Dagur - 24.11.1989, Síða 5
Föstudagur 24. nóvember 1989 - DAGUR - 5
fréttir
Fjármálaráðherra kynnir frumvarp um virðisaukaskatt:
Gert er ráð fyrir einu skatt-
i og 26% skatthlutfalli
þrepi
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráöherra hefur sent
frá sér drög aö frumvarpi um
breytingar á lögum um virðis-
aukaskatt en þar er gert ráð
fyrir einu þrepi í virðisauka-
skatti. Frumvarpsdrögin eru
nú til skoðunar í einstökum
þingflokkum en ljóst er að
ekki eru allir sáttir við eitt
skattþrep í virðisaukaskatti og
samkvæmt heimildum blaðsins
er meirihluti þingmanna fylgj-
andi tveggja þrepa virðisauka-
skatti. Engu að síður stefnir
fjárinálaráðherra að því að
leggja frumvarpið fram á
Alþingi strax í næstu viku.
Samkvæmt frumvarpsdrögun-
verður álagning virðisauka-
um
skattsins 26% en að ákveðnar
vörur eins og t.d. mjólk, dilka-
kjöt, fiskur og ferskt íslenskt
grænmeti, fái endurgreiddan
helming þeirrar upphæðar og
bera því um 13% virðisauka-
skatt.
Þá er gert ráð fyrir því í
drögunum að blöð, tímarit,
landsmála- og héraðsfréttablöð
og afnotagjöld útvarps- og sjón-
varps verði undanþegin virðis-
aukaskatti en þó verða bækur
ekki undanþegnar skattinum fyrr
en seint á næsta ári. Þá er gert
ráð fyrir því að á sölu auglýsinga
í prent- og ljósvakamiðlunum
leggist virðisaukaskattur en í
gamla söluskattskerfinu voru
auglýsingar í prentmiðlunum
undanþegnar söluskatti en ekki
auglýsingar í ljósvakamiðlunum.
Þá er gert ráð fyrir því að sala
á heitu vatni og rafmagni til hús-
hitunar og sala veiðileyfa verði
undanþegin virðisaukaskattinum
og einnig sala listamanna á eigin
verkum og uppboð listmuna og
starfsemi safna. Sama gildir um
aðgangseyri að tónleikum, leik-
sýningum og leikhúsum, svo
framarlega að þær samkomur
tengist á engan hátt öðru sam-
komuhaldi eða veitingastarfsemi.
Loks er gert ráð fyrir því að
íþróttastarfsemi, aðgangseyrir að
sundstöðum, skíðalyftum, íþrótta-
mótum, íþróttasýningum og
heilsuræktarstofnunum verði
undanþeginn virðisaukaskatti, svo
og rekstur skóla, menntastofn-
ana, skólamötuneyta svo og öku-
kennsla.
Einnig er opnað fyrir það í
frumvarpsdrögunum að endur-
greiða byggjendum íbúðarhús-
næðis virðisaukaskatt vegna
vinnu á byggingarstað og vegna
meiriháttar viðhalds íbúðarhús-
næðis, sem ekki var gert ráð fyrir
áður. En þar er gert ráð fyrir því
að umrætt viðhald sé viðurkennt
af húsnæðisstofnun og lánshæft.
-KK
Húseigendur
athugið!
Parketpússningar!
Tek að mér að leggja og pússa parket, einnig
að pússa og gera við gömul viðargólf.
Er með fullkomnustu vélar hér norðanlands.
Smíðavinna!
Öll almenn smíðavinna innanhúss og utan.
Vanur maður - Vönduð vinna.
Gestur Björnsson, sími 26806.
A næstu dögum kemur út merkur upplýsingabæklingur
um íslenska skipasmíði:
Tromp á hendi skipasmíðastöðvanna
- „bæklingurinn lýsir einfaldlega staðreyndum“
Einhvern næstu daga verður
gefínn út kynningarbæklingur
á íslenskum skipasmíðaiðnaði
sem Félag dráttarbrauta og
skipasmiðja og Iðnaðarráðu-
neytið hafa á síðustu mánuð-
um unnið að. Kynningarbækl-
ingurinn var unninn í fram-
baldi útgáfru Appledorc-
skýrslunnar svonefndu, sem út
kom í maí sl. og greindi frá
niðurstööuin athugunar á
íslenska skipasmíða- og skipa-
viðgerðaiðnaðinum.
Bæklingurinn var kynntur á
nýafstöðnum aðalfundi Félags
dráttarbrauta og skipasmiðja á
Akureyri og þá greindi Árni
Gunnarsson, alþingismaður, frá
honum á borgarafundi um
atvinnumál í Sjallanum á Akur-
eyri sl. þriðjudagskvöld. Árni
sagði þar m.a. að upplýsingar í
bæklingnum ættu án efa eftir að
vekja mikla athygli og þar væri
skýrt frá ýmsum staðreyndum
sem styddu þá skoðun að í mörg-
um tilfellum væri mun hagstæð-
ara að srníða skip innanlands þó
svo að tilboð íslensku stöðvanna
væru eilítið hærri.
segir Baldur Pétursson
Baldur Pétursson, viðskipta-
fræðingur í Iðnaðarráðuneytinu,
er einn þremenninga sem unnu
uppkast að bæklingnum. Hann
sagði í gær í samtali við Dag að í
bæklingnum væri komið á fram-
færi tölulegum upplýsingum frá
íslensku skipasmíðastöðvunum
sem telja yrði tromp á hendi í
baráttu þeirra fyrir tilverurétti
sínum. „Bæklingurinn lýsir ein-
faldlega staðreyndum. Meðal
annars er gerður samanburður á
erlendum og íslenskum skipa-
smíðum. í fyrsta lagi er í mörgum
tilfellum ekki hægt að bera sam-
an gæði og í öðru lagi efni skip-
anna. Priðja og stærsta atriðið og
það sem hvað mestu máli skiptir
er reynslan af skipunum t.d.
bilanatíðni og annað siíkt. í Ijós
kemur að íslensku stöðvarnar
standa þar sterkt að vígi og miklu
betur en margar erlendu stöðv-
anna.“
Ætlunin er að dreifa bæklingn-
um, sem verður bæði á íslensku
og ensku, til fyrirtækja í Félagi
dráttarbrauta og skipasmiðja til
nota við eigin kynningu. Þá verð-
ur honum dreifl til útgerða í
landinu og notaður á sýningum. í
framhaldi af útkomu bæklingsins
Nýr bátur til Sauðárkróks
átti að afhenda hann í september
sl. en vegna óvæntra tafa var það
ekki hægt fyrr en nú. Skipverjar
sigldu bátnum heim en ferðin
mun þó ekki hafa gengið áfalla-
laust. M.a. varð að draga bátinn
til hafnar í Danmörku vegna vél-
arbilunar. En heim er hann kom-
inn og mun halda við fyrsta tæki-
færi á veiðar. Ætlunin er að veiða
innfjarðarrækju fyrir Rækju-
verksmiðjuna Dögun. kj
Nýjasti báturinn í flota Sauð-
krækinga kom til heimahafnar
í fyrsta skipti um kl. átta á mið-
vikudagsmorguninn. Eigandi
bátsins er Steingrímur Garð-
arsson útgerðarmaður, en
hann átti áður vélbátinn Tý SK
33.
Nýi báturinn, Jökull SK 33, er
70 tonna stálbátur smíðaður í
Úska í Póllandi. Smíði hans hef-
ur tekið rúmt ár og upphaflega
Messur um jól og áramót
Athygli sóknarpresta á
Norðurlandi er hér með vakin
á því að venju samkvæmt mun
Dagur birta upplýsingar um
messur um jól og áramót í
Jólablaði Dags þann 20. des-
ember nk.
Sóknarprestar á Norðurlandi
eða formenn sóknarnefnda eru
beðnir að koma upplýsingum um
messuhaldið á framfæri við aug-
lýsingadeild Dags við fyrstu
hentugleika og eigi síðar en 13.
desember nk. Síminn er 96-
24222.
er stefnt að kynningarstarfi á veg-
um FDS og átaki fyrirtækjanna í
markaðs- og sölumálum. óþh
Laus embætti
er forseti ísiands veitir
Eftirtalin embætti héraðsdýralækna eru laus til
umsóknar:
1. Embætti héraðsdýralæknis í Isafjarðarumdæmi.
Umsóknarfrestur er til 20. desember nk., en emb-
ættið veitist frá 1. janúar 1990.
2. Embætti héraðsdýralæknis í Barðastrandarum-
dæmi.
3. Embætti héraðsdýralæknis í Strandaumdæmi.
4. Embætti héraðsdýralæknis í Norðausturlands-
umdæmi.
Þrjú síðast talin embætti eru laus nú þegar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist til landbúnaðarráðuneytisins, Rauðar-
árstíg 25, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið,
22. nóvember 1989.
VéMeðasýning
VéMe5amarka5ur
Nýju 1990 árgerðirnar af Arctic Cat í sýningarsal
Höldurs sf., Tryggvabraut 10, nk. laugardag og
sunnudag frá kl. 13-18.
Sjáið tækninýjungarnar frá Ærctco, sem hafa nú
lang mesta söluaukningu allra vélsleðaframleið-
enda.
LJthiiíirkíiöur!
Viltu selja - Viltu kaupa - Notaðir sleðar - kerrur o.fl.
Komið með gamla sleðann á sýningarsvæðið við hliðina á sýningar-
salnum.
Hjörleifur bílasali skráir og annast viðskiptin.
Höldursf.
Tryggvabraut 10,
símar 21715 og 27015
Bifreiðar og
Landbúnaðarvélar