Dagur - 03.01.1990, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990
Húsnæði vantar.
Lítil íbúð óskast á leigu á Akureyri í
u.þ.b. 3 mánuði.
Nánari uppl. í síma 26311 á skrif-
stofutíma.
íbúð óskast!
Óska eftir 3ja - 4ra herb. íbúð sem
fyrst.
Helst á jarðhæð.
Uppl. í síma 27974.
Óska eftir 3ja eða 4ra herb. íbúð
til leigu frá 1. janúar til 31. maí.
Leiga 30 - 35 þúsund á mánuði.
Uppl. í síma 96-43298 og 96-
43160.
Til leigu ný 5 herb. raðhúsíbúð í
Glerárhverfi ca 140 fm.
Uppl. í síma 22482 á kvöldin.
Tökum að okkur daglegar ræst-
ingar fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Ennfremur allar hreingerningar,
teppahreinsun og gluggaþvott.
Ný og fullkomin tæki.
Securitas, ræstingadeild, stmar
26261 og 25603.
Hreingerningar -
Teppahreinsun.
Tökum að okkur teppahreinsun,
hreingerningar og húsgagnahreins-
un með nýjum fullkomnum tækjum.
Gerum föst verðtilboð ef óskað er.
Inga Guðmundsdóttir,
sími 25296.
Til leigu hesthús (9 hesta) og
hlaða í Breiðholti.
Uppl. í síma 21859 eftir kl. 18.00.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 4. janúar 1990
kl. 20-22 verða bæjarfuljtrúarnir
Freir Ófeigsson og Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir til viðtals á
skrifstofu bæjarstjórnar, Geisla-
götu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúar munu svara
símaviðtölum eftir því sem
aðstöður leyfa. Síminn er
21000.
Til sölu:
Harmonika 4 kóra Exelsior i góðu
ásigkomulagi.
Silver Reed rafmagnsritvél í góðu
ásigkomulagi, létt og lipur í skólann.
Á sama stað er til leigu herbergi.
Uppl. í síma 96-21687 eftir kl.
17.00.
Bjórgerðarefni, ensk, þýsk, dönsk.
Víngerðarefni, sherry, hvítvín,
rauðvín, vermouth, kirsuberjavín,
rósavín, portvín.
Líkjör, essensar, vínmælar, sykur-
málar, hitamælar, vatnslásar, kútar
25-60 lítra. Viðarkol, tappavélar,
felliefni, gúmmitappar, 9 stærðir,
jecktorar.
Sendum í póstkröfu.
Hólabúðin, Skipagötu 4,
sími 21889.
Tamning
Þjálfun
Járning
Uppl. í síma
96-23862
Erlingur Eriings.
Breiðholtshverfi,
Akureyri.
Borgarbíó
Alltaf nýjar
myndir
Símsvari 23500
OKUM EINS OG MENN'
Aktu
eins og þú vilt
að aorir aki!
UMFERÐAR
Snjómokstur.
Húsfélög, fyrirtæki, einstaklingar
athugið.
Tökum að okkur snjómokstur á stór-
um sem smáum plönum.
Vanir menn.
Einnig steinsögun, kjarnaborun og
múrbrot.
Gerum föst verðtilboð ef óskað er.
Hafið samband í síma 22992,
27445, 27492 eða í bílasíma 985-
27893.
Hraðsögun hf.
□ St.: St.: 5990137 I HV
Fundur um sorg og sorgarviðbrögð.
Opinnfundur fimmtudaginn 4.janú-
ar kl. 20.30 í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju.
Allir veikomnir.
Stjórnin.
Glerárprestakall.
Glerárkirkja barnasamkoma nk.
sunnudag 7. jan kl. 11.
Æskulýðsfundur sunnudag kl.
19.00.
Miðgarðakirkja Grímsey.
Messa sunnudag kl. 14.00.
Pétur Þórarinsson.
Minningarspjöld Krabbameinsfélags
Akureyrar og nágrennis fást á eftir-
töldum stöðum: Akureyri: Blóma-
búðinni Akur, Bókabúð Jónasar,
Bókvali, Möppudýrinu í Sunnulilíð
og á skrifstofunni Hafnarstræti 95,
4. hæð; Dalvík: Heilsugæslustöðinni,
Elínu Sigurðardóttur Stórholtsvegi 7
og Ásu Marinósdóttur Kálfsskinni;
Ólafsfirði: Apótekinu; Grenivík:
Margréti S. Jóhannsdóttur Hagamel.
Síminn á skrifstofunni er 27077.
Minningarspjöld Slysavarnafélags
Islands fást á eftirtöldum stöðum:
Bókabúð Jónasar, Bókvali og
Blómabúðinni Akri.
Styrkið Slysavarnafélagið í starfi.
Leikfelag Akureyrar
og anna
Nýtt barna-
og fjölskylduleikrit
eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdætur.
Tónlist eftir
Ragnhildi Gísladóttur.
Næstu sýningar:
Laugard. 13. jan. kl. 15.00
Sunnud. 14. jan. kl. 15.00
Símsvari allan sólarhringinn.
Sími 96-24073.
Samkort
UlKFGLAG
AKURGYRAR
sími 96-24073
Asparkonur gefa tvíburamomtor
Þann 18. desember sl. bættist við tækjakost fæðingardeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri en þann dag afhenti Lionessuklúbb-
urinn Ösp, fyrir hönd bæjarbúa, deildinni tvíburamonitor. Kaup á
þessu tæki voru að stærstum hluta fjármögnuð með afrakstri plast-
pokasölu sem Asparkonur stóðu að nú í haust. Þetta var í þriðja
sinn sem seldir voru plastpokar til styrktar fæðingardeild F.S.A.
Það sem á vantaði var aflað með vinnu í Lindu við að raða jóla-
konfekti í kassa. óþh
Ný stjóm Ætt-
fræðifélagsins
Aðalfundur Ættfræðifélagsins
var haldinn þann 29. nóv. sl. og
var vel sóttur. Ný stjórn var
kjörin, en hana skipa: Jón Valur
Jensson formaður, Hólmfríður
Gísladóttir varaformaður, Ingi-
mar Fr. Jóhannsson ritari, Þórar-
inn B. Guðmundsson gjaldkeri
og Kristín Guðmundsdóttir með-
stjórnandi. í varastjórn eru Anna
Guðrún Hafsteinsdóttir og Sig-
urgeir Þorgrímsson. Stjórnin hef-
ur haldið með sér tvo fundi og
lagt á ráðin um félagsstarfið í
vetur, útgáfumál o.fl.
Á aðalfundinum voru gerðar
verulegar breytingar á lögum
félagsins, en aðalhlutverk þess er
nú sem fyrr að stuðla að auknum
áhuga á ættfræði, ættfræðirann-
sóknum og útgáfu frumheimilda
og hjálpargagna fyrir þá, sem
stunda þessi fræði, að halda félags-
fundi og gefa út fréttabréf um
ættfræðileg efni. Félagið hefur
gefið út þrjú manntöl á íslandi
(1801, 1816 og 1845). Nú er unn-
ið að undirbúningi að útgáfu
manntalsins 1910 og kirkjubóka
Býrð þú yfir
vitneskju
sem gæti komið
rannsóknar-
lögreglunni vel?
Símsvarí allan
sólarhrínginn.
S. 96-25784
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
Reykjavíkur frá árinu 1746 og
áfram.
Tímaritið
Útvörður
komið út
Annað hefti fjórða árgangs
tímaritsins Útvarðar er komið
út. Utgefandi er samnefnd
byggðahreyfing, sem áður
gekk undir nafninu Samtök um
jafnrétti milli landshluta.
í heftinu eru meðal annars 18
greinar eftir jafnmarga höfunda
um hin margvíslegustu efni, sem
skarast meira og minna í byggða-
málaumræðu, sem undirstrikar
um hve víðfeðman og mikilvæg-
an málaflokk er að ræða.
Sérstök ástæða er til að nefna
grein eftir Sigurð Helgason, fyrr-
verandi sýslumann N-Múlasýslu,
en hann kemur inn á mjög viða-
mikið og brýnt efni, sem hann
hefur unnið að fyrir Útvörð. Hér
er um úttekt á byggðaþróun á
Norðurlöndum að ræða, en verk
þetta mun gegna mikilvægu hlut-
verki í væntanlegum tillögum
Útvarðar um íslenskt héraða-
vald.
Þá má nefna umfjöllun um ein-
stakar atvinnugreinar, eins og
bleikjueldi á bændabýlum og
sjávarútveg, landgræðslu og
gróðurvernd, skólamál, heil-
brigðismál og byggðaþróun
almennt út frá ýmsum sjónar-
hornum. Meðal höfunda eru
Magnús Torfi Ólafsson, Sveinn
Runólfsson, Guðrún Hallgríms-
dóttir, Skúii G. Johnsen, Mar-
grét Bóasdóttir og Hörður
Bergmann, svo einhverjir séu
nefndir.
Rás 2 kl. 14.00 sunnudag 1 2 3
Spilakassinn l o Spilakassinn, getraunaleikur Rásar 2 er á dagskrá á 4 sunnudag kl. 14.00. 5 Umsjónarmaður er Jón Gröndal „ og dómari Adolf Petersen. Svör sendist til; ^ Spilakassinn 8 Ríkisútvarpið g Efstaleiti 1 150 Reykjavík.