Dagur - 21.11.1989, Page 14

Dagur - 21.11.1989, Page 14
U - BKÖÖft - Wft5tféKÍg»‘ýr: n&SmbÍíf 1989 Vinningstölur iaugardaginn 18. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.253.509.- Z. 4af5^t# 5 78.350.- 3. 4af 5 114 5.927.- 4. 3af 5 3.498 450.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.895.037.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Góðir félagar! Dansskemmtun verður í Allanum, Skipagötu 14, 4. hæð, laugardaginn 25. nóvember nk. frá kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Við mætum öll vel og stundvíslega og verðum í stuði með Hljómsveit Bigga Mar. Gestur kvöldsins er Hjördís Geirsdóttir. Sjáumst alveg eldhress og munum eftir félagsskírteinunum. Stjórnin. Eitt samræmt aflamarkskerfi og afnám sérreglna og vmdanþága - Ræða Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna fimmtudaginn 16. nóv. sl. Inngangur Þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna var stofnað voru blikur á lofti í Evrópu. Ófriður var í aðsigi, sem átti algerlega eftir að umbylta landaskipan í Evrópu og valdahlutföllum í heiminum. Þá ’oárust markaðs- lönd okkar á banaspjótum og vildu allt til vinna að andstæðing- urinn fengi ekki aðgang að íslenskum sjávarafurðum. Eftir stríð hafa forn fjandríki tekið upp náið samstarf - og mynda brátt eina efnahagsheild - sem kann að hafa mikil áhrif á mark- aðsmál íslensks sjávarútvegs. Á 50 ára afmæli Landssambandsins eru enn umbrot í Evrópu, þótt af öðrum toga sé en árið 1939. Skipting Evrópu í tvö ólík stjórn- mála- og hagkerfi, sem var afleið- ing síðari heimsstyrjaldar virðist nú á enda. Á fáum árum gæti þessi skipting í tvö lítt tengd hag- svæði heyrt sögunni til, þótt pólitísk umskipti yrðu ekki jafn gagnger. Enginn getur sagt fyrir með vissu hvaða áhrif þetta kann að hafa á viðskipti Islendinga. Þaö má því réttilega segja að íslendingar sigli enn á ný hraðbyr inn í nýjan tíma. Sýna þarf áræðni en jafnframt varúð, svo ekki fari illa. Framtíðin er óljós og engin ástæða er til að dylja þau vandasömu viðfangsefni sem við eigum fyrir höndum. Auðvelt er að láta sér fátt um finnast - en farsælla er að líta óhikað á úrlausnarefnin - og finna á þeim lausn. Á nýjan leik er nauðsyn að aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki er hægt að bíða lengi átekta til að sjá hver framvindan verður. Við fáum ef til vill litlu breytt um gang mála í Evrópu - en verðum að taka fullt tillit til breytinganna - og bregðast við þeim til að nýta þau tækifæri sem fært geta okkur aukna möguleika til bættra lífs- kjara. Fiskveiðistjórnun Almennt Á þessu hausti er mótun fisk- veiðistefnu enn á ný höfuð- ■ m -1 damixa /// Nýja línan fra damixa /// Opið á laugardögum frá kl. 09.00-12.00. Byggingavömr Lónsbakka, símar 21400 og 23960. UHHI viðfangsefni þinga og funda hags- munasamtaka í sjávarútvegi. Umfjöllun um þessi mál verður án efa meðal mikilvægustu mála- flokka aðalfundarins. Núverandi aðferð við fiskveiðistjórnun var tekin upp árið 1984 við mjög erf- iðar aðstæður. Síðan hafa þríveg- is verið sett lög um stjórn fisk- veiða, þannig að nú er tekist á við mótun fiskveiðistefnu í fimmta skipti á sex ára tímabili. Þetta er auðvitað óviðunandi. Brýnt er að jafnt hagsmunaaðilum í sjávar- útvegi sem stjórnvöldum gefist meira ráðrúm til að beina kröftum sínum að öðrum mikilvægum við- fangsefnum. Stefnuna verður að móta til lengri tíma í senn, þann- ig að þeir sem við sjávarútveg vinna, hafi betri forsendur til að byggja á við ákvarðanir sínar. Enda þótt ýmis atriði hafi breyst í fiskveiðistjórnunarregl- um frá 1984, búum við í stórum dráttum enn við það skipulag, sem þá var ákveðið að reyna til eins árs. Ekki er á því nokkur vafi, að sú ákvörðun hefur verið íslenskum sjávarútvegi til far- sældar. Hins vegar hefði án efa mátt ná enn meiri hagkvæmni með fiskveiðistjórnuninni en raunin hefur orðið. Þegar horft er til baka yfir þessi ár kemur sífellt betur í ljós að menn hafa viljað forðast um of að horfast í augu við þá staðreynd, að tak- marka hefur þurft heildaraflann og sú takmörkun hlýtur að koma niður á veiðiheimildum hvers og eins. Menn hafa ávallt viljað meira svigrúm til sóknar og veiða en mögulegt var innan ramma þess heildarafla, sem ráðlegt var að draga á land. Af þessum sök- um hafa hinir ólíku hagsmunaað- ilar og alþingismenn jafnan þrýst á um ýmsar breytingar á þeim til- lögum, sem til umræðu hafa verið hverju sinni um stjórn fiskveiða. Til að koma til móts við þessar kröfur um svigrúm og athafna- frelsi hefur í hvert sinn sem fisk- veiðistefna hefur komið til ákvörðunar þurft að grípa til málamiðlana. Dæmi um slíkar tilslakanir eru fjölmörg. Sóknarmarksskipu- lagið sjálft var á sínum tíma inn- leitt sem slík málamiðlun. Fjöl- mörg einstök atriði innan sóknar- marksins hafa síðan verið ákveð- in rýmri en efni stóðu til af sömu ástæðu. Má þar síðast nefna að grálúðuhámark sóknarmarkstog- ara var á þessu ári hækkað veru- lega frá upphaflegum tillögum. Álag í kvóta vegna útflutnings á óunnum fiski hefur vegna slíks þrýstings verið lækkað úr 25% í 15%. Reglur um veiðar smábáta hafa af sömu ástæðum veitt mun meira svigrúm en skynsamlegt var eða samrýmanlegt markmið- um hámarksafla á hverjum tíma og svo mætti lengi telja. Allar þessar tilslakanir hafa orðið til þess að markmiðum með fisk- veiðistjórnuninni hefur ekki ver- ið náð til fulls. Aukið svigrúm á ýmsum sviðum hefur orðið til þess að kostir aflamarkskerfis sem tækis til að auka hagkvæmni við fiskveiðar hafa ekki nýst til fulls og einnig valdið því að afli hefur farið umfram sett heildar- aflamörk. Það er hafið yfir allan vafa að of langt hefur verið geng- ið í þessum málamiðlunum á undanförnum árum. Nú liggja frammi til umræðu drög að ótímabundnum lögum um stjórn fiskveiða. í þessum drögum eru settar fram einfaldar meginreglur. Þar er gert ráð fyrir Fyrri hluti einu samræmdu aflamarkskerfi og afnámi sérreglna og undan- þága, þ. á m. reglna um sóknar- mark, veiðar smábáta og línu- veiðar. Vonandi berum við gæfu til að samþykkja frumvarp af þessu tagi, án þess að grípa þurfi til víðtækra málamiðlana vegna krafna einstakra aðila eða hags- munahópa, með þeim afleiðing- um að við missum sjónar á meg- inmarkmiðum fiskveiðistjórnun- ar. Samtök aðila í sjávarútvegi jafnt sem alþingismenn verða að hafa víðsýni til að taka hagsmuni heildarinnar fram yfir sérhags- muni einstakra hópa eða ein- stakra aðila og standa því gegn kröfum sem ekki fá samrýmst þjóðarhag. Afnám sóknarmarks Sá möguleiki sem hefur falist í sóknarmarkinu til að auka afla skips á kostnað annarra skipa í flotanum hefur án efa verið ein meginástæða þess að ýmsir útvegsmenn hafa á undanförnum árum séð sér hag í því að fjár- festa í sem stærstum og afkasta- mestum skipum. Sóknarmarks- skipin gátu fram til 1988 aukið aflamark sitt á kostnað þeirra skipa sem aflamark völdu. Enn þann dag í dag veldur val á sókn- armarki því, að aflaheimildir fær- ast til frambúðar milli skipa inn- an flokksins. Þessi tilflutningur hefur valdið nokkurri óánægju vegna þess að sumir telja að mis- vægi hafi gætt milli landshluta varðandi ávinning sóknarmarks- skipa. Nokkuð almenn samstaða virðist vera meðal manna um að óhjákvæmilegt sé að leggja sókn- armarkið niður við endurskoðun fiskveiðistjórnunarlaganna. Við afnám þess hlýtur að koma til endurúthlutunar á þeim afla sem sóknarmarksskipin í heild hafa veitt umfram aflamarksheimildir sínar. Lætur nærri að um sé að ræða 25 þúsund þorskígildistonn árlega. Við endurúthlutun á þess- um afla koma tvær leiðir til greina. Annars vegar er hægt að dreifa honum á allan flotann með sama hætti og myndi gerast ef heildar- afli væri aukinn. Frá sjónarmiði þeirra sem jafnan hafa valið afla- mark væri slík dreifing án efa sanngjörnust. Hins vegar kemur til álita að nota þetta svigrúm til að auka aflamark þeirra aðila sem fyrst og fremst hafa treyst á sóknarmarkið og missa því mesta aflamöguleika við afnám þess. Þannig væri best komið til móts við sjónarmið þeirra sem staðið hafa í fjárfestingum á undanförn- um misserum í von um aukinn afla. Ég hef á undanförnum árum notað hvert tækifæri til að vara útvegsmenn og lánastofnanir við óhóflegum fjárfestingum en finnst að í þeim efnum hafi ég oft talað fyrir daufum eyrum. Stund- um virðist jafnvel að þeir sem lengst ganga í fjárfestingum treysti því að kvótakerfið verði brotið niður. Við endurúthlutun þessara aflaheimilda er engin sanngirni í því að líta eingöngu til hagsmuna þeirra, sem þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir hafa fjárfest, í trú á aukinn afla. Ég tel því að í þessum efnum verði að fara bil beggja, eins og svo oft áður. Framsal aflaheimilda í frumvarpsdrögunum er gert ráð i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.