Dagur - 21.11.1989, Qupperneq 15
Þriðjudagur 21. nóvember 1989 - ÐAGUR - 15
«
€
«
«
«
«
«
+
fyrir víðtækum heimildum til að
framselja aflamark, bæði varan-
lega og innan hvers árs. Augljóst
er að aukin hagkvæmni í fiski-
skipaflotanum næst ekki nema
með því að veita víðtækar heim-
ildir til að færa aflaheimildir milli
skipa. Með því móti einu geta
menn hagrætt og dregið úr sókn-
arkostnaði við veiðar. Á þann
eina hátt gefst aflamönnum kost-
ur á að njóta sín, því að sjálf-
sögðu leita aflaheimildir til
þeirra, sem aflanum ná með
minnstum tilkostnaði. Það er
jafnframt eina leiðin til að sam-
eina aflaheimildir skipa, fækka
fiskiskipum og minnka afkasta-
getu flotans. Framseljanlegar
veiðiheimildir eru því grundvall-
aratriði í þessum tillögum um
fiskveiðistjórnun. Þær eru sá afl-
vaki sem stuðla að aðlögun fiski-
skipastólsins að afrakstursgetu
fiskistofnanna. Þannig eru lög-
mál markaðskerfisins nýtt til að
auka hagkvæmni veiðanna. Ég
styð því eindregið meginsjón-
armið frumvarpsins um framsal
veiðiheimilda.
Nauðsynlegt er þó, að menn
geri sér ljóst frá upphafi, að þess-
um framsalsheimildum fylgja
einnig vandamál. Óheftur flutn-
ingur veiðiheimilda getur valdið
röskun í fiskiskipaflotanum inn-
byrðis, t.d. milli báta og togara,
og getur jafnframt skapað stað-
bundin vandamál í byggðarlög-
um sem byggja alfarið á sjávar-
útvegi. Síðara atriðið er þó í raun
alls ekki bundið við framseljan-
leika veiðiheimilda. Sala skipa úr
byggðarlagi eða stöðvun undir-
stöðufyrirtækja í sjávarútvegi
vegna rekstrarerfiðleika er raun-
ar mun líklegri til að valda stað-
bundnum atvinnuvandamálum
en framseljanleiki aflaheimilda.
Ég tel miklu skipta að menn tak-
ist á við þennan vanda af raun-
sæi. Sumir vilja bregðast við
þessu með því að rígbinda afla-
heimildir við tiltekin skip og við
tiltekin byggðarlög. Það tel ég
mikla skammsýni. Með því væri
öll þróun og framvinda stöðvuð
og hagkvæmni aflamarkskerfisins
að engu gerð. Aðrir vilja láta
skeika að sköpuðu. Þeir menn
telja að hagkvæmnin ein eigi að
ráða ferðinni og að engin ástæða
sé til aðgerða til að vernda hags-
muni fólks í tilteknum byggðar-
lögum. Slík sjónarmið eru að
mínu mati heldur ekki ásættan-
leg. Sérstakt tillit verður óhjá-
kvæmilega að taka til þeirra
byggðarlaga sem eiga allt sitt
undir sjávarútvegi. Ef menn van-
rækja það verður afleiðingin ein-
ungis sú að almenn samstaða um
meginreglur fiskveiðistjórnunar
rofnar og gripið verður til lítt
hugsaðra lausna til að leysa stað-
bundin hráefnisvandamál. Slíkar
aðgerðir myndu á svipstundu
brjóta niður hið almenna stjórn-
kerfi fiskveiða og stríða þannig
gegn heildarhagsmunum, t.d.
með fjölgun fiskiskipa. Hluta-
fjársjóður hefur á undanförnum
mánuðum gegnt mikilvægu hlut-
verki í þessum efnum. Með hon-
um hefur fyrirtækjum, sem átt
hafa við tímabundna erfiðleika
að etja, verið komið til hjálpar og
þar með komið í veg fyrir að
vandræðaástand skapaðist í
atvinnumálum ýmissa byggðar-
laga. Mér virðist þó að víða hafi
skort skilning á þessu mikilvæga
atriði og samhengi þess við
stjórnun fiskveiða.
Ég hef mikið velt fyrir mér
hvaða milliveg sé unnt að rata í
þessu efni þannig að bæði sjónar-
miðin séu virt. Hef ég þar helst
staðnæmst við að með Urelding-
arsjóði mætti skapa möguleika til
að mæta slíkum vanda án fjölg-
unar fiskiskipa. í frumvarpi til
laga um Úreldingarsjóð sem nú
verður flutt í lítt breyttri mynd á
Alþingi er að vísu ekki gert ráð
fyrir slíku hlutverki. Samkvæmt
því er tilgangur sjóðsins ein-
göngu að fækka fiskiskipum með
því að kaupa gömul skip og
úrelda eða með því að veita
úreldingarstyrki. Með Úrelding-
arsjóði er betur hægt að tryggja
að fækkun fiskiskipa gagnist
flotanum í heild og að minni
röskun verði milli hinna ýmsu
skipaflokka, t.d. báta og togara.
Auk þess mætti fela Úreldingar-
sjóði það hlutverk að koma til
aðstoðar ef tilflutningur fiski-
skipa eða veiðiheimilda hefur
valdið verulegu atvinnuleysi í
byggðarlagi. Til þessa hlutverks
gæti sjóðurinn fengið takmarkað-
ar aflaheimildir er ráðstafa mætti
tímabundið til viðkomandi
byggðarlaga. Þessar aflaheimildir
gætu t.d. verið ákveðið hlutfall af
því aflamarki sem ekki nýttist
vegna kvótaálags á útflutning
óunnins afla. Ég geri mér ljóst,
að Hlutafjársjóður hefur sætt
gagnrýni, og ýmsir hafa einnig
lagst gegn hugmyndum um
Úreldingarsjóð og ekki er að efa
að margir gallar eru því samfara
að nota hann til að mæta aðsteðj-
andi atvinnuvandamálum ein-
stakra útgerðarstaða. Kjami máls-
ins er þó sá, að hér eru á ferðinni
vandamál, sem takast verður á
við og leysa með einhverjum
hætti. Þeir sem gagnrýna þá við-
leitni, sem viðhöfð er í þessum
efnum, verða að benda á aðrar
og betri leiðir.
Útflutningur á óunnum flski
Með hliðsjón af minnkandi afla
er hinn mikli útflutningur á óunn-
um fiski vaxandi áhyggjuefni.
Allir eru sammála um að okkur
beri að nýta ferskfiskmarkaðina í
Evrópu eftir því sem hagkvæmt
er á hverjum tíma. Með því að
stilla framboði í hóf og gæta þess
að senda aðeins úrvalsfisk, fáum
við á þessum mörkuðum hærra
verð en með nokkru öðru móti.
Menn greinir hins vegar á um
hvaða aðferð skuli viðhöfð við að
stjórna framboðinu á markaðina.
Þrjár leiðir hafa einkum verið
ræddar í þessu sambandi og eru
raunar tvær þeirra samtímis í
notkun nú. Þessar leiðir eru í
fyrsta lagi skömmtun, í öðru lagi
kvótaálag og í þriðja lagi skylda
til sölu á öllum afla innanlands.
Kvótaálagið er upphaflega til
komið þannig að þau skip sem
stundað höfðu siglingar á viðmið-
unarárunum 1981-1983 þóttu
ekki fá sanngjarnan grunn í
kvótakerfinu, nema tillit væri til
þess tekið að þau höfðu verið frá
veiðum vegna siglinganna. Var
þetta leiðrétt með því að bæta
25% álagi ofan á þann afla þess-
ara skipa sem landað var erlendis
og láta hann þannig reiknaðan
verða viðmiðun við ákvörðun
aflamarks. Á hinn bóginn var svo
ákveðið að sá afli sem seldur yrði
erlendis skyldi á sama hátt reikn-
aður með 25% álagi og hið nýja
skipulag yrði þannig í raun
hlutlaust gagnvart ísfisksölum
erlendis. í ljósi þessarar forsögu
tel ég eðlilegt að hækka ísfisk-
álagið í kvótanum úr 15% og
færa það aftur í upphaflegt horf.
Það er fullljóst að þetta álag er
hluti af okkar fiskveiðistjórnun-
arkerfi og brýtur ekki á nokkurn
hátt í bága við alþjóðlegar skuld-
bindingar. Þetta verður enn
ótvíræðara þegar forsaga málsins
er höfð í huga. Með hækkun
álagsins minnkar áhugi á að selja
fisk óunninn úr landi og þar með
þörfinni á að grípa samhliða til
annarra aðgerða til að takmarka
útflutninginn. Önnur leið til að
stýra útflutningnum er einhvers
konar skömmtun á útflutnings-
heimildum. Þetta er og verður
vandræðaleið án tillits til þess í
hvaða formi og í hverra höndum
slík skömmtun yrði. Ég hef ekki
farið dult með þá skoðun mína
að ég tel hana þó best komna í
höndum aflamiðlunar er stjórnað
yrði sameiginlega af hagsmuna-
aðilum í sjávarútvegi. Það fyrir-
komulag í tengslum við hæfilegt
álag á kvótann er án efa skásta
leiðin sem völ er á í þessu efni. Sá
kostur að gera kröfu til að allur
afli verði seldur eða boðinn upp
innanlands hefur átt vaxandi fylgi
að fagna að undanförnu. Vissu-
lega er mögulegt að fara þessa
leið og láta hana jafnvel aðeins
ná til ákveðinna tegunda. Með
slíku fyrirkomulagi myndum við
hins vegar hætta á að rjúfa rót-
gróin viðskiptasambönd og við-
skiptaleiðir. Með þessari leið er
ferskleika og gæðum ísfisksins
einnig stefnt í hættu, enda hætt
við að krafa um sölu innanlands
lengi í mörgum tilvikum þann
tíma, sem líður frá því að fiskur
er veiddur, þangað til hann kem-
ur til neytandans.
Ljósin í lagi
- lundin góð
Slík áhrif hafa
rétt stillt Ijós
í umferðinni.
|JU^jFEROAR
AKUREYRARBÁER
Fóstrur!
Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir
forstöðumanni og fóstrum til starfa við dag-
vistina Árholt sem er leikskóli.
Starfið er laust frá 1. febrúar nk.
Skriflegar umsóknir ásamt uppl. um menntun og
fyrri störf skulu berast til deildarinnar fyrir 15. des.
Allar nánari uppl. veitir hverfisfóstra í síma 24620
alla virka daga milli kl. 10.00 og 12.00.
Dagvistardeild Akureyrarbæjar.
DALVIKURSK.GL!
Frá Dalvíkurskóla
Laus er staða húsvarðar við skólann.
Umsóknarfrestur er til 24. nóvember n.k.
Uppl. gefur skólastjóri í símum 61380 og 61162.
Skólanefnd.
Óskum eftir að ráða
matreiðslu- eða kjötiðnaðarmann
til starfa strax.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
HAGKAUP
Norðurgötu 62.
Starfsmaður óskast
í vöruafgreiðslu okkar.
Skriflegar umsóknir skulu berast í pósthólf 225 fyrir
24.11.'89.
Upplýsingar ekki veittar í síma.
Umferðarmiðstöðin
Hafnarstræti 82.
Atvinnurekendur
Akureyri
Karimaður um þrítugt óskar eftir starfi á sviði
bókhalds og/eða fjármálastjórnunar.
12 ára starfsreynsla í bæði, en engin menntun.
Mjög góð meðmæli.
Áhugasamir aðilar komi nafni og símanúmeri til
afgreiðslu Dags merkt „Akureyri ’89“.
Skrifstofustarf
S.S. Byggir hf. auglýsir eftir starfsmanni hálfan
daginn til þess að annast gjaldkerastörf og önn-
ur almenn skrifstofustörf.
Skriflegum umsóknum skal skilað til Endurskoðun
og reikningsskil hf., Ráðhústorgi 3, Akureyri fyrir 27.
nóvember nk.
Lausar eru til umsóknar
tvær stöður aðstoðar-
h j ú kru nardei Idarstjóra
Á Kristnesspítala fara nú fram miklar endurbætur og
uppbygging endurhæfingardeildar. Kristnesspítali er
aðeins í 10 km fjarlægð suður frá Akureyri í sérlega
fögru umhverfi.
Þeim starfsmönnum sem búsettir eru á Akureyri er
séð fyrir akstri í og úr vinnu.
íbúðarhúsnæði og barnaheimili til staðar.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma: 96-
31100.
Kristnesspítali.