Dagur - 22.12.1989, Page 8

Dagur - 22.12.1989, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 22. desember 1989 Viðskiptavinir takið eftir! Lokað verður frá 27. desember til 31. desember vegna vörutalningar. kapli Mlum 13 I Akure) hf FuruvMlum 13 I Akureyrl Simi 96-23830 Skífan: Fjölbreytt hljómplötu- útgáfa f'yrir jólin Þorláksmessu- pizzan er sjávarréttapizza frá e.m. ★ Súperverö lk Toppgæöi Eyfírsk matvæli hf. sími 27122. Skífan sendir frá sér 9 hljóm- plötur fyrir jólin og má segja að útgáfan sé afar fjölbreyti- leg. HLH flokkurinn HLH flokkurinn sendir nú frá sér sína fyrstu hljómplötu um nokk- urt skeið. Hún hefur hlotið nafn- ið Heima er best. Eitt lag plöt- unnar, í útvarpinu heyrði ég lag, hefur þegar slegið í gegn í útvarpi. Það ber vönduðum vinnubrögöum þremenninganna Halla, Ladda og Björgvins Helga gott vitni. Og eins og fyrri daginn eru glens og gaman aðalsmerki HLH flokksins. Síðan skein sól Hægt og sígandi hefur hljóm- sveitin Síðan skein sól hækkað í áliti hjá unnendum íslenskrar dægurtónlistar. Fjórmenningarn- ir Helgi Björnsson, Eyjólfur Jóhannsson, Ingólfur Sigurðsson og Jakob Magnússon einsettu sér að ná vel saman og læra hver á annan áður en þeir snéru sér af krafti að plötuupptökum. Platan Síðan skein sól sem Skífan gaf út með þeim í fyrra sannaði að mik- 10I m » HUMARSUPA m/sýrðum rjóma. 8 humarhalar • V/í msk olía • 1 dl koníak (má sleppa) • 50 gr gulrætur • 50 gr laukur 1 ltr gott fisksoð (t.d. af lúðu) • 2 dl hvítvín eða mysa • 1 lárviðarlauf • steinselja 1 msk tómatpúrre • Cheyennepipar • 1 dós sýrður rjómi • hvítur sósujafnari. Kljúfið humarhalana og takið kjötið úr þeim og geymið. Myljið skelina í mortéli og snöggsteikið í olíunni ásamt söxuðum lauknum, gulrótunum, lárviðarlaufinu, steinseljunni og Cheyennepiparnum. Bætið tómatpúrre út í og látið krauma. Hellið koníakinu og hvítvíninu saman við og sjóðið örlítið niður. Hellið fisksoðinu saman við ásamt hálfri dós af sýrðum rjóma, sjóðið niður smástund, þykkið með sósujafnara og skerið humarinn í litla bita og bætið út í. Borið fram með matskeið af sýrðum rjóma og góðu brauði. GRAFINN EÐA REYKTUR LAX MEÐ SÓSU ÚR SÝRÐUM RJÓMA 1 dós sýrður rjómi • 1 msk sætt sinnep • 1 msk púðursykur f 2 msk hvítvín eða mysa • dill • rósapipar Hrærið öllu saman. Borið fram með ristuðu brauði, Sýrði rjóminn frá Mjólkursamlagi KEA á alltaf við hvort sem á borðum er hátíðar- eða hversdagsmatur. Verði ykkur að góðu. ils var að vænta frá hljómsveit- inni. Og með þeirri nýju, Ég stend á skýi, sýna piltarnir svo að um munar hvað í þeim býr. Bjartmar Guðlaugsson Bjartmar Guðlaugsson á það til að vera beinskeyttur í ádeilutext- um sínum. En ádeilan er oftast góðlátleg svo að sjaldnast svíður undan. Að því leytinu er nýjasta plata Bjartmars, Pað er puð að vera strákur, lík fyrri plötum. En að sjálfsögðu þróast tónlist stráksins og breytist með árun- um. - Á nýju plötunni hefur Bjartniar sér til fulltingis tvo vel kunna hljómlistarmenn, Ásgeir Óskarsson og Björgvin Gíslason. Hilmar Oddsson Hilmar Oddsson er gamalreynd- ur dægurtónlistarniaður. Hann hefur þó látið lítið á sér kræla á tónlistarsviðinu á undanförnum árum en helgað sig að öðru list- forini, kvikmyndinni. Með plöt- unni, Og augun opnast býður Hilmar okkur upp á sannkallað gæðapopp. Gestir hans á plöt- unni eru ekki af verri endanum. Meðal þeirra má nefna Eddu Heiðrúnu Backman, Bubba Morthens og Megas. Geirmundur Valtýsson Þegar danspoppið er annars veg- ar fara fáir í fötin hans Geir- mundar Valtýssonar. Geiri hefur ekki einungis sýnt frábæra þrautseigju og góðan árangur með þátttöku sinni í Evrópu- söngvakeppninni heldur stýrir hann jafnframt einni alvinsælustu danshljómsveit landsins. Á plöt- unni í syngjandi sveiflu fáum við að kynnast Geirmundi og hljóm- sveit hans þar sem dægursveiflan fær að njóta sín eins og hún gerist best. Tómas R. Einarsson og félagar Þegar Tómas R. Einarsson lagði nikkuna á hilluna og snéri sér að kontrabassanum eignaðist hin göfuga tónlist djassinn öflugan baráttumann á landi hér. Nýr tónn er án efa kórónan á ferli hans. Hér leika Tómas og félagar nokkra ópusa eftir hann. Og fé- lagarnir eru engir aukvisar í djassinum. Eyþór Gunnarsson fer fimum höndum um píanóið, Pétur Östlund leikur á trommur, Sigurður Flosason blæs í saxófón og Jens Winther í trompet. - Platan sem djassunnendur taka fagnandi. Björgvin Halldórsson og gestir Björgvini Halldórssyni er margt til lista lagt. Til dæmis það að vinna jólaplötur sem þorri þjóð- arinnar tekur tveimur höndum. Skemmst er að minnast Skífu- plötunnar Jólagesta sem seldist í stórum upplögum - og selst enn. - Á Allir fá þá eitthvað fallegt er Björgvin enn við sama heygarðs- hornið. Hann syngur sjálfur á plötunni eins og honum einum er lagið og fær að auki til liðs við sig valinkunna gesti. Þeirra á meðal leru Guðrún Gunnarsdóttir, Eyj- ólfur Kristjánsson. Ruth Regin- alds, Ari Jónsson og Svala Björg- vinsdóttir. Brúðubíllinn Á sumrin hcimsækir Brúðubíll- inn gæsluvelli höfuðborgarinnar 1 og á veturna eru brúðurnar fasta- gestir í Stundinni okkar í Sjón- varpinu. Og aðdáendunum fækk- ar ekki rneðan enn fæðast börn á landinu. Brúðubíllinn sendi fyrir nokkrum árum frá sér plötu sem sló í gegn. Nú er liann sem sagt . . . Aftur á ferð. Sveitasæla Bandarísk sveitatónlist - country & western - nýtur mikilla vin- sælda hér á landi um þessar mundir. Á plötunni Sveitasæla er að finna margan góðan smellinn. Sumir eru nokkuð komnir til ára sinna og orðnir sígildir á sínu sviði. Aðrir komu fram á sjónar- sviðið nú nýverið og hafa hlotið góðar viðtökur. Sveitasæla cr safnplata sem hittir í mark hjá aðdáendum þessarar tegundar dægurtónlistarinnar og á áreiðan- lega eftir að afla henni nýrra aðdáenda. íspan auglýsir: Spegla-blómasúlur Spegla-flísar Speglar í römmum Speglar með myndum Smellurammar Speglar skornir eftir yðar óskum Plexygler ISPAN HF. Norðurgötu 55 Símar: 96-22688 og 96-22333.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.