Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1989
af erlendum veltvangi
Haldið á barninu á daginn og
losnið við hávaða á nóttunni
Besta ráðið við iðrakveisu hjá
smábörnum er, að foreldrarnir
haldi sem mest á börnunum á
daginn.
Sú er niðurstaða rannsóknar, þar
sem 99 ungbörnum á aldrinum
þriggja til tólf vikna var skipt af
handahófi í tvo hópa. Foreldrum
Litlu könnuðirnir
ná bestum þroska
Látið börnin bara fitla við skraut-
muni heimilisins. Þá ná þau betri
þroska en börn, sem fá hegningu
að launum, þegar þau fara að
kanna umhverfi sitt.
Þetta er niðurstaða 14 mánaða
rannsóknar, þar sem fylgst var
með 16 mæðrum og börnum
þeirra að leik.
Stjórnandi rannsóknarinnar,
Thomas G. Lynne, skráði hjá sér
hvaða hluti börnin leituðust við
að snerta og hver viðbrögð
mæðranna voru.
Hann ræddi einnig við mæðurnar
til að komast að því hvaða upp-
eldisaðferðum þær beittu, svo
sem hvort þær notuðu líkamlega
hegningu eins og t.d. að slá á
fingurna á börnunum. í ljós kom,
að líkamleg hegning hafði mjög
lítið að segja, hvort sem litið var
til lengri eða skemmri tírna. Þau
börn, sem hegnt var, snertu fleiri
hluti og brutu fleiri bönn en þau
börn, sem ekki var hegnt.
En þegar Lynne prófaði börnin
aftur sjö mánuðum síðar, komst
hann að því, að þau börn, sem
hlotið höfðu hegningu, höfðu
ekki þroskast jafnvel og hin
börnin. Þau áttu t.d. erfiðara
með að raða saman púsluspili eða
ráða fram úr öðrum þrautum.
Auk þess höfðu börnin, sem
hegnt hafði verið, nú hönd á færri
hlutum en hin, og átti það eins
við um hluti, sem ekki var hætta
á að brotnuðu eða slösuðu
barnið.
Thomas G. Lynne telur, að þar
kunni meðal annars að vera að
finna ástæðurnar til þess, að þessi
börn höfðu ekki náð jafnmiklum
þroska og hin.
Þau höfðu færri tækifæri til að
kanna umhverfi sitt og urðu þess
vegna ekki jafnfær til að leysa úr
þrautum eða fást við stærri verk-
efni.
(111. Videnskab 2/89. - Þ.J.)
annars hópsins var sagt að bera
börn sín í fanginu eða í burðar-
ólum eigi skemur en þrjá tíma á
degi hverjum. Þeir áttu ekki bara
að halda á börnunum, ef þau fóru
að skæla, heldur líka þegar þau
voru ánægð eða sváfu.
Hinum foreldrahópnum voru
ekki gefin þessi fyrirmæli, en var
af og til beðinn að skrifa eins
konar sólarhrings-dagbók um
hegðun barnanna, hvenær þau
voru ánægð, hlógu, skældu, sváfu
o.s.frv.
Niðurstaðan varð sú, að því meiri
líkamssnertingu, sem börnin
fengu á daginn, þeim mun minna
grétu þau. Einkum átti þetta við
um versta skælutímabilið í kring-
um sex vikna aldurinn. Ef
foreldrarnir héldu á barninu tvo
tíma á dag að meðaltali, skældu
þau 43 prósent minna.
Ráð rannsóknarmannanna er því
þetta: Haldið eins mikið og þið
getið á barninu á daginn, þá losn-
ið þið við að halda á því á næt-
urnar til að fá það til að hætta að
öskra.
(111. Videnskab 2/89. - Þ.J.)
Ungbörn gráta hclniingi minna en ella, ef foreldrarnir halda á þeim tvo
tíma á dag.
Er hægt að syngja
svo hátt að gler brotni?
FíltteppÍ 385 kr. fm
Mikið úrval af mottum
Teppi
á stigaganga
frá 1.145 kr. fm
Úrval af dúkum í 2, 3, 4 m
breiddum
Munið afslátt á
innimálningu til 30. nóv.
Opið laugardaga 9.00-12.00
Iferid velkomin
Byggingavömr
Lónsbakka
Sími 96-21400
Það er stundum sagt, að hægt sé að syngja svo hátt,
að gler hrökkvi í inola. Er þetta rétt, og hvað er
það þá, sem gerist? Hvað þarf að fara hátt upp í
tónskalanum til þess að þetta gerist við söng - eða
öskur?
Við skulum líta á síðari spurning-
una fyrst. Á síðustu áratugum
hefur ýmsum söngvurum, sent
stundað hafa óhcfðbundið
söngnám, tekist að ná tónum,
sem talið var útilokað, að radd-
bönd manna gætu gefið frá sér.
Einkum er það söng- og radd-
beitingarkennarinn Alfred
Wolfsohn, sem náð hcfur undra-
verðum árangri með nemendur
sína.
Manni að nafni Barry Girard, frá
Ohio-ríki í Bandaríkjunum,
tókst um miðjan áttunda áratug-
inn að ná tóninum e fyrir ofan
hæstu tóna píanósins. Það svarar
til tíðni, sem er 4.340 sveiflur á
sekúndu (Hz).
Kona, sem Marita Gúnther heit-
ir, hefur náð svo breiðu raddsviði
að það jafnast á við allt tónsvið
píanósins! Marita getur sungið
alla tóna frá lægsta a í subkontra-
áttund og upp á háa c-ið -
raddbil, sem tekur yfir sjö átt-
undir.
Bæði þessi dæmi eru tekin af
syngjandi fólki, en hugsanlega er
hægt að ná ennþá hærri tíðni með
einstöku öskri, en á því hafa eng-
ar ábyggilegar mælingar verið
gerðar.
Þá er það fyrri spurningin, hvort
hægt sé að brjóta gler með rödd-
inni: Jú, það er satt. Það er hægt
að brjóta gler nteð röddinni.
Þekkt dæmi um það er frá lokum
fjórða áratugarins, þegar BBC-
útvarpið sendi út konsert sopran-
einsöngvara. Konan söng af
hjartans lyst og allt var gleði og
gaman, en eftir að konsertinum
lauk hringdu margir öskureiðir
hlustendur til BBC. Þeir kvört-
uðu yfir því, að skrautmunir,
drykkjarglös og borðbúnaður
hefði splundrast fyrir augunum á
þeim.
Söngkonan hafði nefnilega, með
aðstoð útvarpsins, maskað bolla
og glös úti um allt land. Höfðað
var mál gegn BBC, en það slapp
við bótagreiðslur með því að
benda á, að hlustendur hefðu
bara getað skrúfað fyrir viðtækin
sín. Dómararnir féllust á það
sjónarmið.
En hvernig má það þá vera, að
gler sé svona viðkvæmt? Jú,
skýringin er sú, að efnablandan í
glerinu er þannig gerð, að í því er
mjög mikil statisk (bundin)
spenna. Því meiri sem spennan
er, því meiri hætta er á, að glerið
eyðileggist.
Þegar efnin í glerinu titra, gefur
glerið frá sér tón, sem mannlegt
eyra heyrir ekki. Hvert glas hefur
sinn sérstaka tón eða titrings-
tíðni, sem mótast af ýmsum
atriðum: þykkt, efnasamsetningu
glerleðjunnar og frantleiðsluað-
ferðinni, svo að nokkuð sé nefnt.
Með mannsröddinni eða með
aðstoð hljóðfæra er hægt að
frantkalla tóna, sent eru á sama
sviði og í glerinu. Afleiðingin
verður sú, að glerið fer að titra,
ef það er nægilega nálægt upp-
tökum hljóðsins. Hversu mikið
glerið titrar veltur að nokkru á
því, hve öflugur tónninn er.
Sérfræðingar tala um sveifluvídd
og tíðni tónanna. Tíðnin mælist í
Herz (Hz) og segir til um hvað
margar sveiflur á sekúndu mynda
tóninn. Því hærri sem Hz-talan
er, því ofar á skalanum er tóninn
að finna. Sveifluvíddin segir aftur
á móti til um styrkleika tónsins:
Öflugur tónn hefur ntikla sveiflu-
vídd en veikur tónn litla. Til þess
að brjóta gler, þarf tónninn bæði
að hafa sömu sveiflutíðni og gler-
ið og nægjanlega mikla spennu-
vídd.
Vegna hinnar innri spennu getur
gler brotnað af sjálfu sér. Það er
alltaf að koma fyrir, að glermunir
springa, enda þótt þeir standi
ósnertir inni í skáp. Víst kemur
það þó oftar fyrir með borðbún-
að, sem oft hefur verið setlur í
uppþvottavélina, því að vélarnar
fara ómjúkum höndum um hlut-
ina og þeir verða þar fyrir snögg-
um hitabreytingum.
Málmar geta líka titrað svo að
þeir hrökkvi í sundur. Þess verð-
ur oftast vart í stórum mannvirkj-
um gerðum af málmi, eins og t.d.
brúm. Þess eru dæmi, að brýr
hafa hrunið fyrir áhrif hljóðs.
I kennslubókunt um bygginga-
tækni er oft getið brúar einnar í
Belgíu. Sunnudagskvöld eitt að
vetri til hrundi brúin, þegar farið
var að hringja klukkunuin í nær-
liggjandi kirkju. Vissulega var
mjög kalt þennan dag, og flestir
vita víst, að málrnar verða brot-
hættari í kulda, en eigi að síður
sýnir þetta dæini, hversu miklu
titringurinn getur komið til leið-
ar, ef óheppnin er með í för.
Annað alþekkt kennslubóka-
dæmi er frá Frakklandi, en sá
atburður varð um miðja fyrri öld.
Fylking hermanna átti að ganga
yfir brú, en taktfast göngulagið
varð til þess að brúin fór að titra
og titringurinn fór sívaxandi. Að
lokum brast brúin og her-
mennirnir fylgdu henni niður.
Kannski er líka sannleikskorn í
göntlu biblíufrásögnnni um múra
Jeríkó. Þegar prestarnir blésu í
lúðrana sjö, gerða af hrútshorn-
um, hrundu múrar Jeríkó. Að
því búnu gátu ísraelsmenn hogg-
ið með sverðum sínum „allt, sem
í borginni var, bæði karla og
konur, unga og gamla, naut og
sauði og asna“. En eitt er þó
óhætt að fullyrða: Ef íbúar
Jeríkó hefðu farið eftir núgild-
andi byggingareglugerðum
Norðurlanda, hefði frásögn biblí-
unnar orðið á allt annan veg.
(Bengt Bengtsson í Fakta 1/89. - Þ.J.)