Dagur


Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 9

Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 9
bókakynning Föstudagur 8. desember 1989 - DAGUR - 9 H l Iistakonan í Fjörunni - Bók um Elísabetu Geirmundsdóttur „Meðal alþýðumanna hafa leynst listamenn á öllum öldum. Sumir hafa haft aðstöðu til að rækta hæfileika sína og koma verkum sínum á framfæri, aðrir ekki, en hafa engu að síður lifað í verkum sínum og listsköpun þeirra vakið undrun og aðdáun. I þeim hópi er listakonan úr Fjörunni á Akureyri, Elísabet Geirmundsdóttir. Þessi hljóð- láta og hógværa kona, sem féll frá langt fyrir aldur fram, vakti verðskuldaða athygli meðal samtíðarmanna sinna. Hún var einangruð í listiðju sinni, nán- ast einfari, enda önnum kafin húsmóðir á stóru heimili. En verkin sem eftir hana liggja, bera vitni um óvenjulegt list- fengi og fjölþætta hæfileika. Elísabet er því um Ieið góður samnefnari fyrir þann þögla hóp sem þjónaði listgyðjunni í stopulum frístundum og varp- aði ljóma á samtíð sína og umhverfi.“ Með þessum orð- um hefst bókin „Listakonan í Fjörunni“, sem félagskonur í Akureyrardeild Delta, Kappa, Gamma, hafa gefið út. Bókin hefur að geyma sýnishorn af fjölþættri Tistsköpun Elísabet- ar Geirmundsdóttur, en í ár eru þrjátíu ár liðin frá því lista- konan lést. Elísabet Sigríður Geirmunds- dóttir hét hún fullu nafni en var manna á milli oft aðeins nefnd Beta Geirs. Hún fæddist 16. febrúar árið 1915 í húsi númer 36 við Aðalstræti á Akureyri, svo- nefndu Geirshúsi. Ung að árum giftist hún æskuvini sínum og leikfélaga, Ágústi Ásgrímssyni, og eignuðust þau þrjú börn: Iðunni, myndlistarkonu; Ásgrím, ljósmyndara og Geir, ritstjóra. Listrænir hæfileikar Elísabetar komu snemma í Ijós og strax í barnaskóla byrjaði hún að búa til myndir. Fyrstu olíulitina fékk hún svo í fermingargjöf og hóf þá strax að mála af kappi, þegar ráðrúm gafst. Margvísleg tjáningarform Pví fór fjarri að Elísabet ein- skorðaði sig við eitt listform og raunar er það með ólíkindum hversu fjölhæf hún var í listsköp- un sinni. Hún málaði myndir og teiknaði, skar út í tré, orti ljóð, samdi lög og mótaði styttur í gips. Hún breytti jafnvel snjón- um í mikilfengleg listaverk, sem sum hver hafa varðveist á myndum. Fjölmargt fleira mætti nefna. Elísabet teiknaði t.d. jóla- kort til ágóða fyrir starfsemi I.O.G.T. og fermingarskeyti fyr- ir skáta á Akureyri; hún gerði félagsfána ýmissa félaga; m.a. fána Iðju, félags verksmiðjufólks og fána Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, sem þá hét raunar Verka- kvennafélagið Eining; hún myndskreytti bækur og teiknaði og saumaði ýmsa búninga, svo sem í tilefni öskudags og grímu- dansleikja. Til enn frekara marks um fjölhæfni Elísabetar má nefna að hún teiknaði sjálf húsið sem þau hjónin reistu sér við Aðal- stræti 70 á Akureyri. Elísabet var einna þekktust meðal samtíðarmanna sinna fyrir gipsstytturnar, sem sýndu m.a. íslenskar húsfreyjur í hátíðar- búningi, alþýðufólk að störfum Gipsstyttur Elísabetar voru algeng gjafavara á árunum eftir stríð. Hér eru nokkrar íslenskar húsfreyjur í hátíðabúningi. Sögufélag Skagfirðinga: Heimar horfins tíma - Rannsóknir og frásagnir Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum Sögufélag Skagfirðinga, Sauðár- króki, hefur sent frá sér bókina Heimar horfins tíma, en hún hef- ur að geyma rannsóknir og frá- sagnir Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum. Margeir Jónsson fæddist á Ögmundarstöðum í Skagafirði 15. október 1889. Par ólst hann upp, tók við jörðinni og bjó á Ögmundarstöðum til dauðadags, 1. mars 1943. Margeir fékk snemma mikla hneigð til þjóð- fræða og í stopulum frístundum við takmarkaðan bókakost sinnti hann þessu áhugamáli. Örnefna- söfnun hans á Norðurlandi er brautryðjendastarf og söfnun alþýðukveðskapar og rannsóknir og skýringar á torskildum bæjar- nöfnum vekja athygli. Heimar horfins tíma voru honum hug- leiknir, því hann gaf sig sérstak- lega að rannsóknum á skag- firskri miðaldasögu. Honum tókst ótrúlega vel að glæða lífi fátæklegar heimildir þessa tíma. Úr fáeinum kaupbréfum eða samningum í fornbréfasafni, sem flestum er aðeins leiðinlegt nafna- stagl og óskiljanleg klerkamærð, fékk hann innsýn í heimilishagi, stórhug og skapferli gamals höfð- ingja og kemur þeirri mynd áfram til lesandans. í Heimar horfins tíma er sam- an komið úrval af ýmsu tagi úr ritsmíðum Margeirs á Ögmund- arstöðum. Má þar nefna langan persónuþátt um Hallgrím lækni Jónsson; sögurannsóknir eins og Bóndinn og fræðimaðurinn Margeir Jónsson á Ógmundarstöðum. Miklabæjarrán og um skóga í Skagafirði á landnámsöld; land- fræði- og byggðalýsingar um Víði- dal í Staðarfjöllum og Hraun- þúfuklaustur; leit að Ævarsskarði hinu forna og tilurð þjóðsögunn- ar um Hvalurð undir Tindastóli. Auk þess er langur kafli, Þjóð- sögur og draumar, sem hvergi hefur áður birst. Allnokkrar ljósmyndir prýða bókina og fylgir bæði manna- og staðanafnaskrá. Þá er tekin sam- an ritaskrá Margeirs. Friðrik Margeirsson og Hjalti Pálsson sáu um útgáfuna en Sig- urjón Björnsson prófessor ritar ítarlega inngangsgrein um Margeir. Konur, ijúfum þögnina! Opinn sími um sifjaspell Viö hvetjum ykkur sem hafiö oröiö fyrir sifja- spellum eða ööru kynferöislegu ofbeldi aö láta vita af ykkur og rjúfa þögnina. Sími 25880 fimmtudaginn 7. des. kl. 19-23 og laugardaginn 9. des. kl. 13- 17. Brynja Óskarsdóttir, félagsráögjafi. Valgerður Magnúsdóttir, sálfræðingur. Elísabet Geirmundsdóttir. og dulúðugar hafgúur. Þessar styttur voru algeng gjafavara á árunum eftir stríð. Veröugur fulltrúi Ljóst er að Elísabet Geirmunds- dóttir var ótrúlega atorkusöm. Hún sinnti listsköpun sinni að mestu innan veggja heimilisins, samhliða húsmóðurstörfunum. Stundirnar sem henni gáfust til að sinna sköpunarþránni hafa því vafalaust verið stopular. En hún nýtti þær vel. Það sést best á því sem eftir hana liggur. Elfsabet Geirmundsdóttir lést 9. apríl árið 1959, aðeins fjörutíu og fjögurra ára að aldri, og hafði þá verið heilsuveil um nokkurt skeið. Það er vel við hæfi að heiðra minningu þessarar merkis- konu með útgáfu bókarinnar Listakonan í Fjörunni. Félags- samtök þau sem að útgáfunni standa; Delta, Kappa, Gamma, hafa það að markmiði sínu að vekja athygli á konum sem skara framúr í menningar- og mennta- málum. Elísabet Geirmundsdótt- ir er sannarlega glæsilegur fulltrúi þess hóps. Listakonan í Fjörunni hefur að geyma sýnishorn af fjöl- þættri listsköpun Elísabetar. Bókin er tvímælalaust mikill fengur ölluni þeim sem unna íslenskri alþýðulist og útgefend- um til sóma. Að lokum er rétt að vekja athygli á því að bókin um Elísa- betu Geirmundsdóttur er einung- is gefin út í 1000 eintökum, þar af 600 tölusettum eintökum til áskrifenda. Einungis 400 eintök verða því seld á almennum mark- aði. Bókin fæst í Bókabúð Jónas- ar á Akureyri, Máli og menningu í Reykjavík og í símum 96-23407 (Guðný) og 96-25869 (Jenný). BB ÞJÖÐRÁÐ / / / HALKUNNI Tjara á hjólbörðum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úðar þá með olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. IUMFERÐAR Iráð Súlnaberg Alla föstudaga og laugardaga fram að jólum bjóðum við uppá rjúkandi kakó, heitar vöfflur og lummur, kalda kabarett-diska ásamt óáfengu jólaglöggi Bjóðum til verslana og fyrirtækja: Snittur, smurt brauð, heitan og kaldan mat.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.