Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 10. janúar 1990
6. tölublað
Altt fynrir-
errabudin
HAFNARSTRJETI 92 602 AKUREYRI SlMI 96-26708 BOX 397
Dularfullur hitapollur 11 mílur
austur af Grímsey:
Kraumandi pottur bræddi í
sundur rækjupoka Þorleifs
- 3-400 kg af kísilsalla komu upp með
ónýtri rækjunni
Austur af Grímsey kraumar
heldur betur í iðrum jarðar,
eða þá ályktun draga skipverj-
ar á Þorleifí EA frá Grímsey.
Þeir eru þess fullvissir að gífur-
iegur hiti á hafsbotni austur af
eynni klippti í sundur fremsta
hluta trollpokans, þegar þeir
voru að rækjuveiðum sl. laug-
ardag. Með pokanum kom upp
mikið magn af kísilsalla, sem
af lagði ógurlega fýlu og var
engu líkara en skipverjar væru
staddir austur í Námaskarði.
„Ég áætla að þetta hafi verið
um ellefu mílur austur af Gríms-
ey,“ segir Gylfi Gunnarsson,
skipstjóri á Þorleifi. „Við vorum
þarna á rækjuveiðum og festum.
Þegar trollið kom upp var í því 3-
400 kíló af einskonar kísilhaug
með rækjunni, sem við máttum
síðan henda. Við nánari athugun
kom í ljós að farið hafði í sundur
hjá okkur sem við köllum róp og
rússa. Þetta er hvort tveggja
átján millimetra nælontóg. Ég tel
engan vafa leika á því að þau
hafa brunnið í sundur. Ég hafði
tal af jarðfræðingi og hann sló því
fram að miðað við dýpi, sem er
um 400 metrar, hefði hitastigið á
vatninu verið um 280 gráður til
þessa að klippa í sundur tógið.
Lyktin af kísilsallanum var eins
og maður væri staddur austur í
Námaskarði.
Ég tel engann vafa á því að
mikill hiti tók í sundur tógið. Það
getur ekkert annað verið. Það er
útilokað að það hafi farið í sund-
ur af núningi. Athyglisvert er að
ekkert sást á tógunum beggja
megin við. Það var engu líkara en
logi af kerti hafi brætt þetta í
sundur."
Sýni af sallanum var sent til
Ragnars Stefánsson, jarðskjálfta-
fræðings á Veðurstofu íslands,
ásamt sundurbræddum nælon-
spottanum. Dagur hafði sam-
band við hann í gærmorgun en þá
hafði Ragnar ekki fengið send-
inguna og gat því lítið tjáð sig um
hvað þarna væri á ferðinni.
„Það er sjálfsagt jarðhiti þarna
víða en óneitanlega þarf eitthvað
meira til þess að bræða í sundur
svo svert tóg. Það þarf nokkur
hundruð stiga hita til þess og það
þarf sérstakt ástand til að þetta
geti gerst í sjó,“ sagði Ragnar.
Norræna eldfjallastöðin fékk
umrætt sýni til rannsóknar í gær
og við greiningu kom í ljós að
þarna er á ferðinni gipskalsíum-
súlfat. Sýnið verður rannsakað
nánar í tengslum við heimildir
um hafsbotninn við Grímsey.
óþh/SS
í baráttu við Kára og Ægi.
Mynd: KL
Bæjarstjórnarkosningar á Húsavík:
Fjórir af níu bæjarfulltrúum gefa
ekkí kost á sér til endurkjörs
- Bakkus verður með sérframboð
Fjórir af níu bæjarfulltrúum á
Húsavík ætla ekki að gefa kost
á sér til áframhaldandi setu í
bæjarstórn fyrir kosningarnar í
vor. Því er Ijóst að miklar
mannabreytingar verða í bæj-
arstjórninni hvernig svo sem
atkvæði skiptast milli flokka.
Þeir sem ekki gefa kost á sér í
baráttuna eru báðir fulltrúar
Framsóknar, Tryggvi Finnsson
og Hjördís Árndóttir. Guðrún
Kristín Jóhannsdóttir, annar
fulltrúi Alþýðuflokksins og
fulltrúi Víkverja, Pálmi
Akureyrarbær kannar leigu á
veggtennishúsi Sjálfsbjargar
- þrír af ijórum sölum lagðir niður verði af samningum
Samningaviðræður standa yfír
milli Sjálfsbjargar, félags fatl-
aðra á Akureyri, og bæjaryfir-
valda um leigu á stærstum
hluta veggtennisshúss félagsins
til afnota fyrir íþróttakennslu
við Síðuskóla.
Bæjarstjórn Dalvíkur:
Tvær millj. til undirbúnings
að gerð nýs íþróttavaUar
Bæjarstjórn Dalvíkur sam-
þykkti í gær 2,5 milljóna króna
framlag á þessu ári til Ung-
mennafélags Svarfdæla vegna
undirbúnings að gerð íþrótta-
svæðis vestan við nýja gras-
völlinn á Dalvík.
Af þessari upphæð eru 2
milijónir ætlaðar til undirbygg-
ingar að nýjum grasvelli, þar
sem m.a. er fyrirhuguð aðstaða
fyrir frjálsíþróttafólk. Þá verður
500 þúsundum varið til að
greiða niður eldri lán.
Grasvöllurinn á Dalvík hefur
reynst mikil lyftistöng fyrir
íþróttaiðkun á Dalvík og má í
því sambandi geta góðrar
frammistöðu knattspyrnumanna
þar á síðasta sumri. Með öðrum
grasvelli og aðstöðu fyrir frjáls-
íþróttafólk veröur aðstaða á
Dalvík að teljast mjög góð.
óþh
Sjálfsbjörg hefur áhuga á að
leigja bænum veggtennishúsið
þar sem rekstraráætlanir um það
hafa ekki staðist. Leigan yrði, að
sögn Birgis Karlssonar fram-
kvæmdastjóra félagsins, notuð til
að greiða skuldir vegna bygging-
arkostnaðarins. í veggtennishús-
inu eru fjórir salir, og stendur
aðeins til að nota einn þeirra í
upprunalegum tilgangi ef af
samningum verður við Akureyrar-
bæ.
Ljóst er að verulegar breyting-
ar þarf að gera á húsinu svo hægt
verði að nota það til leikfimi-
kennslu. Ingólfur Ármannsson,
skóla- og menningarfulltrúi
Akureyrarbæjar, segir að meðal
þeirra atriða sem þurfi að lagfæra
sé gólfið, en setja verði á það
gólfefni sem hentar leikfimi- og
íþróttakennslu. Þá verður að
auka búningsaðstöðu mikið frá
því sem nú er. „Ég get staðfest að
viðræður um þessi mál eru í
gangi. Niðurstaða mun að öllum
líkindum liggja fyrir síðar í þess-
um mánuði,“ segir Ingólfur.
Margir endar eru ennþá lausir í
þessu máli. Talið er líklegt að
húsnæðið verði leigt bænum til 10
ára hið minnsta, því tæplega
borgar sig að kosta breytingar
fyrir skemmri tíma. Eftir er að
semja um leigu og fleira sem
þessu tengist. í samningshug-
myndum þeim sem fyrir liggja er
gert ráð fyrir að íþróttasalurinn
yrði tilbúinn 1. maí. EHB
Pálmason. Þetta kemur fram í
fréttaskýringu, Dagsljósinu í
blaðinu á morgun, en þar er
rætt við aila bæjarfulltrúa á
Húsavík um framboðsmálin og
undirbúning kosninganna.
Framsóknarflokkurinn hefur
boðað til fyrsta formlega fundar-
ins um framboðsmálin nk. laug-
ardag og munu Alþýðuflokkur,
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
bandalag, sem hefur haft sam-
starf við óháða, einnig fara að
huga að sínum framboðsmálum.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er ekkert ákveðið um framboð
Víkverja að þessu sinni, og ekki
heldur um framboð Kvennalista
eða sérframboða, nema hvað
Bakkus er með sérframboð til
hliðar við bæjarstjórnarkosnin-
garnar því kjósa á um opnun
áfengisútsölu á Húsavík.
Dagsljósið á morgun greinir
nánar frá undirbúningi kosning-
anna og afstöðu bæjarfulltrúa til
framboðs síns. 1M
Þórshöfn:
Stakfellið á ísfiskveiðum
Vinnsla liggur nú niðri í
Hraðfrystistöð Þórshafnar en
fyrir jól var þar nóg að gera
og línubátarnir veiddu vel.
Að sögn Gísla Óskarssonar,
skrifstofustjóra, eru þó næg
viðhaldsverkefni fyrir mann-
skapinn þessa stundina og
vinnsla hefst síðan á ný er
Stakfelliö kemur inn til
löndunar.
Stakfell ÞH-360, frystitogari
Útgerðarfélags Norður-Þingey-
inga, fór á ísfiskveiðar í síðustu
viku. Að sögn Grétars Friðriks-
sonar hjá ÚNÞ hefur Stakfellið
veriö ásamt fleiri norðlenskum
og austfirskum togurum á veið-
um á Rifsbanka og aflinn
„þokkalegt kropp", eins og
hann orðaði það.
Bræla hefur sett strik í reikn-
inginn í þessari viku en Grétar
bjóst við aö Stakfellið kæmi inn
til löndunar í kringum næstu
helgi. SS