Dagur - 12.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 12. janúar 1990
TII sölu
lítið notað knattspyrnufélag
- leikur í 3. deild.
Helstu eignir félagsins:
Leikskýrslubók, fánar og 12-15 leik-
menn í mismunandi góðu ásigkomulagi.
Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði
sem er eða hafna þeim öllum.
Upplýsingar gefa Andrés í síma 96-
24222, Egill í síma 96-26288 eða Hall-
dór í síma 96-27377.
Tilboð skilist í lokuðu umslagi á
afgreiðslu Dags merkt: „PEX - 66“.
Flugskóli Akureyrar
Flugskoli Akureyrar heldur bóklegt einkaflug-
mannsnámskeið í janúar.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru vinsamlegast
beðnir að hafa samband við Ragnar Ólafsson í sím-
um 22000 (skiptiborð Flugleiða) og 27458.
Fulltrúafundur
í Framsoknarfélagi Eyjafjarðar
verður haldinn á skrifstofu Framsóknarflokksins,
Hafnarstræti 90, Akureyri, laugardaginn 13. janúar
kl. 11.00. Rætt um málefni Dags.
Guðmundur. Jóhannes Geir
með Guðmundi Bjarnasyni og Jóhannesi
Geir í Freyvangi, föstudaginn 12. janúar
frá kl. 20.30 og í Jónínubúð á Dalvík
laugardaginn 13. janúar frá kl. 15.00-
17.00.
Viðtalstími — Akureyri
Guðmundur Bjarnason og Jóhannes Geir verða til
viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnar-
stræti 90, Akureyri, mánudaginn 15. janúar frá kl.
16-19.
Framsóknarfólk Húsavík
Almennur
félagsfundur
verður haldinn laugardag 13. jan. kl. 10.30 í
Garðari.
Fundarefni:
1. Kosningaundirbúningurinn.
2. Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Framsóknarfélag Húsavíkur.
Vinnueftirlit ríkisins á Norðurlandi eystra:
Getur haft alvarlegar afleiðingar
að tílkynna ekki vinnuslys
-18 vinnuslys tilkynnt á síðasta ári, sem er aukning um 7 frá 1988
Á síðasta ári var tilkynnt um
18 vinnuslys til starfsmanna
Vinnueftirlits ríkisins á
Norðurlandi eystra. Samsvarar
það að tilkynnt hafi verið um
1,5 vinnuslys á mánuði þetta
ár, en árið 1988 var tilkynnt
um 11 vinnuslys til Vinnueftir-
lits ríkisins í umdæminu. Helgi
Haraldsson umdæmistækni-
fræðingur segir engan vafa
leika á að trassað sé að til-
kynna um vinnuslys, en nýút-
kominni reglugerð um tilkynn-
ingu vinnuslysa er m.a. ætlað
að auka og bæta skráningu
vinnuslysa.
Helgi segir að helst sé tilkynnt
um slys ef þau eru mjög alvarlegs
eðlis. „Á Akureyri virkar þetta
þannig að þegar kallað er eftir
sjúkrabíl, veit lögreglan af því og
sér til þess að við séum boðaðir á
staðinn líka ef um vinnuslys er að
ræða. Fari menn hins vegar með
einkabíl á slysadeild er oftast um
minna alvarleg slys að ræða og þá
vill það brenna við að þau séu
ekki tilkynnt til okkar.“
Aðspurður um hvort það að
tilkynna ekki slys geti haft ein-
hverjar afleiðingar í för með sér
sagðist Helgi t.d. þekkja dæmi
frá Akureyri þar sem ekki var til-
kynnt um vinnuslys, en við kom-
andi starfsmaður náði sér ekki að
fullu eftir slysið. Hann fór í mál
við atvinnurekandann sem tapaði
málinu eingöngu vegna þess að
hann tilkynnti það ekki. „Þó eng-
an veginn sé hægt að rekja slysið
til vanrækslu á vinnustað tapar
vinnuveitandi máli sem þessu ef
það hefur ekki verið tilkynnt, en
það er vinnuveitandans að til-
kynna.
Almennt segir Helgi að aðbún-
aður að vinnustöðum hafi batnað
undanfarin ár. Starfsmenn
Vinnueftirlitsins fara reglulega í
heimsóknir til fyrirtækja og fylgja
máli sínu eftir með endurskoðun
síðar ef gerðar hafa verið athuga-
semdir í fyrstu heimsókn. Trassi
menn að gera þær úrbætur sem
farið er fram á getur það varðað
sektum. Algengt er að vélar eru
innsiglaðar, fyrirtækjum lokað
um stundarsakir eða þau kærð,
en Helgi segir að reynt sé að forð-
ast kærur þar sem slíkt sé mjög
seinvirkt. Helgi segir starfsmenn
Vinnueftirlitsins verða vara við
slæma fjárhagsstöðu fyrirtækja
um þessar mundir. „Það verður
vissulega erfiðara að ná fram
úrbótum þar sem fjárhagurinn er
ekki góður, sérstaklega ef um
dýrari framkvæmdir er að ræða
t.d. loftræstikerfi.“
Af algengum málum sem
Vinnueftirlitið gerir athugasemd-
ir við má nefna loftræstingu á
bifreiðaverkstæðum og í bygging-
ariðnaði, en trésmiðir og húsa-
smiðir eiga það til að detta af
vinnupöllum því mjög er trassað
að setja á þá handrið. VG
Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum:
Aukning í sölu fiskflaka
en samdráttur í fiskréttum
Heildarsalan hjá Iceland Sea-
food Corporation, sölufyrir-
tæki sjávarafurðardeildar
Sambandsins í Bandaríkjun-
um, var á síðasta ári nánast sú
sama í dollurum talið og árið
áður, 132,7 millj. dollara á
móti 133,4 millj. dollara árið
1988. Samdrátturinn nemur
Aukning varð í öilum vöru-
flutningum Skipadeildar Sam-
bandsins á síðasta ári, að
undanteknum olíuflutningum
innanlands. Heildarflutningar
námu 542 þúsund tonnum og
hafa þeir ekki verið meiri í
sögu deildarinnar. Heildar-
aukningin nemur rúmum 6%
miðað við árið á undan en séu
olíuflutningarnir undanskildir
er aukningin tæp 19%.
Innflutningur jókst um 2%,
útflutningur um 29%, eigin
strandflutningar um 47%, flutn-
ingar erlendis um 22% en sam-
dráttur í olíudreifingu innanlands
nam tæpum 10%.
20% aukning varð á flutning-
um gáma um vöruafgreiðslu
Skipadeildar við Holtabakka.
Rekstrartekjur námu rúmum 2,8
milljörðum króna, sem er 32%
aukning frá árinu áður. Með vís-
an til hækkunar byggingarvísitölu
nemur raunhækkunin tæpum
10%.
í árslok 1989 voru 9 skip í
rekstri Skipadeildar Sambands-
. Bifhjólamenn
íjM fcv-. hafa en9a heimild
«1 að aha hraðar
en a®rir'
UwSEROA"
því 0,7 milljónum dollara eða
hálfu prósenti.
Heildarsalan í magni í Banda-
ríkjunum og Kanada varð 82,9
milljónir punda árið 1989 eða
37.600 tonn. Þetta er 0,3% minni
sala en árið á undan.
Samkvæmt upplýsingum sjáv-
arafurðardeildar Sambandsins
varð aukning um 25% í sölu
ins. Fjögur þeirra eru í eigu Sam-
bandsins, þrjú eru á þurrleigu
með íslenskar áhafnir og tvö á
tímaleigu með erlendar áhafnir.
frystra flaka hjá fyrirtækinu hvað
verðmæti snertir og 25,4% aukn-
ing í magni. Verðmæti fiskflaka-
sölunnar hjá Iceland Seafood
Corporation nam 40 milljónum
dollara og magnið var 19,5 millj-
ónir punda. Sala fiskrétta nam
87,1 milljón dollara að verðmæti
og 59 milijónum punda í magni.
Þar var í báðum tilfellum um að
ræða samdrátt milli ára.
Starfsemi fyrirtækisins í
Bandaríkjunum greinist í tvo
meginþætti. Annars vegar er um
að ræða sölu á flökum og skel-
fiski og hins vegar vinnslu og sölu
fiskrétta. Fyrirtækið rekur sjálft
eigin fiskréttaverksmiðju nálægt
Harrisburg í Pennsylvaníu og er
hún af mörgum talin ein sú full-
komnasta í Bandaríkjunum. Þar
vinna að staðaldri 350-400
manns. JÓH
sunnudagitm 14. janúar firá
ld. 14.00-17.00
Kynnum starfsemlna á vorönu t d. eítir-
talln námskeið:
★ vSkrifstofutækn i
★ PC-grunn
★ MS-DOS stýrikerfið
★ Ritvinnslu
★ Töflureikni
★ Gagnagrunn
★ Forritun
Allir velkomnir — Yeitingar.
Tökufræðslan Akurejri h£
Glerárgötu 34, 4. hæð, sími 27899.
Skipadeild Sambandsins:
Flutningar deildarinnar
aldrei meiri en á sl. ári