Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. janúar 1990 - DAGUR - 3
Málefni Dags og Dagsprents hf.:
Athugasemd frá Atvinmimálaneíhd
Athugasemd ritstjóra
Vegna skrifa ritstjóra og stjórn-
arformanns Dags að undanförnu
í fjölmiðlum vill Atvinnumála-
nefnd Akureyrar gera eftirfar-
andi athugasemd:
í umfjöllun sinni kvarta ofan-
greindir aðilar yfir því að
Atvinnumálanefnd hafi ekki haft
frumkvæði um að koma Degi/
Dagsprenti til aðstoðar í erfið-
leikum fyrirtækjanna.
Atvinnumálanefnd Akureyrar
vill hér með koma á framfæri sem
sinni skoðun að það sé ekki hlut-
verk nefndarinnar að hlutast til
um rekstur sjálfstæðra fyrirtækja
í bæjarfélaginu, án þess að fram
komi beiðni frá framkvæmda-
stjórum eða stjórnum þeirra.
Hefði Dagur/Dagsprent óskað
á einhvern hátt eftir því að
Atvinnumálanefnd Akureyrar
beitti sér í málefnum þeirra, þá
hefði nefndin að sjálfsögðu orðið
við þeirri beiðni.
í flestra huga er meginhlutverk
Atvinnumálanefndar Akureyrar
fólgið í því að að treysta og efla
atvinnulíf á Akureyri eftir því
sem nefndinni framast er unnt.
Það er rétt að fyrirtækin Dagur
og Dagsprent h.f. leituðu ekki
formlega eftir stuðningi Atvinnu-
málanefndar. Hins vegar var
nefndinni eflaust, eins og flestum
bæjarbúum, kunnugt um tilboð
Byggðastofnunar til bæjaryfir-
valda á Akureyri um að Byggða-
stofnun keypti eignir Dags og
Dagsprents h.f. við Strandgötu
og seldi síðan eða leigði Akur-
eyrarbæ. Það tilboð fól í sér lausn
á vanda Dags og Dagsprents h.f.,
jafnframt því sem það hefði
stuðlað að sameiningu Dags-
prents h.f. og Prentverks Odds
Björnssonar h.f. og þannig treyst
atvinnuöryggi þess mikla fjölda
fólks sem hjá þessum fyrirtækj-
um starfar.
Að mínu áliti hefði Atvinnu-
málanefnd Akureyrar átt að láta
málið til sín taka á þessu stigi,
þar sem atvinnuöryggi svo
margra var í húfi. Það gerði hún
hins vegar ekki og það tel ég
gagnrýnivert. Fyrrnefndu tilboði
Byggðastofnunar var síðan hafn-
að af forráðamönnum Akureyr-
arbæjar og það er því ekki á
nokkurn hátt þeim að þakka að
yfirvofandi rekstrarstöðvun fyrir-
tækjanna var afstýrt. Ritstjóri.
Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks:
Skrifstofa Svavars forvitnileg
- sjálfstæðismönnum ber að fagna sameiningu A-flokkanna
Dæmalaust sjóðasukk og spill-
ing hefur einkennt störf ríkis-
stjórnar Steingríms Hermanns-
sonar. Þetta er skoðun Ólafs
G. Einarssonar, formanns
þingflokks sjálfstæðismanna,
sem hann gerði grein fyrir á
opnum fundi sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri sl. miðviku-
dag. Frummælendur á fundin-
um voru auk Ólafs Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins og Halldór Blöndal,
þingmaður flokksins í Norður-
landskjördæmi eystra.
í ræðum sínum gagnrýndu þre-
menningarnir allir mjög harðlega
störf ríkisstjórnarinnar og kváðu
hana hafa hroka og úrelta stjórn-
arhætti að leiðarljósi.
Formaður þingflokks sjálf-
stæðismanna sagði þjóðina hafa
fylgst agndofa með lýðræðis-
bylgjunni í Austur-Evrópu að
undanförnu. Fjölmiðlar hafi sýnt
alheiminum glæsiskrifstofur fall-
inna leiðtoga og undrast þá spill-
Fyrsta barnið sem fæddist í
Norðurlandskjördæmi eystra á
árinu er myndarlegur piltur.
Hann vó 3550 g og var 52 cm á
lengd 2. jan. eftir fæðingu á
Sjúkrahúsi Húsavíkur kl.
18:56.
Foreldrar drengsins eru Val-
gerður Gunnarsdóttir, kennari
og bæjarfulltrúi á Húsavík, og
ingu sem þar hafi verið í háveg-
um höfð. I ljósi þess kvað Ólafur
forvitnilegt fyrir þjóðina að koma
inn á skrifstofu Svavars Gests-
sonar, menntamálaráðherra,
hvar forstjóri Sambandsins sat
áður.
Ólafur sagði allt benda til þess
Dagur skýrði frá „Steinaldar-
mönnunum“ í byrjun síðasta
mánaðar en það voru piltar
sem gerðu löreglunni á Sauð-
Örlygur Hnefill Jónsson héraðs-
dómslögmaður. Þetta er þriðja
barn þeirra hjóna, en fyrir áttu
þau dreng og stúlku. Mæðginin
eru komin heim og heilsast vel.
Fyrsta barn sem fæddist á árinu
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 3. jan. mun einnig hafa verið
Húsvíkingur og eru foreldrar
þess Þórunn Kristinsdóttir og
Jónmundur Aðalsteinsson. IM
að sameining Alþýðuflokks og
Alþýðubandalags væri aftur að
komast f umræðuna. Hann sagði
að sjálfstæðismönnum bæri að
fagna því ef af sameiningu A-
flokkanna yrði. Sameinaður A-
flokkur yrði aldrei sterkur, vart
með meira en 12-14 prósent fylgi.
óþh
árkróki lífið leitt m.a. með því
að hleypa úr dekkjum lög-
reglubílanna og ata einkabíla
lögreglumanna út í olíu og alls-
kyns drullu.
í þessari frétt var sagt að Stein-
aldarmennirnir ættu sök á fleiru
en þeir áttu skilið. Um var að
ræða tvo hópa. Annar þeirra úð-
aði á biðskýli skólabílsins og á
fleiri staði en aðgerðir Steinald-
armannanna beindust eingöngu
að lögreglunni.
Mál fyrri hópsins upplýstist
fljótlega en nú fyrir stuttu upp-
lýstist hverjir földu sig bak við
nafn Steinaldarmannanna. Um
var að ræða nemendur í Fjöl-
brautaskólanum, nánar tiltekið á
heimavist skólans. Þeir munu
hafa stundað iðju sína í skjóli
nætur en nemendum er strang-
lega bannað að fara út af vistinni
eftir miðnætti. Þeir hafa því þurft
að laumast út einhversstaðar þar
sem ekki sást til þeirra.
Við yfirheyrslur sögðu Stein-
aldarmennirnir að aðgerðum
þeirra hefði ekki verið beint sér-
staklega að lögreglunni þrátt fyrir
að hafa atað bíla þeirra út í olíu
og fleiru. Að sögn lögreglu hafa
þessir piltar átt svolítil samskipti
við lögreglu áður en þetta mál
kom upp.
Nú verða þeir kumpánar lík-
lega sendir með skrúbba og
hreinsiefni til að þrífa eftir sig
óþverrann, sent þeir úðuðu á eyr-
inni. kj
Húsavík:
Fyrsta barn ársins í kjördæminu
Lögreglan Sauðárkróki:
Stemaldarmeim-
irnir upprættir
- eru nemendur í
Fjölbrautaskólanum
Harmoniku-
dansleikur
í Lóni, laugardaginn 13. janúar kl. 22.00-03.00.
★ Allir velkomnir.
Harmonikuunnendur við Eyjafjörð og
Harmonikufélag Þingeyinga.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Oldungadeild
verður sett á sal málmsmíðadeildar, Eyrar-
landsholti, mánudaginn 15. janúar kl. 18.00.
Skólameistari.
Fundarboð
Samtök jafnréttis og félagshyggju boða til fundar
í Blómaskálanum Vín þriðjudaginn 16. janúar kl.
21.00.
HVAÐ VILTU GERA TIL AÐ
BÆTA ÁSTAND ÞJOÐMALA?
Fundarstjóri: Auður Eiríksdóttir.
Frummælendur: Bjarni Guðleifsson, Stefán Halldórsson,
Eiríkur Hreiðarsson og Stefán Valgeirsson.
Viö viljum afnema lánskjaravísitölu án tafar.
Við viljum önnur bjargráð en álver við Eyjafjörð.
Ráðum ráðum okkar sjálf en treystum
ekki á erlenda aðila.
Höfum irið ekki fengið nóg af sjónhverf-
ingum og síauknu misrétti?
Samtök jafnréttis og félagshyggju.
Tilboð!
Vátryggingafélag íslands hf., Akureyri, óskar eft-
ir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir
umferðaróhöpp.
1. Isuzu Gemini árg. 1989
2. Mazda 929 árg. 1986
3. Mazda 626 árg. 1985
4. Honda Accord .... árg. 1985
5. Toyota Corolla
Twin Cam árg. 1985
6. MMC Tredia árg. 1984
7. Audi CD 100 árg. 1983
8. Mazda 929 árg. 1983
9. Subaru st árg. 1982
10. Toyota Carina árg. 1980
11. Lada 1600 árg. 1978
12. Fiat 132 árg. 1977
Bílarnir verða til sýnis mánudaginn 15. jan. og
þriðjudaginn 16. jan. nk. geymslu við Glerárósa, frá
kl. 13.00 til 16.00 báða dagana.
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands
hf. fyrir kl. 15.00 miðvikudaginn 17. janúar 1990.
>
^%/ÆkíW VATRYGGIN GAF E LAG
^riar ÍSLANDS HF