verða kynntar aðrar nýj- ungar sem komið hafa fram á árinu svo sem afstemmingakerfi, spjaldskrá, strikamerkingar o.fl. í dag nota yfir 430 fyrirtæki ALLT-hugbúnaðinn og á Norð- urlandi hefur Fell-Trón staðið fyrir öflugri þjónustu- og sölu- starfsemi. ALLT-bókhalds- og sölukerfin eru mjög fjölhæf og eru notendur í öllum greinum atvinnulífsins. Kynningin er á Hótel Norður- landi í dag, þriðjudag, kl. 13.00 til 19.00 og á morgun, miðviku- dag, er notendum ALLT-hug- búnaðar boðið til vinnufundar á Fell, Tryggvabraut 22. íslensku stúlkurnar sem tóku þátt í Smirnoff fatahönnunarkeppninni meðal nema á síðasta ári. Alþjóðapóstfélag stofnað: Hlutverk félagsins að vinna að eflingu miliiríkjaþjónustunnar Sextán Evrópulönd: Bretland, írland, Belgía, Luxemborg, Vestur-Þýskaland, Frakkland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Grikkland, Kýpur, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og ísland ásamt fimm löndum utan Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálandi, eiga aðild að nýstofnuðu Álþjóða- póstfélagi - International Post Corporation, Unipost - með aðsetri í Bruxelles. Hlutverk félagsins er að vinna að eflingu milliríkjapóstþjónust- unnar, fyrst og fremst forgangs- póstþjónustunnar, EMS, en einnig bréfa- og bögglapóstþjón- ustunnar. í þessu skyni er á vegum félagsins unnið að samræmingu þjónustunnar í aðildarlöndunum hvað snertir framkvæmd hennar og unnið að setningu raunhæfra gæðastaðla og gæðaeftirlits. Með reglulegu millibili verða gerðar gæðakannanir og markaðsrann- sóknir. Félagið gerir samstarfssamning við aðildarlöndin þar sem settir eru staðlar um þjónustustig það sem hlutaðeigandi land skuld- bindur sig til að halda. Sérstök tölvuvædd kerfi varð- andi skráningu, leit og eftir- grennslan EMS forgangspóst- sendinga verður komið á í aðild- arlöndunum og byggist það á strikamerkingum. Síðar meir verður slíkt kerfi tekið upp fyrir allan bókfærðan póst. Samstarfssamningur eins og að framan greinir var undirritaður í Reykjavík mánudaginn 30. októ- ber sl. af þeim Guy Meynié, framkvæmdastjóra Unipost og Ólafi Tómassyni, póst- og síma- málastjóra. Frá undirritun samstarfssamnings. Frá vinstri: Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri, Olafur Tómasson, póst- og símamálastjóri, Guy Meynié framkvæmdastjóri Unipost og Bragi Kristjánsson fram- kvæmdastjóri viðskiptasviðs. Frá kynningu á ALLT-hugbúnaði sem haldin var fyrir skemmstu. Samkeppni ungra norrænna fatahönnuða DAGA FORSKOT Með okkar áætlun styttist biðin eftir innflutningi frá Reykjavík um © daga. LESTUNARHAFNIR INNANLANDS REYKJAVÍK Alla miðvikudaga VESTMANNAEYJAR Alla föstudaga HÚSAVÍK Alla sunnudaga íslenskum nemum í fatahönn- un gefst nú öðru sinni kostur á að taka þátt í norrænu fata- hönnunarkeppninni meðal nema. Keppnin sjálf verður haldin í Helsinki í Finnlandi 29. janúar 1990. Stigahæsti keppandinn frá hverju Norð- urlandanna fær auk verðlauna boð um að taka þátt í The Smirnoff Fashion Show í Royal Albert Hall í London 1. mars 1990 þar sem hátt í eitt hundr- að ungir fatahönnuðir sýna verk sín. Norðurlandameistar- inn fær að auki 5.000 finnsk mörk í verðlaun (um 75 þús- und krónur íslenskar). Það er Evrópudeild banda- ríska stórfyrirtækisins Heublein, sem m.a. framleiðir Smirnoff, einn vinsælasta vodka heims, sem gengst fyrir keppninni er nú verð- ur haldin í sjötta sinn. Upphaf- lega var keppnin bundin við fata- hönnunamema í Bretlandi en fyr- ir tveimur árum var ákveðið að efna til sérstakrar keppni á Norðurlöndunum. í fyrra tóku sex íslenskar stúlkur þátt í þeirri keppni, þar af fimm nemar við Fataiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík. Sigurvegari varð Guðrún Hrund Sigurðardóttir, nemi við Kpbenhavns Mode- og Designskole í Kaupmannahöfn. Þema keppninnar að þessu sinni er höfuðskepnurnar fjórar: Vatn, vindur, jörð og eldur. Þeir fjórir keppendur íslenskir, sem hlutskarpastir verða fyrir augum íslensku dómnefndarinnar taka þátt í keppninni í Helsinki. Sig- urvegarinn frá hverju landi fær auk verðlauna boð um að taka þátt í The Smirnoff Fashion Show í Royal Albert Hall. Skilafrestur er til 15. desember næstkomandi. Úrslit í keppninni hér heima verða tilkynnt 16. des- ember 1989. íslensku dómnefnd- ina skipa: Arna Kristjánsdóttir, fatahönnuður, tískuritstjóri Vik- unnar; Eva Vilhelmsdóttir, fata- hönnuður og Henrik Árnason, auglýsingahönnuður. AKUREYRI Alla mánudaga ÍSAFJÖRÐUR Alla þriðjudaga Aðrar hafnir eftir þörfum. SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI 27797 A x A A A A A j TÁKN traustra flutninga Hjá okkur er lágt vöruverö og gott að versla x Franskbrauð kr. 93.- I llbOO 2 lítrar mjólk kr. 125,- Tilboð á kjötvörum og ýmsu öðru í gangi. Verslunin _ ÞDEPIB c , Móasíöu 1 • Sími 27755. E Opiö alla daga vikunn.tr frá kl. 8-23.30. Heimsendirtgarþjónusta. V/SA Borgarafundur um atvinnumál á Akureyri verður haldinn f Sjallanum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.00. Frummælendur verða: Hólmsteinn Hólmsteinsson, formaöuratvinnumálanefndar Akureyrar. Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri lönþróunarfélags Eyjafjarðar. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri. Þorsteinn Konráðsson, formaður starfsmannafélags Slippstöðvarinnar. Fundarstjóri verður Jóhann Sigurjónsson, skólameistari M.A. Fundurinn er öllum opinn! Atvinnumálanefnd Akureyrar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.