Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 5
 Föstudagur 22. desember 1989 - DAGUR - 5 Kvenfélag Húsavíkur: Barnaballið verður 30. des. Kvenfélag Húsavíkur hefur haft þann sið áratugum saman að bjóða börnum í bænum á barnaball um jólin. Undanfarin ár hafa barna- böllin verið haldin fyrstu helgina eftir áramótin, en að þessu sinni er barnaballsdagur Kvenfélagsins 30. des. Börnum sem eru sex ára og yngri er boðið á ball frá kl. 15:00- 18:00 en börnum á aldrinum 7-12 er boðið kl. 20:00 til 23:30. Kven- félagið vill hvetja foreldra til að Bók um íslensku stórmeistarana Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Meistarar skák- borðsins - Frásagnir af sex íslenskum stórmeisturum eftir Illuga Jökulsson. Flestum landsmönnum er kunnugt um árangur stórmeistar- anna okkar í skáklistinni. En hvernig bar þetta nú allt saman að? Sú saga er rakin í þessari bók. Skákin hefur af mörgum verið talin eins og lífið sjálft. Það er því forvitnilegt að bera saman lífsferil og skákferil stórmeistar- anna okkar eins og Illugi gerir að nokkru leyti í Meisturum skák- borðsins. Illugi Jökulsson er þekktur blaðamaður og skákáhugamaður enda tekst honum að gera efni sínu þau skil að almenningur jafnt sem harðsvíruðustu skák- áhugamenn geta haft gaman af. Bókin er 372 bls. að stærð og með sérstökum myndakafla frá glæstum ferli stórmeistaranna. Það er allt hægt vinur! Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Pað er aílt hægt vinur! - Lögð á ráð um raunhæfa megrun. Höfundur er Asgeir Hannes Eiríksson. Á bakhlið bókarinnar er bréf frá Ásgeiri Hannesi sem hljóðar svona: „Kæri vinur! Þú ert væntanlega með þessa bók á milli handanna vegna þess að þú vilt halda þyngdinni í skefj- un eða þú þekkir einhvern sem á við þann sama vanda að stríða og vilt hjálpa honum. Þá ertu í rétt- um félagsskap. í bókinni eru lögð á ráð um hvernig koma má reglu á mat- aræðið. Takast á við sjúkdóminn hömlulaust ofát. Öðlast þannig eðlilega líkamsþyngd og halda henni ævilangt. Lifa samt lieil- brigðu lífi og leyfa sér sama mun- að í mat og drykk og aðrir. Sjálfur tók ég mig til árið 1983 og sagði skilið við allar mínar gömlu hugmyndir um mat og mataræði. Tók upp nýjan sið og ég hef haldið honum síðan þrátt fyrir hrösun öðru hverju. Þessi bók er byggð á þeirri reynslu og bætt við hana efni úr ýmsum áttum. Ef þú vilt slást í hópinn þá ertu boðinn hjartanlega velkominn. Velkominn heim. Saman getum við eflaust orðið hvor öðrum að liöi og fleira fólki sem þjáist af sama vanda. Þá er takmarkinu náð. Það er nefnilega allt hægt vinur!“ Bókin Það er allt hægt vinur er 196 bls. að stærð. mæta með börnum sínum og er I ingar á barnaböllunum en kaffi- aðgangseyrir fyrir fullorðna kr. sala á vegum Kvenfélagsins fyrir 200. Börnunum eru boðnar veit- | aðra gesti er einnig til staðar. IM Lvnialangir og annað fólk Leikfélag Akureyrar frumsýnir barna- og fjölskyldulcikritið Eyrnalangir og annað fólk 26. desemberkl. 15. Leikritið er eftir þær Iðunni og Kristínu Steins- dætur en höfundur tónlistar er Ragnhildur Gísladóttir. Verkið verður sýnt daglega milli jóla og nýárs, þ.e. 26.-30. desember og hefjast allar sýning- arnar kl. 15. Forsala aðgöngumiða er hafin og er miðasala Leikfélags Akur- eyrar opin alla daga nema mánu- daga kl. 14-18 og þá er símsvari opin allan sólarhringinn. til kl. 21 í kvöld HAGKAUP Akureyri Þegar gera á góðan mat Grunnurinn að góðri máltíð er gott hráefni. Hjá KEA er kjötvara unnin af þeirri vand- virkni sem gott, íslenskt hráefni á skilið. Með kostgæfni okkar og alúð ykkar verður úrvalshráefni að herramannsmat.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.