Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, föstudagur 12. janúar 8. tölublaö Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SiGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Vinnudeild bifreiðastjóra í Sleipni: Verkfall í þrjá daga í næstu viku náist samnmgar ekki - ferðir hjá Norðurleið falla þá niður Bflstjórar í Bifreiðastjórafélag- inu Sleipni hafa boðað til þriggja daga verkfalls í næstu viku ef samningar við þá hafa ekki tekist fyrir þann tíma. í gær átti að reyna að ná sáttum í deilunni á fundi með sátta- semjara en fyrirfram var ekki búist við árangursríkum fundi því mikið ber á milli deilu- aðila. Félagar í Bifreiðastjórafélag- inu Sleipni hafa verið með lausa samninga frá síðustu áramótum. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar formanns félagsins, var ákveðið að reyna að vera snemma á ferðinni með samn- ingaviðræður og lögðu þeir fram kröfugerð sína í byrjun nóvem- ber. „Við fengum engin svör frá viðsemjendum okkar og vísuðum deilunni til Sáttasemjara ríkisins. Par voru haldnir þrír árangurs- lausir fundir fyrir áramót, en uppúr viðræðum slitnaði 29. des- ember sl.,“ sagði Magnús. Ef af verkfalli verður falla allar ferðir hjá mörgum sérleyfishöfum landsins niður á mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn, m.a. hjá Norðurleið. ræðum við ríkið um núll-lausnir sagðist Magnús vissulega finna að bílstjórar ættu ekki samúð almennings. „Það sem við erum til og með að reyna, er að fá fram breytt fyrirkomulag á vinnutil- högun. Við viljum minnka álagið á okkur en halda samt launum sem við getum lifað af,“ sagði Magnús. Hann vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að samning- ar næðust um helgina en það var þungt í honum hljóðið. Magnús sagði að ef hvorki næðust samningar, né að árangur verði af vinnustöðvun verði aðgerðum haldið áfram, en ákvörðun um það tekin eftir helgi. VG Það getur tekið á taugarnar að bíða! Mynd: KL Pormóður rammi hf. Siglufirði: Ríkið eignast 97% hlutaJjár með 300 milljóna kr. skuldbreytingu - og setur það skilyrði að félaginu verði breytt í almenningshlutafélag Aðspurður um hvort ekki sé erfitt að standa í samningavið- ræðum nú þegar stóru verklýðs- samtökin standa í samningavið- Fjármálaráðuneytið hefur heimilað að breyta 300 millj- óna króna skuld Þormóðs ramma hf. í hlutafé, sam- Tilboð í 6. áfanga VMA opnuð: Iiklegast að SS byggir hf. fái verkið - tilboð þeirra 92,7% af kostnaðaráætlun Nýlega fór fram útboð vegna byggingar 6. áfanga Verk- menntaskólans á Akureyri. Fimm aðilar sóttu útboðsgögn og skiluðu fjórir tilboði í verkið. Líklegast er talið að gengið verði til samninga við SS byggi hf. en þeir voru með lægsta tilboð í verkið. I 6. áfanga byggingar VMA er um að ræða bóknámsálmu sem verður 962 fermetrar að grunn- fleti. Áætlað er að verkið geti hafist í lok janúar en verklok eru áætluð í júlílok í sumar svo hægt verði að taka álmuna í notkun næsta haust. Að sögn Magnúsar Garðars- sonar byggingaeftirlitsmanns átti SS byggir hf. lægsta tilboð í verkið en tilboð þeirra hljóðaði upp á rúmlega 28,7 milljónir króna sem er um 92,7% af kostn- aðaráætlun. Næst kom fyrirtækið GIBO hf. með tilboð upp á 29,5 milljónir eða 95,5% af kostnað- aráætlun. SJS verktakar sf. og fleiri lögðu fram tilboð upp á 31,7 milljónir sem er 102,6% af kostn- aðaráætlun og Aðalgeir Finnsson hf. skilaði tilboði sem hljóðaði upp á 32,6 milljónir eða 105,3% af kostnaðaráætlun. Það var Verkfræðistofa Norð- urlands sem gerði kostnaðaráætl- un vegna verksins og hljóðaði hún upp á 30,9 milljónir. Þessa dagana er verið að skoða og yfir- fara tilboðin nánar og segir Magnús mjög líklegt að gengið verði til samninga við SS byggi hf. og sennilega verði það gert í næstu viku. Þegar byggingu 6. áfanga VMA er lokið eru enn eftir fjórir áfangar. Eftir er ein bók- námsálma til viðbótar, miðrými þ.e. félags- og samkomuaðstaða og þrjár skemmur, yfir tréiðnað- ardeild og rafiðnaðardeild, en ótilgreint er hvað síðasta skemm- an mun hýsa. VG kvæmt heimildum Dags. Eftir skuldbreytinguna mun ríkis- sjóður eiga 97 prósent hluta- fjár í Þormóði ramma hf. Heimildarmenn Dags segja um þetta mál að hér sé um greiðslur að ræða sem ríkissjóður hefur orðið að taka á sig vegna Þor- móðs ramma, og að ganga eigi frá hlutafjáraukningu ríkisins mánudaginn 22. janúar á al- mennum hluthafafundi. Sörnu heimildir segja að fyrir- hugað sé að gera breytingar á samþykktum félagsins þannig að Þormóður rammi verði almenn- ingshlutafélag. Hlutabréf verða boðin til sölu á almennum mark- aði á þessu ári. Tilgangurinn er talinn vera sá að endurskipu- leggja fjármál fyrirtækisins, sem er stærsti atvinnuveitandinn á Siglufirði. Sumir segja að skilyrði ríkissjóðs fyrir því að auka hluta- fjáreign sína um 300 milljónir hafi verið að félaginu yrði síðan breytt í almenningshlutafélag. „Menn gera sér auðvitað grein fyrir að torsótt eða ómögulegt er að safna tugum eða hundruðum milljóna króna með þessum hætti á Siglufirði. Þó er talið að bjart- ara verði yfir hlutabréfamarkaði landsmanna þegar líður að næstu áramótum vegna skattaívilnana sem fylgja því að kaupa hluti í almenningshlutafélögum. En því er ekki að neita að ráðuneytið hefur staðið í miklum björgunar- aðgerðum vegna Þormóðs ramma undanfarin ár, fyrirtækið skuldar rúman milljarð króna,“ sagði einn heimildamaður blaðsins í gær. Mörður Árnason, upplýsinga- fulltrúi fjármálaráðuneytisins, staðfesti í gær að samkvæmt laga- heimild væri ríkinu heimilt að breyta ótilteknum hluta af skuld- um Þormóðs ramma, þ.e. skuld- um beint við ríkið eða ríkis- ábyrgðasjóð, í hlutafé. Miðað er við aðferðir Hlutafjársjóðs í því efni. Hann staðfesti einnig að boðað hefði verið til hluthafa- fundar í fyrirtækinu 22. janúar. Ekki náðist í framkvæmda- stjóra Þormóðs ramma í gær, en hann var staddur í Reykjavík. EHB Loðnuveiðin: „Loksins komnir með fullfermi“ - sagði Hannes Kristjánsson á Súlunni „Jú, það er loksins búið að fá í’ann,“ sagði Hannes Krist- jánsson, stýrimaður á loðnu- skipinu Súlunni EA 300 í gær en þá var skipið á Ieið til lands með fyrsta fuilfermið á vertíð- inni. Súlan var út af Gletting síðla dags í gær og var ekki ákveðið hvort landað yrði á Raufarhöfn eða Siglufirði. „Það var ágæt veiði á þessum slóðum út af Austfjörðum. Þetta er stór og falleg loðna. Við feng- um frá 130 upp í rúmlega 300 tonn í kasti, fylltum skipið í fjór- um köstum. Þetta er eins og það Súlan hélt til hafnar í gær með 800 tonn af loðnu, fyrsta fullfermið á vertíðinni. á að vera,“ sagði Hannes. Hann bjóst við að ef Súlan yrði komin til Raufarhafnar um miðnætti í gærkvöld, yrði sú höfn fyrir val- inu, en annars yrði skipið á Siglu- firði kl. 7 í morgun. Óhætt er að segja að loðnu- veiðin hafi verið góð í fyrrinótt. Nálægt 50 íslensk og norsk skip voru á miðunum og fengu öll einhvern afla. Til loðnunefndar bárust tilkynningar frá 24 skipum í gær um samtals 17.830 tonn. Flest þessara skipa lönduðu á Austfjarðarhöfnum en fjögur skip héldu til Vestmannaeyja. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.