Dagur


Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 5

Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 8. desember 1989 - DAGUR - 5 Jóhann Már Jóhannsson gefur út einsöngsplötuna „Ef væri ég söngvari": „Ég og Búnaðarbankiim á Króknum stöndum saman að útgáfu plötunnar“ - 18 laga plata, þar af eru þrjú laganna erlend Jóhann Már Jóhannsson, ten- órsöngvari og bóndi Keflavík í Rípurhreppi í Skagafirði, hef- ur sent frá sér aðra einsöngs- plötu sína sem ber nafnið „Ef væri ég söngvari.“ A plötunni eru 18 lög, þar af þrjú erlend. Fyrri plata Jóhanns, „Bónd- inn“, kom út fyrir sex árum og seldist þá geysilega vel. Jó- hann Már gefur nýju plötuna út sjálfur og sér um dreifingu hennar. Að sögn Jóhanns Más hófust upptökur á plötunni í október. Hún var tekin upp í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði og sá Þórir Steingrímsson um upptökur. Lára Rafnsdóttir annaðist undir- leik. „Það er langt síðan ég beit í mig að láta plötuna heita „Ef væri ég söngvari.“ Það hafa nefnilega fjölmargir sagt við mig að ef ég hefði farið í söngnám hefði ég orðið góður söngvari," sagði Jóhann Már þegar hann var inntur eftir skýringu á nafni plötunnar. „Ég myndi segja að í heildina sé þessi plata í rólegri kantinum. Ég hugsaði mér að menn gætu komið þreyttir heim eftir eril dagsins, hallað sér aftur í stólinn og látið sér líða vel við að hlusta á plötuna. Þetta eru að mínu mati allt ljúf og falleg lög, bæði þekkt og óþekkt.“ Það kennir margra grasa á plötu Jóhanns Más. Þar er að finna tvö lög eftir Magnús Péturs- son, sem hvað þekktastur varð fyrir undirspil við morgunleikfimi Valdimars Örnólfssonar í Ríkis- útvarpinu til fjölda ára. María Brynjólfsdóttir er höfundur tveggja laga og lag Sigvalda Kaldalóns, „Ég lít í anda liðna tíð“, er á plötunni. „Minning“, eftir Markús Kristjánsson, heitir lag sem Jóhann Már segist hafa lengi sungið og verið hans uppá- haldslag til fjölda ára. Einnig er á plötunni fallegt lag eftir Sigfús Halldórsson „O hve heitt ég unni þér“ og þekkt lag eftir Inga T. Lárusson. Ekki má gleyma hlut skagfirskra höfunda á plötu Jóhanns Más en Skagfirðingarnir Eyþór Stefáns- son og Pétur Sigurðsson eiga þar sitt lagið hvor. Akureyringurinn Birgir Helgason á einnig lag á Jóhann IVlar Jóhannsson, bondi «g tenorsongvari, sæll og glaóur meo nyju plötuna sína, „Ef væri ég söngvari“. Mynd: KL plötunni og heitir það „Það ert þú“. Eitt lag plötunnar verður að telja all sérstakt. Það er komið að handan, ef svo má segja. Höf- undur þess er Ingibjörg Hjör- leifsdóttir e.t textann gerði Jón frá Ljárskogum. Að sögn Jó- hanns Más er íngibjörg þeim eig- inleikum gædd að „falla í trans“ og skrifa ósjálfráða skrift. í slíku ástandi mun Ingibjörg hafa samið þetta lag. Eins og áður segir eru þrjú er- lend lög á „Ef væri ég söngvari", eftir Schraber, Henry E. Geehl og Oskar Merikanto. Jóhann Már segir að auðvitað sé mikið fyrirtæki að ráðast í útgáfu á hljómplötu en með hjálp góðra manna eigi dæmið að ganga upp. Hann segir að útgáfu- fyrirtæki í Reykjavík hafi sýnt því áhuga eftir að „Bóndinn“ kom út fyrir sex árum að gefa út aðra plötu með honum. „Þegar Ríkissjónvarpið: til átti að taka lögðu þeir ekki í fyrirtækið og því ákvað ég að sjá sjálfur um útgáfu og dreifingu plötunnar. Ég á góða að í Búnað- arbankanum á Sauðárkróki og segja má að ég og bankinn stönd- um saman að útgáfu plötunnar. Yfirleitt seljast plötur með ein- söngsmúsík heldur illa hér á landi en það verður víst að segjast alveg eins og er að við „Konnar- ar“ erum í sérflokki hvað þetta varðar. Það er eitthvað við söng okkar sem fólki líkar.“ Óneitanlega verður spennandi að sjá hvernig bræðrunum og tenórsöngvurunum Jóhanni Má og Kristjáni reiðir af í jólaplötu- flóðinu. Ef marka má viðbrögð við fyrri plötum þeirra bræðra verður framlag þeirra til tónlist- argyðjunnar í mörgum jólapökk- um í ár. óþh SPREK Með Birni Th. Bjömssyni á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn Að undanförnu hafa staðið yfir tökur á þáttaröðinni um íslend- ingaslóðir, er SAGA FILM vinn- ur fyrir Ríkissjónvarpið. í þessum þáttum fer Björn með áhorfendur á fornar slóðir íslendinga í höfuðstað Danaveld- is og segir skondnar sögur af löndum okkar og heimamönnum út frá sögulegum bakgrunni. Stuðst er við bók Björns, Á íslendingaslóðum í Kaupmanna- höfn, er kom út árið 1961. Þar segir, í máli og myndum, frá helstu stöðum í borginni og ná- grenni hennar er tengjast landi okkar og þjóð gegnum aldirnar. Þættirnir bregða því upp sjónar- hornum af Kaupntannahöfn er flestum eru lítt kunn. Þættirnir verða sex talsins, um tuttugu mínútur að lengd hver. Kvikmyndataka er í höndum Sig- mundar Arthúrssonar en stjórn upptöku annast Valdemar Leifs- son. í ráði er að taka þættina til sýn- inga á næsta ári, hinn fyrsta á nýjársdag. FJORU ÞJÓÐLÍFSÞÆTTIR JÓN KR. GUÐMUNDSSON á Skáldsstödum Sprek úr fjöru Þjóðlífsþættir eftir Jón Kr. Guðmundsson, bónda á Skáldsstöðum í Reyk- hólasveit. Bók sem í senn er full af þjóðlegum fróðleik og fræðslu um líf genginna kynslóða. Verð aðeins kr. 1.870,- BÓKAÚTGÁFAN HILDUR Viðskipta vinir athugið! Vöruafgreiðsla okkar á Akureyrarflugvelli verður opin: Laugardaginn 9. des. frá kl. 09-16. Laugardaginn 16. des. frá kl. 09-20.30. Laugardaginn 23. des. frá ki. 09-21.30. FLUGLEIÐIR Bókin um Listakonuna í Fjörunni Elísabetu Geirmundsdóttur er komin út og fæst í Bókabúð Jónasar, Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi og Bókabúð Rannveigar Ólafsdóttur, Laugum. Fallecf og vönduð listaverkabók. Útgáfunefndin. Menntasetur íslenskra bænda í 100 ár Auglýsing um innritun nemenda í Bændadeild á vorönn 1990 Kennsla er nú hafin eftir nýrri námsskrá. Helstu breytingar frá fyrri námsskrá eru: 1. Aukin kennsla í bústjórn og rekstrartækni. Þær greinar verða nú sérstakt námssvið. 2. Umhverfisfræði og landnýting verða sérstakar námsgreinar. 3. Valmöguleikum í náminu er fjölgað. 4. Nemendur hafa nú möguleika á framhaldsnámi í bændadeild, sem nemureinni önn. Búfræðinámið er tveggja ára nám (4 annir). Tekið er inn í 1. bekk skólans um miðjan september, og í byrjun janúar. Stúdentar geta hafið nám á mismunandi tímum en algengast er að þeir byrji um mánaðamótin júní/júlí. Helstu inntökuskilyrði: - Umsækjandi hafi lokið grunnskólanámi hið minnsta. - Umsækjandi hafi öðlast reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en eitt ár. Stúdentar geta lokið námi á einu ári. Beiðni um inngöngu í 1. bekk sem hefst 4. jan, nk. ásamt prófskírteinum sendist skólanum fyrir 15. desem- ber nk. Nánari upplýsingar eru veittar á Hvanneyri í síma 93-70000. Skólastjóri

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.