Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 10. janúar 1990
-J
fréttir
Árangur af starfi SÁÁ-N að koma í ljós:
MeiriMutiim aJlsgádur eftir stuðnmgsnámskeið
Samtök áhugafólks um áfeng-
isvandamálið á Norðurlandi,
SÁÁ-N, hafa nú verið starf-
andi á Akureyri í rúmt ár og
hefur starfsemin vaxið jafnt og
þétt. Að sögn Ingjalds Arn-
þórssonar, ráðgjafa, fengu um
300 manns þjónustu hjá SÁÁ-
N á síðasta ári í gegnum stuðn-
ingshópa, fræðslunámskeið og
viðtöl. Hver einstaklingur kom
í 10 heimsóknir að meðaltali.
Upphaflega var Ingjaldur eini
starfsmaður göngudeildarinnar
en um miðjan nóvember var
íjölgað um eina stöðu. Auk
þeirra hafa fyrirlesarar og fleiri
komið við sögu í starfseminni.
Árangurinn af starfi SÁÁ-N
hefur að sögn Ingjalds verið betri
en bjartsýnustu menn þorðu að
vona, en hins vegar væri varla
hægt að tala um marktækan
árangur eftir aðeins eitt ár. Hann
tók sem dæmi að af þeim sem
komu í stuðningshóp á árinu, og
höfðu áður farið í meðferð og
drukkið eftir hana, þá náði helm-
ingur árangri, þ.e. 50% af þessu
fólki er edrú í dag sem er mjög
- langflestir þeirra sem koma beint til SÁA-N edrú í dag
hátt hlutfall.
„Skrautfjöður starfseminnar er
þó árangur fólks sem hefur kom-
ið beint í stuðning hjá SÁÁ-N án
þess að hafa farið í áfengismeð-
ferð. í dag eru 75% af þessum
einstaklingum edrú, 25% hafa
drukkið aftur en leitað meðferð-
ar strax eftir eitt kvöld og eru
edrú líka. Þetta er stórkostlegur
árangur, 75-80%, þótt hann sé
ekki fyllilega marktækur fyrr en
eftir tvö ár,“ sagði Ingjaldur.
Sú staðreynd að alkóhólistar
ná góðum árangri í stuðningshópi
án þess að fara í meðferð er að
mati Ingjalds í beinu sambandi
við þróun áfengismeðferðar. Fyr-
ir 10 árum fór enginn í meðferð
nema hann væri dagdrykkjumað-
ur en nú leita margir hjálpar sem
eru styttra á veg komnir, drekka
t.d. aldrei á virkum dögum.
Ingjaldur sagði að reynsla SÁÁ-
N sýndi að sumir þyrftu ekki að
fara í meðferð, göngudeildar-
þjónusta nægði.
Hvað framtíðina snertir sagði
Ingjaldur að SÁÁ-N myndi halda
áfram á sömu braut, auk þess
sem markmiðið er að bjóða upp á
þjónustu í þeim nágrannasveitar-
félögum sem óska eftir henni, en
hingað til hefur megináherslan
verið lögð á Akureyri. SS
Árleg jólatalning á fuglum:
Færri mávar og snjó
en skýringu má rekja tíl
Árlegur fuglatalningadagur
vetrarins var laugardaginn 30.
desember sl., en þetta var í 38.
skipti sem slík fuglatalning fer
fram á svæðinu á vegum Nátt-
úrufræöistofnunar Islands.
Talningar þessar ganga undir
heitinu „jólatalningar“ og hafa
unnið sér fastan sess meöal
luglaskoðara.
Húsavík:
Aflaverðmæti togar-
anna 244 mifljónir
Kolbeinsey ÞH-10 aflaði fyrir
144 milljónir árið 1989. Aflinn
nam 3.660 tonnum og var hon-
um öllum landað heima, nema
siglt var með karfa úr einni
veiðiferð. Júlíus Havsteen ÞH-
1 landaði 664,5 tonnum, þar af
70 tonnum af þorski en tæpum
600 tonnum af rækju. Alaverð-
mæti nam tæplega 100 milljón-
um króna. Veltan hjá netagerð
Höfða nam um 46 miiljónum á
árinu.
Um 100 tonna aukning varð á
afla Kolbeinseyjar frá árinu 1988,
en það ár sigldi skipið tvisvar
með afla. Aflaverðmæti Júlíusar
varsjö milljónum meira en 1988.
Reiknað er með að vinna hefj-
ist á ný hjá Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur í næstu viku en þar er
nú unnið að endurbótum og við-
haldi. Kolbeinsey hélt til veiða 6.
jan. en Júlíus 4. jan.
Aðspurður um árið í fyrra
sagði Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdarstjóri hjá Höfða og
íshafi, að það hafi gengið nokkuð
vel og mikil umsvif hafi verið hjá
fyrirtækjunum. Tveir bátar voru
teknir á leigu nokkrar vikur í
fyrrasumar, Örninn sem stundaði
rækjuveiðar og Þrymur sem bæði
var á rækju- og bolfiskveiðum.
Samtals varð aflaaukning á rækju
og bolfiski 550 tonn vegna þessa.
Kristján sagði að útgerð togar-
anna gengi betur en útgerð bát-
anna sem væri mjög erfið og
afkoma þeirra léleg. „Mér dettur
aldrei annað í hug en að vera
bjartsýnn. Ég geri mér grein fyrir
að þetta er alltaf barátta en það
þýðir ekki að fyllast svartsýni, við
verðum að berjast áfram og frek-
ar að fara uppávið en niðurávið,"
sagði Kristján, aðspurður um
framtíðina. IM
Námskeið eru
að hefjast!
Enn er hægt að láta skrá sig
1. Dans.
2. Leikfimi.
3. Magi, rass og læri.
4. Þrekhringur.
5. Erobikk.
Tryggvabraut 22
Akureyri Sími 24979.
hhbmhi mm
VISA JE„
Svæði það sem fuglatalningin
greinir frá nær frá Skjaldarvík að
Akureyrarflugvelli. Daginn sem
talningin fór fram var veður hið
hentugasta, sunnan gola, fjögur
vindstig og hiti 2 stig. Skýjað var
en úrkomulaust og snjór á jörðu
með auðum blettum á milli eftir
hláku dagana á undan. Fjörur
voru að mestu íslausar. Að sögn
Þorsteins Þorsteinssonar fugla-
talningamanns og formanns um-
hverfisnefndar Akureyrarbæjar,
voru skilyrði þessi mjög góð til
talningar.
Talningarmenn að þessu sinni
voru auk Þorsteins þeir Árni
Björn Árnason, Gunnlaugur Pét-
ursson, Guðmundur Brynjarsson
og Jón Magnússon. Alls sáu þeir
félagar 22 tegundir fugla þennan
dag en dagana á eftir sáust 5 teg-
undir til viðbótar. Eftirtaldir
fuglar sáust: 2 Lómar, l Grágæs,
307 Stokkendur, 96 Hávellur,
1051 Æðarfugl, 9 Gulendur, 33
Toppendur, 2 Fálkar, 1 Smyrill, 1
Tildra, 11 Sendlingar, 382 Silf-
urmávar, 182 Svartbakar, 110
Hvítmávar, 210 Bjartmávar, 117
Hettumávar, 2 Álkur, 7 Teistur,
59 Hrafnar, 3 Skógarþrestir, 1
Svartþröstur og 370 Snjótittling-
ar.
Þorsteinn segir hér um svipað
magn af hverri tegund að ræða
og venjulega, nema nú hafi sést
til heldur færri máva. „Skýr-
ingin á því gæti verið sú að dag-
ana á undan hafði verið sunn-
anátt og hlýindi og gæti fuglinn
hafa fært sig norðar í fjörðinn af
þeim sökum. Stuttu áður höfðum
við séð geysilega mikið af mávum
svo þetta er líklegasta ástæðan.“
Hann segir að fuglatalningamenn
sjái alltaf eitthvað af mávum sem
ekki tekst að greina t.d. sökum
fjarlægðar, að þessu sinni voru
ógreindir mávar 355 talsins.
Þá kann sumum að þykja snjó-
tittlingarnir fáir, en að sögn Þor-
steins má sömuleiðis rekja
ástæðu þess til veðurfars, nú eru
auðir blettir til fjalla og fuglinn
því ekki farinn að sækja að ráði
til byggða. VG
Mun færri mávar sáust nú en endranær og kenna fuglatalningamenn hlýindum fyrir talningurdaginn um. Mynd: TLV
Hafnamálastofnun:
Grímsevjarhöfn stærsta verk-
efiiið á Norðurlandi í sumar
- kemur til greina að bjóða verkið út eða semja við einn verktaka
Ljóst er að ráðist veröur í lang-
þráðar hafnarframkvæmdir í
Grímsey í vor. Á fjárlögum er
um 30 milljón króna framlag til
hafnarinnar og á lánsfjárlögum
er heimild til 20 milljón króna
lántöku.
Þessa dagana er unnið að því
hjá Hafnamálastofnun að undir-
búa verkið og er gert ráð fyrir að
ráðast í framkvæmdir strax og
aðstæður leyfa í Grímsey í vor.
Að sögn Hermanns Guðjónsson-
ar, vita- og hafnamálastjóra, er
höfnin í Grímsey stærsta hafnar-
verkefnið á vegum stofnunarinn-
ar á Norðurlandi á þessu ári.
Ríkið greiðir 75 prósent af
kostnaði við hafnargerðina og
væntanlega greiðir Hafnabóta-
sjóður 15 prósent. Það sem upp á
vantar kemur í hlut sveitarfélags-
ins.
„Við erum að vinna af fullum
krafti við undirbúning fram-
kvæmdanna. Við höfum ekki
alveg áttað okkur á því hvernig
við vinnum þetta. Til greina kem-
ur að bjóða verkið út eða að
semja við ákveðinn verktaka,“
segir Hermann.
Það sem ætlunin er að gera í
Grímseyjarhöfn í sumar er bygg-
ing grjótgarðs og dýpkun við
þann garð. Þá er á dagskrá smíði
um 40 metra langrar viðlegu-
bryggju innan á grjótgarðinn og
flotbryggju fyrir minnstu bátana.
óþh