Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. janúar 1990 - DAGUR - 5 Stefán Valgeirsson: Um áramót Um áramót velta menn því gjarn- an fyrir sér hvaða lærdóm sé hægt að draga af vegferðinni um liðið ár. Við þurfum að líta til baka til að gera okkur grein fyrir hvað hafi áunnist, hvað hefði mátt bet- ur fara og síðast en ekki síst hver hafi verið alvarlegustu mistökin sem urðu á árinu sem var að líða. Litið til baka Hvað varðar framkvæmd efna- hagsmála tel ég að best hafi til tekist um viðreisn útflutnings- atvinnugreina fyrir atbeina Atvinnutryggingasjóðs og Hluta- fjársjóðs. Með auknu hlutafé og skuldabreytingum hafa mörg út- flutningsfyrirtæki orðið rekstrar- hæf á ný. Fjármagnskostnaður af þeirri fjárhæð sem skuldbreytt hefur verið mun hafa lækkað a.m.k. um helming fyrir utan inn- heimtu og lögfræðingakostnað. Pessi aðgerð leiddi til að atvinnuástand var mun skárra á landinu en ýmsir höfðu gert ráð fyrir. En þrátt fyrir það var fólks- flótti af landsbyggðinni uggvæn- legur. Hvernig væri ástandið ef öllum þessum útflutningsfyrir- tækjum hefði verið lokað um lengri tíma eins og gerðist t.d. á Patreksfirði? Pað er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þessu, fyrst og fremst vegna þess að forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins lagðist mjög hart gegn því að Atvinnu- tryggingasjóður útflutningsgreina og síðar Hlutafjársjóður yrðu stofnaðir til að koma í veg fyrir að fjölmörgum útflutningsfyrir- tækjum yrði lokað. Peirra leið var gjaldþrotaleiðin. Atvinnu- tryggingasjóður var kallaður ýmsum niðrandi nöfnum t.d. skussasjóður, en nú eru þessi nöfn ekki nefnd og nú viður- kenna flestir þ. á m. sjálfstæðis- menn að umrædd aðgerð hafi bjargað framleiðslufyrirtækjum á fjölmörgum stöðum í landinu og þar með komið í veg fyrir atvinnuleysi. Hitt er annað mál að ekki er enn búið að afgreiða nokkur fyrirtæki sem eru undirstaða atvinnulífsins í viðkomandi byggðum. Sumir ráðamenn segja að lausn þeirra mála sé ekki í sjónmáli. Staða flestra þessara fyrirtækja er ekkert eða lítið lak- ari en sumra þeirra sem fyrir- greiðslu hafa fengið. Það liggur einnig fyrir að dýrasta leiðin, ef tekið er tillit til afleiðinganna, er að gera þau gjaldþrota. Pess vegna verður að krefjast þess að hvert einasta fyrirtæki verði skoðað og allir þættir inálsins metnir og það rökstutt án undan- bragða ef gjaldþrotaleiðin verður valin. Það kann að vera að í ein- stökum tilfellum sé ekki hægt að komast hjá gjaldþrotum án þess að breyta lögum en þá þarf að athuga það. Á þessu ári hafa samt sem áður gengið yfir þjóðina fjöldagjald- þrot með skelfilegum afleiðing- um. Fyrirtæki og einstaklingar standa uppi eignalausir, fjöl- skyldur tvístrast og ekki eru horf- ur á að þessum hörmungum linni. Margar ástæður eru fyrir þessum gjaldþrotum. Erfitt er að gera áætlanir í verðbólguþjóðfélagi. Af verðbólgunni leiðir breytileg greiðslugeta t.d. vegna minni launatekna í mörgum tilvikum, en aðalástæðan er áhrifin af láns- kjaravísitölunni og vaxtaokrinu. Að vísu verður að leita lengra aftur í tímann enn til ársins 1989 til að rifja upp mistökin sem gerð voru, en það var þegar vextir voru gefnir frjálsir. Slík ákvörð- un var byggð á reynslu annarra þjóða, sem búa við allt aðra atvinnuuppbyggingu og hagkerfi en við og rniklu meiri stöðug- leika. Vaxtafrelsið var eins og á stóð erlend eftiröpun og gerð án þess að menn gerðu sér ljóst hvernig yrði að halda á málum ef nokkur von átti að vera á því að slík aðgerð setti ekki allt úr böndunum. Frumskilyrði fyrir vaxtafrelsi var að ríkissjóður væri rekinn hallalaus og þyrfti ekki á lánsfjármagni að halda. Þeir fjármálasnillingar sem ráðið hafa ferðinni, þ.e.a.s. í Seðlabanka, ríkisstjórn, fjár- málaráðuneyti fóru öfugt að. Ríkissjóður var rekinn með halla ár eftir ár, einnig á góðu árunum og hallinn fjármagnaður að nokkru leyti með erlendum lán- tökum og einnig með sölu ríkis- skuldabréfa og ríkisvíxla. Af þessu leiddi að skortur var á inn- lendu lánsfjármagni og það orskaði hækkun vaxta. Þó kast- aði fyrst tólfunum eftir að ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar var mynduð 1987. Á fyrstu mánuð- um þeirrar ríkisstjórnar bauð ríkissjóður hærri og hærri vexti til þess að ríkisvíxlarnir seldust. Vextirnir meira en tvöfölduðust á fyrstu fimm mánuðum hennar. Áðrir vextir hækkuðu hlutfalls- lega á sama tíma að sjálfsögðu. Þetta ráðslag ríkisstjórnar Þor- steins Pálssonar er fyrst og fremst orsakavaldurinn að þeirri eigna- upptöku, þeirri gjaldþrotahrinu, og þeim harmleik sem hefur gengið yfir þjóðfélagið jafnt fyrirtæki sem einstaklinga og því miður sést ekki enn fyrir enda á. Þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð í september 1988 var eitt af aðal- áhersluatriðum í stefnu hennar að ná raunvöxtum niður í a.m.k. 6% og síðar var stefnt að ná þeim niður í 5%. Hvernig standa þau mál nú þegar árið 1990 gengur í garð? Lægstu raunvextir í bönk- um eru 6,5%, hygg ég að þessi vaxtakjör gildi aðeins um ríkis- tryggð lán. Almennir útlánsvextir eru lægstir hjá ríkisbönkunum 7,5%, hjá einkabönkunum frá 7,75% upp í 8,25%, en þeir sem þurfa að láta skuldbreyta hjá sér verða að bera allt að 3% hærri vexti en að framan greinir og eru þá allt að 9% að ógleymdum dráttarvöxtum fyrir þá sem í því lenda. Þetta eru kjörin sem þau fyrirtæki og einstaklingar verða að búa við sem eru komnir með sín fjármál í ógöngur. Rangar ákvarðanir síðustu ríkisstjórnar hafa orsakað það hvernig komið er fyrir þessum aðilum. Ég hef hvað eftir annað rætt þessi mál á Alþingi og átalið að Seðlabankinn skuli gefa lána- stofnunum heimild til þess að neyða þá sem eru í erfiðleikum til að borga 2% vexti ofan á kjör- vexti. Það er meira gert í orði en á borði af þessari ríkisstjórn sem öðrum fyrrverandi ríkisstjórnum, loforðin reyndust létt á vigt, það er því ekki rétt að meðaltalsraun- vextir séu 7% eins og hefur verið haldið fram. Ég hygg að þeir séu yfir 8% og þeir sem eru í mestum erfiðleikum eru látnir bera enn hærri vexti. Það er ef til vill í fullu samræmi við þá siðblindu sem virðist ráða ferðinni hjá þeim sem vilja frelsi fjármagnsins. Ég vil einnig átelja söluna á Útvegsbankanum. Söluverðið á honum var langt undir eðlilegu verði. Ég mun taka þá sölu til umfjöllunar þegar endanlegar tölur liggja fyrir og þegar séð verður hvernig íslandsbanki stendur sig í samkeppninni við ríkisbankana. Mér kæmi það mjög á óvart ef útlánsvextir reyndust vera lægri þar en þeir verða í ríkisbönkunum. Banka- málaráðherra hefur afsakað sölu- verðið á Útvegsbankanum með því að verið væri að stuðla að samruna fjögurra banka sem myndi leiða það af sér að vextir lækkuðu. Við sjáum nú hvað ger- ist í þeim málum. Reynslan sker úr því. Stjórnmálin 1990 Árið 1990 verður ár kosninga og uppgjörs í þjóðmálum. Líklegt er að til Alþingiskosninga komi á því ári. Állir flokkar á Alþingi nema Kvennalistinn og Frjáls- lyndir hægri menn hafa átt aðild að ríkisstjórnum það sem af er kjörtímabilinu og það verður að segjast eins og er að árangurinn er hraklegur. Hörð hægri stefna ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar keyrði hér allt í strand og beið algjört skipbrot. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur ekið í sömu hjólförum í veiga- miklum málum eins og vaxtamál- um, skattamálum og kvótamál- um þrátt fyrir aðra yfirlýsta stefnu málefnasamnings. Má án efa rekja það getuleysi til afstöðu kratanna til þessara mála. Afleiðingarnar þekkja allir. Áframhaldandi áföll í atvinnu- og þjóðlífinu öllu sem leitt hefur af sér fólksflótta, afturför og stór- aukið misrétti. Dýr neyðarúrræði hafa bjargað nokkru en vaxta- okur og skattheimta sem miðar að því að ná sem mestum tekjum af láglauna- og miðlungstekju- fólki en hlífa hátekjumönnum og fjármagnseigendum koma í veg fyrir þjóðlífsbata. Ekkert bendir til þess að Alþingi sem nú situr breyti veru- lega þeirri stöðu á næstu misser- um og fólk hlýtur að binda helst vonir við að kjósendum takist í kosningum að hrinda af sér oki óheyrilegs fjármagnskostnaðar og flokksfjötruin valdaaðila, sem ráðið hafa mestu hér á landi síð- ustu áratugi. Það felst í þvt' lítil virðing á dómgreind almennings að kenna ríkisstjórnina við jafn- rétti og félagshyggju á sama tíma sem misréttið eykst á ýmsum sviðurn. Sveitarstjórnarkosningar í sveitarstjórnarkosningum eru sérmálefni einstakra byggðarlaga auðvitað höfuðmál en kosning- arnar sem heild hljóta að mótast af þeim mikla mun sent sveitar- félög og þegnar þeirra búa við. Smærri sveitarfélögin og þau sem fjær eru höfuðborgarsvæðinu búa við allt aðrar aðstæður en Reykjavík. Reykjavík virðist hafa afl til þess að leysa mörg mál vel en hefur samt fjármagn til að leggja í rándýr bruðlævintýri. Mörg önnur sveitarfélög einkum úti á landi ráða ekki við þau verk- efni sem þeim eru falin og hafa að óbreyttum lögum enga mögu- leika til þess að leysa eins og sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eða búa þegnum sínum sambærilega þjónustu. Alþingi og ráðherrar sveitar- stjórnarmála hefðu auðvitað átt að hafa forustu um að tryggja jafnræði sveitarfélaganna og þegna þeirra en það hefur brugðist. Þeir sem bjóða sig fram til sveitarstjórnarstarfa verða að krefjast þess að forsendur starfa þeirra séu sambærilegar í öllum sveitarfélögum. Kosningabarátt- an hlýtur að mótast af því að frambjóðendur í sveitarfélögum landsbyggðarinnar krefjast jafn- réttis í sveitarstjórnarmálum sem í öðrum málum. Og raddir þeirra frambjóðenda sem ekki treysta sér til að taka undir jafnréttisvið- horf landsbyggðarfólks munu þykja hjáróma og litið verður á þá sem merkisbera misréttis. Gera verður ráðstafnir í fjöl- mörgum málum til að sveitarfé- lög í hverri byggð geti unnið sam- an og boðið atvinnutækifæri og aðra aðstöðu sambærilega við það sem er í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal grundvallaratriða í þeirri stefnumótun hljóta að verða atriði sem miða að jöfnun atvinnutækifæra í sveitarfélögun- um svo sem byggðakvótar í sjáv- arafla og landbúnaði, bættar samgöngur milli byggðarlaga þannig að fámennir staðir sem nú eru einangraðir geti leyst málefni sveitarfélaganna í samstarfi. Jarðgöng og aðrar vegabætur sem tryggja stöðugar samgöngur á milli nágrannabyggðanna eru lágmarksaðgerðir til að mögulegt sé að leysa mál þeirra sæmilega. Skipulagðar og tíðar almennings- samgöngur við helstu þjónustu- kjarna í hverri byggð eru inann- réttindamál þeim sem ekki eiga einkabifreið. Möguleika byggðar úti á landi til þess að selja ferskar afurðir til útlanda verður að bæta með gerð flugvalla fyrir ntilli- landavélar í hverjum landshluta og með góðum tengingum byggða við þá. Verðlag opin- berra stofnana sveitarfélaganna eða annarra á mikilvægri þjón- ustu svo sem raforku og hita verður að jafna. Kostnað við þjónustu og síma verður einnig að jafna strax. Tekjuöflun sveitar- félaganna verður að jafna og bæta þannig að þau hafi öll sömu möguleika á að leysa verkefni síns svo sem að starfrækja fjöl- skylduvernd þar með talda umönnun barna, og önnur mál t.d. varðandi landvernd og mengun. Raunhæf byggðastefna er óframkvæmanleg í nútíma- þjóðfélagi nema þessi skilyrði séu fyrir hendi. Höfuðborgarsvæðið verður að taka tillit til að það hefur verið og er þjónustusvæði landsins alls og aflar tekna og byggist upp sem slíkt. Það þarf samstöðu Mér heyrist á fjölmörgu lands- byggðarfólki að því sé ljóst að vonlaust sé að ná fram jafnrétti í gegnum það valdakerfi, þá stjórnmálaflokka, sem deilt hafa völdum að undanförnu. Svipaða afstöðu heyri ég einnig á höfuð- borgarsvæðinu aðallega frá mennta- og lágtekjufólki. Sé þetta orðin nokkuð alrnenn skoð- un ætti það ekki að vefjast fyrir neinum að menn ná ekki réttar- bótum nema þeir séu tilbúnir að sækja þær sjálfir. Vilji og víðtæk samstaða, er það sem skiptir máli. Samtök jafnréttis og félags- hyggju munu vinna að því að jafna lífsaðstöðuna og draga verulega úr launamun í þjóðfé- laginu. Við erum tilbúin að mynda samstöðu með þeim sem vilja ná slíkum breytingum fram. Ég vil þakka þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við mig á liðnu ári, hvatt mig til baráttu og leiðbeint mér í fjölmörgum rnálum. Margir hafa lýst yfir áhuga á að ná fram víðtækri sam- stöðu um stefnu okkar Samtaka fyrir næstu Alþingiskosningar. Slíka afstöðu met ég mikils. Ég óska öllum landsmönnum góðs gengis á árinu og vona að aukið réttlæti náist fram, í víð- ustu merkingu þess orðs. Höfundur er alþingismaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.