Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 10. janúar 1990 myndasögur dags ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR rSamkvæmt því sem Roger Todd segir, losa þeir úrganginn einhvers staðar í Pensylvaníu. Sem betur fer fyrir Arabellu veröur ökuferðin ekki löng ... Því miöur vinaj mín! Ég verð að láta þig af um tíu . J| # Peninga- kassinn Þetta gerðist í verslun sem sérhæfði sig í að selja pen- ingakassa, peningaskápa og skrifstofuvörur. Afgreiðslu- maður í versluninni var bú- inn að sýna sama viðskipta- vininum ákveðinn peninga- kassa mörgum sinnum án þess þó að sala færi fram. Maðurinn vildi alltaf fá að skoða kassann betur, at- hugaði lásinn og velti fyrir sér hvort hann væri nægi- lega öruggur. Þá var hann sífellt að spyrja um verð, afslátt og greiðsluskilmála. Þó var hér ekki um sérstak- lega háa upphæð að ræða, aðeins nokkur þúsund krónur. Að lokum fór af- greiðslumanninum að leið- ast þetta og sagði þegar „kúnninn“ var búinn að koma sjö sinnum að skoða kassann: „Þú verður að kaupa hann næst þegar þú kemur, annars sýni ég þér þetta ekki oftar.“ Viðskipta- vinurinn hafði góð orð um að þetta og sagðist koma fljótt aftur. # Kassinn var ekki tómur í umræddri verslun var Ijós- ritunarvél sem Ijósritaði í lit, hinn mesti kostagripur. Af- greiðslumaðurínn hugsaði sér að hrekkja viðskiptavin- inn svolítið næst þegar hann kæmi að skoða kass- ann. Hann Ijósritaði 100 dollara seðla, skar til pappír og bjó til fölsk „peninga- búnt“ sem voru þannig að dollaraseðlarnir Ijósrituðu voru efstir í hverju búnti en síðan var ekkert nema pappír. Bjó hann vandlega um þetta allt og lét „seðla- búntin“ í ákveðinn peninga- kassa. Verðgildi „pening- anna“ voru tugmilljónir króna. Dag nokkurn kom umræddur viðskiptavinur og fór að skoða kassann á ný. Afgreiðslumaðurinn samdi eftir langt þóf við manninn um að lána honum einn peningakassa heim til reynslu, en það var auðvit- að kassinn með „seðlun- um.“ # Seldi húsið og keypti málverk Afgreiðslumaðurinn frétti eftir nokkra daga að „kúnn- inn“ væri kominn á hress- ingarhæli, úttaugaður á lík- ama og sál. Maðurinn hafði fengið einhvers konar kast þegar hann sá alla „pening- ana“, seldi húsið í hvelli fyr- ir lágt verð og fór að skoða stærstu villurnar í bænum. Hann seldi öll sin húsgögn, gaf mikið af innbúinu tll vina og vandamanna en fór að kaupa rándýr Kjarvalsmál- verk og listmuni fyrir millj- ónir króna, sem hann lét ýmist skrifa eða gaf út ávis- anir fyrir. Hann var víst ekki mjög glaður þegar hann fór að skoða innihaldið nánar í kassanum góða ... dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Miðvikudagur 10. janúar 17.50 Töfraglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Hver á ad ráða? (Who’s the Boss?) 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Á tali hjá Hemma Gunn. 21.40 Arfurinn. (Dedichina.) Júgóslavnesk bíómynd frá árinu 1984. Aðalhlutverk: Polde Bibic, Milena Zupan- icic. Dramatísk mynd um slóvenska fjöl- skyldu, sem upplifir þrjú róstursöm en gjörólík tímabil, frá 1914 og framyfir síðari heimsstyrjöld, í sögu Slóveníu og Júgó- slavíu. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Arfurinn - framh. 23.45 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 10. janúar 15.35 Travis McGee. Leikarinn góðkunni, Sam Elliott, fer hér með hlutverk hins snjalla einkaspæjara Travis McGee. Hann ætlar að rannsaka dularfullt bátaslys sem gamall vinur hans er tahnn vera valdur að. Aðalhlutverk: Sam Elliott, Gene Evans, Barry Gorbin og Richard Farnsworth. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Fimm félagar. (Famous Five) 18.15 Klementína. 18.40 í sviðsljósinu. 19.19 19:19. 20.30 Af bæ í borg. 21.00 í slagtogi. 21.40 Ógnir um óttubil. 22.30 Þetta er þitt líf. (This Is Your Life.) 23.00 Olíuborpallurinn. (Oceans of Fire.) Ævintýraleg spennumynd um nokkra fanga sem láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeir hafa tekið að sér djúpsjávar- köfun vegna olíuborunar og oft er æði tvísýnt um hvort þeir komi aftur til baka úr þessum lífshættulegu leiðöngrum. Aðalhlutverk: Lyle Alzado, Tony Burton, Ray’Boom-Boom'Mancini, Ken Norton Cynthia Sikes og David Carver. Bönnuð börnum. 00.35 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 10. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Randver Þorláksson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Þórður Helgason kennari talar um dag- legt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Lítil saga um litlu kisu“ eftir Loft Guðmundsson. Sigrún Björnsdóttir les (8). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Áskell Þórisson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10Í10 Veðurfregnir. 10.30 Úr menningarsögunni - Saga geð- veikinnar frá skynsemisöld til 19. aldar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Slysavarnafélag íslands. Síðari þáttur. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Samastaður í til- verunni“ eftir Málfríði Einarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir les (20). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um búferlaflutninga til Svíþjóðar. 15.50 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Debussy og Rach- maninoff. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Frá tónskáldaþinginu í París 1989. 21.00 Söguskoðun E.H. Carr. 21.30 íslenskir einsöngvarar. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Hann heilsar alltaf með hægri hendi. Hrollvekjan „Martröðin í Álmstræti" og skrímslið Fred Kruger. 23.10 Nátthrafnaþing. Málin rædd og reifuð. Umsjón: Ævar Kjartansson og Ólína Þor- varðardóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 10. janúar 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. 11.03 Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur. - Morgunsyrpa heldur áfram og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm- ari Dagur Gunnarsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Gæludýrainnskot Jóhönnu Harðardótt- ur. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin. Fylgst með og sagðar fréttir af íþróttavið- burðum hér á landi og erlendis. 22.07 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Konungurinn. Magnús Þór Jónsson segir frá Elvis Presley og rekur sögu hans. 3.00 Á frívaktinni. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Ljúflingslög. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á þjóðlegum nótum. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 10. janúar 8.10-8.30 Svæðisútvarp Nordurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 10. janúar 17.00-19.00 M.a. er „tími tækifæranna", þar sem hlustendur geta hringt inn ef þeir þurfa að selja eitthvað eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.