Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. janúar 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
hvaða leikmenn yrðu með félag-
inu á næsta keppnistímabili en
bjóst þó við því að ekki yrðu
miklar breytingar á liðinu frá síð-
asta ári.
Knattspyrna á Vopnafirði:
„Erum enn að leita“
- Rætt við Aðalbjörn Björnsson
hjá Einherja
„Við fengum nokkrar umsókn-
ir en það voru ekki menn sem
við vorum að sækjast eftir því
við vildum fá spilandi þjálf-
ara,“ sagði Aðalbjörn Björns-
son hjá Einherja á Vopnafirði
en félagið auglýsti nýlega eftir
knattspyrnuþjálfara fyrir
næsta sumar.
Að sögn Aðalbjörns eru þeir
Vopnfirðingar að athuga þjálf-
aramál í rólegheitunum. „Við
höfum verið að vinna að því í
vetur að ná niður skuldunum frá
síðasta ári og það hefur gengið
þokkalega. Við getum því nú far-
ið að huga að málum fyrir næsta
sumar og þar er auðvitað efst á
blaði að ráða þjálfara," sagði
Aðalbjörn.
Þótt ekki sé búið að ráða þjálf-
ara er enginn uppgjafartónn í
Vopnfirðingum og eru þeir Ein-
herjamenn ákveðnir að standa
sig í hinni nýju 3. deild. Aðal-
björn sagði að ekki væri ljóst
Guöbjartur Magnason frá Noröfiröi
niun aö öllum líkindum leika meö
Tindastóli í 2. deildinni í knatt-
spyrnu næsta sumar.
Karfa:
Þór og Njarðvík
leika annað kvöld
Leikur Þórs og Njarðvíkur í
Urvalsdeildinni í körfuknatt-
leik, sem frestað var vegna
ófærðar á sunnudaginn, fer
fram í íþróttahöllinni á Akur-
eyri annað kvöld, fímmtudag,
kl. 20.00.
A vissan hátt var frestunin
kærkomin fyrir Pórsara því Dan
Kennard, hinn amerísk ættaði
þjálfari þeirra, lá í flensu um
síðustu helgi og hefði því ekki
verið til stórræðanna Ifklegur í
leiknum. En það er hugur í Þórs-
liðinu fyrir leikinn enda hafa
Akureyrarstrákarnir haft eitt-
hvert tak á Njarðvíkurliðinu. Það
verður því þess virði að mæta í
Höllina annað kvöld til þess að
sjá þennan körfuboltaleik.
Knattspyrna:
Guðbjartur
á Krókinn
Miklar líkur eru taldar á því að
Guðbjartur Magnason knatt-
spyrnumaður frá Neskaupstað
gangi til liðs við Tindastól fyrir
næsta keppnistímabil.
Guðbjartur hefur staðið sig
mjög vel með liði sínu Þrótti og
skorað mikið af mörkum. Sigl-
firðingar voru á höttunum eftir
honum einnig en hann mun hafa
gefið þeiin afsvar.
Þá hafa Tindastólsmenn farið á
fjörurnar við Árna Stefánsson
um að taka sæti Gísla Sigurðs-
sonar í markinu og mun Árni
vera að velta því fyrir sér þessa
dagana. Líkur eru á því að Björn
Björnsson komi aftur en óvíst er
nteð Eystein Kristinsson sent nú
býr á Neskaupstað. Eiríkur
Sverrisson mun nú hefja æfingar
að nýju eftir að hafa verið í
Bandaríkjunum við nám í rúmt
ár og sömu sögu er að segja af
Jóni Gunnari Traustasyni sem
hefur átt við þrálát meiðsli að
stríða undanfarið eitt og hálft ár.
Dagur hefur hlerað að Sigur-
finnur Sigurjónsson leikmaður
ÍR síðustu árin muni ganga til
liðs við Stólana að nýju en hann
lék með þeim fyrir nokkrum ár-
um. Þá hefur verið lagt hart að
Birni Sverrissyni að taka frant
skóna að nýju en hann gaf þeim
frí á síðasta keppnistímabili.
Ekki eru líkur taldar á því að
Marteinn Guðgeirsson leiki ann-
að tímabil með Stólunum en
hann hefur verið orðaður við
Fram en þar hefur hann leikið
áður.
Þaö er því engin ástæða til að
ætla annað en að lið Tindastóls
mæti sterkt til Ieiks næsta sumar
þrátt fyrir að tveir af burðarásum
liðsins hafi horfið á braut, þeir
Eyjólfur Sverrisson og Gísli Sig-
urðsson ntarkvörður. kj
Badminton:
Konráð valinn í
unglíngalandsliðið
- keppir á EM í Austurríki í lok janúar
Konráö Þorsteinsson úr TBA
hefur verið valinn í unglinga-
landslið íslands í badminton.
Hann fer með landsliðinu til
Austurríkis 25. janúar og tekur
þátt í Evrópukeppni unglinga-
Þóra Einarsdóttir.
Þóra best hjá
IJMFS Dalvík
Þóra Einarsdóttir frjálsíþrótta-
kona var kosin íþróttamaður
UMFS Dalvíkur í hófí sem
félagið hélt rétt fyrir áramótin.
Þóra sýndi miklar framfarir á
síðasta ári og er orðin einn
besti hástökkvari landsins í
kvennaflokki þannig að titill-
inn var verðskuldaður.
Þóra, sem er 18 ára gömul,
bætti sig um 14 cm á síðasta ári.
Hún átti best 1,63 fyrir keppnis-
tímabilið í fyrra en stökk hæst
1,77 á árinu 1989 og tryggði sér
þar með sæti í íslenska frjáls-
íþróttalandsliðinu.
landsliða.
Konráð tryggði sér sæti í lands-
liðinu eftir sigur í piltaflokki á
Meistaramóti TBR í badminton
um síðustu helgi. Þar sigraði
Konráð í einliðaleik en lenti í 2.
sæti í tvíliðaleik.
Þetta hefur verið stífur vetur
hjá Konráði en hann hefur þurft
að sækja unglingalandsliðsæfing-
ar til Reykjavíkur og þar að auki
hefur hann þurft að keppa á mót-
um þar í bæ. Konráð, sem er 16
ára gamall, stundar nám við
VMA. Hann viðurkennir að allar
þessar suðurferðir hafi komið
niður á náminu.
Á Evrópumeistaramótinu í
Austurríki eru íslendingar með
Pólverjum og Finnum í riðli.
Pólska liðið er nokkuð sterkt og á
íslenska liðið varla möguleika
gegn því. Hins vegar ættu ís-
lendingar að hafa í fullu ,tré við
Finnana og ætti það að verða
skemmtileg keppni.
Það eru 6 íslenskir unglingar
sem valdir voru í landsliðið, þrjár
stúlkur og þrír piltar. Konráð er
sá eini frá Ákureyri í hópnum og
sendir Dagur honum baráttu-
kveðju fyrir mótið.
Konráð Þorsteinsson TBA stóð sig vel á móti í Reykjavík um síðustu helgi.
Sigurður Lárusson snýr aftur:
Feðgarnir í Þór
- leika faðir og sonur saman í liði næsta sumar?
drengjalandsliði íslands. Hann er
nú að ganga upp í 2. flokkinn og
ætti að styrkja liðið þar verulega.
„Við feðgarnir förum báðir í Þór,
það er á hreinu," sagði Sigurður í
samtali við Dag.
Sigurður hefur nú fengið vinnu
á Akureyri og býst við að flytja
norður í byrjun mars. „Það velt-
ur þó á því hvort ég fæ íbúð fyrir
þann tíma en húsnæðismálin eru
það eina sem standa í vegi fyrir
að ég komi á þeim tíma,“ sagði
Sigurður Lárusson.
En Þór myndi ekki einungis fá
sterkan meistaraflokksmann ef
Sigurður flytti norður því sonur
Sigurðar, Lárus Orri Sigurðsson,
er feiknasterkur leikmaður og
hefur leikið marga leiki með
„Já, það er frágengið að ég flyt
norður aftur og ég ætla mér að
æfa með Þórsliðinu,“ sagði
Sigurður Lárusson knatt-
spymumaður sem hefur ákveðið
að koma aftur til Akureyrar
eftir rúmlega 10 ára fjarveru.
Sigurður Lárusson, sem er 35
ára að aldri, lék um árabil með
ÍBA og Þór en flutti á Skipaskag-
ann árið 1979 og spilaði síðan
með ÍA-liðinu. Hann lék 28 leiki
með ÍBA, 16 með Þórsliðinu í 1.
deild og svo 206 leiki á Skagan-
um. Sigurður lék einnig 11 lands-
leiki.
m
Eins og sagt var frá í Degi í gær var Jón Óðinn Óðinsson júdóþjálfari
sæmdur silfurstjörnu KA fyrir frábært starf í júdómálum hjá félaginu.
Hér sést Sigmundur Þórisson formaður KA næla silfurstjörnuna í þrek-
mikinn barm Jóns Óöins.