Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. nóvember 1989 - DAGUR - 13 Kveðjuorð: ■j1 Gimnþórunn Rútsdóttir Fædd 11. ágúst 1940 - Dáin 18. nóvember 1989 Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máski fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör, flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Björn Halldórsson frá Laufási Það var okkur mikil harmafregn þegar við fréttum að vinkona okkar Gunnþórunn væri dáin, langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að skilja tilgang lífsins þegar kona á besta aldri er kölluð burt svo snögglega. Hún var alltaf svo glöð og hress og kenndi sér einskis meins, en dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Við kynntumst Gunnþórunni mjög vel því þegar við vorum litl- ar stelpur og áttum heima í næsta húsi vorum við nánast daglegir gestir á heimili hennar og alltaf var okkur jafn vel tekið. Já, þær voru margar stundirnar sem við áttum með henni og fjöl- skyldunni. Þó minnumst við kannski helst stundanna á gaml- árskvöld þegar líða fór að mið- nætti, þá brást ekki að Gunnþór- unn, Eddi og krakkarnir komu yfir á pallinn til okkar og þá var glatt á hjalla. Gunnþórunn hafði sjálf á orði að stórt skarð hefði verið höggvið í okkar fjölskyldu er kona mín og móðir okkar dó snögglega um jólaleytið fyrir fáum árum. Nú er þetta stóra skarð höggv- ið í hennar fjölskyldu. Og það verður aldrei bætt. Þó ferðum hafi fækkað hin síðari ár var allt- af góður samgangur. Gunnþórunn var fædd 11. ágúst 1940 og var því aðeins 49 ára er hún lést. Hún lætur eftir sig eig- inmann, Eðvarð Jónsson, og þrjú börn; Viðar Örn f. 30. mars 1961, Margréti Dóru f. 3. febrúar 1963 og Eddu Rut f. 22. apríl 1977, einnig aldraða foreldra. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig elsku Gunnþór- unn mín. Guð leiði þig á ókunn- um slóðum um himinsins stig. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Eddi, Viðar, Magga Dóra, Edda Rut, Margrét og Rútur, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg, en munið að þó dimm ský sorgar grúfi nú yfir, brýst sólin fram fyrr en varir. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Peim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði geturþað rúmað. Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. “ Kahlil Gibran Röggi, Steina, Freyja, Edda og Sólveig. Eins og tilveran getur verið björt og gjöful, getur hún einnig orðið grimm og krefjandi, en svo fannst okkur þegar við fréttum að Gunnþórunn vinkona okkar hefði kvatt þennan heim svo skyndilega og óvænt. Við sem umgengumst hana svo náið, sá- um hana ætíð fyrir okkur sem glaðværa, dugmikla en þó um- fram allt heilsuhrausta, enda hafði henni sjaldan orðið mis- dægurt um ævina, og því kemur skyndilegt fráfall hennar svo sárt við okkur öll. Gunnþórunn var fædd að Bakkaseli í Öxnadal, en fluttist ung með foreldrum sínum þeim Rúti Þorsteinssyni og Margréti Lúhersdóttur að Engimýri í sömu sveit, þar sem hún ólst upp með bróður sínum Þorsteini, nú bónda að Þverá í Öxnadal. Ung stúlka fluttist hún til Akureyrar og hóf störf á Fata- verksmiðjunni Heklu, þar sem hún kynntist manni sínum Eðvarði Jónssyni. Áður en til hjúskapar kom á milli þeirra, fór Gunnþórunn til náms í Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði, en að skólagöngu lok- inni gengu þau í hjónaband þann 23. júlí 1960. Þau hófu búskap sinn í leiguíbúð við Skipagötu, en byggðu sér síðan sitt eigið hús- næði að Byggðavegi 148, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð. Gunn- þórunn var mikil húsmóðir í sér og bjó manni sínum og börnum vistlegt og fagurt heimili, sem bar handlagni hennar og dugnaði fagurt vitni. Börn þeirra hjóna eru þrjú, elstur er Viðar Örn, fæddur 1961, þá Margrét Dóra fædd 1963 og yngst er Edda Rut fædd 1977. Það er mikill missir eiginmanni og börnum, að sjá á bak eigin- konu og móður sem alla tíð umvafði þau ástúð og umhyggju, en Gunnþórunn bar ætíð hag eig- inmanns og barna fyrir brjósti. Þau Eddi og Gunnþórunn voru alla tíð einstaklega samhent hjón, bæði í einkalífinu og í dag- legum störfum. Nú nokkur und- anfarin ár hafa þau ásamt Mar- gréti systur hans rekið sitt eigið fyrirtæki, Prjónastofuna Glófa. Gunnþórunn var ekki sú mann- gerð sem situr með hendur í skauti ef eitthvað er að gera, heldur sístarfandi, og þegar kall- ið kom var hún í miðri önn dagsins. Þannig var hún, dugnað- arforkur þegar þess þurfti með, alvörugefin og ábyrgðarfull þegar það átti við, og glaðvær og hress á góðri stund. Þegar við nú lítum til baka yfir nær þrjátíu ára tímabil tryggrar vináttu og ánægjulegra samveru- stunda, er sannarlega margs að minnast. Þá koma helst upp í hugann samverustundir þær er við áttum saman í fríum okkar heima og heiman, og allar unaðs- stundirnar í Vaglaskógi þar sem við dvöldum löngum saman á sumrin yfir helgar í góðra vina hópi. Þær voru ófáar gönguferð- irnar sem Gunnþórunn dreif okk- ur með sér í um skóginn, full orku og glaðværðar, enda nátt- úrubarn að upplagi, sprottin úr jarðvegi hinnar íslensku sveitar, úr dalnum „þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“. Minningarnar eru margar og kærar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Gunnþórunni að, bæði sem mágkonu og einlægan vin. Og þó hún sé nú horfin til ann- arra heimkynna, mun minningin um hana lifa áfram með okkur ástvinum hennar um ókomin ár. Edda, börnunum og foreldrum hennar sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Við kveðjum þig nú elsku Gunnþórunn hinstu kveðju, og biðjum þér Guðs blessunar. Blessuð sé minning þín. Aðalbjörg og Tryggvi. Elskuleg skólasystir okkar og vinkona er látin. Mikill er söknuður okkar og hryggð, en jafnframt þakklæti fyrir að hafa átt hana að félaga og vini. Langt er síðan við hittumst allar að hausti til árið 1959 að Húsmæðra- skólanum að Laugalandi. Flestar okkar voru ungar að árum og sumar hverjar höfðu sjaldan eða aldrei farið að heiman áður, og vissu ekki hvað framundan var. En þessi hópur var mjög sam- hentur og alveg ákveðinn í að láta hvergi bugast, og því urðu langir vetrardagar oftar stuttir og skemmtilegir en langir og leiðin- legir. Ein úr þessum hópi var Gunn- þórunn, þá nýtrúlofuð Eðvarði Jónssyni verkstjóra á Heklu. Hún hafði ákveðið að nema hús- stjórn um veturinn til að geta sem best tekist á við það stóra hlut- verk að vera eiginkona og móðir. Það rækti hún af einstakri trú- mennsku og kærleika. Allt sem hún gerði lék í höndum hennar enda áttu þau hjónin gullfallegt heimili sem alltaf stóð opið vin- um og ættingjum, af alkunnum rausnarbrag. Við munum aldrei gleyma henni og minnumst þess- arar fallegu, grönnu, dökkhærðu stúlku, sem lifði lífinu svo lifandi og kom alltaf svo miklu í verk, en hafði samt alltaf tíma til að rækja vináttuböndin. Elsku Eddi, börn, aldraðir for- eldrar, bróðir og ættingjar, megi Guð styrkja ykkur og blessa. Skólasysturnar frá Laugalandi. SJÁUMST MEDENDURSKMI yUMFERÐAR RÁÐ Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtalinni fasteig fer fram á eigninni sjálfri, á neðangreindum tíma: Ránargata 6, Akureyri, þingl. eig- andi Stefán Sigtryggsson, mið- vikud. 29. nóv. ’89, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., innheimtumað- ur ríkissjóðs, Ólafur Gústafsson hrl., Veðdeild Landsbanka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjaríógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrafélag G.A. Áhugasamir foreldrar unglinga í Gagnfræða- skóla Akureyrar boða til endurvakningar for- eldrafélags við skólann, mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30 í sal skólans. Foreldrar. Bændur! Eigum til sláttuþyrlur og heyþyrlur á vetrarverði. Veladeild Óseyri 2 • Símar 21400 og 22997. BORÐTENNIS- ÆFINGAR Hér er tækifærið sem borðtennisáhugamenn hafa beðið eftir. (þróttafélagið Akur býður upp á æfingaaðstöðu fyrir þá sem vilja æfa borðtennis. Æfingarnar standa öllum opnar og eru þær á Bjargi, Bugðusíðu 1 og er þjálfari á staðnum. Æfingatímar: mánudaga kl. 19.15-20.45 miðvikudaga kl. 18.30-20.00 föstudaga kl. 16.15-17.45 íþróttafélagið Akur. V " x' Skemmtiklúbburinn Líf og fjör Góðir félagar! Dansskemmtun verður í Allanum, Skipagötu 14, 4. hæð, laugardaginn 25. nóvember nk. frá kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Við mætum öll vel og stundvíslega og verðum í stuði með Hljómsveit Bigga Mar. Gestur kvöldsins er Hjördís Geirsdóttir. Sjáumst alveg eldhress og munum eftir félagsskírteinunum. Stjórnin. ---- 7 Hjartkær eiginkona mín, GUNNÞÓRUNN RÚTSDÓTTIR, Byggöavegi 148, Akureyri, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd foreldra hennar, barna okkar og annarra vanda- manna. Eðvarð Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.