Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 20
Bautinn getur séÖ um allt til veislunnar Húsnæði, veitingar og starfsfólk. Tökum á móti bókunum fyrir JAÐAR og Laxdalshús. Hafið samband í síma 21818. Jólatréð frá Randers í Danmörku var sett upp á Ráðhústorginu á Akureyri í gær. Kveikt verður á trénu síðdegis á morgun. Mynd: KL Loðnuskipin áfram með heimild til veiða: Stendur mestur stuggur af hafísnum - segir Garðar Guðmundsson, útgerðarmaður Guðmundar Ólafs í Ólafsfirði Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði: Engar uppsagnir fyrir áramót - þriðjungi minni loðnu landað en í fyrra „Þessi ákvörftun kom manni ekki á óvart. Maöur reiknaði ekki með að loðnuveiðarnar yrðu stöðvaðar núna enda ekki försendur fyrir því. Ef almætt- ið stöðvar þessar veiðar ekki með ís þá held ég að menn gef- ist upp fyrr en seinna,“ sagði Garðar Guðmundsson, út- gerðarmaður Guðmundar Ol- afs í Ólafsfirði um þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra í gær að láta heimildir til loðnuveiða standa óbreyttar. „Mönnum stendur mestur stuggur af tsnum núna. Á meðan þessi suðvestanátt stendur þá þrengir að skipunum en núna er spáð suðaustanátt og það er eina vonin til að eitthvað fari að veið- ast,“ segir Garðar. Garðar segir ekki óeðlilegt þó loðnuskipin sem lengra þurfa á miðin fari nú til hafna og koini ekki aftur á miðin fyrr en veruleg loðna sé fundin. „Við erum nteð okkar skip tiltölulega stutt frá miðunum og það er mikið atriði fyrir okkur hér fyrir norðan að eitthvað finnist fyrir jól þar sem loðnan byrjar að ganga austur og suður fyrir land fljótt eftir ára- mót.“ Pórður Andersen, verksmiðju- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, tók í sama streng og sagði miklu skipta fyrir norð- lensku verksmiðjurnar að loðna veiðist fyrir áramót. Þórður segir að í dag verði 800 tonnum af mjöli skipað út á Sigiufirði og aft- ur verði skipað út á mánudag. Jólaverslun er um það bil að fara af stað og eins og venju- lega er sala mikil á bókum og hljómplötum. Eins og undan- farin ár ætlar Dagur að fylgj- ast með söluhæstu bókunum og að þessu sinni verða sömu- leiðis birt nöfn þeirra hljóm- listarmanna sem eiga sölu- hæstu plöturnar. I lið með sér hefur Dagur fengið nokkrar verslanir á Noröurlandi sem ætla að fylgjast með sölunni hjá sér til jóla. Þær bókaverslanir sem taka þátt í könnuninni með Degi eru á Akureyri; Bókaverslunin Edda, Bókabúð Jónasar og Bókval, á Húsavík Bókaverslun Þórarins Stefánssonar og á Sauðárkróki Bókabúð Brynjars. Samkvæmt lauslegri könnun sem ofantaldar verslan- ir framkvæmdu í gær hefur orð- ið til listi yfir þær bækur sem helst hafa verið seldar fram til þessa. Þess ber að geta að listi þessi er ekki vísindalega unninn, en um næstu helgi verð- ur hann marktækari. 1. Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng e. Stefán Jónsson. 2. Dauðalestin e. Alistair MacLean. Þar með verða mjölbirgðirnar nær uppurnar hjá verksmiðjunni, fáist loðna ekki fyrir þann tíma. Þórður segist búast við að þrátt fyrir þennan brest loðnuveiðanna í haust takist Síldarverksmiðjum ríkisins að standa við geröa sanminga fyrir áramót. JÓH 3. Sagan sem ekki mátti segja. Endurminningar Björns Sv. Björnssonar. 4-5. Aldnir hafa orðið. Skráð af Erlingi Davíðssyni. 4-5. Eg og lífið. Saga Guð- rúnar Ásmundsdóttur. 6. Fransí biskví e. Elínu Pálmadóttur. 7-8. Það glampar á götu e. Björn Jónsson. 7-8. Ég er ljón - Ég heiti ísbjörge. Vigdísi Grímsdóttur. 9. Vadd’út í. Æviminningar Sigurjóns Rist. Stefán Jónsson. Miklu minna hefur borist af loðnu til SR á Siglufirði á þess- ari vertíö en á sama tíma í fyrra. Verksmiðjurnar hafa tekið á móti 17.500 tonnum frá 21. ágúst, en á sama tíma í fyrra hafði verið landað tæpum 50 þúsund tonnum hjá bræðsl- unni. Heldur illa horfir í atvinnumál- um á Siglufirði, tugir verkafólks er atvinnulaust vegna lokunar rækjuverksmiðju Sigló og einnig eru margir uggandi um framhald loðnuvertíðarinnar. Þórhallur Jónasson, rekstrarstjóri SR, seg- ist tæplega búast viö meiri loönu til bræðslu fyrir áramót. Fundur hafi verið haldinn í verksmiðju- stjórninni á miðvikudag, og þá var ákveðið að bíða átekta og sjá hver framvinda veiðanna verður. Ekki verður gripið til neinna uppsagna meðal starfsmanna enn sem komið er, og verður a.m.k. engum sagt upp fyrir áramót. „Við erurn aðeins komnir með einn þriðja af þeirri loðnu sem við höfðum fengið á sama tíma í fyrra, og þótti sú vertíð þó mjög döpur. Menn geta því ímyndað sér hvaða lýsingarorð sé hægt að hafa utn þessa vertíð,“ segir Þór- hallur. Menn velta því fyrir sér hvort loðnan geti leynst undir hafís. Halda sumir því frarn að hún muni koma undan ísnum og ganga suður fyrir land seint í 10-11. Jakinn. Skráð af Ómari Valdimarssyni. 10-11. Lífsreynsla III. bindi. Bragi Þórðarson tók saman. Þær unglingabækur sem helst voru nefndar eru bækurnar eftir hinn vinsæla liöfund Enid Blyton, Ráðgátan í Klukkna- hvoli og Fimm hittast á ný, Krakkar í klípu e. Z. K. Snyder og Álagadalurinn eftir verð- launahöfundinn Heiði Baldurs- dóttur. Tvær plötur skera sig nokkuð úr í vinsældum á Norðurlandi ef Geirmundur Valtýsson. þessum mánuði. Allt eru þetta þó vangaveltur sem styðjast ekki við neina vissu. Starfsmenn SR hafa aðeins dagvinnu, og hafa þeir sinnt við- haldi véla og mannvirkja. Þór- hallur segir að viðhaldverkefni hljóti að þrjóta, ekki sé endalaust hægt að standa í dýru viðhaldi þegar cngir pcningar komi í kassann. EHB Árskógsströnd: Ekið á hest í gærmorgun Um kl. 10 í gærmorgun var ekið á hest við bæinn Kálf- skinn á Árskógsströnd. Nokkr- ir hestar voru á veginum en einn þerra lenti fyrir bílnum og varð að lóga honum á staðnum eftir óhappið. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Dalvík varð óhappið í ljósaskiptunum og sá ökumaður bifreiðarinnar ekki hestahópinn á veginum fyrr en of seint. Öku- maður var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur en fólksbifreiðin er mikið skemmd. Ekki var um að ræða hálku á veginum þegar óhappið varð heldur er slæmum Ijósaskilyrðum kennt um. JÓH marka má söluyfirlit sem Dagur aflaði sér í gær í sex hljómplötu- verslunum á Norðurlandi. Sveiflukóngurinn Geirmundur rétt nær að merja rokkkónginn Bubba Morthens. Aðrar plötur standa þeim félögunt langt að baki. Þær hljómplötuverslanir sem aðstoðu Dag við þetta yfir- lit eru: Hljómver Akureyri, Hljómdeild KEA Akureyri, Tónabúðin Akureyri, Radió- vinnustofan Kaupangi Akur- eyri, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík og Kaup- félag Skagfirðinga Sauðárkróki. 1. Geirmundur Valtýsson/Í syngjandi sveiflu. 2. Bubbi Morthens/Nóttin langa. 3. Sálin hans Jóns míns/Hvar er draumurinn? 4. HLH-flokkurinn/Heima er best. 5. Síðan skein sóI/Ég stend á skýi. 6. Ríó/Ekki vill það batna. 7. Bjartmar Guðlaugsson/ Það er puð að vera strákur. 8. Eiríkur Hauksson/Skot í myrkri. 9. Örvar Kristjánsson/Frjáls- ir fuglar. 10. Ný dönsk/Ekki er á allt kosið. VG/óþh Söluhæstu bækur og plötur: Iifsgleðin og sveiflan í fyrstu sætunum - Stefán Jónsson og Geirmundur fara vel af stað

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.