Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 07.12.1989, Blaðsíða 15
íþróftir Fimmtudagur 7. desember 1989 - DAGUR - 15 2 Rósberg í Reynl - Hugur á Ströndinni Rósberg Óttarsson markvörð- ur í knattspyrnu hefur ákveðið að ganga til liðs við Reyni á Árskógsströnd. Hann var varamarkvörður Leifturs- manna í fyrra en lék þar áður með UMSE-b og Þór. Eiríkur Eiríksson, sem varið hefur mark Reynismanna undan- farin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann mun samt verða Reynismönnum inn- an handar í sambandi við mark- mannsþjálfun. f>að er hugur í Reynismönnum að standa sig í hinni nýju þriðju deild. Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari Árskógsstrendinganna sagðist vera feginn að breyting hafi verið gerð á deildinni því það verði gaman að fá ný lið í baráttuna í stað þess að vera allt- af að spila við sömu liðin. „Það verður gaman að taka á þessum sunnanliðum, m.a. Þrótti," sagði hann og hló en það er vert að geta þess að Þorvaldur er gamall leikmaður Þróttaraliðsins. Svona í lokin skal það tekið fram að hinn nýi markvörður Reynismanna, Rósberg Óttars- son, er ólofaður. Rósberg Óttarsson markvörður Reynis. Knattspyrna: „Velkomiiin um borð“ - sagði Ron Fenton við Þorvald Örlygsson að lokinni undirskrift Þorvaldur Ö.rlygsson ásamt Ron Fenton aðstoðarframkvæmdastjóra Nott- ingham Forest. Mynd: kl „Velkominn um borð,“ sagði Ron Fenton aðstoðarfram- kvæmdastjóri Nottingham Fores brosandi við Þorvald Örlygsson eftir að sá síöar- nefndi hafði skrifað undir 2Vi árs samning við þetta fræga enska félag í KA-heintilinu í gær. Spurningunni hvers vegna For- est væri að ná í leikmann til íslands þegar nóg væri af ungum og efnilegum leikmönnum í Englandi svaraði Ron Fenton á þá leið að Þorvaldur væri nú ekki beint ungur leiktnaður heldur þroskaður knattspyrnumaður og það væru þannig menn sem For- estliðið þyrfti á að halda. „Okkur var bent á Þorvald og þess vegna buðum við honum að koma til félagsins. Á æfingum og í leikjum sýndi hann að þarna var mjög góður knattspyrnumaður á ferð- inni og stjórn félagsins taldi því akk í því að fá hann til Notting- ham,“ sagði Fenton. - En á Þorvaldur raunhæfa möguleika að komast í liðið? „Það er ekki spurning að Þor- valdur hefur alla burði til þess að standa sig í ensku knattspyrn- unni. Hann er fljótur, teknískur og umfram allt er hann áræðinn Blak: Stefán blakmaður ársins - annað árið í röð sem KA-maður hlýtur titilinn Stefán Jóhannesson blakmað- ur í KA hefur verið útnefndur blakmaður ársins af Blaksam- bandi íslands fyrir árið 1989. Þetta er annað árið í röð sem KA hlýtur þennan titil en í fyrra var Haukur Valtýsson kosinn blakmaður ársins. Blakmaður ársins var að von- Spilað golf góða veðrinu - mót að Jaðri um helgina Þótt komið sé fram í desember eru kylfingar enn á fullu með golfkylfur sínar á Akureyri. Um síðustu helgi var haldið 18 holu mót og um næstu helgi er ráðgert að halda tvö 18 holu mót, svokölluð Kóka-kóla Jólamót. Ef veðurguðirnir verða kylf- ingunum hagstæðir um næstu helgi mun verða slegið á sumar- flötunum, en einungis þó ef þurrk- ur verður. Mótin byrja kl. 11.00 og eru öllum opin. Það er Vífilfell h.f. sem styrkir mótin og verður fjöldi aukaverð- Staðan 2. deild kvenna Selfoss 3 3-0-0 66:51 6 ÍR 3 1-1-0 60:54 5 UMFA 4 2-0-2 68:66 4 ÍBK 4 1-1-2 67:70 3 Þróttur 4 1-0-3 65:79 2 Þór 2 0-1-1 34:36 1 ÍBV 2 0-1-1 29:33 1 launa í boði. Það er því eftir ein- hverju að slægjast og eru kylfing- ar hvattir að nýta sér veðurblíð- una til þess að taka þátt í þessu jólamóti GA. Á mótinu um síðustu helgi sigraði Magnús Jónatansson en þeir Ólafur Gylfason og Sveinn Rafnsson voru jafnir í 2. og 3. sæti. Stöðugur straumur kylfinga hefur legið að Jaðri að undan- förnu enda veður með afbrigðum hagstætt til þess að stunda golf. um ánægður þegar honum voru færð þessi tíðindi. „Ég átti nú alls ekki von á þessum titli og var reyndar búinn að gleyma að hon- um er venjulega úthlutað á þess- um árstíma. Ég lít nú á titilinn sem heiður fyrir allt KA-liðið en ekki eingöngu fyrir sjálfan mig. Blak er hópíþrótt og ekkert lið er sterkara en veikasti einstakl- ingurinn í því. Þetta er því alveg eins viðurkenning til félaga minna í KA því án þeirra hefði ég ekki getað náð mér þetta vel á strik,“ sagði Stefán Jóhannesson. „Það er mikill heiður og ánægja fyrir okkur KA-menn að hafa hlotið þennan titil tvö ár í röð. Þetta sýnir að við erum á réttri leið í okkar starfi og ýtir undir okkur að sýna enn meiri metnað en hingað til,“ sagði Stefán Magnússon formaður blakdeildar KA eftir að honum bárust þessi tíðindi. Um næstu helgi halda KA- strákarnir á Laugarvatn og keppa þar við nemendur úr Iþrótta- kennaraskólanum en þeir keppa í 1. deildinni undir nafni HSK. Það lið er sýnd veiði en ekki gefin og er skemmst frá því að segja að Stúdentar lentu í hinu mesta basli með Laugvetninga og rétt unnu þá 3:2. Það má því búast við hörkuviðureign og hefst leikur- inn kl. 13.30 á laugardaginn ef einhver skyldi eiga leið fram hjá íþróttahúsinu að Laugarvatni. leikmaður með nægjanlegt sjálfs- álit og sjálfsaga til þess að standa sig í 1. deildinni. Það verður hins vegar að taka tillit til þess að það tekur tíma fyrir erlenda leikmenn að aðlaga sig að aðstæðum. Sumir þeirra hafa ekki gert það en aðrir, sér- staklega hollenskir leikmenn, hafa staðið sig með sóma. Við búumst ekki við miklu af Þor- valdi næstu þrjá mánuðina og raunverulega búumst við ekki við neinum stórafrekum frá honum fyrr en á næsta keppnistímabili. En eigum við ekki að vona að hann geti spilað gegn Liverpool 1. janúar en sá leikur verður sýndur beint í Englandi,“ sagði Ron Fenton aðstoðarfram- kvæmdastjóri Nottingham Forest. Þorvaldur Örlygsson sjálfur var að vonum ánægður með að þessum áfanga skyldi hafa verið náð. „Nú er biðtíminn úti og nú er það bara að standa sig. Það tekur að sjálfsögðu tíma að kom- ast í leikæfingu aftur og ég stefni á að spila eftir áramótin. Ekki er raunhæft að ætlast til þess að ég vinni mér fast sæti í liðinu á þessu keppnistímabili en ef ég næ nokkrum leikjum þá verð ég ánægður. Síðan er stefnan auð- vitað að vinna sér öruggt sæti á næsta keppnistímabili,“ sagði Þorvaldur Orlygsson. Þorvaldur fær ekki leyfi til að fara heim um jólin eins og áður var haldið. Það sýnir að stjórn félagsins hefur trú á honum enda er mikið um að vera í deildinni yfir jólavertíðina. Það verður því gaman að sjá hvernig Þorvaldur stendur sig í enska boltanum. Maraþonsund Óðins - safnað fyrir Þýskalandsferð Keppnishópur á vegum Sund- félagsins Óðins heldur til Þýskaiands um jólin í æfinga- og keppnisferð. Til þess að safna peningum til þessarar feröar munu þau synda mara- þonsund í Sundlaug Akureyrar um næstu helgi. Þetta eru 15 krakkar sem munu synda og er áætlað að þau muni synda um 100 km áður en yfir lýkur. Sundfélagar hafa safn- að áheitum hjá fyrirtækjum og einstaklingum, en sund þetta verður um leið fyrirtækjaleikur. Blaksamband Islands hefur útnefnt Stefán Jóhannesson KA, blakmann árs- ins 1989.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.