Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 25. nóvember 1989
Girish B. Hiriekar
svœfingalœknir
í helgarviðtali
Veðrið var eins og það gerist fallegast á vetrarkvöldum þegar við
bönkuðum uppá í húsi við Kotárgerði á Akureyri í vikunni. Þar
býr Girish B. Hirlekar svæfingalæknir ásamt fjölskyldu sinni en við
höfðum mælt okkur mót með helgarviðtal í huga. Það var ósköp
gott að komast inn úr kuldanum, sérstaklega þar sem hlýtt og nota-
legt var inni við. Girish er fæddur og uppalinn á Indlandi og því
mætti ætla að hann hafi kynnst tveimur ólíkum heimum. Við nán-
ari eftirgrennslan kemur hins vegar í ljós að ýmislegt er líkt með
þessum tveimur þjóðum. Ætlunin var að komast að því hvað það
er og þegar við höfðum komið okkur fyrir í stofunni með nýlagað
kaffi og gómsæta heimabakaða snúða var okkur ekkert að vanbún-
aði. Það lá beinast við að spyrja Girish fyrst um ættland hans,
Indland.
Fjölskyldan saman komin á heimili sínu á Akureyri. Frá vinstri, Girish meö soninn Geir, þá kemur
Sigyn, og Anna með Anitu litlu.
„Ég er fæddur og uppalinn í smábæ rétt
utan við bæinn Pune, um 50 þúsund manna
bæ suðaustur af Bombay sem er í vestur-
hluta Indlands. Bærinn stendur í tvö þúsund
metra hæð yfir sjávarmáli, þar er mikill
gróður, vætusamt veður og hitinn er á bilinu
20-25 gráður á sumrin en getur farið niður í
10 gráður á veturna. Að vísu er þetta að
byrja að breytast núna varðandi gróðurinn,
því Bombay er að stækka svo mikið og
skógarnir að hverfa." Girish er greinilega
ljúft að segja okkur frá „móðurlandi“ sínu
eins og hann kallar það, en Indverjar kalla
land sitt móðurland á meðan íslendingar
kalla land sitt föðurland.
Bombay segir Girish vera með efnuðustu
borgum Indlands. Hún er mikil samgöngu-
borg vegna hafnarinnar og þar hafa mörg
erlend iðnaðarfyrirtæki tekið sér bólfestu.
Framleiddar eru mótorhjóla-skutlur í miklu
magni, útvarpsframleiðsla er sömuleiðis
mikil og hitabrúsaframleiðsla svo eitthvað
sé nefnt. Það eru ekki aðeins íbúar Bombay
sem njóta góðs af atvinnutækifærunum í
Bombay, heldur einnig íbúar í nærliggjandi
bæjum.
Skrifaði frænda sínum bréf
6 ára gamall
Girish kemur ekki frá stórri fjölskyldu á
indverskan mælikvarða. Hann er annar
tveggja bræðra, móðir hans var hjúkrunar-
kona og ljósmóðir en faðir hans var lengst-
um atvinnuhermaður í sjóher landsins. Fjöl-
skyldan hafði það ágætt; hún var ekki talin
meðal efnuðustu fjölskyldnanna og segir
Girish að efnahagurinn hafi verið í meðal-
lagi.
Við báðum Girish að nefna okkur dæmi
um eitthvað sem er frábrugðið í venjum
Indverja annars vegar og Islendinga hins
vegar. „Þegar ég var lítill byrjuðu börn
skólagöngu sína þegar þau voru á fimmta
aldursári. Nú hefur þetta breyst og börnin
Sg,
byrja sex ára gömul. Sem dæmi get ég sagt
ykkur að árið 1985 fórum ég og konan mín
í heimsókn til Indlands. Þá var sonur minn
fjögurra ára en bróðursonur minn tæplega
sex ára. Hann hafði aldrei séð Geir son
minn en langaði til að skrifa honum bréf.
Og þetta gerði hann aleinn, tók blað og
penna og skrifaði honum nokkrar línur.
Þetta þótti mér mjög sérstakt, að svona ungt
barn settist niður og skrifaði bréf án aðstoð-
ar. Ég tek það fram að hann er ekkert gáf-
aðari en gengur og gerist með jafnaldra
hans. Börn á þessum aldri á Indlandi læra
rnikið og eins og krakkar á íslandi, læra þau
mjög mikið af lögum til að syngja, jafnvel
meira en krakkar á íslandi."
Strangari uppeldisreglur
Að sögn Girishar, hvetja indverskir foreldr-
ar börn sín mjög hvað menntun snertir. Á
heimili hans skapaðist t.d. sú hefð að börnin
settust ekki að kvöldverðarborði fyrr en þau
höfðu farið með ljóðabálk sem jafnast á við
íslensku Hávamálin og þegar hann varð
eldri, var margföldunartaflan þulin. „Þetta
var auðvitað ekki skilyrði fyrir þvf að fá að
borða en var hefð. Það giltu ekki mjög
strangar uppeldisreglur hjá okkur, þótt þær
hafi verið strangari en gengur og gerist á ís-
landi. Ég held að þetta hafi m.a. átt sér
skýringu í því að þegar foreldrar mínir voru
ungir var Indland nýlenda Breta og þá var
eina leiðin til að komast áfram sú að mennta
sig. Þennan hugsunargang færðu þau yfir á
börn sín og við vorum bæði hvattir til að
mennta okkur og eins var útskýrt fyrir okk-
ur hvers vegna það væri betra.“ Girish segir
að þegar hann hafi verið að alast upp á Ind-
landi, hafi það verið algengara meðal barna
í millistétt að mennta sig. Börn efnaða
fólksins gerðu ekki eins mikið af að ganga í
skóla vegna þess einfaldlega að þau þurftu
þess ekki. En Girish fannst það engin kvöð
að ganga í skóla. „Þegar ég var kominn í
7.-8. bekk fannst mér mjög gaman í skólan-
um. í bekknum mínum ríkti mikil keppni
meðal nemendanna um hver stæði sig best á
prófum. Bestu nemendurnir fengu líka
mjög góða styrki frá skólunum svo það var
að miklu að keppa.“
Notkun tóbaks og áfengis engin
í prófi sem sambærilegt er gamla landspróf-
inu á íslandi, náði Girish þeim árangri að
verða efstur af 200 þúsund nemendum í
heilu fylki. Hann fékk medalíu til minningar
um árangurinn, en árið 1983 átti gamli skól-
inn hans 100 ára afmæli og að því tilefni
fengu afbragðs nemendur senda minningar-
gjöf frá skólanum. Sú gjöf skipar heiðursess
á heimili Girishar.
Áfram héldum við að ræða menntamál og
sagðist Girish m.a. ekki minnast þess að
kennarar hafi farið í verkfall á meðan á
skólagöngu hans stóð nema einu sinni á
fjórtán árum. Þá segir hann sömuleiðis að á
unglingsárum sínum hafi jafnaldrar hans
ekki notað áfengi eða tóbak. „Það var eng-
inn áhugi á þessu og það hugsaði enginn um
þetta. Auðvitað hefur það hjálpað til að