Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 5 lesendahornið Sárt að sjá eignir auglýstar á nauðungaruppboði ao ósekju - Er vonlaust að fá slík mistök leiðrétt opinberlega? Ingólfur hringdi og sagðist vilja vekja athygli á þeim leiða ósið starfsmanna sýslu- mannsembætta og bæjarfógeta að birta uppboðsauglýsingar, þótt búið sé að ganga frá þeirri skuld sem um væri að ræða. „Ég hef lent í þessu sjálfur og veit um marga sem hafa sömu sögu að segja. Þetta virðist því nokkuð algengt. Það er afar hvimleitt, svo ekki sé meira sagt, þegar maður sér fasteign sína - íbúðarhús eða annað - auglýsta á nauðungaruppboði vegna van- skila, þótt maður sé þá búinn að gera full skil á umræddri greiðslu, með vöxtum og vaxtavöxtum. Það þýðir ekkert að gera athuga- semdir við þessa framkomu yfir- valdsins, því maður fær í besta falli persónulega afsökunarbeiðni undir fjögur augu. Um það er alls ekki að ræða að sýslumanns- embættið birti leiðréttingu á sama stað og uppboðsauglýsinguna, þ.e. í fjölmiðlum. Ég vildi gjarn- an fá svar við því hvernig á þessu stendur og hvort ekki sé hægt að koma í veg fyrir að svona mistök endurtaki sig í sífellu. Opinberir starfsmenn mega ekki, fremur en aðrir, gleyma Blaðberi kom við á ritstjórn Dags fyrir nokkru og vildi kvarta yfir gloppóttum sandburði bæjar- starfsmanna. „Þeir báru sand á Norðurgötuna beggja megin og á Eiðsvallagötuna en slepptu Rán- argötu, Ægisgötu og Hríseyjar- götu. Þarna er mjög hált og erfitt að fóta sig. Ég reyndi mikið að ná í verkstjóra hjá bænum en hann var aldrei við. Þess vegna vil ég beina þeim tilmælum til bæjar- yfirvalda að bæta úr þessu hið snarasta og sandbera allar götur á Eyrinni, ekki bara nokkrar götur. Það býr mikið af eldra fólki á Eyrinni og það er stór- hinum mannlega þætti starfs síns. Mér finnst sárt að sjá eignir mín- ar auglýstar á nauðungaruppboði að ósekju og/eða vegna mistaka. Ég þykist vita að aðrir séu sama sinnis. Afsökunarbeiðni hefur lít- ið að segja í því sambandi nema því aðeins að hún sé birt almenn- ingi. Þá fyrst er manni að ein- hverju leyti bættur skaðinn. Ég tel þess vegna að skylda ætti bæjarfógeta og sýslumenn til að leiðrétta svona mistök fyrir opn- um tjöldum." Hjá Bæjarfógetaembættinu á Akureyri fengust þær upplýsing- ar að bréf eru send til allra aðila um að auglýsing um uppboð muni birtast í Lögbirtingarblað- inu og fá menn frest í hálfan mánuð til að gera skuld sína upp. íbúi við Ránargötu á Akureyri hringdi varasamt fyrir þetta fólk að kom- ast leiðar sinnar í hálkunni.“ Brynjólfur Brynjólfsson hringdi „Mig langar til að vekja athygli á því, sem ég ímynda mér að ekki margir Akureyringar hafi velt fyrir sér, að hrafnar eru nú afar sjaldséðir í bænum. Hér í eina tíð var mikið um hrafn en hann virð- ist gjörsamlega hafa verið þurrk- aður út. Bæjarstarfsmenn eitra Ef ekkert gerist er handrit sent til Lögbirtingarblaðsins til auglýs- ingar eins og lög gera ráð fyrir og ef menn gera upp eftir það er reynt að draga auglýsinguna til baka. Ef vinna í prentsmiðju er hins vegar hafin er vonlaust að draga auglýsinguna til baka. Á skrifstofu Lögbirtingar- blaðsins var okkur sagt að vinnsla hvers blaðs tæki um tíu daga. Blaðið kemur út tvisvar í viku og er ekki hægt að gera breytingar um það bil viku áður en blaðið kemur út. Það er því ekki nóg að gera upp sama dag, eða nokkrum dögum áður en tilkynnt hefur verið að auglýsing eigi að birtast, því tækninnar vegna er ekki hægt að koma í veg fyrir að hún komi fyrir sjónir almennings. „Bæjarstarfsmenn komu hér í götuna á dögunum í þeim erinda- gjörðum að bera sand á gang- stéttir beggja megin götunnar. Það þarf ekki að orðlengja það að í stað þess að dreifa sandinum á gangstéttirnar settu þeir hann á götuna. Maður skilur ekki þessi vinnubrögð. Svo er sífellt verið að tala um að börnin eigi ekki að vera á götunum.“ fyrir hrafninn og stefna með því að útrýmingu hans. Þeir gera þetta auðvitað til þess að halda stofninum í skefjum en mér finnst langt gengið þegar hann hverfur alveg. Mér finnst þetta í hæsta máta vafasamt og tel fulla ástæðu til að vekja athygli á þess- ari útrýmingarherferð.“ Bæjarstarfsmenn: Hugið betur að sandburði Sanddreifmg bæjarstarfsmanna: „Maður skilur ekki þessi vinnubrögð“ Hrafinnn í útrýmingarhættu? skák Haustmót Skákfélags Akureyrar: Gylfi sigraði í A-flokki Haustmóti Skákfélags Akur- eyrar er nú lokið. Við höfðum áður greint frá úrslitum í B- flokki en hér koma úrslit í A- flokki, unglingaflokki og drengjaflokki. Gylfi Þórhalls- son sigraði í A-flokki, hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum. Keppendur voru sex og tefld var tvöföld umferð. í öðru sæti í A-flokki varð Bogi Pálsson með 6Vi vinning og Kári Elíson varð þriðji með 5VL Torfi Stefánsson fékk 5 vinninga, Jón Björgvinsson 4 og Skafti Ingimarsson 2. I unglingaflokki sigraði Þór- leifur Karlsson. Hann fékk 9 vinninga af 11 mögulegum. í 2,- 3. sæti urðu þeir Örvar Arn- grímsson og Smári Teitsson með 81/2 v. Næstir komu Pétur Gréf- arsson með 6V2 v. og Aðalsteihn Sigurðsson með 6. Páll Þórsson sigraði í drengja- flokki með 8 vinninga af 9 mögu- legum. Gestur Einarsson fékk 71/2 v. og þeir Halldór Ingi Kára- son, Magnús Ásbjörnsson og Sveitakeppni grunnskóla á Akureyri og í Eyjafirði í skák hófst um síðustu helgi. Teflt er í tveimur flokkum, flokki yngri nemenda (1.-6. bekk) og eldri nemenda (7.-9. bekk). Keppni í eldri flokki er lokið og hafði Gagnfræðaskóli Akureyrar mikla yfirburði. A-sveit Gagnfræðaskólans sigraði, hlaut 211/2 vinning af 24 mögulegum. B-sveit Gagnfræða- skólans varð í öðru sæti með 14 Bárður H. Sigurðsson fengu 6 vinninga. SS vinninga og C-sveitin lenti í þriðja sæti með 8'/2 v. Staðan í yngri flokknum er þannig eftir fimm umferðir að A- sveit Lundarskóla er með örugga forystu. Sveitin hefur krækt í 19 vinninga af 20 mögulegum. C- sveit Lundarskóla er í öðru sæti með 13 v. Síðan koma A-sveitir Barnaskóla Akureyrar og Lauga- landsskóla með lO'/i v., B-sveit Lundarskóla er með 10 v. og sveit Síðuskóla með 9 v. Keppn- inni lýkur nk. laugardag. SS Sveitakeppni grunnskóla: Gagnfræðaskólinn í þrem efstu sætunum c ■ .. '■ ... .^ 10% jólaafsláttur til jóla Tvískiptir útigallar á börn. Stærðir 100-130. Verð kr. 5.550,- Fóðraðar gallabuxur á börn. Stærðir 4-14. Verð kr. 2.240,- Skíðahanskar og lúffur. Barnajogginggallar. Stærðir 104-128. Verð frá kr. 1.350,- Drengja-, dömu- og herrapeysur. Ath! Nýtt greiðslukortatímabil hefst 8. des. WEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Til sölu sérverslun á besta stað í bænum Fjölbreytt vöruúrval, margar vörurnar fást ekki ann- ars staðar í bænum. Upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni, ekki í síma. Opið alla virka daga frá kl. 5-7. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.