Dagur - 21.11.1989, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - DAGUR - 7
„Gvuuð Stefán, þú gleymdir að bera á þig Roll-onið fyrir leikinn,“ gæti
Haukur Valtýsson verið að segjá við Stefán Jóhannesson. Svo var nú ekki
því þeir félagarnir voru að fagna vel heppnaðri hávörn. Mynd: ap
Blak:
Þróttur lagður með núlli
- öruggur KA-sigur á laugardaginn
KA fór létt með Þrótt frá
Reykjavík í karlaflokki á
Islandsmótinu í blaki. Loka-
staðan var 3:0, 15:12, 15:4 og
15:9, og var sigur KA-liðsins
aldrei í hættu.
Leiknum seinkaði um klukku-
tíma því Þróttarar kom of seint
frá Reykjavík. Ástæðan var sú að
Arnarflugsvél, sem ferja átti
blakarana, tafðist á Húsavík og
komu rauðröndóttu piltarnir
nánast beint í leikinn. Þar að
auki mættu Þróttararnir einungis
sex í leikinn því einn leikmanna
liðsins veiktist á síðustu stundu.
En það var ekki að sjá að flug-
þreyta eða leikmannafæð hrjáði
Reykjavíkurliðið í byrjun því
þeir komust í 8:0. KA-menn voru
þá algjörlega úti á þekju og
sendu boltann hvað eftir annað í
netið eða misstu auðveld smöss í
gólfið.
En heimapiltarnir náðu að
taka sig saman í andlitinu og fóru
að spila eins og menn. Þá var
ekki að sökum að spyrja að stigin
fóru að koma og skoruðu þeir
fimm í röð. Þróttarar tóku þá vel
á móti og skiptust liðin á að vinna
uppgjöfina.
Brátt kom þó að því að KA-
strákarnir náðu yfirhöndinni,
þeir komust í 10:9 og þá var ljóst
í hvað stefndi. Þróttarar klóruðu
að vísu aðeins í bakkann undir
lokinn en lokatölur í hrinunni
urðu 15:12.
Næsta hrina var mun auðveld-
ari fyrir þá gulklæddu. Þeir skor-
uðu nokkur falleg stig í byrjun og
þá var eins og allur vindur væri úr
Þrótturunum. Móttakan var
mjög slök hjá þeim og fékk Leif-
ur Harðarson fáa sem enga al-
mennilega bolta til að spila upp
með. Niðurstaðan gat ekki orðið
önnur en sú að KÁ myndi rúlla
yfir gestina og það gerðu þeir
15:4.
Mun meiri barátta var í Þrótt-
ararliðinu í þriðju hrinunni en
það dugði ekki til því KA-liðið
sýndi þá sannkallaða meistara-
takta. Sóknarleikurinn var mjög
frískur og sáust margar fallegar
fléttur hjá strákunum. Einnig var
hávörnin mjög góð og hirti hún
hvað eftir annað smöss frá Þrótt-
urunum. En Þróttur náði samt að
skora 9 stig í lotunni og munaði
þar mestu um að uppgjafir KA-
manna voru slakar og fóru þær
hver á fætur annarri í netið. Það
sama var upp á teningnum gegn
Strassen um daginn og þarf KA-
liðið greinilega að æfa uppgjaf-
irnar betur. En lokatölurnar 15:9
í hrinunni og 3:0 sigur því stað-
reynd.
KA-liðið virðist vera að ná
fyrri styrkleika á ný eftir að hafa
hökt eilítið í fyrstu leikjunum í
haust. Eins og áður sagði þá sáust
oft mjög skemmtilegir taktar hjá
leikmönnum og verða þeir ekki
auðsigraðir í vetur ef þeir halda
áfram á sömu braut. í þessum
leik bar mest á þeim Arngrími
Arngrímssyni, sem átti mjög
góðan leik, og svo var Haukur
Valtýsson góður. Sérstaklega var
gaman að sjá Hauk fara upp í
hávörn með öðrum hvorum Stef-
áninum og blokkera boltann.
Þróttarar voru daprir í þessum
leik og munu sjálfsagt hugsa KA-
mönnum þegjandi þörfina fyrir
næsta leik í Reykjavík.
Knattspyrna:
Ejjólfur til Noregs
- ræðir við forráðamenn Brann
Eyjólfur Sverrisson, knatt-
spyrnumaður úr Tindastóli, er
farinn til Bergen í Noregi til að
líta á aðstæður hjá knatt-
spyrnuliðinu Brann. Fór hann
utan í gær og er væntanlegur
aftur á sunnudaginn.
Allt hefur verið á huldu um
hvar Eyjólfur muni leika næsta
sumar en nú virðist einhver
hreyfing vera komin á málin.
Teitur Þórðarson, þjálfari Brann,
hefur verið í sambandi við Eyjólf
undanfarna daga og virðast þær
viðræður hafa gengið það vel að
Teitur hefur ákveðið að bjóða
honum til Noregs.
Trúlegt þykir að Eyjólfi verði
boðinn samningur, en í samtali
sem hann átti við Dag kom fram
að hann myndi íhuga öll tilboð
vandlega og ekki flana að neinu.
En hann teldi mjög litlar líkur á
því að hann yrði um kyrrt á Sauð-
árkróki.
Stuttgart í Vestur-Þýskalandi,
sem bauð Eyjólfi til æfinga nú í
haust hafði einnig sýnt áhuga á
viðræðum við hann en Degi er
ekki kunnugt um lyktir þess
máls.
Áhugi erlendra liða á Eyjólfi
kviknaði eftir frækna frammi-
stöðu hans með U-21 árs lands-
liðinu í sumar, þar sem hann
skoraði fjöldann allan af
mörkum. Einnig hefur hann ver-
ið iðinn við kolann hjá sínu
félagi, Tindastóli og varð nt.a.
markahæstur allra í annari deild-
inni í sumar.
Spennandi verður að sjá hvar
þessi marksækni knattspyrnu-
maður kemur til með að leika á
næstunni og eitt er víst að miðað
við frammistöðu hans undanfarin
ár verður ekkert lið svikið af því
að hafa hann í sínum röðum. kj
Gunnar Gunnarsson verður aðstoðarþjálfari Kostics með Þórsliðið.
Knattspyrna:
Gassi aðstoðarþjálfari Þórs
- mun einnig þjálfa 2. flokkinn
Eyjólfur Sverrisson ræðir nú við
Teit Þórðarson hjá Brann.
Gunnar Gunnarsson, betur
þekktur sem Gassi, hefur verið
ráðinn aðstoðarþjálfari meist-
araflokks Þórs í knattspyrnu.
Hann mun einnig þjálfa 2.
flokk félagsins eins og hann
gerði síðastliðið sumar.
„Þetta leggst auðvitað mjög vel
í mig og ég hlakka til þess að tak-
ast á við þetta verkefni,“ sagði
Gunnar í samtali við Dag. „Sem
þjálfari stefnir maður auðvitað
alltaf á toppinn og að komast í
þjálfun í 1. deild er markmið sem
flestir þjálfarar hljóta að stefna
að. Það er gaman að hafa þjálfað
þessa stráka í 2. flokknum
undanfarin ár og eiga nú þess
kost að fylgja þeim áfram upp í
meistaraflokkinn,“ bætti hann
við.
Gunnar segist búast við að
Þórsliðið eigi eftir að koma á
óvart næsta sumar. Deildin verði
jöfn en mannskapurinn sé fyrir
hendi hjá Þór til að gera góða
hluti og það verði því að stefna
hátt.
Ekki er alveg frágengið hvenær
Gunnar hefur störf en von er á
Kostic frá Júgóslavíu í byrjun
febrúar. Það má því búast við því
að Gunnar stjórni liðinu á þeim
innanhúsmótum sem framundan
eru, m.a. punktamóti KSÍ á
Akranesi um næstu helgi.
Eins og kunnugt er þá mun
Luca Kostic þjálfa meistaraflokk-
inn hjá Þór og mun mikið mæða á
Gassa því Kostic mun að sjálf-
sögðu einnig spila með meistara-
flokknunt. Reyndar verða þeir
báðir að einhverju leyti saman
með 2. flokkinn enda eru þar
margir piltar sem munu banka á
dyrnar hjá meistaraflokknum
næsta sumar.
Gunnar hefur undanfarin átta
ár stundað þjálfun og er því
margreyndur þjálfari. Hann hóf
feril sinn hjá yngri flokkum KA,
var síðan eitt ár með SMÖ en
hefur undanfarin tvö ár þjálfað 2.
flokkinn hjá Þór.