Dagur - 25.11.1989, Page 20
Akureyri, laugardagur 25. nóvember 1989
Lækkum matarreikninginn!
KEA NETTÓ
Höfðahlíð 1
Fyrstu bjór-jólin framundan:
Mun bjórinn breyta
vínlausri jóla-
hefð íslendinga?
- innlendir framleiðendur ekki á
sama máli um það
Næstu jól verða þau fyrstu eft-
ir að bjór var leyfður á Islandi
og því vaknar sú spurning
hvort um bjór-jól verði að
ræða. Samkvæmt upplýsingum
frá innlendum bjórfram-
leiðendum, verður ekki á
markaðnum íslenskt jólabrugg
líkt og tíðkast í Danmörku,
m.a. vegna þess að jólabrugg
Dana er mun sterkara en hefð-
bundinn bjór en íslensk lög
leyfa ekki bruggun öls nema að
vissum styrldeika.
„Okkur langar mjög að vera
með jóla- og páskabrugg en
vegna íslenska löggjafans getum
við það ekki. f>að strandar sem
sagt ekki á okkur,“ sagði Magnús
Þorsteinsson framkvæmdastjóri
Sanitas á Akureyri. Hann sagði
að um þessar mundir væri að
koma á markað dökkur Víking
bjór og mætti e.t.v. iíta á hann
sem nokkurs konar jólabjór frá
Sanitas. Sanitas mun selja hefð-
bundið jólaöl eins og undanfarna
áratugi. „Þetta verður gamalt öl á
nýjum belgjum ef svo má segja,
því framleiðsla ölsins hefur verið
bætt og það sett á nýjar umbúðir
sem taka 2,5 og 5 lítra.“
Magnús sagði að reiknað væri
með nokkurri söluaukningu í
bjór fyrir jólin. „Við vitum auð-
vitað ekkert hvernig þetta verður
en ef þetta fylgir sömu línu og
gosdrykkirnir eigum við von á
mikilli sölu og við höfum búið
okkur undir það.“
Lárus Berg Sigurbergsson
framkvæmdastjóri hjá Ölgerð
Egils Skallagrímssonar hf. sagði
að á meðan sala sterks öls fari
fram í gegnum Áfengisversiunina
og framleiðendur eru ekki sjálf-
ráðir með hvað þeir selja og hvað
ekki, myndu þeir ekki fara út í að
brugga sérstakt jóla- eða páska-
öl. Aðspurður um hvort þeir
reiknuðu með söluaukningu á
bjór fyrir jólin sagðist Lárus ekki
gera það. „Ég er jafnvel að vona
að fólk fái sér ekki bjór með jóla-
matnum. Jólin hafa ekki verið
mikil vínhátíð til þessa og ég
vona að það verði ekki breyting
þar á. Auðvitað getur verið að
bjórinn komi til með að breyta
þessari hefð, en við höfum ekki
gert ráð fyrir því.“ Ölgerð Egils
verður með hefðbundið jólaöl á
markaðnum, í 2,5, 5 og 10 lítra
umbúðum. VG
Mynd: KL
Örn KE siglir að bryggju í Krossanesi í gær með 750 tonn af loðnu.
Loðnan:
Öra með 750 tonn í Krossanes
Bræðsla á loðnu er nú hafín í
Krossanesverksmiðjunni en
Örn KE-13 landaði þar 750
tonnum af loðnu í gær. Veið-
in var treg á miðunum í fyrri-
nótt.
Samkvæmt upplýsingum frá
loðnunefnd tilkynntu þrjú skip,
auk Arnar, um loðnu í fyrri-
nótt. Víkingur AK-100 sneri til
heimahafnar á Akranesi með
1000 tonn, Hilmir SU-171 fór til
Siglufjarðar með 700 tonn og
þangað fór sömuleiðis Fífill
GK-54 með 180 tonn.
Alls bárust því rúm 2600 tonn
á land í gær. JÓH
Vörur frá Sanitas í Plúsmarkaðinum en ekki frá Vífilfelli:
„Hér er ekkert gosdrvkkjastríð á ferð“
- segir Hrafn Hrafnsson
„Já, það er rétt að hér fást ein-
göngu vörur frá Sanitas en
ekki frá Vífílfelli. Það er hins
vegar ekkert gosdrykkjastríð
hér á ferð. Við ætlum að leggja
meiri áherslu á vörur sem
framleiddar eru hér á Akur-
eyri, Sanitas er með verk-
smiðju hér á Akureyri og veitir
fjölda manns vinnu og því er
eðlilegt að hjálpa henni,“ segir
Hrafn Hrafnsson, eigandi Piús-
markaðar Matvörumarkaðar-
ins.
Hrafn segir að það hafi einnig
ráðið ákvörðun um að taka vör-
Heilsufar í október:
300 manns með kvef og hálsbólgu
eiginleg inflúensa ekki komin til Evrópu
Heilsufar á þjónustusvæði
Heilsugæslustöðvarinnar á
Akureyri var þokkalegt í októ-
ber burtséð frá um 300 manns
sem þjáðust af kvefí og háls-
bólgu. Talað hefur verið um
flensu í þessu tilfelli meðal
manna en svo mun ekki vera.
„Hér er um inflúensulík ein-
kenni að ræða en ekki inflúensu-
veiru,“ sagði Ingvar Þóroddsson
yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni
á Akureyri. Ingvar segir einkenni
pestarinnar sem nú gengur vera
hita, beinverki og hálssærindi
sem vissulega séu svipuð ein-
kenni og þegar um inflúensu er
að ræða.
Hann gat þess jafnframt að þó
verið sé að bólusetja gegn inflú-
ensu hjá Heilsugæslustöðinni á
Akureyri um þessar mundir, sé
engin ástæða til að óttast því um
er að ræða fyrirbyggjandi aðgerð-
ir. „Við vitum ekki til þess að
inflúensa sé komin til Evrópu
ennþá, þó alltaf megi eiga von á
henni. Spurningin er bara hvenær
er venjan er að veiran berist ein-
hvern tímann á tímabilinu eftir
áramót og fram að páskum."
Af öðrum sjúkdómum sem
skráðir eru í farsóttaskýrslu októ-
bermánaðar má nefna að sex
fengu lungnabólgu, tólf streptó-
kokka-hálsbólgu, þrír voru með
hlaupabólu, einn hettusótt, sjötíu
og átta magakveisu, sex kláða-
maur og sjö flatlús. Þá fengu fjór-
ir þvagfærasýkingu og einn sjald-
gæfan veirusjúkdóm sem veldur
útbrotum á iljum, lófum og í
slímhúð í munni. Þess ber að
geta að upplýsingarnar skal taka
með fyrirvara um að það er mat
hvers læknis hvort og
sjúkdómar eru skráðir.
hvenær
VG
ur frá Sanitas inn í Piúsmarkað-
inn að salan á þessum vörum
hafi verið meiri en salan á vörum
frá Vífilfelli í Matvörumarkaðin-
um. „Ég hef ekki pláss fyrir
fjölda aðila hér inni og því beini
ég viðskiptunum inn á þær vörur
sem eru hraðgengari enda er
þetta hraðsöluverslun. Ef óskir
verða hins vegar miklar um að fá
vörur frá Vífilfelli inn í Plús-
markaðinn þá verða þær teknar
inn enda óskir viðskiptavinanna
látnar sitja í fyrirrúmi.“
Pétur Ringsted, sölu- og dreif-
ingarstjóri Vífilfells á Akureyri,
segist ekki sjá að pláss í Plúsmark-
aðnum geti ráðið úrslitum um
að fyrirtækin fái ekki bæði að
selja þar vörur sínar. Auk þess
eigi það ekki að kosta eigendurna
neitt að taka Vífilfellsvörurnar inn
þar sem dreifingaraðilarnir sjái
sjálfir um áfyllingu í búðinni.
„Coke er þekktasta vörumerki í
heimi og það hefur ekki sýnt sig
að vera ávinningur fyrir verslanir
að útiloka það. í sjálfu sér er
hægt að segja að þetta sé armur
af gosdrykkjastríðinu, Hrafn gef-
ur okkur sjálfum ekki kost á ein-
víginu. En hvað verksmiðju
Sanitas á Akureyri varðar þá vil
ég líka benda á að hér er ekkert
gos framleitt, einungis maltöl,
pilsner og bjór. Verksmiðjan er
umboðsaðili fyrirtækisins á
Akureyri á gosdrykkjum og það
er nákvæmlega það sama og við
erum hér,“ sagði Pétur. JÓH
Hjálmar Hjálmarsson, sjómaður á Bakkafirði:
Ættí að banna róðra niiinistii
trillanna í desember og janúar
„Fiskeríið hefur verið heldur
tregt að undanförnu. Þess eru
dæmi að menn séu búnir með
kvótann en sumir trillukarlar
sem stoppuðu sl. sumar byrj-
uðu á línu 1. nóvember sl. og
hafa aflað heldur lítið,“ segir
Hjálmar Hjálmarsson, sjó-
maður á Bakkafírði.
Frá Bakkafirði eru nú gerðar
út 7-8 trillur og er sú stærsta um
10 tonn að stærð. Hjálmar tekur
undir þau orð Haraldar Jóhanns-
sonar, trillukarls í Grímsey, í
Degi fyrir skömmu að hæpið
sé að stunda trilluróðra stíft á
tímabilinu nóvember til febrúar.
Eins og fram kom í máli Har-
aldar er helmingur af línufiski á
þessu tímabili utan kvóta. Áf
þeim sökum róa sumir trillukarl-
ar stíft á þessum árstíma. Hjálm-
ar telur fulla ástæðu til að banna
með öllu róðra minnstu trillubát-
anna í desember og janúar.
Trillukarlar á Bakkafirði
leggja vel flestir upp hjá Útveri
hf. og er fiskurinn verkaður í
salt. Vegna fremur lítils hráefnis
hefur vinna þar verið stopul að
undanförnu. óþh