Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, fímmtudagur 7. desember 1989 235. tölublað þaó hressir kaffld I Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Fjölmennur stofhfundur í gær Um 60 manns sátu fund í gær þar sem formlega voru stofnuð Samtök um sorg og sorgarvið- brögð á Norðurlandi eystra. Undirbúningsnefnd hefur undirbúið stofnun samtakanna sem mun byggja starfsemi sína á líkan hátt og samtök með sama nafni í Reykjavík. Ólöf Ananíasdóttir var kjörin formaöur samtakanna í gær. í blaðinu í dag er rætt við sr. Pétur Þórarinsson stjórnarmann í sam- tökunum um væntanlega starf- semi og fleira tengt þeim. Hann segir m.a. nauðsynlegt að umgangast syrgjendur eins og annað fólk sem því miður hafi ekki verið gert. Pað þurfi að læra að umgangast syrgjendur og veita þeim styrk. VG Séð fyrir endann á síldarsöltuninni: Eftir að salta í 25 þúsund tunnur í gær átti eftir að salta í um 25 þúsund tunnur upp í gerða samninga við Sovétmenn, Svía og Finna, þar af um 20 þúsund tunnur á Sovétríkin. Að sögn Kristjáns Jóhannessonar, birgða- og söltunarstjóra hjá Síldarútvegsncfnd, var í fyrra- kvöld lokið við að salta í 201 þúsund tunnur, þar af 122 þús- und tunnur upp í samninga við Sovétmenn. Síldarsöltunin hefur gengið mjög vel að undanförnu og hafa nokkrar stöðvar lokið við að salta upp í sína kvóta. Að sögn Krist- jáns er nú saltað á verstöðvum frá Vopnafirði í austri til Akra- ness í vestri. Síldveiðarnar hafa gengið mjög vel síðustu daga enda veðurguðirnir í sólskins- skapi. í gær var flotinn inni á Fáskrúðsfirði og varð þar vart við stórsíld sem Svíar og Finnar sækjast eftir. „Það er öruggt mál að við náum þeirri síld sem upp á vantar í gerða samninga. Mér sýnist að miðað við óbreytta veiði og gang söltunar ætti vertíðinni að ljúka um 17.-18. desember," sagði Kristján. Þrír togarar, Stafnes KE, Jón Finnsson RE og Siglfirðingur SI hafa allir fryst síld fyrir austan síðustu daga. I nótt var lokið við að landa fullfermi af frystri stór- síld úr Jóni Finnssyni yfir í 4000 tonna japanskt flutningaskip á Eskifirði. Miðað er við að hefja löndun á fullfermi úr Siglfirðingi í japanska skipið í dag. Að því búnu verður landað um 100 tonn- um úr Stafnesinu. óþh Aðventan er óðum að setja svip á Akureyri og í gær var unnið við að setja upp myndarlegt jólatré hjá Akureyrar- kirkju. Mynd: KL Sigurður J. Sigurðsson með skilaboð til stjórnvalda um álversmálið: Það verður að spoma við mestu byggðaröskun á þessari öld - væntanleg svör iðnaðarráðherra í dag við fyrirspurn um álversmálið Að öllu óbreyttu verður fyrir- spurnir af þessari fyrirspurn og spurn Halldórs Blöndals, ráðherra verður að sjálfsögðu að alþingismanns, um álver við svara henni í samræmi við það Eyjafjörð tekin fyrir í fyrir- spurnatíma á Alþingi í dag. Fyrirspurn Halldórs, sem beint er til iðnaðarráðherra, er svo- hljóðandi: „Hefur verið unnið að því að nýtt álver rísi við Eyjafjörð?“ Halldór Blöndal sagði í samtali við Dag í gær að hann hefði ekki vissu fyrir að svör fengjust við fyrirspurninni í dag. „Það er auð- vitað ljóst að iðnaðarráðherra verður að svara því afdráttarlaust á Alþingi hvort hann sé búinn að gera upp við sig hvar álverið eigi að rísa. Auðvitað munu hinir erlendu viðsemjendur hafa sem hann hefur sagt við þá.‘ Að sögn Sigfúsar Jónssonar, bæjarstjóra á Akureyri, hafa bæjaryfirvöld ekki óskað eftir formlegum viðræðum við iðnað- arráðherra um þá stöðu sem nú er komin upp í álversmálinu. Hann segir að Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hafi fylgst gaumgæfi- lega með framvindu málsins fyrir hönd bæjarins og Héraðsnefndar Eyjafjarðar og fyrir milligöngu þess hafi bæjaryfirvöld haft gott samband við hlutaðeigandi aðila í Iðnaðarráðuneytinu. Sigfús seg- ist ekki vilja leggja mat á stöðu málsins sem stendur. „Ég er orð- inn það gamall að ég er hættur að meta stöðuna í gegnum fjöl- miðla. Ég fæ hins vegar upplýs- ingar eftir öðrum leiðum og það tekur lengri tíma,“ segir Sigfús. „Það er ekki spurning að afleiðing þess að ákveða bygg- ingu álvers í Straumsvík myndi valda mestu byggðaröskun hér á landi á þessari öld og ef menn ætla ekki að sporna við því sætta menn sig hreinlega við þá niður- stöðu. Ég held að stjórnvöld verði að haga sínum málflutningi í þessu máli þannig að Eyjafjörð- ur verði ekki algjörlega útilokað- ur,“ segir Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. óþh Saumastofan Borg í Víðihlíð: Virnislan af stað eftir áramót - óvíst með aðild Byggðastofnunar að rekstrinum Viðtal við Óla G. Jóhannsson: Fangelsi eða dýragarður? opinskáar lýsingar á aðbúnaði fanga Fangar eru lokkaðir til sam- vinnu með lygum. Það er far- ið með þá eins og dýr i fang- elsum. Fangelsismálastofnun brýtur lög á þeim. Embættis- bréf halda ekki þegar á reyn- ir. Fangar frá Akureyri verða að greiða allan ferðakostnað ef þeir eru skikkaðir til að mæta til fangavistar í Reykja- vík. Þetta og margt fleira seg- ir Óli G. Jóhannsson í ein- stæðu viðtali í miðopnu Dags • dag. Óla G. þarf vart aö kynna fyrir landsmönnum. Hann er kunnur myndlistarmaður og alþjóö vissi glöggt af því er hann bráut af sér í starfi póst- manns á Akureyri og var dæmd- ur til fangavistar. Þeirri dvöl er nýlega Iokið og féllst Óli á að svara spurningunni: Hvernig er lffið á bak við rimlana? Óli afplánaði sinn dóm í fang- elsinu á Skólavörðustíg og á Kvíabryggju. Hér er kafli úr lýsingu hans á aðbúnaðinuin á fyrrnefnda staðnum: „Það er allt kjaftfullt f fangelsinu. Menn fá að fara út í fangelsisgarðinn tvisvar á sólarhring, hálftíma í senn. Margir eru feimnir við að fara út í garðinn því yfir honum gnæfa bankahús og íbúðabygg- ingar og fólk getur séð hverjir eru þarna. Fangar eiga ekki að vera sýningargripir en í fangels- isgarðinum eru þeir eins og apar í dýragarði og þessi fangelsis- geiri er ailur einn dýragarður.“ SS Fastlega er búist við að hjól saumastofunnar Borgar í Víði- hlíð í Víðidal fari að snúast aft- ur eftir áramótin eftir nokkurt hlé. Vinna hefur legið niðri hjá saumastofunni frá því í haust vegna verkefnaleysis og hafa starfsmenn notið atvinnuleys- isbóta. Að sögn Ólafs B. Óskarsson- ar, bónda í Víðidalstungu I og oddvita Þorkelshólshrepps, er vilji heimamanna að styrkja stoð- ir reksturs Borgar og hefur í því skyni tekist að safna nokkru hlutafé. Óvíst er hins vegar hvort Byggðastofnun kemur inn í dæmið, en fyrir liggur beiðni til stofnunarinnar unt að hún leggi fram hlutafé á móti heimamönn- um í rekstur Borgar. Hjá Borg hafa að jafnaði starfað nálægt tíu manns og segir Ólafur því mikilvægt fyrir byggð- arlagið að hægt verði að halda rekstri hennar áfrarn. „Starfsfólk er mjög vel þjálfað og hefur að því er mér skilst orð á sér fyrir vönduð vinnubrögð,“ segir Ólaf- ur. óþh Sauðárkrókur: 12 kaupleigu- íbúðir boðnar út Á fundi Bæjarráðs Sauðár- króks þann 29. nóvember var samþykkt að bjóða út bygg- ingu kaupleiguíbúða í Jökla- túni 2-24. Útboðið á að fara fram fyrir áramót, en um 12 íbúðir er að ræða. Þegar eru í byggingu 6 íbúðir, tvær við Freyjugötu og fjórar við Skógargötu, en þessar götur eru báðar í gamla bænum, en Jöklatúnið er í Túnahverfinu sem byggst hefur á síðustu árum. Sauðárkróksbæ var úthlutað 10 íbúðum á þessu ári. Tilboðsfrest- ur verður til 20. janúar 1990. kj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.