Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 10. janúar 1990 Afangaskýrsla samstarfsnefndar um gervigrasvöll: Kostnaður mun minni en áætlaður hefur verið Nýlega skilaði samstarfsnefnd um gervigrasvöll á Akureyri áfangaskýrslu eft- ir ítarlega könnun á öllum helstu þáttum er snerta byggingu gervigrasvallar. Frækilegur árangur knattspyrnumanna á árinu hefur á ný vakið miklar umræður meðal áhugamanna um íþróttina þess efnis að bæta þurfi aðstæður til muna, með það í huga að æfingaaðstaða allt árið verði tryggð. Hér er ætl- unin að gefa lesendum kost á að kynna sér innihald skýrslunnar í stórum dráttum. í inngangi skýrslunnar kemur fram að stefna Knattspyrnufélags Akureyrar og Iþróttafélagsins Þórs hvað varðar knattspyrnuíþróttina, er í stuttu máli að efla sjálfa íþróttina á Akureyri og stuðla þannig að betri bæ með virku uppeldis- og íþróttastarfi. Á félagssvæði Þórs er nú einn malarvöll- ur, stórt graskeppnissvæði og annað minna æfingasvæði. Auk þess er í rækt- un nýtt æfingasvæði sem væntanlega verður nothæft að ári. Félagssvæðið er rúmlega 7 hektarar. Á félagssvæði KA er einnig einn malarvöllur, stórt graskeppnissvæði og annað minna æfingasvæði. Auk þess hefur KA vilyrði fyrir viðbótarsvæði sunnan núverandi félagssvæðis en það er þröngt skorið, líkt og sjálft félagssvæðið með fyrirhugaðri Dalsbraut. Ef viðbótarsvæðið næði yfir vegarstæði Dalsbrautar yrði það vel nýtanlegt. Félagssvæðið er um 5 hektarar. Félögin hafa byggt upp vallarsvæði sín undanfarin ár og hafa þar ágæta aðstöðu yfir sumarmánuðina. Álag á grassvæði félaganna er mjög mik- ið og hefur verið áætlað að það sé helmingi meira en æskilegt er til að vel fari. Ef tekið er mið af skipulögðum æfingum á völlunum og keppni yngri flokka í Islandsmótum og öðrum árvissum mótum s.l. ár, má ætla að notkun á gras- völlum félaganna hvors fyrir sig sé 7-800 tímar á 3-3,5 mánaða tímabili og 2- 300 tímar á hvorum malarvelli. Heilsársaðstaða nauðsynleg Þó aö ofangreind ný æfingasvæði komi til nota á næstu árum er ljóst að álag á vallarsvæðin verð- ur að öðru óbreyttu mun meira en æskilegt er. Um árabil hefur það háð starfsemi félaganna að æfingaaðstaða fyrir knattspyrnu- iðkendur utan sjálfs keppnis- tímabilsins yfir sumarið er nánast engin. Malarvelli félaganna er lít- ið hægt að nota framan af vori vegna frosts og aurbleytu og eina aðstaðan er þá svokallaður Sana- völlur, sem kemur fyrstur valla frá vetri. Alþekkt er að Sana- völlurinn er ekki til frambúðar og að svæðið gæti horfið til annarra nota án frekari fyrirvara. Það er jafn ljóst að þó félögin megi vart sjá af Sanavellinum þegar rætt er um vallaraðstöðu er það ekki vegna gæða vallarins. Af framangreindum ástæðum hafa bæði félögin og Knattspyrnuráð Akureyrar álykt- §§ að undanfarin ár um nauðsyn þess að skapa bærilega heilsár- saðstöðu fyrir íþróttina t.d. með því að koma upp gervigrasvelli á Akureyri. Umræðan um gervigrasvöll eða ekki, hefur að því er virðist lokast vegna þess að kostnaður við upphitun var talinn fara út fyrir öll skynsemismörk. Þannig var réttilega bent á að hér væru kaldari vetur og meiri snjóar en í Reykjavík og hitunarkostnaður miklu meiri. Þá gæti orkunotkun miðað við heilsársrekstur orðið miklu meiri hér (ca. 1,5 sinnum) og á verði sem væri 2,5 sinnum hærra en í Reykjavík. Þannig mátti ætla að orkukostnaðurinn einn nálgaðist 20 milljónir á ári. Samstarfsnefnd skipuð Varðandi kostnað við byggingu vallar hafa verið nefndar tölur frá 60-100 milljónir en erfitt hefur verið að henda reiður á hvaða þættir eru teknir með hverju sinni og umræða því ekki verið sérlega markviss. Með hliðsjón af ályktunum félaganna um æfinga- aðstöðu og gervigrasvöll, voru tilnefndir tveir menn frá hvoru félagi í svokallaða samstarfs- nefnd um vallarmál. Nefndin byrjaði á því að afla gagna svo sem hægt var um gervi- grasvelli og naut þess m.a. að hafa frá byrjun fullan aðgang að gangabrunni íþróttafulltrúa, sem gjarnan sat fundi með nefndinni og aðstoðaði nefndarmenn. Til þess að afla enn frekari upplýsinga fóru tveir nefndar- manna á ráðstefnu í Köln í nóvember s.l., þar sem m.a. var skoðaður gervigrasvöllur og rætt við fjölmarga framleiðendur gervigrass og tæknimenn þeirra. Þá hafa þeir einnig sótt fundi og ráðstefnu um gervigrasvelli hér- lendis. Nefndin leit á það sem megin- hlutverk sitt að skilgreina þörfina fyrir gervigrasvöll og láta meta kostnað við byggingu og rekstur hans. Þörfín könnuð Eitt af fyrstu verkefnum nefnd- armanna hvors félags var að kanna ítarlega óskir félaganna um æfingatíma og yfirfara þær hugmyndir sem settar voru fram með þjálfurum. Þjálfarar voru einnig beðnir um að tilgreina hvort þeir þyrftu fulla vallarstærð fyrir sínar æfingar. Reynt var þannig að nálgast þann tíma- fjölda sem eðlilegt væri að skilgreina sem þarfir félaganna. Niðurstaðan úr þeim athugun- um varð sú að þörf hvors félags sé um 750 tímar á ári og þar af eru 150-200 tímar yfir sumarmán- uðina, en sumarnotkun gæti létt verulega á ofþjökuðum grasvöll- um félaganna. Þá hefur nefndin leyft sér að áætla notkun annarra félaga í nágrenni bæjarins og Gert var ráð fyrir að völlurinn verði hitaður með afgangsraf- orku sem afgreidd verði við spennustöð rafveitunnar við Kollugerði. I kostnaðaráætlun var ekki eingöngu reiknað með vallaruppbyggingunni sjálfri, heldur einnig þáttum sem varða endanlegan frágang og útlit, lýs- ingu, bílastæðum og fleiru. Gert ráö fyrir aö hægt verði að nota hálfan völl í einu Helstu niðurstöður kostnaðar- áætlunar eru þær, að við Eikar- lund kostaði völlur með öllu um 115 milljónir, þar af kostaði 84 milljónir að byggja hann upp og 31 milljón til viðbótar frágangur umhverfis, lýsing, bílastæði og vallarhús. Við Verkmenntaskól- ann kostaði völlur 113 milljónir í heild, 87 milljónir að byggja völl og frágangur 26 milljónir til við- bótar. Við Sólborg kostar gervi- grasvöllurinn sjálfur 82 milljónir en frágangur svæðis, 31 milljón, samtals 113 milljónir. Ef aðeins verður tengt við hitaveitu sparast 10 milljónir við Eikarlund, 13,5 við VMA og 8,4 við Sólborg. Helstu forsendur útreikning- anna hér á undan eru m.a. þær, að leitað var álits hjá veitustjór- um Hitaveitu og Rafveitu sem sáu ekkert gegn tengingu á hverju svæðanna sem er. Varð- andi snjóbræðslukerfið sjálft var athugaður möguleiki á að nota beina rafhitun sem ekki var talið hagkvæmt en þar vegur þyngst verð á köplum. Því var gert ráð fyrir að notað verði frostlagar- kerfi þ.e. í hitalögnum undir vell- inum sé frostlögur sem hitaður er með heitu vatni frá hitaveitu eða rafskautskatli. Stofnkostnaður er nokkuð hærri en á beinni vatns- hitun en öryggið er miklu meira. Þá er gert ráð fyrir að kerfinu verði skipt þannig að hvor vallar- helmingur sé sjálfstætt kerfi. Með því verður t.d. hægt að halda „grunnhita“ á öðru kerfinu en kynda hitt á fullu eða þá að kynda aðeins annan helming vall- arins. Gert er ráð fyrir að kynda völlinn með afgangsraforku en jafnframt verði hægt að kynda hann með hitaveitu. Með því mætti koma í veg fyrir að völlur- inn kólnaði niður þótt afgangs- orkan yrði rofin tímabundið. Af- köst kerfisins verða þó ekki eins mikil þegar tengt yrði við hita- veituna nema með því að stækka millihitara. Austan Sólborgar. Við Verkmenntaskólann. einnig almennings og skóla, að ógleymdum meistaraflokki TBA. í heild var því miðað við að notk- un á stórum velli gæti numið um 2000 tímum á ári. Þá var ákveðið að gera strax þær kröfur að hægt verði að nota völlinn stöðugt yfir köldustu og snjóþyngstu mánuði ársins. Ennfremur taldi hún að miklu gæti munað þó ekki fengist meira en hálfur völlur þegar skil- yrði væru óhagstæð. Til að fá óháð kostnaðarmat var leitað til ráðgjafarverkfræði- stofu og skilaði hún greinargerð um orkunotkun gervigrasvallar og frumáætlun um byggingu, en skoðaðir voru þrír staðir; vestan Eikarlundar, við Verkmennta- skólann og austan Sólborgar. Yantar nákvæmari upplýsingar um jarðveg Varðandi uppbyggingu vallarins, fengust bestar upplýsingar um jarðvegshæðir og -dýpt fyrir svæðið við VMA en ítarlegri upplýsingar vantaði um hin tvö. Reynt var að meta hvernig stað- setja mætti völlinn á svæðunum og hversu mikinn jarðveg þyrfti að færa til. Þá var gerð lausleg áætlun um þær lagnir sem nauð- synlegar eru og gert ráð fyrir að umhverfis völlinn verði 2 metra breitt malbikað svæði, sem í komi niðurföll og hitað verði upp að niðurföllunum. Ekki er reikn- að með kostnaði við tengingu lagna við bæjarkerfið. Á svæðinu við VMA er jarð- vegsdýpt lítil og er þar gert ráð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.