Dagur - 03.01.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990
í
fréttir
Stéttarsamband bænda, ASÍ, VSÍ og Vinmimálasamband samvinnufélaganna funda
um komandi kjarasamninga:
„Menn \ilja reyna í alvöru að finna leið
út úr víxlverkunum kaupgjalds og verðlags
64
„Ég myndi ekki kalla þetta
ennþá annað en könnun þessara
aðila á því hvað þetta ár geti
borið í skauti sér varðandi
verðþróun miðað við ýmsar
forsendur sem menn gefa sér.
Mér fínnst jákvætt að þessar
umræður skuli eiga sér stað nú
milli þessara aðila þar sem mér
fínnst andinn vera sá að menn
eru að reyna í alvöru að finna
leið út úr víxlverkun kaup-
gjalds og verðlags,“ segir
Haukur Halldórsson, formað-
ur Stéttarsambands bænda um
viðræður sambandsins við
ASI, VSI og Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna að
undanförnu vegna komandi
kjarasamninga.
Þessir aðilar hittust á fundum
rétt fyrir jólin og aftur milli jóla
og nýárs. Hagfræðingar þeirra
- segir Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda
hafa sameiginlega farið yfir
stöðuna og þá hvernig einstakar
breytingar verki í kerfinu. Þar
hafa menn t.d. skoðað áhrif
breytinga á búvöruverði og reynt
hefur verið að sjá fyrir hverjar
verðbreytingar verði á búvörum
1. mars og 1. júní. „Síðan eru
það gengisbreytingar og hvaða
áhrif slíkar breytingar hafa á
búvöruverð. Eitt prósent gengis-
felling skilar sér t.d. í sauðfjár-
grundvelli sem 0,3% hækkun og
hvert prósent til hækkunar launa
skilar sér í 0,5% hækkun í sauð-
fjárgrundvelli þannig að það er á
þennan hátt sem við erum að
skoða hvar hægt er að hafa
áhrif,“ segir Haukur.
í þessum athugunum að
undanförnu hefur líka verið
reynt að meta áhrif upptöku virð-
isaukaskatts, svo og áhrif þess ef
verðbólgu yrði náð verulega
niður.
„Við erum að spá í spilin og
reyna að sjá hvort við eigum ekki
í alvöru að hugsa um kaupmátt
ráðstöfunartekna. Viljinn er
mjög mikill en spurningin er
hvort menn þora þegar á hólminn
er komið. Ríkið er nánast ekkert
komið inn í þessar viðræður en við
höfum sagt að ríkisvaldið megi
ekki koma á eftir og brjóta það
niður sem verið er að gera. Það
jákvæða sem við erum búin að
sjá strax er að ríkisvaldið hefur
frestað hækkun á opinberri þjón-
ustu sem átti að taka gildi nú um
áramót."
Haukur segir að þessi athugun
fyrrgreindra aðila miðist við allt
árið þótt ekkert sé farið að
ræða hversu lengi samningar
muni gilda. „En það er enginn
kominn til með að segja að menn
komist lengra en sex mánuði fyrst
og setjist að þeim tíma liðnum
niður og meti árangurinn," segir
Haukur. JOH
Verð á eldislaxi hækkaði verulega á Bandaríkjamarkaði
undir lok síðasta árs:
„Þetta eru raikil gleði-
tíðindi fyrir laxeldismenn
Verö á laxi á mörkuðum
Bandaríkjunum hækkaöi veru-
lega fyrir jól og segja fiskeldis-
Ungt fólk á Akureyri:
Fyrirhugað að koma á
fót nýrri útvarpsstöð
- húsnæði tekið á leigu fyrir ýmsa starfsemi
Á Akureyri er starfandi hópur
ungs fólks sem hefur það m.a.
að markmiði að koma á fót
útvarpsstöð. Félagsskapurinn
hefur tekið rúmgott húsnæði á
leigu í Glerárgötu 28 og er þar
með ýmsa starfsemi en mein-
ingin er að þar verði útvarps-
stöðin til húsa í framtíðinni.
Að sögn Ragnars Sverrissonar,
talsmanns hópsins, verður
útvarpiö þó ekki að veruleika á
allra næstu mánuðum.
„Það er mikill áhugi fyrir
útvarpsrekstri. Við ákváðum að
byrja á því að safna peningum og
hefur það gengið vel. Síðan kom
í ljós að það er áhugi fyrir mörgu
öðru og hefur hópurinn m.a. gef-
ið út Ijóðabók og staðið fyrir
ýmsum uppákomum. Ég vil
hvetja sem flesta til að hafa sam-
band við okkur því í ljós hefur
komið að félagsskapurinn veitir
ungu fólki útrás fyrir mörg áhuga-
mál,“ sagði Ragnar.
I þessum félagsskap er fólk
sem vann við útvarp Ólund á sín-
um tíma og margir fleiri. Fyrir-
myndin að væntanlegri útvarps-
stöð er að sögn Ragnars sótt til
Rótar, Ólundar og skólaútvarps-
stöðva. Hann kvaðst bjartsýnn á
að ný útvarpsstöð kæmist á lagg-
irnar á Akureyri en það tæki
nokkra mánuði að fá tiiheyrandi
tækjabúnað.
„Að hluta til tengist hugmynd-
in því að hér er tjáningarfrelsi.
Fólk getur tjáð sig hvar sem er í
þröngum hópi en öll umræða sent
skiptir máli fer fram í gegnum
fjöimiðla, sérstaklega útvarp og
sjónvarp, en það eru ekki allir
sem hafa möguleika á að tjá sig
þar. Við viljum gefa ungu fólki
tækifæri til að tjá sig í útvarpi og
þjálfa sig á þeim vettvangi,“
sagði Ragnar. SS
menn nú staðreynd að verð á
eldisllski hafi hækkað um 30%
á nýliðnu ári. Kflóverð á físki á
mörkuðum í Bandaríkjunum
var 5.50 dollarar í byrjun des-
embermánaðar en undir ára-
mót var verðið komið í 7.10
dollara. Þetta þýðir að sú verð-
hækkun sem búist var við í
Bandaríkjunum hefur komið
fyrr en áætlað var.
Ástæða þess að verð tekur nú
að hækka eru aðgerðir Norð-
manna til að koma á jafnvægi
milli framboðs og eftirspurnar á
laxi, minni framleiðsla í Noregi
og einnig í Skotlandi.
Á símafundi helstu framleið-
enda á atlantshafslaxi skömmu
fyrir jól kynntu Norðmenn
aðgerðir sínar. Þar kom fram að
þeir ætla að draga úr framboði á
ferskum laxi á þessu ári þannig
að það nemi um 120.000 tonnum
í stað áætlunar um 160.000 tonn.
Til þess að draga úr framboði á
ferskum laxi um 40.000 tonn
munu norsku sölusamtökin
kaupa þessi 40.000 tonn af fram-
leiðendum. Gert er ráð fyrir að
það muni kosta samtökin um 1-
1,5 milljarða norskra króna.
Sölusamtökin munu greiða
norskum framleiðendum gildandi
lágmarksverð sem nemur frá 31-
40 norskum krónum pr. kg eftir
stærð.
Stærsti útflytjandi á eldislaxi á
Bandaríkjamarkað er Kanada.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landssambandi fiskeldis- og haf-
beitarstöðva munu áætlanir
Kanadamanna um framleiðslu
upp á 25-30.000 tonn af laxi vera
fallnar niður í 5-6.000 tonn fyrir
nýhafið ár. Samdráttur í fram-
boði á markaðnum sem þessu
magni nemur muni óhjákvæmi-
lega leiða til verðhækkunar.
í greinargerð sinni um þessa
hækkun segir Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri LFH, að verð-
hækkun um 30% hafi orðið stað-
reynd. „Þetta þýðir um 100 kr.
hærra skilaverð í dag til framleið-
enda og er skilaverð til framleið-
enda þá 270-300 kr. á 2-3 kg. laxi.
Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir
fiskeldismenn sem standa á þeim
tímamótum, að vegna svikinna
loforða og vanefnda stjórnvalda
hefur greinin átt við verulega erf-
iðleika að stríða upp á síðkastið,“
segir Friðrik. JÓH
KÞ Smiðjan:
Fjölskylda í Bárðardal
átti hugmyndina
að nafninu
Á sl. ári hafa miklar breytingar
verið gerðar á Byggingavöru-
deild KÞ, síðast í haust er
Véladeild var flutt í sama hús-
næði. Efnt var til samkeppni um
nýtt nafn á verslunina, en
verslunum KÞ í aðalverslunar-
húsinu hafa verið gefín nöfnin
Matbær og Miðbær.
Það var ærið verk sem beið
dómnefndar er velja skyldi nýja
nafnið úr tillögunum, því þær
voru um 500 og sendar inn af um
200 aðilum. Ákveðið var að velja
nafnið KÞ Smiðjan, en hugmynd
um það nafn hafði borist frá
þremur aðilum. Dregið var um
hver skyldi hljóta verðlaunin fyr-
ir hugmyndina og þá var heppnin
með fjölskyldu Páls Kjartansson-
ar, Víðikeri, Bárðardal.
Verðlaunin voru afhent föstu-
dag fyrir jól, en þau voru vöru-
úttekt í versluninni að upphæð 25
þúsund krónur. Egill Olgeirsson,
stjórnarformaður Kaupfélags
Þingeyinga, afhenti fjölskyldunni
viðurkenninguna. Á myndinni
eru f.v.: Egill Olgeirsson, Páll
Kjartansson, Ágústa, Tryggvi,
Baldur og Sigríður Baldursdóttir,
með ungan son sem ekki hafði
hlotið nafn sitt. IM