Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 7
íbúafjöldi
Mannfjöldi á Islandi
framreikningur
Úr vinnuskjali Byggðastofnunar frá síðasta ári. Hér sést vel hvernig bilið
milli landsbyggðar og höfuðborgar vex, gangi spár eftir.
KOSTNAÐUR OG ÓHAGRÆÐI ÁFRAMHALDANDI
BYGGÐARÖSKUNAR
Á LANDSBYGGÐINNI
1 Vannýting mannvirkja og auölinda vegna fækkunar.
2 Erfiöleikar í rekstri sjávarútvegs.
3 Keöjuverkandi samdráttur leiöir til hruns.
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
1 Byggja þarf þjónustumannvirki sem í mörgum
tilvikum eru til annars staöar.
2 Byggja þarf dýr umferöarmannvirki og
vegalengdir aukast.
3 Aukin mengun, álag á útivistarsvæöi og félagsleg
vandamál rýra lífskjör.
4 Frárennsli, sorp og félagsleg vandamál valda
auknum sameiginlegum kostnaöi.
5 Launakostnaöur fyrirtækja er hærri en á
landsbyggöinni. Óstööugieiki á vinnumarkaöi.
við fólksflutningum frá lands-
byggð til höfuðborgar.
Hverjir flytja?
Hverjir eru þeir sem flutt hafa frá
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins á síðustu árum? í
skýrslu Byggðastofnunar eru
upplýsingar um aldursdreifing-
una og þar kemur fram að tæp
20% þeirra sem fluttu á þetta
svæði á árunum 1983-1988 voru á
aldrinum 20-24 ára. Næst stærsti
hópurinn var fólk á aldrinum 25-
29 ára, eða rúmlega 15% þeirra
sem komu frá landsbyggð á höf-
uðborgarsvæðið á þessu tímabili.
Þá má einnig á þessari samantekt
sjá að mörg börn fylgja því fólki
sem flytur á höfuðborgarsvæðið.
„Þær upplýsingar sem hér
koma fram ættu að sýna stjórn-
völdum á höfuðborgarsvæðinu
fram á nauðsyn þess að vera und-
ir það búin í nánustu framtíð að
fullnægja mjög aukinni eftirspurn
eftir dagvistunar- og skólarými.
Jafnframt má leiða að því líkum
að frekar óeðlilegt sé að eldra
fólk hafi aðrar ástæður til bú-
ferlaflutninga en að leita sér
lækninga eða annarrar þjónustu
sem ekki er veitt í heimabyggð.
Hitt kann e.t.v. að koma á óvart
hvað þessi hluti er lítill að til-
tölu,“ segir í skýrslunni.
Framsýni nauðsynleg
í Finnlandi hefur verið gerð
könnun á ástæðum fólksflutninga
til höfuðborgarsvæðis. Þar kemur
fram að 44% aðspurðra néfna at-
vinnu sem fyrstu ástæðu flutn-
inga. Sé þetta hlutfall svipað hér
á landi má ljóst vera að staðsetn-
ing vinnustaða er lykilatriði í
þéttbýlismynduninni einkum
með tilliti til ferðalaga innan
svæðisins.
„Staðsetning þeirra má því
ekki eingöngu ákvarðast út frá
sjónarmiði einstaks fyrirtækis. Of
mikil viðleitni vinnustaða og bú-
setu kemur ekki niður á fyrir-
tækjunum sjálfum heldur hinu
opinbera og öðrum hagsmunaað-
ilum. Slíkt val getur ef til vill ver-
ið fyrirtækinu hagkvæmt í
skamman tíma en þegar frá líður
mun þrengsli, skortur á vinnuafli
og húsnæði valda fyrirtækjunum
erfiðleikum. Petta vandamál er
auðveldlega hægt að leysa með
markvissu skipulagi. En í skipu-
lagsmálum verða menn að átta
sig á því að ákvarðanir verða vart
eða ekki teknar aftur nema með
gífurlegum tilkostnaði. Þess
vegna er ákaflega mikilvægt að
skipulag sé framsýnt,“ segir
skýrsluhöfundur.
Margvísleg áhrif
Áhrif fólksflutninga á höfuðborg-
arsvæðið eru margvísleg. Þetta
hefur áhrif á rekstur sveitarfélag-
anna á þessu svæði og ekki síður
geta flutningarnir leitt á mörgum
sviðum til aukins kostnaðar fyrir
samfélagið. Ónefndar eru þá þær
breytingar sem verða á útgjöld-
um þess fólks sem flytur. I um-
ræddri skýrslu er vikið lauslega
að nokkrum málaflókkum, þar á
meðal sköttum.
Eðlilega má spyrja hvaða fyrir-
sjáanlegar breytingar verði á
álögum hins opinbera á einstakl-
inga og fyrirtæki sem flytja af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins. Um það segir í skýrsl-
unni:
„Miðað við gildandi lög um
tekjustofna sveitarfélaga eru fast-
eignagjöld vafalaust sá liður sem
tekur hvað mestum breytingum.
Hið háa fasteignamat á höfuð-
borgarsvæðinu gerir það að verk-
um að gjaldstofninn hækkar
verulega. Reyndar er einhver
munur á álagningarhlutfalli en
varla það mikill að heildaráhrifin
ættu ótvírætt og almennt að leiða
til verulegrar hækkunar. Hins
vegar gera nýju tekjuskiptalögin,
sem öðluðust gildi 1. janúar
1990, ráð fyrir að endurstofnverð
komi í stað fasteignamats við
álagningu fasteignagjalda. Það
mun hafa í för með sér jöfnun
fasteignagjalda um land allt.
Tekjuskattar ættu að öðru
jöfnu ekki að verða fyrir breyt-
ingum.
Óbeinir skattar eru venjulega
háðir neyslu. Ef neyslumynstur
fjölskyldna breytist við það að
flytja á höfuðborgarsvæðið mun
það hafa áhrif. Um þetta er afar
erfitt að fullyrða nokkuð, en þó
má leiða að því líkur að fjöl-
breytt úrval vöru og þjónustu
hvetji til neyslu tilbúinna rétta og
þjónustu sem ekki var boðin í
heimabyggð og letji heimil-
isvinnu á flestum sviðum. Sé
þetta rétt munu fjölskyldur að
minnsta kosti ekki greiða lægri
óbeina skatta á höfuðborgar-
svæðinu en landsbygðinni.“
Niðurstöðu af þessu tekur
skýrsluhöfundur saman í einni
setningu: „Flest virðist benda til
að skattgreiðslur fjölskyldna og
fyrirtækja sem flytja á höfuð-
borgarsvæðið muni aukast."
Um almenn lífskjör þess fólks
sem flytur á höfuðborgarsvæðið
segir skýrsluhöfundur að erfitt sé
að draga skýra niðurstöðu. Þar
gildi að hver hafi til síns ágætis
nokkuð. En hins vegar horfir illa
hvað húsnæðismálin varðar því ef
fram heldur sem horfir verður í
framtíðinni enn erfiðara að selja
eignir á landsbyggðinni og eign-
ast nýjar í staðinn á höfuðborgar-
svæðinu. „Ástand húsnæðismála
á höfuðborgarsvæðinu getur því
reynst aðfluttum erfiður biti að
kyngja. Húsnæðiskostnaður mun
vaxa verulega og greiðslubyrði
vegna lána þyngjast að miklum
mun.“
Plúsar og mínusar
í lokaorðum sínum segir skýrslu-
höfundur:
„Meginniðurstaðan er því sú
að ríki, sveitarfélög og frum-
byggjar bera byrðar þéttbýlis-
myndunarinnar. Ekki er ljóst
hvort fyrirtæki tapi eða hagnist.
Reyndar er fyrirsjáanlegt að
ákveðnir kostnaðarliðir þeirra
hækka en á móti kemur stækkun
og efling markaða sem hugsan-
lega vegur það fyllilega upp og ef
til vill gott betur. Hvað innflytj-
endurna sjálfa snertir eru áhrifin
einnig óljós. Þeir munu vissulega
hagnast á sumum sviðum en tapa
á öðrum. Niðurstaðan hlýtur að
byggjast á einstaklingsbundnu
mati þannig að enga afgerandi
niðurstöðu er hægt að fá yfir alla
línuna." JÓH
Föstudagur 12. janúar 1990 - DAGUR - 7
10 tíma námskeið hefjast 17. janúar.
Kennsla einu sinni í viku.
Kennslustaður: Gránufélagsgata 49, efri hœð.
Námskeið í bamadönsum, yngst 3ja ára,
samkvœmisdönsum, gömlu dönsum, rokki og tjútti,
Sj)n • unglingadönsum.
Sér námskeið í Lambada, mambó og Salsa.
| Síðustu innritunardagar.
Sigurbjörg D.S.f.
V/SA ■ . 1»
DANSSKOil
SMu
HótelKEA
Laugardagskvöldið
13. janúar
Hljómsveitin kvartGtl
leikur fyrir dansi
★
Sýnishorn af matseöli
Frönsk lauksúpa
Bearnaisegljáðar lambasneiðar
Heimalagaður jógúrtís
Verð aðeins kr. 2.300,-
Hótel
KEA
Nú er þorrinn
aÖ nálgast!
Erum farin að taka pantanir fyrir
minni og stærri þorrablót . . .
. . . og þorramaturinn?
Um gæði hans þarf enginn að efast.