Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 12. janúar 1990 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum og skipum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Aðalbraut 33, Raufarhöfn, þingl. eigandi Sturla Hjaltason, fimmtu- daginn 18. jan. '90, kl. 13.00. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Bakkagata 11, Kópaskeri, þingl. eigandi Auðunn Benediktsson, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 13.10. Uppboðsbeiðandi er: Fiskveiðasjóður. Baldursbrekka 9, Húsavík n.h., þingl. eigandi Hermann Jóhanns- son, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 13.20. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka Islands. Efra-Lón, Sauðaneshreppi, talinn eigandi Þórður Ólafsson, fimmtu- daginn 18. jan. '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Búnaðarbanki Islands. Glaumbær, Reykdælahreppi, refa- hús, talinn eigandi Halldór Pálmi Erlingsson, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 13.40. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtustofnun sveitarfélaga. Hafrún ÞH-144, þing. eigandi Kjart- an Þorgrímsson, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 13.50. Uppboðsbeiðandi er: Ingvar Björnsson hdl. Hugrún ÞH-240, þingl. eigandi Hall- grimur S. Gunnþórsson, fimmtu- daginn 18. jan. '90, kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur B. Árnason hdl. Hóll, Tjörneshreppi, talinn eigandi Stefán Steingrímsson, fimmtudag- inn 18. jan. '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands, Stofnlána- deild landbúnaðarins. Langanesvegur 1 a, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 14.20. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur B. Árnason hdl., Reynir Karlsson hdl. Reykjaheiðarvegur 5, Húsavík, tal- inn eigandi Garðar Geirsson, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður I. Halldórsson hdl., inn- heimtumaður ríkissjóðs, Kristinn Hallgrímsson hdl., Örlygur Hrefill Jónsson hdl., Húsavíkurkaupstað- ur. Vesturvegur 2, Þórshöfn, þingl. eig- andi Margrét Þórðardóttir og Heiðar Hermundsson, fimmtudaginn 18. jan. '90, kl. 14.40 Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Jóhannes Ásgeirsson hdl. Vogsholt 1, Raufarhöfn, þingl. eig- andi Ingimundur Björnsson, fimmtu- daginn 18. jan. '90, kl. 14.50. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur. Hvar er barnið þitt að leika sér? Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Austurvegur 3, Þórshöfn, þingl. eig- andi Þorgrímur Kjartansson, mið- vikudaginn 17. jan. '90, kl. 13.20. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands, Jón Ingólfsson hdl. Austurvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig- andi Jón Stefánsson, miðvikudag- inn 17. jan. '90, kl. 11.10. Uppboðsbeiðendur eru: Björn Ólafur Hallgrímsson hdl., Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hdl. Auðbrekka 9, Húsavík, þingl. eig- andi Klakstöðin hf., miðvikudaginn 17. jan. '90, kl. 10.20. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Iðnaðarbanki íslands h.f., SigríðurThorlacius hdl. Aðalbraut 60, Raufarhöfn, þingl. eigandi Gylfi Þorsteinsson, mið- vikudaginn 17. jan. '90, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl. Aðalbraut 67, íb. 3, Raufarhöfn, þingl. eigandi Bjarni Jóhannes Guðmundsson, miðvikudaginn, 17. jan. '90, kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Garðarsbraut 29, Húsavík, þingl. eigandi Garðar Geirsson, mið- vikudaginn 17. jan. '90, kl. 11.20. Uppboðsbeiðendur eru: Hiimar Ingimundarson hrl., Veð- deild Landsbanka Islands, Húsa- víkurkaupstaður. Langholt 1 b, Þórshöfn, þingl. eig- andi Kaupfélag Langnesinga, mið- vikudaginn 17. jan. '90, kl. 10.50. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánsjóður. Langholt 1, Þórshöfn (norðurendi), þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, miðvikudaginn 17. jan. ’90, kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Laufás, Grýtubakkahreppi, þingl. eigandi ríkissjóður, miðvikudaginn 17. jan. '90, kl. 13.40. Uppboðsbeiðandi er: Búnaðarbanki Islands. Laugartún 19 e, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Jón Brynjólfsson, miðvikudaginn 17. jan. '90, kl. 13.50. Upboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Svanhvít Egilsdóttir lögfr. Pálmholt 1, Þórshöfn, þingl. eigandi Sigurður Óskarsson og Sigríður Alfreðsdóttir, miðvikudaginn 17. jan. '90, kl. 14.10. Upboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka (slands. Smáratún 11, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Björn Ingason, miðvikudag- inn 17. jan. '90, kl. 14.20. Uppboðsbeiðandi er: Sveinn H. Valdimarsson hrl. Sveinbjarnargerði 2, Svalb., þingl. eigandi Jónas Halldórsson, mið- vikudaginn 17. jan. '90, kl. 11.40. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands, Sigriður Thorlacius hdl., innheimtumaður ríkissjóðs, Ólafur B. Árnason hdl, Ólafur Axelsson hrl., Klemens Egg- ertsson hdl. Uppsalavegur 2, Húsavík (eftir hæð), þingl. eigandi Auðunn A. Víglundsdóttir og Bylgja Stein- grimsdóttir, miðvikudaginn 1 /. jan. '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka Islands, örlygur Hnefill Jónsson hdl. Verbúð Hreifa h.f., v/Húsav.höfn, þingl. eigandi Hreifi h.f, miðvikudag- inn 17. jan. '90, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Bruna- bótafélag íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Fólksflutningar á höfuðborgarsvæðið: Fólk hagnast á sumum sviðum en tapar á öðrum Á þessari öld hafa tveir þættir einkennt breytingar á búsetu á Islandi. Annars vegar hefur fólk flust úr sveitunum til þorpa og kaupstaða en hins vegar á höfuðborgarsvæðið frá landsbyggðinni. Það má ljóst vera að vöxtur Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna hefur verið mikill á öldinni og ekki hvað síst á síðustu árum. Sé litið fram til næstu 20 ára er talið að á þessu tímabili muni fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu verða um 20.000 manns, en um 50.000 sé flutningsreynsla undangenginna ára lögð að grunni. í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar þar sem metin eru áhrif fólksflutninga á höfuðborgarsvæðið er reynt að horfa til þeirra þátta sem byggja þarf upp á þessu svæði jafnframt þessari hröðu fólks- fjölgun. í skýrslunni er einnig vikið að því hver lífskjör þess fólks verði sem á þetta svæði flytur í framtíðinni, hvort þetta fólk megi vænta hækkunar t.d. skatta og aukningar annarra útgjalda. Er fólk að sækja vatnið yfir lækinn þegar það flytur á höfuðborgarsvæðið? Sannast þar kannski máltækið: „Ekki er allt gull sem glóir?“ NETTÓ FÓLKSFLUTNINGAR TIL HÖFUÐBORGARSVÆÐIS 1981-1987 6.881 = allir íbúar í Garðabæ 1.034 nemendur í grunnskóla = Hólabrekkuskóli 2.855 íbúöir 3.096 bílar = 7,7 km tvöföld röð A þessum upplýsingum sjást vel áhrif fólksflutninganna á umræddu tímabili. Samkvæmt þessu svara fólksflutningarnir einir og sér til íbúatölu eins bæjar- félagsins á höfuðborgarsvæðinu og börnin sem á svæðið fluttu fylla heilan grunnskóla. Hvað veldur fólksflutningum? Nokkrar kenningar hafa verið settar fram um ástæður flutninga fólks innanlands. Þar má nefna hagnaðarvonina, sem gengur út á að einstaklingar hafi það eina markmið að notagildi sitt og neyslumöguleikar verði sem mestir. Einnig eru nefnd til sög- unnar framleiðslukerfi, þ.e. að nýtt framleiðslukerfi og fólks- flutningar þróist háð hvort öðru. Einmitt þetta er talið valda mestu um þróunina hér á landi í upphafi aldarinnar þegar þjóðfélagið var að breytast úr landbúnaðarsam- félagi í sjávarútvegssamfélag. Heimilishagir geta einnig vald- ið miklu um fólksflutninga t.d. eldra fólks sem flytur milli landshluta til að geta verið í nábýli við börn sín og barnabörn. Ungt fólk flytur úr foreldrahús- um í annan landshluta til að freista gæfunnar, hjón flytja til að komast í nýja vinnu eða að fjöl- skyldan flytur milli landshluta til að tryggja börnunum dagvistun og menntun og fórnar jafnvel til þess tryggri atvinnu og góðum launum. Þá er komið að einu atriðinu enn sem mjög oft hefur komið upp í umræðunni um þessi mál á undanförnum misserum en það er fólksflutningar til höfuðborgar- svæðisins vegna fjölbreyttari atvinnu. Áhrifin á samdráttar- tímum í þjóðfélaginu koma fyrr fram á landsbyggðinni og því samfara leitar fólkið frá því svæði sem litla fjölbreytni hefur í atvinnuframboði og á þann stað þar sem atvinnumöguleikarnir eru fjölbreyttari. „Traust rekstrarskilyrði út- flutningsgreina er því undirstaða byggðar á landsbyggðinni við óbreytt atvinnulíf. Hagur útflutn- ingsframleiðslunnar ræðst ekki hvað síst af verði afurðanna í erlendri mynt og gengi krónunn- ar. Raungengið er eins konar mælikvarði á viðskiptakjör og samkeppnisaðstöðu landsbyggð- ar gagnvart höfuðborgarsvæði,“ segir Ársæll Guðmundsson höfundur skýrslu Byggðastofnun- ar um möguleikana á að sporna Fyrirtæki Ríki Svfélag Frumb. Innfl. Samt. Skólar o m m o m Dagvistun o (- ) —— — — — Heilsugœsla o mm — (+> o — — Hitaveita o O (- ) 0 + ? Rafveita 0 O (- ) 0 0 ? Vatnsveita o o O 0 o O VegagerÖ o ■i ■ ■ o o o Strætisvagnar o o ? 0 + ? Lóðakostnaöur o + — — FerÖakostnaÖur m (-) m m mm Laun m o o O + ? Skattar o (+) <+) 0 ? Sorphirða o o o o — HúsnæÖi - o o -/+ -- " Heildaráhríf ? - — - ? - í þessari töflu eru niðurstöður skýrslu Byggðastofnunar um fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins scttar fram á samþjöppuðu formi. Úr töflunni má lesa þau áhrif sem hinir ýmsu aðilar samfélagsins verða fyrir í einstökum mála- flokkum vegna fólksflutninga til þessa svæðis, þ.e. hverjir njóta ábatans og hverjir bera kostnaðinn af þéttbýlis- mynduninni. Mínus merkir kostnaðarauki, plús merkir ábataauki en engin áhrif er merkið er 0.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.