Dagur


Dagur - 22.12.1989, Qupperneq 12

Dagur - 22.12.1989, Qupperneq 12
Akureyri, föstudagur 22. desember 1989 Verslunareigendur Starfsmannahópar Eins og undanfarin ár sér veislueldhús Bautans um að útbúa veitingarnar fyrir ykkur: M.a. snittur, smárétti og heitar og kaldar máltíðir. Upplýsingar í síma 21818. Jólaverslunin á Þórshöfn: Nokkuð sáttir það sem af er - segir Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn, segir að menn á þeim bæ séu nokk- uð sáttir við jólaverslunina það sem af er. Hann segir að alltaf sé eitthvað um að fólk geri sér ferð til Húsavíkur eða Akur- eyrar til að versla fyrir jólin, en reglan sé sú að fólk kaupi nauðsynjar heima. „Við erum með sama verð á bökunar- og niðursuðuvörum og á Akureyri. Það munar þó nokkru. Þetta á líka við um Raufarhöfn. En maður getur eig- inlega lítið spáð í jólaverslunina fyrr en eftir Þorláksmessu. Menn hafa minni kaupmátt, það finn- um við. Jólaverslunin ræðst auð- vitað að verulegu leyti af atvinnu- ástandi og þar með fjárráðum fólks. Loðnuleysið í haust hefur óneitanlega komið illa við þetta byggðarlag," segir Kristján. óþh Veðurutlit: Spáð stífri norðanátt og snjókomu á aðfangadag „Ég held að það verði talsvert frost þarna fyrir norðan áfram en kannski ekki eins mikið og það hefur verið síðustu daga. Sérstaklega fer að draga úr frostinu þegar kemur fram á aðfangadag en þá fer að snjóa í stífri norðanátt,“ sagði Magnús Jónsson, veðurfræðingur á spádeild Veðurstofu íslands í gær þegar blaðið spurði um veðurútlitið næstu sólarhring- ana. Síðustu daga hefur verið tals- vert frost á Norðurlandi. Hámarki náði frostið í fyrradag en í gær var frost komið niður í 12-16 stig víðast. Magnús segist búast við að fram að aðfangadegi verði skýjað en lítill vindur. Á stöku stað megi búast við snjó- muggu, við og við. Reikna megi hins vegar með að snjókoman og norðanáttin á aðfangadag haldist fram á jóladag. „Þó að niður í byggð sé stillt veður þá er ábyggilega vindur uppi á fjallvegum þannig að ég held að slíkir vegir verði ekki öruggir næstu dagana. Fólk skyldi því athuga með færð á slík- um vegum áður en lagt er af stað,“ sagði Magnús. JÓH Akureyri: ElstiborgarinnlOl Elsti borgari Akureyrar, Tryggvi Kristjánsson, er 101 árs í dag, föstudaginn 22. des- ember. Tryggvi er frá Meyjar- hóli á Svalbarðsströnd og þar stundaði hann búskap til ársins 1944. í Skjaldarvík en í febrúar 1988 hrakaði heilsu hans nokkuð og var hann þá fluttur á hjúkrunar- deild Dvalarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Tryggvi er elsti borgari Akur- eyrar en elsti núlifandi íslending- Ætli hann geri út á freðfisk? Mynd: kl Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur í dag: Veiðin léleg í heildina - Húsvíkingur með rúmlega 700 rjúpur í haust Raufarhafnarbúi líklega með íslandsmet í dagsveiði Rjupnaveiðin virðist hafa verið venju fremur léleg í vetur og alls staðar hefur veiðst minna en venjulega, nema á sumum svæðum í Suður-Þingeyjar- sýslu. Óvenju lítið mun hafa veiðst í Skagafirði og sömu ársídag ur er hins vegar Aldís Björns- dóttir frá Stokkahlöðum en hún varð 105 ára síðastliðið haust. Aldís dvelur nú á Kristnesspít- ala. Dagur árnar Tryggva heilla á þessum tímamótum. SS sögu er að heyra frá Akureyri. í Norður-Þingeyjarsýslu er veiðin sögð léleg í heiklina. Jónas Hallgrímsson á Húsavík hefur aldrei veitt fleiri rjúpur en í ár, hann er búinn að fá rúmlega 700 stykki og veit um tvo Mývetninga sem hafa feng- ið milli 6-700 hvor. Jónas sagði að veiðin hefði ver- ið þokkaleg í heildina, og óvenjumikil síðari hluta veiði- tímabilsins, í lok nóvember og fram eftir desember, þó ekki hefði verið mikil veiði í fyrstu. Jónas sagði að allsstaðar annars- staðar virtist hafa veiðst minna en venjulega, svo virtist sem rjúpu vantaði á markaðinn því mikið væri hringt að sunnan til að spyrja eftir rjúpu. Páll Þormar á Raufarhöfn á líklega íslandsmetið í dagsveiði á tímabilinu, því 18. október fékk hann 71 rjúpu. Páll sagði í sam- tali við Dag að rjúpnaveiðin hefði þó í heildina verið léleg fyr- ir austan, rjúpan hefði haldið sig til heiða og í kjarri en lítið úti við ströndina. Páll sagðist hafa farið til rjúpna flesta sunnudaga og að sér hefði yfirleitt gengið vel og að jafnaði hefði hann verið með um 20 rjúpur í ferð. Hann sagðist þó vita um mann sem hefði gengið til rjúpna daglega í heila viku án þess að fá eina einustu. Ekkert hefur veiðst síðustu dagana vegna leiðindaveðurs og mikilla snjóa fyrir austan. Páli sagði að eftirspurn eftir rjúpunni væri brjálæðisleg, menn frá rjúpna- svæðum hringdu og þá vantaði fugl og látlausar hringingar væru að sunnan, en kaupmenn þar vildu þó lítið borga fyrir fuglinn. IM Tryggvi kvæntist Jóhönnu Valdimarsdóttur frá Leifshúsum árið 1910. Þau fluttu til Akureyr- ar árið 1944 og bjuggu í Brekku- götu 15. Jóhanna lést árið 1965 og dvaldist Tryggvi eftir það hjá Kristjáni syni sínum og Þórdísi konu hans. í ársbyrjun 1983 var Tryggvi vistaður á Dvalarheimili aldraðra dagar tiljóla Söluhæstu bækur og plötur: Forsetasonuriiin tekur forystuna - Geirmundur plötukóngur Norðurlands Þá er komið að lokakönnun Dags á söluhæstu bókum og hljómplötum fyrir þessi jól. Geirmundur heldur sínu stríki í plötusölunni en bókin um forsetasoninn hefur tekið forystuna á bókalistanum. Þar eru nú þrjár nýjar bækur á lista, Heimsmetabókin, Sendiherrafrúin og Bændur á hvunndagsfötum. Athyglis- vert er hvað Sauðárkrókur sker sig úr hvað varðar efstu bækurnar, en þar hefur bók Björns Jónssonar læknis á Króknum, Glampar á götu selst langbest allra bóka. Skagfírðingar hafa sömuleiðis áhuga á ættarsögu hesta eins og gefur að skilja og er bókin um Svaðastaðahrossin nú í 10. sæti á Sauðárkróki. En lítum nánar á þær bækur sem best seljast á Norðurlandi. 1. Sagan sem ekki mátti segja. Endurminningar Björns Sv. Björnssonar. 2. Dauðalestin e. Alistair Mac Lean. 3. Ég og lífið. Saga Guðrúnar Ásmundsdóttur. 4. Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng e. Stefán Jónsson. 5. Aldnir hafa orðið. Skráö af Erlingi Davíðssyni. 6. Heimsmetabók Guinness. 7-8. Það glampar á götu e. Björn Jónsson. 7-8. Bændur á hvunndagsfötum e. Helga Bjarnson. 9. Sendiherrafrúin segir frá e. Hcbu Jónsdóttur. 10. Lífsreynsla III. bindi. Bragi Þórðarson tók saman. Ókrýndur plötukóngur á Norðurlandi þessi jól heitir Geirmundur Valtýsson, al- þekktur skagfirskur sveiflu- höföingi. Hann er þessa vikuna, eins og síðustu tvær vikur, í efsta sæti listans og lætur sér vel líka toppsætið. Þess má geta að í Skagfirðingabúð á Sauðár- króki hefur Geiri selst í yfir 500 eintökum frá því að platan kom út. Það virðist vera sem sama gildi urn plötusölu og íþrótta- kappleiki að heimavöllurinn hefur sitt að segja. í öðru sæti á Króknum lendir þessa viku „Konnarinn“ og böndinn Jó- hann Már Jóhannsson. Listinn hefur lítið breyst frá fyrri viku. Eini nýi Ilytjandinn inn á lista þessa viku er annar „Konnari“, Kristján Jóhanns- son, með nýja plötu sína. List- inn lítur annars svona út: 1. Geirmundur Valtýsson/Í syngjandi sveiflu. 2. Sálin hans Jóns míns/Hvar er draumurinn? 3. Bubbi Morthens/Nóttin langa. 4. Síðan skein sól/Ég stend á skýi. 5. Rokklingar/Lög í flutningi barna. 6. Ríó/Ekki vill það batna. 7. HLH-ilokkurinn/Heima er best. 8. Jóhann Már Jóhannsson/Ef væri ég söngvari. 9. Kristján Jóhannsson/Með Kristjáni. 10. Örvar Kristjánsson/Frjálsir fuglar. VG/óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.