Dagur - 21.11.1989, Page 8

Dagur - 21.11.1989, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1989 íþróttir F Knattspyrna: Leiftursmenn fá liðsauka í boltann Leiftursliðinu í knattspyrnu hefur bæst liðsauki fyrir næsta sumar. Þorlákur Árnason sóknarmaður úr Þrótti Nes. hefur ákveðið að ieika með Ólafsfirðingum næsta sumar og líkur benda til þess að Örn Torfason, bróðir Ómars Torfasonar þjálfara, gangi einnig til liðs við Leiftur. Þorlákur var einn aðalmarkaskor- ari Þróttaraliðsins síðastliðið sumar en þess má geta að hann er vara- markvörður Gróttuliðsins í 1. deild- inni í handknattleik í vetur. Örn Torfason er ísfirðingar að ætt og uppruna en lék með Víkingum í 1. deildinni í knattspyrnu síðastliðið sumar. Hann lék 13 leiki með Vík- Þorlákur Árnason leikur með Leiftri næsta sumar. ingsliðinu og mun örugglega styrkja Leiftursliðið mikið. Ekki er vitað annað en flestir leik- menn Leifturs sem léku með liðinu síðastliðið sumar verði áfram með. Þó liggur ljóst fyrir að Rúmeninn Arthur Ubrescu kemur ekki aftur til Ólafsfjarðar og enn er ekki ljóst hvort Gústaf Ómarsson getur komið aftur vegna vinnu sinnar. Hann býr nú í Reykjavík. Leiftursliðið tekur þátt í punkta- móti KSÍ í innanhússknattspyrnu um næstu helgi á Akranesi og verður það fyrsta mótið sem Ómar Torfason stjórnar liði sínu í. Liðið er með Valsmönnum, Fram og Víði í riðli. Ekki er vitað hvort hinir nýju leik- menn Víðis munu leika með liðinu á þessu móti. Mótið á Akranesi er punktamót fyrir 1. deildarfélögin en síðan er nokkrum liðum, þ.á.m. Leiftri, boð- ið að taka þátt sem gestaliði. Karitas Jónsdóttir skoraði mörg falleg stig fyrir KA og hér er eitt þeirra í uppsiglingu Mynd: AP Blak: KA-stúlkur fóru létt með Þrótt KA-stúlkurnar voru engir eftir- bátar strákanna og sigruðu Þrótt- arstúlkurnar einnig 3:0, 15:9, 15:5 og 15:10. Þróttarstúlkurnar mættu einungis sex í leikinn en - sigruðu 3:0 það hefði ekki skipt máli þótt þær hefðu verið fleiri því þær áttu ekki möguleika gegn frísku KA-liði. KA gaf strax tóninn í fyrstu hrin- unni með því að skora fjögur fyrstu stigin. Þróttarar jöfnuðu 5:5 en KA komst strax yfir aftur. Það var nokk- uð hart barist í hrinunni en að lokum náði KA yfirhöndinni og sigraði Handknattleikur/3. deild: Priðji sigur Völsimga í röð - nú urðu Hafnfirðingar fyrir barðinu á Húsvíkingum Völsungar unnu sinn þriðja sigur í röð í 3. deildarkeppninni í hand- knattleik er þeir lögðu ÍH frá Hafnarfirði að velli á Húsavík 26:20 á laugardaginn. „Við erum óstöðvandi,“ sagði Arnar Guð- iaugsson þjálfari Völsunga kampakátur eftir leikinn en langt er síðan handknattleikslið frá Húsavík hefur unnið þrjá leiki í röð. Arnar sagði nú einnig að menn yrðu að halda haus þrátt fyrir þessa þrjá sigra því það væri ýmislegt sem þyrfti að laga fyrir næstu leiki. „Ef við náum hagstæðum úrslitum úr næstu leikjum stöndum við mjög vel í baráttunni,“ bætti hann við. Leikur Völsunga og ÍH var jafn og spennandi ailan tímann þrátt fyrir að sex mörk skyldi að liðin undir lokin. Reyndar komu ÍH-menn með svip- uðu hugarfari og Fylkir og Grótta að það væri nú bara skylda að leggja þessa Húsvíkinga að velli. Þeir hit- uðu upp með því að spila innanhúss- fótbolta og það kann ekki góðri lukku að stýra. Völsungarnir voru fyrri til að skora í leiknum og voru alltaf með forystuna í leiknum. Hafnfirðingarn- ir hleyptu þeim hins vegar ekki langt frá sér og það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að heimamenn skor- uðu tvö mörk í röð og náðu þar með þriggja marka forystu, 13:10. Síðari hálfleikur var mjög jafn og spennandi. Völsungarnir héldu alltaf forystunni en náðu ekki að hrista ÍH- menn af sér. Þegar um 5 mínútur Helgi Helgason skorar sitt „venjulega“ eina mark fyrir Völsunga gegn IH. Mynd: AP voru til leiksloka hafði Völsungur eins marks forystu 20:19 en Hafn- firðingar voru með boltann. En vörnin var þétt hjá þeim grænklæddu og Eiríkur Guðmundsson varði vel í markinu og þann Berlíharmúr tókst Hafnfirðingum ekki að fella. Nokkur vel útfærð hraðaupphlaup Völsunga í lokin tryggðu Húsvíkingum öll stig- in í leiknum. Mörk Völsunga: Haraldur Haraldsson 6, Vilhjálmur Sigmundsson 6, Ásmundur Arn- arsson 5, Jóhann Pálsson 4, Tryggi Þór Guðmundsson 4 og Helgi Helgason sitt venjulega eina mark. Markahæstu menn ÍH: Hilmar Barðason 6 og Guðjón Guðmundsson 5. Í5:9. Önnur hrinan þróaðist mjög svip- að og önnur hrinan hjá strákunum. Þróttarstúlkurnar virtust missa móðinn og eftirleikurinn var því auð- veldur fyrir heimaliðið. Lokatölur, 15:5 fyrir KA. Þróttarstúlkurnar komu ákveðn- ar til leiks í þriðju hrinunni og skor- uðu fjögur fyrstu stigin. KA minnk- aði muninn í 4:6 en Þróttarar komust í 5:9. Áhorfendur héldu nú að Reykjavíkurliðið ætlaði að ná í aukahrinu en heimastúlkurnar voru nú ekki á þeim buxunum og náðu að jafna 10:10. Eftirleikurinn var auð- veldur og skoruðu KA-stúlkurnar fimm síðustu stigin. Lokatölur urðu því 15:10. Bestu leikmenn KA voru Særún Jóhannsdóttir og Halla Haraldsdótt- ir. Einnig átti Karitas Jónsdóttir ágætan leik. Annars er allt liðið mjög jafnt og ætti að geta gert góða hluti í vetur. Dómarar voru þeir hinir sömu og í karlaleiknum, Björgólfur Jóhanns- son löggiltur endurskoðandi og Hall- dór Jónsson framkvæmdastjóri, og stóðu þeir sig vel að vanda. Knattspyrna: VMA úr leik VMA tapaði illa fyrir Ármúla- skólanum í framhaldsskólamótinu í knattspyrnu á Sana-vellinum á föstudaginn. VMA, með alla sína 1 deildar leikmenn, náði sér aldrei á strik og tapaði 2:0 fyrir frískum Ármúlapiltum. Ekki er ólíklegt að VMA-piltarnir hafi vanmetið andstæðinga sína því alla baráttu vantaði í liðið. Engilbert FriöfinnsSon skoraði í fyrri hálfleik fyrir Ármúlann og Ásmundur Vil- helmsson í þeim síðari. Rósberg Óttarsson markvörður VMA bjargaði liði sínu frá enn stærra tapi þegar hann varði vfta- spyrnu í síðari hálfleik. Þar með er draumur Akureyringa um fram- haldsskólameistara úti, a.m.k. þetta árið. Þess má geta að enginn 1. deildar- leikmaður lék með Ármúlanum en sjö með VMA-liðinu. Árni Þór Árnason í kröppum dansi. Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Enska knattspyrnan: Siggi skoraði fyrir Arsenal - Hörkubarátta í 1. deild Baráttan um meistaratitilinn virðist ætla að verða jafnari að þessu sinni en oft áður. Mörg lið koma til greina og Liver- pool sem hefur verið nánast ósigrandi undanfarin ár virðist ekki jafnt sterkt og áður. Það er því allt útlit fyrir jafna og spennandi keppni allt til loka keppnistímabilsins í vor. En lítum þá á leikina sem leiknir voru sl. laugardag. Meistarar Arsenal tóku á móti liði O-P.R. sem vann sér það til frægðar um síðustu helgi að sigra Liverpool. Þrátt fyrir að Arsenal léki ekkert sérstaklega vel í leiknum dugði það þó liðinu til að vinna öruggan sigur og komast í efsta sæti 1. deildar í fyrsta skipti á þessu keppnistímabili. Alan Smith skoraði eina markið í fyrri hálfleik af stuttu færi fyrir Ársenal og Lee Dixon bætti síð- an öðru marki liðsins við úr víta- spyrnu sem dæmd var á brot gegn Kevin Richardson. Fallegasta markið skoraði þó Sigurður Jóns- son tveimur mín. fyrir lok leiks- ins með þrumuskoti frá vítateig. Þetta var fyrsta mark Sigurðar fyrir Arsenal eftir að liann kom til félagsins frá Sheffield Wed. Marktækifæri Q.P.R. í leiknum voru ekki umtalsverð og liðið varð fyrir því áfalli að Mark Falco var borinn af leikvelli eftir samstuð við Tony Adams. Ray Wilkins sem Q.P.R. keypti í vik- unni frá Rangers lék ekki með liðinu í leiknum, en hann kemur Staðan 1. deild Arsenal 14 8-3-3 26:15 27 Chelsea 14 7-5-2 22:11 26 Liverpool 13 7-3-3 27:11 24 Aston Villa 14 7-3-4 23:16 24 Norwich 14 5-7-2 21:16 22 Tottenham 13 6-3-4 21:20 21 Everton 14 6-3-5 21:21 21 Southampton 14 5-5-4 25:22 20 Man. Utd. 13 6-2-5 23:20 20 Coventry 14 6-2-6 12:19 20 Nott. Forest. 14 5-4-5 19:14 19 Derby 14 5-3-6 17:12 18 Luton 14 4-5-5 14:14 17 Wimbledon 14 3-7-4 12:15 16 Millwall 14 4-3-7 21:22 15 Crystal Palace 14 4-3-7 16:29 15 QPR 14 3-5-6 13:16 14 Charlton 14 3-5-6 11:15 14 Man. City 14 4-2-8 19:27 14 Sheff. Wed. 14 3-3-8 6:22 12 2. deild Sheff.Utd. 18 11-6-1 31:17 39 Leeds Utd. 18 11-5-2 32:19 38 Newcastle 18 9-6-3 34:20 33 Sunderland 18 9-5-4 31:25 32 West Ham 18 8-6-4 27:18 30 Oldham 18 8-6-4 24:19 30 Ipswich 18 8-5-5 29:25 29 Swindon 17 8-4-5 30:19 28 Blackburn 17 6-10-1 29:18 28 Plymouth 18 8-3-7 31:22 27 Wolves 18 6-6-6 26:23 24 Brighton 18 7-2-9 27:27 23 Bournemouth 17 6-4-7 25:28 22 W.B.A. 18 5-6-7 31:29 21 Oxford 18 5-5-8 24:28 20 Port Vale 18 4-8-619:2120 Portsmouth 18 3-7-8 19:27 18 Watford 18 4-5-9 17:24 17 Bradford 18 3-8-7 20:20 17 Barnsley 18 4-5-9 20:39 17 Middlesbr. 17 3-6-8 20:28 15 Leicester 18 3-6-9 19:29 15 Hull 18 1-11-6 17:24 14 Stoke 18 2-8-8 17:30 14 örugglega til með að styrkja liðið verulega með sinni miklu leik- reynslu. Chelsea missti af efsta sæti deildarinnar er liðið varð að láta sér jafntefli duga á heimavelli gegn Southampton. Það leit reyndar lengi út fyrir að Chelsea næði ekki stigi úr leiknum því Southampton komst í 2:0. Breyt- ingar urðu hjá Chelsea í vikunni, þjálfarinn Ian Porterfield hætti og gerðist framkvæmdastjóri hjá Reading, Graham Roberts leik- maður liðsins og fyrirliði tók við þjálfarastöðunni. Matthew Le Tissier skoraði bæði mörk Sout- hampton, það fyrra úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik og síðan bætti hann við fallegu marki á 67. mín. Leikmenn Chelsea fóru mjög illa með sín tækifæri í leiknum allt þar til á 74. mín. Kenneth Monk- ou tókst þá loks að finna leiðina í mark Southampton með góðu skallamarki. Strax á næstu mín. jafnaði Kevin Wilson metin fyrir Chelsea með marki af stuttu færi. Chelsea sótti mjög undir lokin og Kerry Dixon fékk upplagt tæki- færi til að skora sigurmarkið, en jafnteflið sanngjörn úrslit og frammistaða Southampton í vet- ur hefur komið mjög á óvart. Crystal Palace keypti nýjan markvörð í vikunni, Nigel Martin frá Bristol Rovers fyrir milljón pund og er hann því dýrasti markvörður á Englandi. Hann var keyptur til að styrkja vörn liðsins, en ekkert lið hefur fengið á sig jafn mörg mörk og Palace. Ekki byrjaði hann þó vel hjá sínu nýja félagi og fékk á sig þrjú mörk í heimaleik gegn Totten- ham. Mark Bright náði forystu fyrir Palace eftir 22 mín. leik, en fimm mín. síðar hafði Tottenham tekið forystuna. David Howells og síðan Gary Lineker úr víta- spyrnu skoruðu fyrir liðið. í upp- hafi síðari hálfleiks sótti Palace mjög og náði að jafna á 16. mín. með marki Bright úr þvögu. En Tottenham var ekki á því að láta jafnteflið duga og undir lokin tókst Vinny Samways að skora sigurmark liðsins úr aukaspyrnu sem breytti um stefnu eftir að hafa lent í varnarmanni. Paul Ian Rush tryggði Livcrpool sigur gegn Millwall með marki 19 mín. fyrir leikslok. mark fyrir Arsenal um helgina. Gascoigne átti mjög góðan leik fyrir Tottenham að þessu sinni, stöðugt á ferðinni og dreif félaga sína áfram. Everton er í vandræðum um þessar mundir, margir af leik- mönnum liðsins eru meiddir og liðið leikur ekki eins vel og fyrr í haust. Á laugardag fékk Everton lið Wimbledon í heimsókn. Það það var fátt um fína drætti í þeim leik. Kevin Sheedy náði forystu fyrir Everton með marki úr víta- spyrnu á 4. mín. síðari hálfleiks eftir að brotið hafði verið á Graeme Sharp. Wimbledon gafst ekki upp og Dennis Wise var tví- vegis nærri því að jafna fyrir liðið og tveimur mín. fyrir leikslok varði Neville Southall mjög vel frá Paul McGee. Það var komið framyfir venjulegan leiktíma er Wimbledon tókst loks að jafna, Charlton Fairweather átti þá skalla að marki sem Southall varði en tókst ekki að halda og Steve Cotterill fylgdi fast eftir og potaði boltanum í mark. Derby vann auðveldan sigur á heima- velli gegn Sheffield Wed., þrátt fyrir að Dalian Atkinson ætti mjög góðan leik fyrir Sheffield og væri óheppinn að skora ekki strax á 5. mín. er hann skaut naumlega framhjá. Derby náði forystunni á 13. mín. með marki Paul Goddard. í síðari hálfleikn- um virtust leikmenn Wed. gefast upp og Derby hafði tögl og hagldir í leiknum. Dean Saund- ers skoraði síðara mark liðsins rétt fyrir leikslok, en mörkin hefðu getað orðið mun fleiri. Man. Utd. vann góðan sigur á útivelli gegn Luton, Danny Wall- ace gaf Utd. óskabyrjun með marki á 4. mín. eftir sendingu frá jMark Hughes. Clayton Black- Á sunnudag léku Millwall og Liverpool fyrir framan sjón- varpsmyndavélarnar á Eng- landi. Eftir heldur slakt gengi Liverpool að undanförnu, tókst þeim að rétta úr kútnum og vinna góðan sigur á útivelli. Liverpool náði forystunni í leiknum er John Barnes skoraði, en Millwall tókst að jafna fyrir more bætti öðru marki Utd. við á 28. mín. með fallegu skoti eftir undirbúning Brian McClair og 15 mín. fyrir leikslok gerði Hughes þriðja mark Utd. með glæsilegu skoti af löngu færi. Luton lék oft vel í leiknum, en varð að láta mark frá Danny Wilson eftir klukkutíma leik duga. Nottingham For. fór létt með Man. City á útivelli, Nigel Clough skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og var annað markið skorað úr vítaspyrnu. í síðari hálfleik bætti Brian Rice þriðja marki Forest við án þess að heimamenn gætu svarað fyrir sig. Þá gerðu Norwich og Charlton markalaust jafntefli í leik sínum og verða það að teijast slæm úr- slit fyrir Norwich. Coventry hefur aldrei unnið sigur gegn Aston Villa á Villa Park og á því varð ekki breyting nú. í fjörugum og góðum leik hafði Villa undirtökin og sigraði 4:1. Ian Ormondroyd skoraði glæsimark snemma leiks fyrir Villa, efst í markhornið og síðan skoraði Trevor Peake miðvörður Coventry sjálfsmark. Mick Gynn lagaði stöðuna fyrir Coventry með marki fyrir hlé, en í síðari hálfleik bætti Ormondroyd sínu öðru marki við og lokaorðið átti síðan David Platt með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Peake fyrir að fella Platt í víta- teignum. 2. deild • Sheffield Utd. er enn efst í 2. deild þrátt fyrir að liðið næði að- eins jafntefli heima gegn Brad- ford. Jim Gannon náði forystu fyrir Sheffield í síðari hálfleik, Paul Jewell jafnaði fyrir Brad- ford er 4 mín. voru til leiksloka. • Leeds Utd. er nú aðeins stigi á eftir Sheffield eftir að hafa sigrað Watford á Elland Road. Gary Ian Orniondroyd kom mikið við sögu er Aston ViIIa sigraði Coven- try og skoraði tvö mörk. hlé. David Thompson miðvallar- spilari Millwall var þar að verki. Sigurmark Liverpool kom síðan þegar 19 mín. voru til loka leiks- ins og var það sjálfur Ian Rush sem sá um að koma boltanum í netið. Við sigurinn færðist Liverpool upp í þriðja sætið í 1. deild með 24 stig, en Aston Villa hefur einnig 24 stig í fjórða sæti. Þ.L.A. Mark Bright skoraði bæði mörk Crystal Palace gegn Tottenham, en það dugði skammt. Penrice sem Watford keypti frá Bristol Rovers í vikunni skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið og náði þannig forystu fyrir Wat- ford. Chris Fairclouh og Andy Williams skoruðu fyrir Leeds Utd. í síðari hálfleiknum og tryggðu liði sínu öll stigin. • Newcastle í þriðja sæti gerði jafntefli úti gegn Barnsley, David Currie skoraði fyrst fyrir Barns- ley, en Mick Quinn náði að jafna fyrir Newcastle. • Mike Stockwell skoraði sigur- mark Ipswich gegn Leicester. • Marco Gabbiadini, Gary Owers og Richard Ord skoruðu mörk Sunderland gegn Ply- mouth. • West Ham sigraði Middles- brough með mörkum þeirra Stuart Slater og Julian Dicks úr víti. • Oxford missti markvörð sinn Alan Judge meiddan útaf i fyrri hálfleik gegn Hull City, en tókst þó að halda markalausu jafntefli. Þ.L.A. Úrslit 1. deild Arsenal-Q.P.R. 3:0 Aston Villa-Coventry 4:1 Chelsea-Southampton 2:2 Crystal Palace-Tottenham 2:3 Derby-Sheffield Wed. 2:0 Everton-Wimbledon 1:1 Luton-Manchester Utd. 1:3 Man. City-Nottingham For. 0:3 MiIIwall-Liverpool 1:2 Norwich-Chariton 0:0 2. deild Barnsley-Newcastle 1:1 Bournemouth-Stoke City 2:1 Leeds Utd.-Watford 2:1 Leicester-Ipswich 0:1 Oldham-Brighton 1:1 Oxford-Hull City 0:0 Portsmouth-W.B.A. 1:1 Port Vale-Swindon 2:0 Sheflield Utd.-Bradford 1:1 Sunderland-Plymouth 3:1 West Ham-Middlesbrough 2:0 Wolves-Blackburn 1:2 Liverpool vann Millwall á útivelli

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.