Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 10.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. janúar 1990 - DAGUR - 7 Vestan Eikarlundar. Myndir: KL fyrir að grafið verði niður á fast og uppgröfturinn notaður til þess að mynda áhorfendabrekkur og skjólgarða. bar ætti vallargerðin að geta gengið hratt. Á hinum svæðunum er gert ráð fyrir að jafnað verði til í landinu, skering að ofan notuð sem fylling að neðan. Mjög þarf að gæta þess við framkvæmdir að flýta sér ekki um of. Til þess að hægt verði að gera betri áætlun um þessi svæði þarf að fá um þau meiri vitneskju s.s. um hæðarlegu, jarðvegsdýpt, jarðvatn (grunnvatnsborð) og snjóþyngsli skipta einnig máli fyrir hitunina. I upphituðum völlum á Norð- urlöndunum (m.a. á Laugardals- velli) hefur til þessa verið sett malbik undir gervigrasið og snjóbræðslulagnirnar verið í því. Notað hefur verið sérstaklega opið malbik sem hleypir vatni vel í gegnum sig og voru í Reykjavík gerðar tilraunir með hvernig þessi blanda yrði sem best. Metið er hér hver kostnaðaraukinn yrði ef slíkt malbik væri notað og var stuðst við verð sem Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur taldi sennilegt miðað við efnis- kröfur sem gerðar eru. Sandgrasið líkara náttúrulegu grasi Á síðustu árum hefur gervigras verið sett beint á möl og í fram- haldi af því hafa menn velt fyrir sér hvort ekki megi líka hita slíka velli upp. Gerður hefur verið sandgrasvöllur við íþróttahúsið í Garðabæ sem er hitaður með af- fallsvatni úr húsinu og eru snjó- bræðslulagnirnar þar í sandlagi. Vert er að fylgjast með reynslu manna af þessum velli og því sem gerist annars staðar. Metinn er kostnaður við það að einangra undir völlinn til þess að ekki tapist eins mikill varmi niður í jörðina. Kostnaður reyndist mikill og lauslegar athuganir sýna að ekki muni borga sig að einangra. Um yfirlag á grasvöll er það að segja, að ekki tókst að fá upplýs- ingar um verð á því nema frá tveimur aðilum, þó fleiri aðilar séu „stórir“ á þessu sviði. Mikið er rætt um muninn á sandgrasi (gervigras sem fyllt er að mestu með sandi) og hefðbundnu grasi og sýnist sitt hverjum. Það sem menn virðast helst sammála um er að sandgrasið gefi eiginleika sem eru líkari náttúrulegu grasi en til þess að það endist og sé gott þarf að halda því mjög vel við . í gangi eru ýmsar rannsókn- ir á þessum málum sem beinast að mörgum þáttum málsins s.s. hvernig hægt verði að hreinsa sandinn sem best, hvernig skó er heppilegast að nota á grasinu og áframhaldandi samburðarrann- sókn á grastegundum og vallar- uppbyggingu sem „Æskulýðs- og íþróttadeild norska menntamála- ráðuneytisins“ stendur fyrir. í útreikningum hér á undan er reiknað með hefðbundna grasinu frá Poligras sem er talið mjög vandað en frekar dýrt. Líklegt má telja að hægt verði að fá lægra verð með útboði t.d. til nokkurra valinna aðila. Frágangur umhverfis Varðandi frágang umhverfis er talið æskilegt að velja skjólsælan stað til að minnka orkunotkun snjóbræðslukerfisins, eða reyna að mynda skjól með trjágróðri og jarðvegsbökkum. Gert er ráð fyr- ir slíkri skjólmyndun og að trjá- beltið verði sambland af runnum og hærri trjágróðri. Reiknað er með frágangi (sléttun og sáningu) á áhorfendabrekkum og öðrum fláum og að girt verði umhverfis allt svæðið með c.a. 2 metra hárri girðingu sem á verði eitt stórt hlið og tvö smærri. í kostnaði við lýsingu er gert ráð fyrir að ljósun- um megi stýra þannig að í fyrsta lagi sé hægt að fá fulla lýsingu á allan völlinn, öðru lagi hálfa lýs- ingu á allan völlinn og að lokum lýsingu, fulla eða hálfa á hálfan völlinn. Gert er ráð fyrir 100 bílastæð- um við völlinn. Til viðmiðunar voru stæðin rissuð upp með til- heyrandi lögnum, niðurföllum, kantsteini og frágangi umhverfis og þetta kostnaðarreiknað. Ekki er þó reiknað með tengingum við lagnakerfi né gatnakerfi bæjar- ins. Gerð var lausleg áætlun um stærð vallarhúss og hvað æskilegt væri að það hýsti. Gert er ráð fyr- ir að innifalinn sé kostnaður við tengingu við hitaveitu til notkun- ar í húsinu (sturtur) og að nota megi þá tengingu sem varaafl fyr- ir snjóbræðslukerfið. Misjafnar kröfur Um orkunotkun gervigrasvallar á Akureyri er það að segja, að varmaþörf snjóbræðslukerfa er háð veðurfari og kröfum um afköst snjóbræðslunnar þ.e. hversu hratt hún getur brætt snjó. Á gervigrasvellinum í Laugardal hafa verið gerðar þær kröfur að völlurinn haldi sér þíð- um í 6-7 stiga frosti en þá bræðir hann ekki af sér snjó svo neinu nemi. Gerðar hafa verið strangar kröfur til ástands vallarins og þar af leiðandi verður orkunotkunin mikil. Ætlunin er að slaka heldur á þessum kröfum nú, sérstaklega fyrri hluta tímabilsins eða fram í febrúarbyrjun. Pá byrja æfingar knattspyrnuliðanna af fullri alvöru og kröfurnar aukast. Nefndin leit á skýrslu um reynslu af notkun gervigrasvallar í Jordal við Osló. Ef litið er á meðalhita þar á fjögurra ára tímabili kemur í ljós að síðari hluta þess var hitastig 3-5 gráðum lægra en búast má við á Akur- eyri. Auk olíu og afgangsvarma til hitunar, hefur verið gripið til þess í Osló að hreinsa nýfallinn snjó af vellinum með traktor sem búinn er sérsmíðaðri tréskóflu og bursta, til að minnka orkueyðsl- una. Samstarfsnefndin telur að fara verði varlega í að bera tölur frá Osló saman við tölur frá Akur- eyri. I Noregi er skafrenningur t.d. ekki algengt fyrirbrigði en tölurnar settar fram til að benda á að kröfurnar eru misjafnar og skipta mikla máli. Samauburður við göngugötuna Fengist hafa upplýsingar frá Guðmundi Guðlaugssyni, yfir- verkfræðingi hjá Ákureyrarbæ um orkunotkun í snjóbræðslu- kerfinu í göngugötunni í Hafnar- stræti sl. 5 ár. Gengið er út frá að orkunotkun hér verði haldið hóf- legri frá október til febrúar enda kröfur féiaganna þá ekki miklar og í flestum tilfellum dugar hálf- ur völlur. Frá desember og fram í febrúar er gert ráð fyrir að snjó- bræðslukerfið verði keyrt á litlu afli, þ.e. svipuðu og er í göngu- götunni. Með því er tryggt að frost fer ekki niður í völlinn, sem gefur möguleika á ódýrari upp- byggingu vallarins. Önnur aðferð er að leyfa vellinum að kólna nið- ur þegar ekki er þörf á snjó- bræðslu, en þá má búast við að þegar byrjar að snjóa verði völl- urinn ónothæfur um stundarsak- Til sölu er fasteignin Bjarkarbraut 3, Dalvík. Réttur er áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til undirritaðs fyrir 20. janúar 1990. Sparisjóður Svarfdæla, Dalvík. Sparisjóðsstjóri. Fulltrúafundur í Framsóknarfélagi Eyjafjarðar verður haldinn á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, laugardaginn 13. janúar kl. 11.00. OPIÐ HÚS með Guðmundi Bjarnasyni og Jóhannesi Geir í Freyvangi, föstudaginn 12. janúar frá kl. 20.30 og í Jónínubúð á Dalvík laugardaginn 13. janúar frá kl. 15.00- 17.00. Guðmundur. Jóhannes Geir Skýrslu samstarfsnefndar um gervigrasvöll fylgir áætlun um hvernig nota mætti snjóbræðslu- kerfi og áætlaður kostnaður við rekstur þess. Ekki er um ná- kvæma útreikninga að ræða, en sýnir þó að notkun má halda inn- an hæfilegra marka með því að halda kröfum í hófi. Reiknað er með notkun frá október til maí en öruggt má telja að oftast þurfi ekki að kynda allan þann tíma, þ.e. byrja seinna og hætta fyrr. Til samanburðar yrði orkunotk- un ef völlurinn væri kyntur svip- að og göngugatan og í sama tíma, um 1.700.000 kílóvattstundir á ári. Kostnaðurinn við kaup á afgangsorku er um 1,5 milljónir króna á ári en um 3,2 ef kynt er með hitaveitu. Þessu til viðbótar kæmi kostnaður við lýsingu og dælur og má því reikna með að völlurinn yrði auður álíka marga daga og göngugatan. Helstu niðurstöður eru því þær, að kostnaður við snjóbræðslu, dælur og lýsingu ef notuð er afgangs raforka næmi um 3,9 milljónum króna á ári, en ef not- uð er hitaveita, um 8,5 milljónum á ári. Munar þarna talsverðu frá fyrri áætlunum, en þar var sem fyrr getur talað um 20 milljónir á ári. VG tók saman. Framsóknarfólk Húsavík Almennur félagsfundur verður haldinn laugardag 13. jan. kl. 10.30 í Garðari. Fundarefni: 1. Kosningaundirbúningurinn. 2. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Framsóknarfélag Húsavíkur. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar'SS' 96-24222 ★ Ávöxtun 8-10% umfram verðbólgu ★ Örugg ávöxtunarleið ★ Alltaf laus til útborgunar ★ Fæst fyrir hvaða upphæð sem er KAUPÞING Gengi Einingabréfa 10. janúar 1990 Einingabréf 1 4.562,- Einingabréf 2 2.510,- I Einingabréf 3 3.000,- Lífeyrisbréf ... 2.294,- Skammtímabréf .. 1,558 NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri Sími 96-24700 Einingabréf er eign sem ber arð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.