Dagur


Dagur - 07.12.1989, Qupperneq 3

Dagur - 07.12.1989, Qupperneq 3
Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 3 fréttir í- Svarfdælingar og Árskógsstrendingar senda Steingrími J. bréf: Myrkraverk þola ekki dagsins ljós. Mynd: KL Augljós þörf fyrir starfrækslu stórgripasláturhúss á Dalvík - atvinnusjónarmiðin einnig augljós Hreppsnefndir Árskógs- og Svarfaðardalshrepps og bún- aðarfélögin í Árskógs-, Svarf- aðardalshreppi og Dalvík hafa sent bréf til landbúnaðarráð- herra, dagsett 1. desember sl., þar sem þeirri áskorun er beint til hans að tekið verði fullt tillit til sjónarmiða heimamanna áður en gengið verði til þess verks að leggja sláturhús Kaupfélags Eyfirðinga á Dal- vík niður. Afrit af bréfinu var sent til útibússtjóra K.E. Dal- vík og stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga. í bréfinu, sem er undirritað af Sveini Jónssyni, oddvita Ár- Virðisaukaskatturinn og launþeginn: Skiptir mestu máli hvað nauðsynjavörur munu kosta skógshrepps, Garðari Sverris- syni, formanni Búnaðarfélags Árskógshrepps, Birni Þórleifs- syni, oddvita Svarfaðardals- hrepps, Óskari Gunnarssyni, for- manni Búnaðarfélags Svarfdæla og Baldvini Magnússyni, for- manni Búnaðarfélags Dalvíkur, er bent á að full þörf sé fyrir að halda úti stórgripaslátrun á Dalvík. Orðrétt segir: „Meðan áætlað er að sláturhús á Akureyri taki að sér alla slátrun á stóru svæði, virðist það vera að korna í ljós að það annar engan veginn þörf fyrir stórgripaslátrun. Slík slátrun fer því sívaxandi á Dalvík. Sem dæmi má nefna, að í liðinni viku var slátrað þar grip- um úr Fnjóskadal og innanverð- um Eyjafirði, sem ekki var hægt að taka við á Akureyri fyrr en í jan. nk. Á Dalvík mun nú vera slátrað allt að 35 gripum á viku og fara 70-80 tonn af stórgripa- kjöti um húsið að ári. Að þessu skoðuðu ætti að vera augljós þörfin fyrir að halda Dalvíkur- sláturhúsinu opnu sem stórgripa- sláturhúsi. Varla þarf að benda á hagræði af þessu fyrir bændur í sveitum við vestanverðan Eyja- fjörð. Atvinnusjónarmiðin eru einnig augljós." Pá er ennfremur í bréfi oddvit- anna og formanna búnaðarfélag- anna bent á sjónarmið Rögnvald- ar Friðbjörnssonar útibússtjóra K.E. á Dalvík í bréfi til landbún- aðarráðherra í október sl. og sjónarmið Ármanns Gunnars- sonar, dýralæknis, um sláturhús- ið á Dalvik frá því í mars sl. Þá er vitnað til eftirfarandi samþykktar hreppsnefndar Svarfaðardals- hrepps varðandi þetta mál 27. apríl sl.: „Hreppsnefnd Svarfað- ardalshrepps beinir þeirri áskor- un til stjórnar og forráðamanna Kaupfélags Eyfirðinga, að slátur- húsið á Dalvík verði starfrækt áfram og nú sem stórgripaslátur- hús, sem hugsanlega gæti þjónað meginhluta Eyjafjarðarsvæðis- ins." óþh - segir Þóra Hjaltadóttir formaður AN „Það er strax bót í máli að virðisaukaskatturinn verður lægri en söluskatturinn því annars er ég hrædd um að verðhækkanir hefðu orðið meiri en tilefni er til,“ sagði Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands aðspurð um áhrif væntanlegs virðisaukaskatts á hinn almenna launþega. Hún sagði að það myndi skipta mestu máli hvað nauðsynjavörur koma til með að kosta og skipti þá litlu hvað skatturinn er í mörgum þrepum. „Að sjálfsögðu hefðum við viljað sjá virðisaukaskatt í tveim- ur þrepum þar sem lægra þrepið væri núll á nauðsynjavörum, en þar á ég ekki aðeins við innlendar matvörur heldur allar nauðsynj- ar. í framkvæmd væri hægt að tengja þetta niðurgreiðslum því þetta kemur jú allt úr sama kass- anum.“ Því hefur verið spáð að algeng- ustu nauðsynjar komi til með að lækka um 7-8% í verði og almennar vörur um 2% og segir Þóra nauðsynlegt að fylgja þessu eftir með miklu eftirliti. „Auðvit- að er maður vantrúaður á að vör- ur lækki í verði en mínar björt- ustu vonir eru þær að þær muni a.m.k. ekki hækka,“ sagði hún. Þá segir Þóra að þar sem skattur- inn verði auðveldari í innheimtu og minna um undandrátt, komi meira til með að komast í ríkis- kassann en raun ber vitni í sölu- skattskerfinu. Aðspurð um tekjuskattshækk- unina sagði Þóra það bölvanlegt að persónuafsláttur skuli ekki fylgja verðlagi. „Það er í raun í lagi að hækka tekjuskattshlutfall- ið en þá þurfa skattleysismörkin líka að vera hærri. Ég hefði þess vegna viljað sjá hærra skatthlut- fall á móti meiri persónuafslætti og í framtíðinni horfi ég til tveggja skattþrepa á tekjur.“ VG ★ FataleÖur ★ Föndurleöur ★ Bókbandsskinn ★ Rússkinn JÓN BRYNJÓLFSSON HF BOLHOLTI 6, REYKJAVÍK - SÍMI 686277 HEILDVERSLUN Verðbreytingar í kjölfar virðisaukaskattsins: Verð á helstu innlendum mat- vælum lækkar um áramót - tekjuskattur hækkar en einnig skattleysismörk og persónuafsláttur Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um fyrir- hugaðar breytingar á tekju- skatti í tengslum við skattkerf- isbreytingu úr söluskatti í 24,5% virðisaukaskatt. Persónuafsláttur og barnabæt- ur hækka um tæp 7,5%, og kem- ur hækkun tekjuskatts fyrst og fremst við aðila sem eru með tekjur vel yfir meðallagi, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Lág- tekjufólk og barnafjölskyldur borga svipað eða ívið minna eftir breytinguna en fyrir hana. Ef miðað er við væntanlega vöru- verðslækkun vegna lækkunar skatthlutfalls virðisaukaskattsins frá söluskatti hafa breytingarnar í för með sér nokkra kjarabót fyrir þessa hópa. í frumvarpi um virðisaukaskatt verður gert ráð fyrir einu skatt- þrepi með 24,5% skatthlutfalli, en það er 1,5% lægra en áður var ráðgert. Helstu innlend matvæli svo sem mjólk, kjöt og fiskur bera ígildi 14% skatts með endurgreiðslu sem bundin verður í lögum. Vöruverð í framan- greindum flokkum mun því lækka um 7 til 8 prósent eftir ára- mótin. Af öðrum breytingum má nefna að tekjuskattshlutfall hækkar úr 30,8% í 32,8% um áramót. Persónuafsláttur hækkar úr 19.419 kr. í kr. 20.850, og skattleysismörk úr kr. 51.455 í kr. 52.466. „Að þessum breyting- um samþykktum verður skatt- byrði lágtekjufólks og barnafjöl- i skyldna svipuð á fyrri helmingi þess árs og hún er nú, jafnvel ívið lægri. Hlutfall tekjuskatta af heildartekjum launafólks verður samkvæmt þessu um 0,9% hærra en í ár. Skattbyrðin þyngist mest hjá fólki með háar tekjur, allt upp undir 2%. Hins vegar lækkar skattbyrðin beinlínis hjá lág- tekjufólki, en auk þess kemur lægra matvöruverð þessu fólki sérstaklega til góða,“ segir í fréttatilkynningu ráðuneytisins. EHB Bremerhaven: Skafti SK-3 seldi 157 tonn í gær Skafti SK-3 seldi 157 tonn Bremerhaven í V-Þýskalandi í gær. Fyrir aflann fengust 12,8 milljónir króna, meðalverð 81,3 krónur. Seld voru 139 tonn af karfa fyr- ir 11,9 milljónir króna, meðal- verð 85,9 krónur, 13 tonn af blönduðum fiski fyrir 399 þúsund, meðalverð 29,35 krónur. Fyrir 2,4 tonn af þorski fengust 222,3 þúsund, meðalverð 90,9 krónur, og 1,6 tonn af ufsa var selt fyrir 168 þúsund, meðalverð 103 krónur. óþh STOÐUGLEIKI OGTRAUST —™.——- —-#——-—-————— - Undirstaða arðbærs sparnaðar Fj árfestingarf élag íslands h.f. var stofnað 1971 skv. lögum frá Alþingi. - ,— —-—«—— ----— Hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslands h.f. eru yfir 400 talsins. Þeirra stærstir eru: HF. EIMSKIPA- FÉLAG ÍSLANDS, VERSLUNARBANKI ÍSLANDS HF. og LÍFEYRISSJÓÐUR VERSLUNARMANNA. FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSIANDS HF. Ráðhústorgi 3, Akureyri, sími 25000

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.