Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 10. janúar 1990
lesendahornið
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Seta í bankaráðum
Eins og kunnugt er skipaði Kvennalistinn Kristínu
Sigurðardóttur, innheimtustjóra verðbréfafyrir-
tækisins Kaupþings, fulltrúa sinn í bankaráði
Landsbanka íslands skömmu fyrir áramótin. Val
Kvennalistans á fulltrúa sínum í bankaráðinu hefur
valdið nokkrum deilum og hafa margir gagnrýnt
þessa ráðstöfun harðlega. Helstu rök andmælenda
eru þau að með öllu sé óverjandi að skipa starfs-
mann fyrirtækis, sem á í óbeinni samkeppni við
Landsbankann, í bankaráð hans, eins og Kvenna-
listinn gerði. Það bjóði heim hættu á margs konar
hagsmunaárekstrum. Þessu hafa Kvennalistakon-
ur mótmælt og síðan hafa hlutaðeigandi aðilar
þráttað um málið fram og til baka án þess að kom-
ast að niðurstöðu.
Nú er því alls ekki að heilsa að þetta sé í fyrsta
skipti í íslandssögunni sem deila hefur mátt um
kosningu einstakra manna í bankaráð. Nokkrum
sinnum áður hafa menn, sem átt hafa sæti í stjórn
eða varastjórn annarrar peningastofnunar, valist
til setu í bankaráði ríkisbanka. En þá var hættan á
hagsmunaárekstrum eflaust mun minni en nú.
Miklar breytingar hafa átt sér stað í bankamálum
þjóðarinnar á síðustu árum. Bönkum hefur fækkað,
m.a. með sameiningu fjögurra banka í einn um síð-
ustu áramót. Þessar breytingar hafa meðal annars
haft það í för með sér að samkeppni milli fjármála-
stofnana hefur aukist mjög mikið. Þær keppa í dag
um sparifé landsmanna, ekki síst með því að bjóða
mismunandi vexti og ávöxtunarleiðir. Vaxta-
ákvarðanir eru teknar í bankaráðunum og þess
vegna hlýtur að teljast afar óheppilegt ef starfs-
maður einnar fjármaálastofnunar á sæti í stjórn
annarrar. Það gefur auga leið.
Um það verður naumast deilt að val Kvennalist-
ans á fulltrúa í bankaráð Landsbanka íslands var
vanhugsað. Það er leiðinlegt að svona skyldi til
takast í fyrsta sinn sem kvenþjóðin eignast fulltrúa
í bankaráði ríkisbanka hér á landi. Hins vegar hlýt-
ur fyrrnefnd deila að kalla á það að settar verði
almennar og skýrar reglur um það hverjir megi og
hverjir megi ekki sitja í bankaráðum. í lögum er
ekkert sem kveður sérstaklega á um hæfi þeirra
sem veljast til setu í bankaráðum ríkisbankanna.
Sú staðreynd býður beinlínis upp á að hagsmuna-
árekstrar eigi sér stað. Þá er vert að hafa í huga að
það er Alþingi sem ber hina siðferðilegu ábyrgð á
þeim fulltrúum sem valdir eru til starfans hverju
sinni.
Þessi mál þarf að athuga í heild sinni, því vel má
vera að skipan fleiri fulltrúa en fulltrúa Kvennalist-
ans í bankaráð ríkisbankanna gæti orkað tvímælis
ef grannt yrði skoðað. Þegar um álitamál af þessu
tagi er að ræða þarf vitanlega að beita sömu mæli-
stiku á önnur hugsanleg tilvik. Það þarf að láta alla
sitja við sama borð. Að öðrum kosti er siðbótin til
lítils. BB.
Þrettándagleði Þórs:
Hermann Jónsson
lék álfakónginn
Tónlistarunnandi
skrifaði blaðinu eftirfarandi
bréf: Ég fór til að horfa á þrett-
ándagleði Þórs á laugardag og
þar söng álfakóngurinn nokkur
Íög. Mér fannst hann hafa svo
góða rödd og er því forvitinn að
vita hver þetta var. Þið hjá Degi
getið ef til vill upplýst þetta.
Eftir því sem Dagur kemst
næst, var álfakóngurinn að þessu
sinni, leikinn af Hermanni Jóns-
syni bakara og fasteignasala á
Akureyri.
Til Akureyringa:
Endumar svelta
á andapollinum
„Við erum tveir dýravinir og
okkur langar að benda yfirvöld-
um og öllum Akureyringum á
meðferðina sem endurnar á
andapollinum hljóta.
Þessum litlu skinnum sem hafa
tilfinningar eins og við mennirnir
er aldrei gefinn neinn matur. Við
förum framhjá andapollinum á
hverjum einasta degi og aldrei
hefur það komið fyrir að maður
sjái starfsmann frá bænum vera
að gefa þeim. Það virðist vera að
bæjaryfirvöld ætlist til þess að
endurnar lifi á loftinu. Það mætti
líka einstaka sinnum dýralæknir
líta við á andapollinum því að við
sáum vængbrotna önd seinast
þegar við vorum þar og höfum
séð þessa önd oft áður og það
hefur enginn gert neitt í þessum
málurn.
Við vonum að yfirvöld og aðrir
Akureyringar hugsi sig tvisvar
um áður en þeir fletta yfir á
næstu síðu. Við biðjum ykkur
Akureyringar góðir að fara með
brauðafgangana og gefa öndun-
um þá í staðinn fyrir að henda
þeim. Og gleymið heldur ekki
smáfuglunum sem hafa ekki úr
miklu að moða yfir veturinn."
Tveir dýravinir.
Óánægður bíógestur:
Öll steimrming eyðilögð
með brjálæðislegum hávaða
„í einu dagblaðinu las ég eftirfar-
andi málsgreinar í ritdómi um
myndina Gestaboð Babettu fyrir
skömmu: „ . . . allir ættu reynd-
ar að hafa lent í þeim leiðindum
að kasta perlum fyrir svín, við
matarborðið eða á öðrum vett-
vangi. Hver þekkir t.d. ekki
borðhaldssvín sem heimta tóm-
atsósu út á allt, sama hversu lysti-
legur maturinn er?!“
Nú loksins höfum við fengið
Gestaboð Babettu hingað til
Akureyrar. Og tómatsósan . . .
Ekki kunna forráðamenn Borg-
arbíó að bera þessa mynd á borð,
né aðrar slíkar myndir, sem þeir
hafa sýnt á árinu. Öll stemmning,
sem myndast hefur meðan á sýn-
ingu myndarinnar stendur, er
eyðilögð með brjálæðislegri
tónlist, íþróttaleikjalýsingu eða
fréttum, en þessum ósköpum er
skellt á um leið og hlé er gert á
sýningu myndarinnar og aftur
þegar hún endar. Það er mjög
óþægilegt að fá yfir sig dynjandi
tónlist þegar hléið skellur á, ekki
síst í beinu framhaldi af kyrrlátu
atriði í myndinni. Og sökum háv-
aða er algerlega ómögulegt að
njóta hlésins með því að ræða
atburði myndarinnar við sessu-
naut sinn. Það læðist að manni sá
grunur að þarna sé viðhöfð sama
aðferð og notuð er á sumum vín-
veitingastaðanna: Þeim mun
meiri hávaði í salnum, þeim mun
fleiri fara fram í veitingasöluna
(sælgætissöluna).
Þessi ástæða getur þó ekki átt
við þegar myndin endar. Myndin
skilur mann eftir í vissu hugar-
ástandi, en á sama andartaki er
maður sleginn utanundir með
ógnarhávaða frá útvarpi. í stað
þess að fara heim glöð yfir stór-
kostlegri kvöldstund í bíói bæjar-
ins, var ég öskuvond yfir þessari
misþyrmingu.
í guðanna bænum, þögn! Við
förum í bíó til að horfa á þær
kvikmyndir sem þar er boðið upp
á, ekki til að hlusta á dagskrár-
brot úr útvarpinu. Þá væri betur
heima setið, því þá næðist öll
íþróttalýsingin, ekki bara brot af
henni.“
Guðrún.
sorplosun á Eyrimii
sér svona mikið er þetta full langt I þeir vel slengt poka á hjá mér
gengið. En þrátt fyrir það gætu | eins og hinum íbúunum!"
Of saltur svína-
hamborgarhryggur
Meira um
Kona á Eyrinni hringdi:
„Ég er sammála Oddeyringn-
um sem hafði samband við Les-
endahornið vegna ástandsins í
sorpmálum á Eyrinni. Heima hjá
mér er nefnilega alvega sama
sagan, þ.e. tunnurnar eru ekki
losaðar nema þegar þær eru stút-
fullar, á tveggja til þriggja vikna
fresti. Þá hefur Oddeyringurinn
það framyfir mig að fá ruslapoka
skilinn eftir, en það fæ ég ekki.
Ég var að velta því fyrir mér
hvort ég geti ekki fengið ein-
hverja lækkun á opinberum
gjöldum vegna þessa, því ég
greiði fyrir þessa þjónustu eins og
aðrir en nýt hennar ekki. Maður
kemst ekki hjá því að hugsa um
það, að sorplosunarmenn vinna í
„akkorði" og ef þeir eru að flýta
Ingibjörg hringdi.
„Eg varð fyrir miklum vonbrigð-
um með svínahamborgarhrygg
frá KEA sem ég keypti fyrir
jólin. Hann var óætur vegna þess
hve hann var saltur. Ég heyrði af
fleirum sem urðu fyrir þessu. Ég
hef ekki fengið mér svínaham-
borgarhrygg í tvö ár og var farin
að hlakka til.
Það sama var upp á teningnum
með hangikjötsframpart sem ég
keypti á dögunum hjá KEA.
Ég skil þetta ekki því að ég
hélt að væri margoft búið að
kvarta undan of söltu kjöti frá
KEA. Ég minnist þess meðal
annars að þetta hefur borið á
góma á búðarfundi hjá-KEA.“