Dagur - 22.12.1989, Síða 11

Dagur - 22.12.1989, Síða 11
I -i íþróttir Akureyrarmótið í handknattleik: KA marði jafiitefli - Þór náði 7 marka forskoti í fyrri hálfleik Það var allt á suðupunkti á lokamínútunum í leik Þórs og KA á Akureyrarmótinu í handknattleik í meistaraflokki karla. Þórsarar höfðu óvænt náð 7 marka forskoti í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik söx- uðu KA-menn smám saman á forskotið. Undir lok leiksins fóru markmenn liðanna á kostum, sérstaklega þó Her- mann Karlsson í marki Þórs, en hann réði ekki við skot Erlends Hermannssonar á síð- ustu sekúndu leiksins. Úrslitin urðu því jafntefli, 20:20, og geta KA-drengirnir vel við þau úrslit unað. Þórsararnir komu miklu ákveðnari til leiks í fyrri hálfleik en KA-strákarnir. Þórsliðið spil- aði léttan og skemmtilegan sókn- arleik og lék vörnina framarlega þannig að KA náði ekki að láta boltann ganga í sókninni. Það var ekki að sökum að spyrja að áður en varði var staðan orðin 8:1 fyrir Þór! Nokkur örvænting greip um sig í liði KA og fóru menn að skjóta úr vonlausum færum. En þá kom Axel Stefánsson í markið og vörnin fór að þéttast hjá þeim gulklæddu. Jafnvægi komst á í leiknum en Þórsurum tókst þó að halda þessu 7 marka forskoti áfram. Þegar staðan var 13:6 fyrir Þór tóku KA-menn góðan kipp og minnkuðu muninn niður í 4 mörk fyrir leikhlé, 14:10. Hermann Karlsson markvörður Þórs var besti maður vallarins og varði oft frábærlega frá KA- mönnum. Síðari hálfleikur vár ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, nema undir lok leiksins. KA saxaði smátt og smátt á forskot Þórsara og var engu líkara en þeir rauð- klæddu væru búnir að missa trúna á sjálfa sig. KA jafnaði leikinn, 17:17, þeg- ar um níu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fór nú loksins að færast líf í tuskurnar. Árna Stefánssyni þjálfara Þórs var vís- að upp í stúku fyrir að mótmæla dómum og nokkru síðar fékk Ingólfur Samúelsson sitt þriðja gula spjald og þurfti að víkja af leikvelli. Vetraríþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri: Undirbúningur gengur vel Undibúningur undir Vetrar- íþróttahátíð ÍSÍ á Akureyri í mars næstkomandi gengur vel. í fréttabréfi ÍSÍ kemur frain að keppt verður á skíðum, skaut- um, vélsleðum, hestum og svo í almenningsíþróttum þannig að flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á vetrarhátíðinni verður hald- ið alþjóðlegt mót í alpagreinum, fyrir konur og karla. Mótið er ætlað öllum þeim sem hafa FÍS punkta. Keppt verður á Akureyri og á Dalvík. í norrænum greinum verður keppt í unglinga- og fullorðins- flokkum, í skíðagöngu, skíða- stökki og þrautabrautum. Alþjóð- íþróttir milli jóla og nýárs: FrjáLsar íþróftir: Finuiituda); 28. dcs.: Jólamót UFA í fþróttahöllinni kl. 11.00 Knattspyrna: MiAvikudaj; 27. dcscmbcr: Bautamótið í innanhússknattspyrnu frá kl. 9.30 Skautaíþróttir: Miðvikudagur 27. des.: Íshokkílcikur yngri flokkur kl. 16.30 Fimmtudagur 28. des.: Listhlaup á skautum kl. 16.30 Fostudngur 28. dcs.: Íshokkíleikur, cldri flokkur. Gulf: F'immtudag 28. des.: Minigolfmót í Víkurröst á Dalvík kl. 17.00 legt mót verður einnig í einstakl- ingsgöngu fullorðinna og lands- keppni í boðgöngu. Dagur mun kynna fleiri keppnisgreinar eftir áramótin. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Annað stórmeistarajafntefli Skákmennirnir Rúnar Sigurpálsson og Jón Árni Jónsson skildu aft- ur jafnir í síðustu viku í getraunaleiknum. Þeir voru báðir með 6 rétta og var þetta í annað skiptið sem þeir skildu jafnir. Þeir leiða því aftur saman hesta sína í þessari viku og verður að gaman að sjá hvor af þessum skákmönnum hefur betur í viðureigninni. Enginn var með 12 rétta í síðustu viku hjá íslenskum getraunum og verður því potturinn þrefaldur þessa vikuna. Leikirnir á get- raunaseðlinum fara fram 26. desember, annan í jólum, en sölukerf- ið lokar kl. 20.30 á morgun laugardag, Þorláksmessu. Vert er að benda á leik Luton og Nottingham Forest því búast má viö að Þor- valdur Örlygsson leiki með Forest-liðinu að þessu sinni. Ef ekki í þessum leik þá einhverjum leik fljótlega því Forest leikur gegn Man. Utd. 28. desember og gegn Liverpool 1. janúar. Rúnar: Aston Villa-Man.Utd. 2 C.Palace-Chelsea 1 Derby-Everton 1 Luton-Nott.For. x Man.City-Norwich 1 QPR-Coventry 1 Southampton-Arsenal 2 Tottenham-Millwall 1 Wimbledon-Charlton 1 Ipswich-West Ham 1 Sheff.Utd.-Leeds 1 Swindon-Blackburn 1 Jón Árni: Aston Villa-Man.Utd. 2 C.Palace-Chelsea x Derby-Everton 1 Luton-Nott.For. 2 Man.City-Norwich 1 QPR-Coventry 1 Southampton-Arsenal 2 Tottenham-Millwall 1 Wimbledon-Charlton x Ipswich-West Ham 2 Sheff.Utd.-Leeds 2 Swindon-Blackburn x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 {fr Þá var eins og Þórsarar færu að berjast aftur. KA komst að vísu yfir 18:17 en Þór jafnaði og komst yfir 19:18. KA jafnaði 19:19 og fékk síðan vítakast en Hermann gerði sér lítið fyrir og varði frá Erlingi. Þórsarar skor- uðu 20:19 og þegar 45 sekúndur voru eftir varði Hermann aftur frábærlega frá Guðntundi Guð- mundssyni sem var í dauðafæri á línunni. Þórsarar komust í sókn en Axel Stefánsson varði skot frá Kristni Hreinssyni í dauðafæri. KA fékk hraðaupphlaup en dæmt var aukakast á Þór þegar 6 sekúndur voru eftir. Boltinn barst til Erlendar í horninu sem skoraði jöfnunarmark KA á síð- ustu sekúndunni, eins og þegar hefur verið lýst. Langbesti leikmaður Þórs í leiknum var Hermann Karlsson markvörður. Hann varði oft í dauðafærum frá KA, m.a. 3 víta- köst. Sævar Árnason var einnig frískur. Annars lék allt Þórsliðið vel í fyrri hálfleik en dalaði nokk- uð þegar leið á leikinn. Þeir náðu þó að hrista af sér slenið undir lok leiksins og voru óheppnir að sigra ekki í leiknum. KA-liðið var dauft í þessum leik og var engu líkara en leik- menn liðsins héldu a.m.k. fram- an af leiknum að þeir þyrftu ekk- ert að hafa fyrir því að sigra. Það var helst Bragi Sigurðsson sem yljaði mönnum með fallegum mörkum. Axel varði einnig nokkuð vel í markinu, sérstak- lcga undir lok leiksins. Hvorki Sigurpáll Árni, Karl né Friðjón léku með KA-liðinu að þessu sinni og munar um minna. Karl var á unglingalandsliðsæfingu, Árni Palli var í Reykjavík og Friðjón meiddur. Mörk Þórs: Sævar Árnason 7/1, Jó- hann Jóhannsson 4, Ólafur Hilmarsson 4/ 1, Páll Gíslason 4/1. Mörk KA: Bragi Sigurðsson 6/1, Erl- ingur Kristjánsson 4/2, Erlendur Her- mannsson 3, Jóhannes Bjarnason 3 og Pétur Bjarnason 2, Jón Egill Gíslason 1. Föstudagur 22. desember 1989 - DAGUR - 11 ..^...^^ Jólatilboð! Töfvuleikspil fyrir sjónvarp Verð 15.900 kr. Fjöldi ieikja til. lólatilboð! Casio hljómborð frá kr. 4.250,- Jólatilbqð! Skáktölvur frá kr. 3.663,- Jólatilboð! Videotökuvélar Verð frá kr. 49.900,- Titmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Euro og Visa raðgreiöslur. Nýjar vörur - vandaðar vörur JJj Kaupmannafélag Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.