Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMÁSÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Boðskapur jólanna virtur að vettugi Jólin fóru mjög friðsamlega fram hér á landi að þessu sinni. Engin teljandi óhöpp eða slys áttu sér stað og veður var víðast skaplegt. Sunnlendingar voru þó minntir á hversu grimm íslensk vetrarveðrátta getur verið og sér í lagi fengu Rangæingar að kenna á veður- ofsanum. Það fárviðri sem geisaði undir Eyja- fjöllum fyrri hluta aðfangadags olli talsverðu tjóni og svipti íbúana m.a. rafmagninu í nokkrar klukkustundir. Þessi jól verða Eyfell- ingum örugglega minnisstæð af þeim sökum. Annars staðar á landinu var helgihald með hefðbundnum hætti. Kirkjusókn var með afbrigðum góð víðast hvar, enda þótt messu- fall yrði á stöku stað vegna ófærðar. Kaup- menn bera sig þokkalega, þótt þeir telji að jólaverslunin hafi verið nokkuð minni nú en í fyrra. Það má því segja að í heild hafi jólin far-. ið vel og friðsamlega fram hér á landi. Því miður er ekki sömu sögu að segja frá útlöndum. Það er sérstaklega á tveimur stöð- um í veröldinni sem sviptingar eru miklar þessa dagana; í Rúmeníu og Panama. Fréttir sem bárust af gangi mála í þessum löndum yfir hátíðina voru hörmulegar og í algerri andstöðu við boðskap hinnar miklu friðar- hátíðar. Byltingin í Rúmeníu hefur þegar kostað rúmlega 60 þúsund manns lífið og fréttir herma að enn sé hart barist víða um landið. Byltingardómstóll dæmdi Nicolae Ceausescu einræðisherra og konu hans Elenu til dauða um jólin og var þeim dómi fullnægt tafarlaust. Myndir af líkum hjónanna birtust svo á sjónvarpsskjám víða um heim annan dag jóla. Átök hafa einnig verið mjög hörð í Panema síðustu dagana og mannfall og tjón á eignum verulegt af þeim sökum. Þessar fregnir hafa vissulega varpað skugga á ann- ars ánægjulegt jólahald hér á fróni. Enn einu sinni erum við minnt á það með óþyrmilegum hætti hversu illa íbúum heims- ins gengur að lifa í sátt og samlyndi. Valda- barátta sem helgast af drottnunargirni; þess- ari ríku löngun einstaklinga, hópa og jafnvel þjóða til að kúga og undiroka meðbræður sína, veldur sífelldum ófriði víða um heim, jafnt á jólum sem aðra daga ársins. Vafalaust munu þau jól seint renna upp er allar þjóðir heims leggja niður vopn og sameinast um að virða boðskap hátíðarinnar í verki. BB. leiklist Eymalangir flóttamenn Sviðsinyndin frá Sebrakíbra er sú litskrúðugasta sem undirritaður hefur séð, en það kemur náttúrlega ekki fram á þessari mynd sem KL tók á æfingu. Leikfélag Akureyrar: Eyrnalangir og annað fólk Hófundar: Iðunn og Kristín Steinsdætur Tónlist: Ragnhildur G'sladóttir Leikstjórn: A. ídrés Sigurvinsson Leikmynd: H.illmundur Kristinsson Búningar og gervi: Rósberg Snædal Lýsing: Ingvar Björnsson Hreyfingar: Lára Stefánsdóttir Systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur hafa skrifað töluvert fyrir börn og unglinga, bæði sög- ur og leikrit, og hefur þeim oft tekist ágætlega upp. Iðunn samdi t.a.m. handritið að umhugsunar- verðri mynd, Enginn venjulegur drengur, sem Sjónvarpið sýndi 26. desember síðastliðinn. Þær Iðunn og Kristín fengu 2. verð- laun í flokki barna- og fjölskyldu- leikrita í leikritasamkeppni Leik- félags Reykjavíkur vorið 1988 fyrir leikritið Randaílugur. Þetta leikrit frumsýr.di Leikfélag Akur- eyrar á annan dag jóla undir nýju nafni: Eyrnalangir og annað fólk. Söguþráður leikritsins er í stuttu máli þessi: Fjölskylda í fjölbýlishúsi selur starfsmanni utanríkisráðuneytisins íbúð í þessu sama húsi, en amma gamla átti þar heima. Þau undur og stórmerki gerast að fólkið sem flytur þangað inn reynist vera flóttafólk frá eyjunni Sebrak- abra, fólk með ákaflega stór og rauð eyru og kyndugt í alla staði. Eldgos hrakti íbúana burt frá Sebrakabra og að vanda voru Islendingar svo vinsamlegir að bjóða nokkrum flóttamönnum að dveljast hér á landi. Það verður uppi fótur og fit þegar fólkið birtist, enda mjög sérkennileg fjölskylda sem flytur í íbúðina. Fjölskyldan verður fyrir aðkasti en flestir venjast henni með tímanum. Eyrnastóru börnin og önnur börn í húsinu og hverfinu leika sér saman og fara meira að segja í huganum til ævintýra- eyjarinnar Sebrakabra. Fullorðna fólkið er þó tortryggið í garð eyrnafjölskyldunnar uns hún nær að komast í álit með því að yfir- buga innbrotsþjófa. I lokin lifa allir í sátt og samlyndi. Eyrnalangir og annað fólk er leikrit sem hefur ákveðinn boð- skap fram að færa. Hér er deilt á kynþáttahatur og viðhorf okkar í garð þeirra sem eru öðruvísi en fólk er flest. Gott dæmi er heim- ilisfaðirinn Pétur. Hann segist ekki hafa neitt á móti svertingj- um en vitanlega gæti hann þó ekki hugsað sér að fá svertingja sem tengdason. Hann verður auðvitað snarvitlaus í garð aðkomufólksins. í leikritinu eru einkenni fólksins ýkt, eyru þess gerð ótrúlega stór, en í rauninni gæti þetta fólk alveg eins verið svart, skáeygt eða málhalt. Við- brögð „venjulegra“ manna eru í brennidepli. Við sjáum tvo heima, heim fullorðinna og heim barna. Full- orðna fólkið skammast út í Eyrna- pabba og Eyrnamömmu og kenn- ir þeim um allt sem miður fer. Börnin stríða Eyrna Páli og Eyrna Línu, þó ekki öll. Börnin eru nefnilega mun einlægari og það eru þau sem brjóta ísinn. Innan skamms þykir þeim flott að vera með stór eyru. Fullorðna fólkið er kreddufastara, sérstak- lega Pétur sem er fulltrúi íslend- ingsins sem þykist ekki vera for- •dómafullur en er allra verstur þegar málið snertir hann sjálfan. Þetta höfuð þema leikritsins er ekki frumlegt en sígilt og á fullt erindi við okkur í dag. Fordóm- arnir eru settir fram á spaugileg- an hátt og allir hljóta að fallast á þá niðurstöðu að það væri ekkert gaman ef allir væru eins. Siði og sérkenni fólks verður að virða. Gens una sumus, öll erum við af sama kyni. Eyrnalangir og annað fólk er býsna góð skemmtun fyrir börn og jafnvel fullorðna. Boðskapur- inn er kannski fyrst og fremst hugsaður fyrir börnin, eins og hann er fram settur. Textinn er oft fyndinn og uppákomur skemmtilegar. Leikritið dettur þó niður á köflum og reyndar fannst mér handritið frekar gloppótt. Mín tilfinning er sú að leikstjórinn Andrés Sigurvinsson hafi hér reynt að skapa rismikla sýningu úr fremur rýru handriti og tekist ágætlega upp. Þetta er að sjálfsögðu aðeins mín skoðun. Það gæti allt eins verið hægt að kenna leikstjóranum um dauðu kaflana. Maðurinn er alltaf einn, sagði Thor, en Andrés er ekki einn. Hann hefur sér til fulltingis lista- fólk sem skapar þann þátt er mér þykir eftirminnilegastur, þ.e. sjálf umgjörðin. Leikmynd, bún- ingar og gervi og lýsing fléttast saman í órofa heild sem er ræki- lega studd af tónlist og hreyfing- um. Hér á ég sérstaklega við sviðsmyndina frá Sebrakabra. Þar birtist mesta litadýrð sem ég hef séð í leikhúsi og er atriðið allt sannkölluð veisla fyrir augu og eyru. Mér þykir því full ástæða til að hrósa Hallmundi Kristinssyni (leikmynd), Rósberg Snædal (búningar og gervi), Ingvari Björnssyni (lýsing), Ragnhildi Gísladóttur (tónlist) og Láru Stefánsdóttur (hreyfingar). Þau lyfta sýningunni upp úr flatneskj- unni og skapa þann ævintýra- ljóma sem nauðsynlegur er til að fanga athygli áhorfenda af yngri kynslóðinni. Hefði ævintýraþátt- urinn ekki komið til væri leikritið hálfgert stofudrama með farsa- kenndu ívafi og varla er það góð uppskrift að barnaleikriti. Þetta er sérstæð blanda af raunsæi og fantasíu. Með góðum bakhjörlum er Eyrnalangir og annað fólk sýning sem gaman er að fylgjast með og víst er að börnin skemmtu sér konunglega. Leikendur stóðu sig líka vel og voru mjög jafnir. Sér- stök ástæða er til að hrósa ungu leikendunum fyrir frammistöð- una. Þótt stundum vantaði dálít- ið upp á framsögnina stóðu ungl- ingarnir sig með stakri prýði í vandasömum hlutverkum, ekki síst Jóhanna Sara Kristjánsdóttir (Steina). Gestur Einar Jónasson (Pétur) átti ágætis „comeback“ sem inni- legur nöldrari og Steinunn Ólafs- dóttir (Sigrún) var einnig sann- færandi sem söngelsk eiginkona. Þá var gaman að sjá Guðrúnu Þ. Stephensen (Elínóra) á sviði, enda öryggið uppmálað, og Jón Stefán Kristjánsson (Eyrna- pabbi) lofar góðu. Þar með hef ég í stuttu máli viðrað mínar skoðanir á sýningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Eyrnalangir og annað fólk. Nið- urstaðan er ótvírætt sú að for- eldrar ættu að gleðja börnin sín með því að fara með þeim á þessa sýningu. Fræðilega séð bjargast hún líka fyrir horn með vandaðri uppsetningu og vissu- lega gerir margt smátt eitt stórt. SS Jóhanna Sara Kristjánsdóttir (Steina), Hlynur Aðalsteinn Gíslason (Halli prakk) og Kristín Jónsdóttir (Eyrna Lína). Myndir: kl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.