Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 16
Jólatilboð á írei&lumat
Bayonne- skinka 795,~ P kg Hringskorinn svínabógur 397,— pr. kg Svínaham- borgariæri 539,—pr kg Lambahamborgar- hryggur 539,— pr. kg
i
dagar
tiljóla
Húsvísk matvæli hf.:
Starfsfólki sagt upp
- fram yfir áramót
Hið nýja hlutafélag, sem stofn-
að var á Húsavík í haust,
Húsvísk matvæli hf., hefur
sagt upp starfsfólki sínu, 8-9
manns. Munu uppsagnirnar
taka gildi um næstu helgi en
vinna hefst síðan á ný hjá fyrir-
tækinu eftir áramótin.
Framkvæmdastjóri Húsvískra
matvæla, Jakob Bjarnason tók til
starfa fyrir síðustu mánaðamót.
Fremur rólegt hefur verið hjá
fyrirtækinu að undanförnu. Unn-
ið er m.a. við að skipta um merk-
ingar á rækjudósum af lager
Hiks, en samningar náðust um
sölu talsverðs magns af rækjunni
á markað í Austur-Þýskalandi.
Eftir að vinnu við matvælin lýkur
verður unnið við lagfæringar hjá
fyrirtækinu, til að hafa allt tilbú-,
ið fyrir vinnsiuna á nýja árinu.
IM
Hótelstjóri Hótel Stefaníu vill breyta
iðnaðarhúsnæði við Dalsbraut:
Umsókninm hafiiað vegna
óvissu um framtíðarnotkun
Heimir Ingimarsson, bæjar-
fulltrúi, vakti athygli á því á
síðasta fundi Bæjarstjórnar
Akureyrar að bygginganefnd
hefði hafnað umsókn Stefáns
Sigurðssonar, hótelstjóra,
vegna breytinga á húsnæði við
Dalsbraut.
Eins og kunnugt er hcfur Ála-
foss hf. undanfarið selt nokkuð af
ónotuðu verksmiðjurými. Sumir
þeir aðilar sem hafa keypt hluta
fasteignanna hafa breytt þeim og
innréttað, sumir með leyfi en
aðrir ekki. Á fundi bygginga-
nefndar 22. nóvember var
umsókn Haraldar Árnasonar f.h.
Stefáns Sigurðssonar vegna
breytinga á 2. hæð í vestasta
hluta verksmiðjubygginganna
tekin til afgreiðslu. Umsókn um
að breyta húsnæðinu var hafnað
af bygginganefnd, þar sem ekki
var gerð grein fyrir áætlun um
notkun húsnæðisins.
Heimir gagnrýndi fyrst og
fremst að of mikil brögð væru að
því að menn kynntu sér ekki,
áður en kaup væru fest í húsum
eða lagt út í fjárfestingar, hvort
leyfi fengjust fyrir þeirri starf-
semi sem ætlað væri að hafa á
staðnum. Umsókn Stefáns Sig-
urðssonar væri aðeins eitt dæmi
af mörgum um þetta. „Mér finnst
líka að menn eigi ekki að bjóða
eignir til sölu án þess að geta þess
að eignin hafi þjónað ákveðnum
tilgangi og hafi fyrst og fremst
leyfi til þess að gera það áfram.
Sala á eign gefur ekki heimild til
að hún þjóni nánast hvaða öðrum
tilgangi sem er,“ segir Heimir.
Bygginganefnd gerði athuga-
semdir vegna stækkunar glugga
og vegna bílastæða við Dals-
braut, en gert var ráð fyrir tugum
bílastæða við húsið.
„Mér finnst þessi afgreiðsla
bygginganefndar furðuleg. Nefnd-
in þarf ekki að hengja sig í að
verið sé að beita einhverjum
brögðum þótt bílastæðafjöldi sé
miðaður við hugsanlegar fram-
tíðarþarfir í huga. í>að sama má
segja um gluggana, ég skil ekki af
hverju við megum ekki stækka þá
þótt þarna eigi að vera geymsl-
ur,“ segir Haraldur Árnason.
Haraldur minnti ennfremur á
að framtíðarnotkun byggingar-
innar væri háð rekstrarleyfi, en
um slíkt leyfi væri ekki hægt að
sækja fyrr en menn vissu til hvers
ætti að nota húsnæðið, eins og
menn gætu sagt sér sjálfir. EHB
Þorvaldur Örlygsson, knattspyrnumaðurinn snjalli, skrifar hér undir atvinnusamning við Nottingham Forest ásamt
Ron Fenton, aðstoðarframkvæmdastjóra Forest, og Stefáni Gunnlaugssyni, formanni Knattspyrnudeildar KA.
Mynd: KL
Atvinnuleysi á Sauðárkróki ’88 og ’89:
Stefiiir í nær helmings
aukningu á niilli ára
Á bæjarstjórnarfundi á Sauð-
árkróki sl. þriðjudag var lagt
fram yfirlit atvinnuleysisdaga
árið 1988 og það sem af er árinu
1989. í þessu yfirliti kemur
glögglega fram mikil aukning á
atvinnuleysi á milli þessara
ára.
Fundað í dag um loðnuveiðarnar:
Ákvörðun um stöðvun eða
áframhaldandi veiðar?
Fyrir hádegi í dag verður hald-
inn fundur sjávarútvegsráð-
herra og hagsmunaaðila vegna
loðnuveiða. Sem kunnugt er
tók ráðherra ákvörðun um að
fella úr gildi heimildir til
Ioðnuveiða um síðustu helgi en
Snæfell til sölu:
Viðræður
í gangi
„Viðræður eru í gangi og þær
munu halda áfram. Við höfum
tekið þá stefnu að selja Snæ-
fellið. Meira get ég ekki sagt
um málið,“ sagði Magnús
Gauti Gautason, kaupfélags-
stjóri, í samtali við Dag í gær
um fyrirhugaða sölu á Snæfelli
EA-740 til Grindavíkur.
Magnús Gauti staðfesti að
KEA stæði í viðræðum við Þor-
björn hf. í Grindavík um sölu á
frystitogaranum. Samningavið-
ræður báru ekki áþreifanlegan
árangur í gær en Magnús Gauti
sagði að þeim yrði haldið áfram.
SS
frestaði því þegar fréttir bárust
af afla skipa á Kolbeinseyjar-
svæðinu. Lítið hefur aflast á
svæðinu síðan þrátt fyrir að
þar sé þorri loðnuskipaflotans.
Fundurinn í dag mun því taka
ákvörðun um hvort stöðva eigi
veiðarnar.
Sverrir Leósson, einn útgerð-
araðila loðnuveiðiskipsins Súl-
unnar, segir að nú séu uppi aðrar
forsendur fyrir loðnuveiðibanni
heldur en voru um síðustu helgi.
Þá hafi ákvörðun verið tekin um
stöðvun í ljósi þess að ekkert hafi
veiðst af stærri loðnu en síð'ustu
daga hafi skipin hins vegar veitt
góða 2-3 ára loðnu þrátt fyrir að
ekki hafi fundist mikið af henni.
„Þeir eru nú komnir norðar og
austar en áður og þrátt fyrir lítinn
afla er um að ræða stóra loðnu.
Spurningin er því sú hvort loðnan
sé að gefa sig eða ekki. Rökin
fyrir stöðvun um daginn var veiði
á smáloðnu, nú er hins vegar
uppi önnur staða og þá er spurn-
ingin sú hvernig menn rökstyðja
stöðvun frá morgundeginum,
verði það niðurstaða fundarins í
dag,“ segir Sverrir. JÓH
Samtals atvinnuleysisdagar
1988 voru 5492. Allt bendirÁil
þess að sú tala tvöfaldist í ár, því
fyrstu 11 mánuði þessa árs voru
alvinnuleysisdagarnir komir í
9825 og allur desember eftir. Á
atvinnuleysisskrá í lok nóvember
voru 52 en á sama tíma í fyrra
voru það 45 manns.
Líkur eru á því að tala atvinnu-
lausra lækki aðeins í desember að
sögn Matthíasar Viktorssonar
forstöðumanns vinnumiðlunar
Sauðárkróksbæjar en hann sagði
aö þessar tölur væru ískyggilegar.
Atvinnuleysi var nær þriöjungi
meira fyrstu þrjá mánuði þessa
árs en þess síðasta. Árið 1988
voru atvinnuleysisdagar 1715
fyrstu þrjá mánuðina en í ár voru
þeir 4211.
Þá virðist minna hafa verið að
gera fyrir vörubifreiðastjóra í ár
en í fyrra því atvinnuleysisdagar í
þeirra herbúðum voru 1123 í
fyrra en eru þegar orðnir 1390
fyrstu 11 mánuði þessa árs. Þá
vekur athygli að 5122 atvinnu-
leysisdagar voru meðal kvenna
fyrstu 10 mánuði þessa árs en
3772 meðal karla. kj
Hugmyndasamkeppni atvinnu-
málanefndar Akureyrar:
Um eitt hundrað hafa
leitað eftir gögnum
- skilafrestur til 15. desember
en tíu tillögur hafa þegar borist
Um eitthundrað aðilar hafa
leitað eftir gögnum um hug-
myndasamkeppni atvinnu-
málanefndar Akureyrar og nú
þegar hafa tíu aðilar skilað inn
hugmyndum. Frestur til að
skila inn hugmyndum rennur
út 15. desember nk. og segist
Sigurður P. Sigmundsson,
framkvæmdastjóri Iðnþróun-
arfélags Eyjafjarðar, búast við
að fjöldi hugmynda skríði inn
um bréfalúguna til þess dags.
Sigurður segir athyglisvert að
meirihluti þeirra sem fengið hafa
gögn um hugmyndasamkeppnina
^séu höfuðborgarbúar. Hann segir
að sumar hugmyndir sem þegar
hafi borist séu allrar athygli
verðar. „Af símhringingum að
dæma finnst mörgum sá tími sem
er til stefnu knappur og því óvíst
að þeir geti fullmótað hugmynd-
irnar. Það er því full ástæða til að
taka fram að menn eru hvattir til
að skila inn athyglisverðum hug-
myndurn þó svo að þær verði
ekki að fullu unnar þann dag sem
skilafrestur rennur út. Við eigum
eftir að kafa ofan í hlutina fram
að verðlaunaafhendingu í febrú-
ar og á þeim tíma gefst þessum
hugmyndasmiðum kostur á að
skýra sínar hugmyndir betur,“
1 segir Sigurður.