Dagur


Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 13

Dagur - 25.11.1989, Qupperneq 13
 Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 13 Fómarlambið, sem aldrei fannst Það virtist vera áhyggjulaust líf sem Muriel McKay lifði. Maður hennar, Alick McKay, var nán- asti samstarfsmaður blaða- kóngsins Ruperts Murdochs og varastjórnarformaður „Heims- frétta", söluhæsta tímarits Murdochs. Þau bjuggu í stóru einbýlishúsi við Arthur Road í Wimbledon, einu úthverfanna suðvestur af London. Lúxuslíf- ið í þessu fína úthverfi var fjarri veruleika lesenda þeirra blaða, sem fleytt höfðu húsbóndanum í toppstöðu í samfélaginu. Umhverfið er sérteiknuð ein- býlishús ætluð fólki með þykk veski og þar var tæpast að vænta fáránlegra uppátækja, syndar, kynóra og uppákoma, sem voru vörumerki þeirra blaða, sem húsbóndinn starfaði við. En að kvöldi mánudagsins 29. des- ember 1969 urðu endaskipti á umheimi fjölskyldunnar McKay, hrottaleg og án við- vörunar. Ritstjórinn kom heim um átta- leytið um kvöldið. Allt leit eðli- lega út. Það var ekki fyrr en hann tók eftir því, að útihurðin var ólæst, að hann lét sér detta í hug að eitthvað væri að. Þau hjón höfðu komið sér saman um að vera sérstaklega gætin og hafa alltaf læst. Ástæðan var, að nokkrum mánuðum áður, hafði verið brotist inn hjá þeim. Það versta kom í ljós um leið og Alick kom inn í forstofuna. Á gólfinu lá svört taska, sem Muriel átti, og innihaldið úr henni lá á víð og dreif um for- stofuna og hálfa leið upp í tröppu. Símanum hafði verið hent á gólfið og á forstofuborð- inu lá opin krukka með gifsi, hnykill úr trolltvinna og ryðguð kjötöxi með tréskafti. Alick greip með sér öxina, hljóp upp stigann og kallaði nafn konu sinnar, hræddur um, að óboðni gesturinn eða gestirnir væru ennþá í húsinu. „Hóstaðu upp einni milljón punda fyrir fimmtudag“ En Muriel McKay og allir hugs- anlegir, óboðnir gestir voru horfnir. Alick barðist við að haida ró sinni. Nokkru seinna sá hann, að fjöldi skartgripa meðal annars fallegur hringur, eyrnalokkar úr gulli með inn- greyptri perlu, þrjú armbönd og eitt hálsmen ásamt einhverju af peningum voru horfnir úr tösku Muriels. Alec æddi yfir til ná- grannanna til þess að athuga, hvort nokkur vissi, hvað hefði gerst. Enginn hafði séð eða heyrt nokkurn skapaðan hlut. Alick fékk lánaðan síma og hringdi á lögregluna. í svona málum fer lögreglan venjulega ekki með neinum látum. Það þarf að athuga mjög nákvæmlega hvern einasta möguleika og oft er það svo, að sá, sem horfinn er, hefur valið að hverfa af sjálfsdáðum með þvf einfaldlega að fara burtu. Og í flestum tilfellum svona mála, þegar um afbrot er að ræða, er það sá, sem eftir situr, sem er hinn seki. En allar þannig hugdettur hurfu eins og dögg fyrir sólu aðfara- nótt þriðjudagsins 30. desem- ber. Þá hringdi síminn heima hjá McKay klukkan rúmlega eitt. Lögregluþjónn svaraði og benti Alec síðan á að taka símann, en sjálfur hlustaði lög- regluþjónninn í öðru hlustunar- tæki. Símtalið varsvohljóðandi: Röddin í símanum: Þetta er mafíuhópurinn M-3. Við erum frá Ameríku. Við erum með konuna þína. McKay: Hvað áttu við að þið séuð með konuna mína? Röddin: Hóstaðu upp einni milljón punda fyrir fimmtudag. McKay: Hvað ertu að tala um? Ég skil ekkert af þessu. Röddin: Mafían. Skilurðu? McKay: Já, ég veit hvað Mafían er. Röddin: Við höfum konuna þína. Það kostar eina inilljón punda að fá hana til baka. McKay: Þetta er fráleitt. Ég á ekki nærri því svo mikla pen- inga. Röddin: Útvegaðu þá. Þú átt vini. Fáðu lánað hjá þeim. Við reyndum að ná í konu Ruperts Murdochs, en það gekk ekki, svo að við tókum þína í staðinn. McKay: Konu Murdochs? Röddin: Nældu í eina milljón. Þú færð frest fram á miðviku- dagskvöld annars drepum við konuna þína. Er það skilið? McKay: Hvernig á ég að fara að því? Röddin: Allt sem þú þarft að gera, er að bíða þangað til við höfum samband við þig. Þá færðu frekari upplýsingar. Náðu í peningana annars færðu aldrei að sjá konuna þína aftur. Við höfum samband. Það small í símanum og allt varð þögult. Daginn eftir kom frekara sönnunargagn með morgun- póstinum. Það var bréf sem póststimplað var 12 tímum fyrr í Tottenham í norðurhluta London. Á bláu, línustrikuðu blaði voru hrífandi skilaboð skrifuð óstyrkri hendi. Alick McKay þekkti rithönd konu sinnar. „Elsku besti, sjáðu til þess, að ég geti komið heim aftur. Þeir hafa bundið fyrir augun á mér og mér er skítkalt. Ég held þetta ekki út lengur. Ég hugsa allan tímann um þig, fjöl- skylduna og vini okkar. Hvað hef ég gert af mér til að eiga þetta skilið? Ég elska þig. Muriel.“ „Ómögulega málið“ Rannsókn málsins var umfangs- mikil. Og í kjölfar hennar fylgdi fjölmiðlafárið. Eitt var það sem blaðasnáparnir jöpluðu á aftur og aftur, það var að McKay hafði haft samband við heims- þekktan hollenskan miðil, Gerard Croiset. Croiset hafði í mjög umtöluðu máli tekist að benda nákvæmlega á fjöldagröf skólabarna, sem höfðu verið myrt. Honum hafði, að því er virtist á yfirnáttúrlegan hátt, tekist á landakorti að benda á svæði, seni lögreglan þá áleit án nokkurra tengsla við atburðinn, en síðar kom í ljós að svo var: Mörkin milli Essex og Hart- fordshire, u.þ.b. 11 km fyrir utan London. Þrjátíu lögregluþjónar unnu fullan vinnudag með mál Muriel McKay. En viku af nýja árinu höfðu þeir ekki fundið neitt. Ekki hafði fengist minnsta vís- bending, þótt lögreglan hefði reynt öll sín undirheimasam- bönd og grandskoðað hundruði skartgripaverslana í von um að dýrgripir frúarinnar hefðu verið seldir. Blöðin kölluðu málið „ómögulega málið“ og ruglu- kollar og svikahrappar reyndu að komast að sem nákvæmust- um málsatvikum. Einn þeirra var síðar dæmdur fyrir að reyna að kúga fé af Alec McKay. í ársbyrjun 1970 hafði hver ein- asti lögregluþjónn í London fengið lýsingu á Muriel McKay og á öllurn lögreglustöðvum landsins hengu myndir af henni á töflunni fyrir „eftirlýsta og saknaða“. Álþjóðalögreglan var látin vita og sérstök gát var höfð á öllum leiðum til Ástralíu, ættjarðar McKay- hjónanna. Það liðu tvær vikur þar til nokk- uð gerðist. Þá fékk Alec McKay stórt umslag, sem póstlagt var í Wood Green í norðurhluta London. í því var eftirfarandi bréf frá Muriel: „Heilsu minni, bæði andlegri og líkamlegri, erhætta búin. Elsku besti, gerðu eitthvað. Fyrir- gefðu rithöndina, en það er bundið fyrir augun á mér og mér er hrollkalt. Blandaðu ekki lögreglunni í málið og vertu samvinnuþýður við þann, sem hringir og kallar sig M-3. Því fyrr, sem þú útvegar peningana, því fyrr kemst ég heim. Annars sjáumst við aldrei aftur. Flýttu þér elskan og elsku, elsku besti blandaðu ekki lögreglunni í inálið, viljir þú sjá mig aftur. Muriel." Þessu bréfi fylgdi lausnarkrafa upp á eina milljón punda. Daginn eftir hringdi hópurinn, sem kallaði sig M-3, þrisvar sinnum. Mannræningjarnir lögðu fram ýmsar kröfur, sem uppfylla þyrfti, tilgreindu móts- stað og upplýsingar um hvernig ætti að standa að afhendingu peninganna. Alec McKay grátbað um einhverja sönnun þess, að kona hans væri raun- verulega ennþá á lífi. Mannræningjarnir svöruðu með öðru bréfi. I því var pjatla, sem klippt var af grænni ullardragt, sem Muriel var í, þegar henni var rænt, önnur pjatla úr svörtu kápunni hennar og bútur af leð- urskó hennar. Lögreglan fann þumalfingurfar á frímerkinu. Það var ekki gert af Muriel. Síðar kom í ljós að þetta far til- heyrði manni nokkrum, Arthur Hosein að nafni. Lögreglan hóf nú undirbúning að afhendingu lausnargjaldsins. Það átti að gerast í tveim áföng- um, hálf milljón punda í hvort skipti. Ætlunin var, að ein- göngu 300 pund væru ekta pen- ingar, hitt venjulegur pappír. Næstu daga voru gerðar nokkr- ar tilraunir til að afhenda „féð“, en þær fóru í vaskinn og þolin- mæði mannræningjanna átti sér takmörk. Vingl þeirra og kjána- skapur gerðu, að lögreglan taldi, að þeir væru byrjendur. Vendipunktur málsins var föstudaginn 5. febrúar. Þá hingdu mannræningjarnir og til- kynntu: „Verði ekki lausnar- gjaldið greitt nú þegar, þá tök- um við hana af lífi. Þið verðið að fara að trúa okkur í M-3. Við höfum yfir að ráða vopnum með kíkismiði. Komi lögreglan nálægt málinu, þá skjótum við.“ Gerð var nákvæm áætlun. Að loknu ferðalagi með neðanjarð- arlest og leigubíl átti að skilja peningana eftir við limgerði hjá verkstæði einu í Hertfordshire. í þetta skipti gekk allt sam- kvæmt áætlun, lögreglan var á staðnum tilbúin til að klófesta hvern þann, sem reyndi að taka „peningana“. En enginn kom. Skamma stunu virtist þó gæfan brosa við lög- reglunni. Tvisvar ók sami bíllinn, Volvo 144 með skrá- setningarnúmerinu XGO- 944G, framhjá. Sami bíll hafði sést við fyrri tilraunir til að afhenda peningana. Skráður eigandi bifreiðarinnar var Arthur Hosein. „Hosein kóngur“ Hosein þessi var innflytjandi frá Trinidad. Hann var klæðskeri og taldi sig hafa komist í hóp fyrirmanna árið 1967. Þá keypti hann Rooks-búgarðinn í Stock- ing Pelham, Hertfordshire. Hann fluttist þangað ásamt þýskfæddri konu sinni, Else. Tveim árum síðar fluttist bróðir húsbóndans, Nizamodeen, til þeirra. Fjölskyldan var talin skrýtin og átti í sífelldum erjum við grannana. í bænum varð Arthur fljótt þekktur undir nafninu „Hosein kóngur“. Hann þótti ótrúlega montinn og viðskotaillur og grobbaði af því, að hann ætlaði að verða „enskur fyrirmaður og milljónamæringur“. Ljóst var einnig, að hann hafði mikil áhrif á yngri bróðurinn og réði algjörlega yfir honum. Arthur talaði sífellt um „óðal“ sitt og tók því illa, væri bent á, að bú- garðurinn væri í niðurníðslu og vanræktur. Framhald í næsta helgarblaði Höldwst BflASAlA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. Subaru station 1800 GL 4x4, 5 gíra. Árg. '88, ek. 32 þ., hvítur. Verð 1.050.000. Cherokee dísel, turbo, króm- felgur, 5 gíra. Árg. '88, ek. 40 þ., grár. Verð 2.100.000. MMC Pajero, bensín, stuttur, 5 gíra. Árg. '86, ek. 81 þ., blár. Verð 1.100.000. Daihatsu Charade Turbo, 5 gíra. Árg. '87, ek. 30 þ., hvítur. Verð 550.000. Lada Lux 1500,5 gíra. Árg. '89, ek. 8 þ., beige. Verð 380.000. Daihatsu Rocky, langur, bensín. Árg. '87, ek. 40 þ., svartur/grár. Verð 1.270.000. MMC Pajero, bensín, stuttur, 5 gíra, topplúga. Árg. '85, ek. 91 þ., hvítur. 930.000. ★ Greiðslukjör við allra hæfi Höldursf. BÍIASAIA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.